Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 6. ágúst 1966
2
TÍMINN
L ÖGREGL UA DGERDIR ENN GEGN
BLADAMÖNNUM DER SPIEGEL
NTB—Karlsruhe, föstudag.
Mesta lögregluaðgeríHn gegn
blaðamönnum í sögu Vestur-Þýzka
lands var bæði lögleg og í sam-
ræmi við stjórnarskrána að því er
segir í úrskurði stjórnarskrárdóm
stóisins í Karlsruhe, sem fjallaði
um aðgerðir lögreglunnar gegn
hinu fræga vikublaði Der Spiegei
árið 1962.
Dómararnir, sem eru átta, voru
þó allt annað en sammála um úr-1
skurð þennan, því að fjórir þeirra I
ákváðu, að kæra blaðsins vegna.
þessara aðgerða skyldi tekin til!
greina. En dómstóllinn studdi j
samt sem áður árás lögreglunnar j
á Der Spiegel haustið. 1962, þegar
útgefandinn og nokkrir samstarfs
menn hans við blaðið voru hand i
teknir, ritstjórnarskrifstofurnar I
settar undir lögreglueftirlit og ým
is gögn ritstjórnarinnar tekin
traustataki. Þessi úrskurður bygg
ist á tæknilegu atriði í vestur-þý/k
um lögum. Samkvæmt því lagaat-
riði verður að nást hreinn meiri-
hluti í dómstólnum í Karlsruhe
til þess að hægt sé að úrskurða
einhverjar aðgerðir ólöglegar og
andstæðar stjórnarskránni. Nú
voru atkvæði dómaranna jöfn eins
og áður segir.
Lögreglan réðst gegn Der Spieg
el þrem vikum eftir að blaðið
birti grein um NATO-heræfing-
arnar ,.Fallex 62“, og sagði blað-
ið, að varnir landsins væru ófull-
nægjandi.
Aðgerðirnar gegn tímaritinu
voru réttlættar með því, að grein
blaðsins ljóstraði upp um hern-
aðarleyndarmál.
Spiegel-málið fékk brátt mik-
inn pólitískan eftirleik og endaði
með því, að varnarmálaráðherr-
ann, Franz-Josef Strauss, varð að
segja sig úr stjórn landsins. Er
talið, að Strauss hafi verið einn
aðalmaðurinn að baki lögregluað-
gerðunum.
í úrskurði réttarins, sem dóms-
forsetinn las upp í dag, segir að
aðgerðir lögreglunnar séu lögleg-
ar. Aftur á móti verði að gæta
fyllstu varúðar í sllkum málum í
framtíðinni.
Á tíma þeim, sem liðinn er frá
lögregluárásinni, hefur hverju
málinu á fætur öðru gegn útgef-
andanum, Rudolf Augstein, og
blaðamönnum hans, verið vjsað á
bug af vestur þýzkum dómstólum.
SUMARHÁTÍÐ
FRAMSÓKNAR-
MANNA * V-HÚN.
Sumarhátíð Framsóknar
manna i V Húnavatnssýslu verð
ur haldin að Laugabakka laug
ardaginn 27 ágúst. Nánar í
blaðinu síðar.
Héraðsmót og k jör
dæmisþing að
Króksfjarðamesi
ÚTSVÖR Á AKRANESI
OG Á PATREKSFIRÐI
Á Akranesi var alls jafnað niður
útsvörum að upphæð 24.885.300 á
1123 einstaklinga og 47 félög:
Upphæðin skiptist þannig: Út-
svör einstaklinga kr. '23.461.500.-,
útsvör félega kr. 1.393.800;-
Aðstöðugjöld að upphæð kr.
4.179.600.- voru lögð á 122 ein-
staklinga og 60 félög. Upphæðin
skiptist þannig: Aðstöðugjöld ein
staklinga kr. 702.200.-, aðstöðugjöld
félaga kr. 3.477.400,-
Hæstu útsvör og aðstöðugöld
bera:
Garðar Finnsson. skipstj. 240.900
Runólfur Hallfr.ss. skipstj. 214.200
Framsóknarmenn í Vestur-Skaft.
halda héraðsmót sitt að Kirkju-
bæjarklaustri laugardaginn 13.
ágúst og hefst það kl. 9 s. d.
Ræður flytja ritari Framsókn-
arflokksins, Helgi Bergs, alþm.
og Jón Helgason, bóndi, Seglbúð-
um. Þá skemmtir Ómar Ragnars-
son og Ríó tríóið syngur. Tóna-
bræður leika fyrir dansi.
Þórður Guðjónsson. skip. 207.280
Viðar Karlsson 197.400
b. félög:
Har. Böðvarss. & Co. 1.159.300.-
Síldar- og fiskim.v. h. f. 143.009
Þórður Óskarsson h,f. 270.000.-
Þorgeir & Ellert h.f. 262.200.-
SJ-Patreksfirði, föstudag.
Lokið er álagningu útsvara og
aðstöðugalda á Patreksfirði. Alls
var jafnað niður útsvörum kr.
7.143.300 á 313 einstaklinga og
8 félög. Aðstöðugöld eru samtals
kr. 1.001.100.00 á 53 einstaklinga
og 10 félög. Útsvör voru lögð á
Helgi Jón
samkvæmt lögákveðnum útsvars-
stiga og útsvör síðan lækkuð um
5%. Útsvar var ekki iagt á bætur
almannatrygginga aðrar en fjöl-
skyldubætur og frádráttur vegna
fæðiskostnaður sjómanna var tek |
inn til greina. Útsvör gjaldenda
65 til _ 70 ára voru lækkuð um
25%\ Útsvör gjaldenda 70 til 75
ára voru lækkuð um 50% og út-
svör gjaldenda yfir 75 ára að aldri
voru aiveg felld niður.
Hæstu útsvör einstaklinga greiða:
Jón Magnússon skipstóri kr. 393.
000.00, Kristján Sigurðsson héraðs
læknir kr. 153.500.00 og Atli Snæ-
börnsson stýrimaður kr. 142.000.-
Hæstu útsvör félaga greiða: Fisk
ver h.f. kr. 449.900.00, Vesturröst
h.f. kr. 93.000.00 og Kaupfélag
Patreksfarðar kr. 14.400.00 Hæstu
aðstöðugjöld einstaklinga greiða:
Páll Guðfinnsson byggingameist-
ari kr. 49.600.00, Ingólfur Arason
kaupmaður kr. 29.400.00 og Haf-
steinn Davíðsson kaupmaður kr.
17.200.00. Hæstu aðstöðugöld fé-
laga greiða: Hraðfrystihús Pat-
reksfjarðar h. f. kr. 279.400.00,
Kaupfélag Patrefesfjarðar kr. 168.
800.00 og Fikkiver h. f. kl. 84.000
00.
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Vestfjarðarkjördæmi verð
ur haldið í Króksfjarðarnesi 13.
og 14. ágúst n. k.
Hefst þingið W. 2 e. h. laugar-
dag.
Á laugardagskvöldið verður svo
á sama stað haldið héraðsmót Fram
sóknarmanna í A.-Barð. með fjöl
breyttri dagskrá og verður nán
ar sagt frá hcnni í næstu blöðum.
NÝ FRÍMERKI
Á fimmtudaginn sendi Póst- og
símamálastjórnin frá sér fjögur ný
frímerki, landslagsmerki, sem
prentuð hafa verið í Sviss hjá Cour
voisier. Frímerkin eru að verð-
gildi kr. 2.50, mynd Lóndrangar,
4 krónur mynd Mývatn, 5 krónur
mynd Búlandstindur og kr. 6.50
mynd Dyrhólaey.
FRETTIR UR
A. SKAFTA-
FELLSSÍSLU
Aðfaranótt sunnudagsins 24. þ.
m. og frameftir morgni þess dags
geysaði hér meira ofviðri en elztu
menn muna á þeim tíma árs. Hey
skaðar urðu þó meiri í þessu hér-
aði á flestum bæjum austan Breiða
merkursands en dæmi eru til, en
þó misjafnt á bæjum, en alls stað-
ar varð tjónið mikið. Eftir sönnum
heimildum er mér sagt að heytjón
ið í Mýrarhreppi hafi orðið 200
til 250 hestburðir á tuttugu heim-
ili til jafnaðar eða fjögur til fimm
hundruð hestar mest á bæ. Mest
mun tjónið í Suðursveit hafa orð-
ið á bæ 220 hestar, og svo niður-
eftir.
Úr Lóni og Nesjum hefi ég ekki
greinilegar fréttir, en heytjón
mun þar hafa orðið ærið. Auk
þessa tjóns virðast kálgarðar eyði-
lagðir, eins grænfóðursakrar mjög
skemmdir. Girðingar um ræktuð
lönd eru snúnar upp og slitnar
á stórum svæðum.
Allt er þetta tjón meira en
orðum taki á hábjargræði bænda.
Grasspretta á túnum var hér
ágæt og þvi útlit fyrir mikinn
heyfeng ef svona hefði ekki farið.
25.7. 1966.
Steinþór Þórðarson.
LR æfir
vind og
Aðalfundur leikfélags
Reykjavíkur var haldinn 18.
f. m. Formaður, Steindór Hjör-
leifsson, setti fundinn og minnt
ist í upphafi Kristínar Thor-
berg, sem var heiðursfélagi
L.R. og lézt á árinu, en fundar
menn risu úr sætum og heiðr
uðu minningu hinnar látnu.
Leikhússtjórinn, Sveinn Ein
arsson, flutti síðan skýrslu um
leikhúsrekstur félagsins á liðnu
leikári. Sýnd voru á leikárinu
10 leikrit, en á fyrra leikári
9. Þrjú af þessum leikritum
i voru sýningar, sem teknar voru
upp frá fyrra leikári, Þjófar,
lík og falar konur, Ævintýri
á:gönguför og Sú gamal kemur
í heimsókn. Þrjú leikritanna
voru einþáttungar. sem sýndir
.......
nú Fjalla-Ey-
Tveggja þjór »
voru saman síðdegis á laugar’
dögum undir samheitinu Orð
og leikur. Þessar síðdegissýn-
ingar eru nýlunda, sem tekin
var upp í fyrra, en aðsókn
hefur reynzt minni en skyldi.
Þrjú leikritanna voru frumsam
in ný íslenzk verk, Sjóleiðin
til Bagdad eftir Jökul Jakobs-
son, Grámann eftir Stefán Jóns
son og Dúfnaveizlan eftir Hall-
dór Laxness. Þá er ótalið eitt
verkefnanna, Hús Bernördu
Alba, en á því leikriti var hald-
in hátíðasýning 19. marz og
þess minnzt að þá voru liðin
þrjátíu ár, síðan Regína Þórð-
ardóttir lék fyrst í Iðnó. Gest-
ur Pálsson hlaut leiklistarverð
launin Skálholtssveinninn fyr-
ir leik sinn í Sú gamla kemur
í heimsókn og Þorsteinn Ö
Stephensen Silfurlampann,
verðlaun Félags ísl. leikdómara
fyrir bezta leik ársins. Þetta
er í annað skipti að hann fær
þessa viðurkenningu, en þriðja
árið í röð, sem þessi verðlaun
eru veitt fyrir leikafrek, sem
unnið er á sviðinu í Iðnó.
Alls voru leikhúsgetir rúm-
lega 41.000 eða svipað og
í fyrra og sætanýting var sú
sama, 80%. Samtals 37 leikar-
ar fóru með hlutverk hjá félag
inu á leikárinu, en aukaleikar-
ar voru 22 svo að samtals komu
um 60 fram á sviðinu í Iðnó
í vetur. Er það nokkru fleira
en undanfarin ár. Sýningar
urðu alls 219, en voru 218 í
Framhald á bls. 12.
HERAÐSMOT I V-SKAFT.
10 héraðs-
mót Fram-
sóknarmanna
í ágóst
í ágústmánuði verða haldin
héraðsmót Framsóknarmanna
sem hér segir:
Kirkjubæjarklaustri, V-Skaft.,
laugardaginn 13. ágúst.
Króksfjarðarnesi, A-Barð.,
laugardaginn 13. ágúst.
Freyvangi, Eyjafjarðarsýslu,
laugardaginn 20. ágúst.
Dalvík, Eyjafj., sunnudaginn
21. ágúst.
Sauðárkróki laugardaginn 20.
ágúst.
Sindrabæ, A-Skaft., laugar-
daginn 20. ágúst.
Brún, Bæjarsveit, Borg.,
sunnudaginn 21. ágúst.
Sævangi, Strandasýslu, laug-
ardaginn 27. ágúst.
Laugarbakka, V-Hún., laug-
ardaginn 27. ágúst.
Á öllum þessum héraðsmót-
um verður fjölbreytt dagskrá.
Ræður, söngur, gamanþættir
og dans. Verður nánar sagt frá
• þessum mótum síðar í blaðinu.
Þá eru fyrirhuguð allmörg
mót í september, svo sem Laug-
um í S-Þing., Bifröst í Borgar-
firði, Blönduósi og Rangár-
vallasýslu.
Mikill ferða-
mannastraumur
ÞG-Ölkeldu, miðvikudag.
Síðastliðna viku og það sem af
er þessari, hefur brugðíð til hins
betra með heyskaparhorfur. Stöð-
ug norðanátt hefur rí,kt þennan
tíma og marga dagana bezti hiti
og afbragðs þurrkur. Hefur mikið
hey náðst í hlöður.
Mikill ferðamannastraumur hef
ur verið þessa blíðudaga hér um
Snæfellsnes, og ekki sízt nú um
verzlunarmannahelgina. Engin
óhöpp né slys hafa sem betur fer
orðið, að því sem frétzt hefur
og dansleikir þeir sem haldnir
voru um helgina fóru prýðilega
fram.
SÍLDIN
Síldarfréttir föstudaginn 5. ágúst
1966.
Hagstætt veður var á síldarmið-
unum s.l. sólarhring. Voru skipin
einkum að veiðum 20—70 mílur
S og SSV af Jan Mayen. Á þessum
slóðum fannst töluvert magn af
smátorfum, en síldin var mjög
stygg og gekk því mjög illa að
ná henni.
Sl. sólarhring tilkynntu 9 skip
um afla, samtals 832 lestir.
Raufarhöfn.
lestir
Guðbjörg IS 60
Sigurður Bjarnason EA 20
Haraldur AK 90
Ásþór RE 105
Helga Guðmundsdóttir BA 150
Guðmundur Péturs IS 100
Loftur Baldvinsson EA 107
Víðir GK 120
Dalatangi.
Guðbjartur Kristján IS 80 lestir.