Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. áffúst 1966 TÍMIWW Örn Bjarnason læknir: Hópsamstarf lækna og heilsugæzlustöðvar Fyrir skemmstu birtist í dag blöðunum grein eftir Gísla G. Auð unsson, lækni, er hann nefndi Læknaskortur dreifbýlisins frá sjónarhóli ungs læknis. Á hann þakkir skilið fyrir að kynna þetta mál, því að allt of lítið hef ur heyrzt frá læknum fram að þessu opinberlega. Hafa þó verið miklar umræður um þessi mál inn an stéttarinnar og undirbúningur hafinn til lausnar þessum vanda. Varðandi þau atriði, sem hér eru ekki rædd, vísast til greinar Gísla. í greininni bendir hann rétti- lega á, að sá vandi, sem nú steðj ar að, verði aðeins leystur, ef læknar sjálfir taki málið í sínar hendur og fyrsta skrefið sé mynd un samstarfshópa. Hópstarf erlendis. Samvinnuhópar eru ýmist skip- aðir almennum læknum (heimil islæknum) eða sérfræðingum og víða er algengt að heimilislæknar og sérfræðingar starfi saman í hóp. Slík hópstarfsemi hefur gefizt vel og eykst hröðum skrefum. í Englandi var fjórðungur al- mennra lækna í hópstarfi fyrir 15 árum, en nú er aðeins fjórðungur þeirra, sem starfar sjálfstætt. Eru það læknamir sjálfir, sem hafa haft forgöngu um myndun hópa. Finnar, sem búa við læknaskort eins og við, hafa stuðlað að mynd un slíkra hópa, með því að stækka héruðin og færa læknana saman. í Svíþjóð stofanði læknafélagið sérstaka sjóði, sem standa undir byggingu læknahúsa, þar sem fer fram hópstarf allra lækna, er starfa utan sjúkrahúss í sam keppni við móttökur (polyklinik) sjúkrahúsanna. Undirbúningur hérlendis. Læknum hefur lengi verið ljóst, að ýmsu er ábótavant í læknisþjón ustu vegna annmarka á skipulagn- ingu læknisstarfa. Hefur undir búningur verið hafinn að þeim breytingum, sem nauð- synlegar eru, til þess að leysa læknaskortinn og bæta þjónust- una. „í Reykjavík hefur Læknafélag Reykjavíkur látið sig skipulagn- ingu læknisþjónustunnar talsvert varða á undanförnum árum. Má þar til nefna læknisþjónustunefud félagsins, sem starfað hefur f nokk ur ár. Á vegum Reykjavíkurborg- ar hefur einnig starfað nefnd um það bil hálft annað ár, er fjalla um skipulag læknaþjónustu borgar- innar. Loks skal þess getið, að læknar í Reykjavík hafa sjálfir gert ýmsar ráðstafanir til hagræð- ingar læknisþjónustu borgarinnar. Loks skal þess getið, að læknar í Reykjavik hafa sjálfir gert ýms- ar ráðstafanir til hagræðingar læknisþjónustu á stofum sínum. enda þótt ekki sé enn starfandi hópsamvinna í eiginlegustu merk- ingu þess orðs. Slíkur samstarfs- hópur mun þó væntanlega hefja starfsemi í Domus Mr>dica á þessu 4ri.“ (Læknablaðið, 1. hefti 1966). Utan Reykjavíkur er mikil hreyf íng komin á þetta mál. Má nefna )ð á Sauðárkróki eru læknarnir tveir, sem þar sitja, að undirbúa samvinnu með sameiginlegri vinnu aðstoð og í haust munu tveir lækn ar fara til Húsavíkur og setja upp læknamiðstöð. Hér í Vestmannaeyjum hefur tekizt samvinna tveggja lækna í sameiginlegu húsnæði og þegar fullnægjandi húsnæði, tæki og að- stoð verður fyrir hendi, verður tekin upp hópsamvinna allra lækn anna á staðnum. Gerður hefur verið tillöguupp- dráttur að heilsuverndar- og lækna miðstöð (heilsugæzlustöð), og hef ur bæjarstjórn samþykkt að reisa slíka stöð og veitti á síðustu fjár- hagsáætlun 1 milljón króna til framkvæmdanna og jafnframt ósk- að eftir því, að ríkið leggi fram fé á móti eftir sömu reglum og um sjúkrahús. Hefur verið leitað til landlæknis, sem hefur tekið málaleitaninni mjög vinsamlega og mun málið nú í athugun hjá ráðu- neyti og húsameistara. Nýskipun mála. Eðlilegt er, að nokkurn ótta setji að mörgum, þegar miklar breytingar eru í vændum. Menn spyrja, hvort óhætt sé að láta ungu læknana hafa fjrálsar hendur um þessi mál. Því er til að svara, að í hinu nýja skipulagi verður allt það bezta varðveitt úr gamla kerfinu og við erum ekki að koma með neitt það, sem ekki hefur sannað ágæti sitt annars staðar. Skipulag, sem noað er víða erlendis með góð um árangri, verður tekið upp og aðlagað íslenzkum staðháttum og þjóðlífi. Hópsamstarf almennra lækna. Hópsamstarf almennra lækna (group pratice) merkir að heim ilislækningar eru stundaðar af al mennum læknum, sem starfa mjög náið saman leita ráða hver hjá öðrum um rannsóknir og með j ferð og hafa sameiginlega spjald skrá yfir sjúklinga, en sjúklingi er heimilt að leita til þess læknis, sem hann óskar. Hópurinn hefur nokkra starfs skiptingu, þannig að læknarnir kynna sér sérstaklega eina eða fleiri greinar læknavísindanna. Hópurinn hefur sameigin- legt húsnæði fyrir stafsemina í- læknamiðstöð (medical centre) og stjórna þeirri stofnun sjálfir. Slíkur hópur nýtur aðstoðar sérþjálfaðra aðila: 1. Einkaritari, sér um að vélrila öll bréf, vottorð og skýrslur og að spjaldskrá sé í röð og reglu og ritarinn er tengiliður milli að stoðarfólksins og læknanna inn- byrðis og sér um skipulagningu | hins daglega starfs. 2. Sé vinnuálag ekki mikið, get Örn Bjarnason ur ritarinn annazt móttöku sjúkl inga og símavörzlu, ella verður að ráða stúlku til þeirra starfa. 3. Hjúkrunarkonur aðstoða læknana við störf þeirra, svo sem við' slys og smærri aðgerðir og við skoðanir, sem ekki verða fram kvæmdar án hjálpar eða nærveru hjúkrunarkonu. Annars vinn- ur hún sjálfstætt, skiptir á sár- um, gefur flestar sprautur, sér um alla sótthreinsun og sér um ýmsar einfaldari rannsóknir. 4. Læknamiðstöðvar, sem liggja fjarri stórum rannsóknastof- um, þurfa að geta annazt slíka þjónustu og hefur því á að skipa sérþjálfuðum aðila í þessum efn- um (Laborant). í stuttu máíi má segja, að þann ig er heimilislæknum búir lík vinnuskilyr.ði o'g sjúkrahúslæknar hafa. Heilsugæzlustöðvar. En breytingarnar þurfa að vera viðtækari, ef þær eiga að koma að fullu gagni, þvi að lækningar eru aðeins einn þáttur læknis- þjónustunnar. Til þess að starfs- karftar læknanna nýtist vel og öll læknisþjónusta komi að sem bezt um notum, þarf hópsam- vinna heimilislæknanna að ná til allrar almennrar læknisþjón- ustu, sem fram fer utan spítala. Fyrir slíka starfsemi þarf að koma upp sérstökum st.ofnunum, heilsugæzlustöðvum. Slíkar heilsugæzlustöðvar, sem tíðkast víða í Englandi, eru þann ig uppbyggðar. að þær sam- eina undir einu þaki læknamið- stöð, eins og að framan er lýst og heilsuverndarstöð fyrir mæðraeftirlit og barnaskoðun sjúkdómaVarnir o.s. frv. Þá er þar húsnæði ætlað almennri tann læknaþjónustu, aðstaða til að taka röntgenmyndir, sinna smærri slys um og gera minniháttar aðgerðir. Hið daglega starf. Mjög misjafnt hlýtur að vera á hvaða tíma starfsfólk heilsu- gæzlustöðvar er við vinnu, eftir því, hvort um er að ræða kaun stað eða hverfi í borg eða á hinn bógipn sveit eða kauptún. í kaupstáð má hugsa sér að stöð in sé opin frá klukkan 8 að morgni til klukkan 6 að kvöldi. Framhald á bls. 12. Síldarskýrsla Fiskifélags ísiands: Þórður Jónasson hefur forustuna - en Gísli Árni kominn í annað sæti Síldveiðar norðanlands og austan 1966. Afli einstakra skipa á síldveið um norðanlands og austan til og með 30. júlí 1966. Kunnugt er um 151 skip, sem fengið hafa einhvern afla. Þar af eru 139 með 100 lest ir og þar yfir og fylgir hér skrá yfir þau skip. Enn hafa ekki borizt upplýsingar frá nokkrum söltunar stöðvum og er því aflamagn sumra skipa lægra en vera skyldi. Lestir. Akraborg, Akureyri 1.238 Akurey Hornafirði 638 Akurey Reykjavík 1.989 Anna Siglufirði 542 Arnar Reykjavík 2.442 Arnarnes Hafnarfirði 325 Árni Geir Keflavík 607 Árni Magnússon Sandgerði 2.268 Ásbjörn Reykjavík 2.815 Ásþór, Rvk 1.575 Auðunn. Hafnarf. 1.359 Baldur, Dalvík 707 Barði, Neskaupst. 3.076 Bára, Fáskrúðsfirði 1.891 Bergur. Vestm. 478 Bjarmi II, Dalvík 1.867 Bjartur, Neeskaupstað 2.833 Björg, Neskaupstað 752 Björgúlfur. Dalvík 774 Björgvin, Dalvík 1.086 Búðaklettur, Hafnarfirði 1.601 Dagfari, Húsavík 2.040 Dan, ísafirði 148 Einir Eskifirði 192 Eldborg, Hafnárfirði 2.118 Elliði, Sandgerði l.67i Fagriklettur, Hafnarfirði 543 Faxi, Hafnarfirði 2.333 Fákur, Hafnarfirði 1.332 Framnes, Þingeyri 1.137 Freyfaxi, Keflavík 197 Fróðaklettur, Hafnarfirði 726 Garðar, Garðahreppi 1.115 Geirfugl, Grindavík 384 Gissur hvíti, Hornafirði 139 Gísli Árni, Rvk 3.439 Gjafar, Vestm. . 1.285 Glófaxi, Neskaupstað 336 Grótta, Reykjavík 1.483 Guðbjartur Kristján, ísafirði 2.114 Guðbjörg, Sandgerði L843 Guðbjörg, ísafirði 1.333 Guðbjörg, Ólafsfirði 705 'Guðm. Péturs, Bol.v. 1.944 Guðm. Þórðarson, Rvk 603 Gúðrún, Hafnarfirði 1.810 Guðrún Guð.l., Hnífsdal 1.328 Guðrún Jónsdóttir, ísaf. 1.567 Guðrún Þork., Eskifirði 1.270 Gullberg, Seyðisfirði 1.743 Gullfaxi, Neskaupstað 787 Gullver, Seyðisfirði 2.086 Gunnar, Reyðarfirði 1.344 Hafrún, Bolungavík 2.498 Hafþór, Reykjavík 263 Halkion, Vestmannaeyjum 1.818 1 Halldór Jónsson, Ólafsvík 732 Hamravík, Keflavik 1.259 Hannes Hafstein, Dalvík 1.931 Haraldur, Akranesi 1.449 Hávarður. Súgandaf. 196 Heimir. Stöðvarfirði 1.996 Ilelga, Rvk 1.207 Helga Björg, Höfðak. 758 Helga Guðm., Patreksf. 2.613 Helgi Flóventsson, Húsav. 1.577 Héðinn, Húsavík 808 Hoffell, Fáskrúðsfirðí 1.129 Hólmanes, Eskifirði 1.255 Hrafn Sveinbj. III Gr.v. 649 Huginn II, Vestm. 363 Hugrún, Bolungav. 1.044 Húni II, Höfðakaupstað 493 Höfrungur II, Akranesi 1.037 Höfrungur III, Akranesi 1.679 Ingiber Ólafsson II ,Y-Nj.v. 1.975 Ingvar Guðjónsson, Sauðárk. 1.241 Jón Eiríksson, Hornaf. 147 Jón Finnsson, Garði 1.861 Jón Garðar, Garði 2.817 Jón Kjartansson, Eskif. 3.432 Jón á Stapa, Ólafsvík 690 Jón Þórðarson, Patreksf. 302 Jörundur II, Rvk. 2.077 Jörundur III, Rvk. 2.074 Keflvíkingur, Keflavík 1.158 Krossanes, Eskifirði 1.475 Loftur Baldvinsson, Dalv. 1.874 Lómur, Keflavík 2.129 Margrét. Siglufirði 1.430 Mímir, Hnífsdal 232 Náttfari, Húsavík 1.008 Oddgeir, Grenivík 1.478 Ólafur Bekkur, Ólafsfirði 714 Ólafur Friðbertsson, Súg.f. 1.885 Ólafur Magnússon, Ak 3.060 Ólafur Sigurðsson, Akran. 2.392 Ólafur Tryggvason, Hornaf. 329 i Óskar Halldórsson, Rvk 2.461 , Pétur Sigurðsson, Rvk 587 iReykjaborg, Rvk 2.717 Reykjanes, Hafnarf. 582 Runólfur, Grundarf. 139 Seley, Eskifirði 2.87f Siglfirðingur, Sigluf. 1.801 Sigurborg, Sigluf. 1.16*7 Sigurður Bjarnass., Akure. 2.890 Sigurður Jónsson, Breiðd.v. 913 Sigurfari, Akranesi 706 Sigurpáll, Garði 813 Sigurvon, Rvk. 1.136 Skálaberg, Seyðisf. 122 Skírnir, Akranesi 868 Snæfell, Akureyri 2.702 Snæfugl, Reyðarfirði 219 Sóley, Flateyri 907 Sólfari, Akranesi 814 Sólrún, Bolungavík 1.462 Stapafell, Ólafsvík 294 Stígandi, Ólafsfirði 794 : Sunnutindur, Djúpavogi 854 Súlan, Akureyri 2.107 Svanur, Súðavík 198 Sveinbjörn Jakobsson, Ólafsv. 366 Sæfaxi II, Neskaupstað 603 Sæhrímir, Keflavík 326 Sæúlfur, Tálknafirði 590 Sæþór. Ólafsfirði 661 Viðey, Rvk 1.854 Víðir II, Garði 393 Vigri, Hafnarfirði 1.964 Vonin, Keflavík 1.207 Þorbjörn II, Grindavík 1.335 Þorleifur, Ólafsfirði 837 Þórður Jónasson, Akureyri 3.495 Þorsteinn, Rvk 2.440 Þrymur, Patreksfirði 563 Æskan, Siglufirði 229 Ögri, Reykjavík 1-289

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.