Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. ágúst 1966
TÍMINN
Enn um læknaskort
inn í dreifbýlinu
BlaSagrein hins unga læknis,
Gísla G. Auðunssonar, sevn n\-
lega birtist, um læknaskort drerf
býlisins, hlýtur að vera ibúum
hinna dreifðu byggða í landinu
mikið fagnaðarefni a. m. k. því
fólki, sem búið hefir við mestan
skort á læknaþjónustu nú um
skeið- Og þeir eru víssulega marg
ir, sem við slíkan skort hal'a búið
og hafa orðið að horfast í ougu
við þá staðreynd, að ekki mundi
úr rætast í þessu efni að óbreyttu
fyrirkomulagi læknaþjónustumáia
dreifbýlisins. Grein G.G.A. er hín
merkasta og verðskuldar greinar
höfundur fyllsta þakklæti fyrir
sína glöggu greinargerð og ágætu
upplýsingar í þessu máli.
Kemur þar fram fagleg greinar
gerð í þessu máli, sem leikmenn
hafa ekki á sínu valdi, svo sem
eðlilegt er.
Er ánægjulegt að heyra það, að
þó sú staðreynd sé augljós „að
ungir læknar eru með öllu gfhuga
héraðslæknisstörfum, eins og þau
eru í dag“ eins og G.G.A. segir.
mundu þó ýimsir þeirra hafa hug á
að helga sig læknisstörfum í dreif
býlinu, að tilskildu því fyrirkomu
lagi þessara mála og þeirri upp-
byggingu úti í dreifbýlinu, sem
gerir læknum mögulegt að starfa
á þeim grundvelli, sem nútíma
læknisfræði krefst og hinir ungu
læknar eðlilega vilja þ. e. á grund
velli hópstarfs.
Er ljóst af grein G. G. A. að
læknamiðstöðvar er það sem koma
þarf út um hinar dreifðu byggðir.
G G.A. segir í grein sinni: ,.Geri
almenningur sér þetta ljóst" þ. e.
e. þörfina á skilyrðum til vísinda-
legra vinnubragða lækna, „nlýtur
krafan um hópstarf einnig að
koma frá honum, en betri liðs-
mann gætu læknar ekki fengið“.
Því verður að treysta, að þenn
an liðsmann, almenning, hljóíi
læknar að fá, svo míög sem al-
menníngur, víða hvar, hefir á því
þreifað hvert alvörumál hér er
um að ræða.
„Hinn mikli seguli“ Reykjavík
er hinum dreifðu byggðum erfiður
keppinautur í þessum efnum, sem
ýmsurn öðrum. En vel má taka
undir þau ummælí G.G.A., að
„íslenzka þjóðin er engin brjóst
mylkingur lengur, og hún getur
vel skapað þá starfsaðstöðu h'éraðs
lækna, sem fullnægir kröfum tím
ans, ef hún hefir áhuga á“. Geri
hún það ekkí, mun hún lieldur
ekki njóta liðveizlu okkar, og
hvernig leysir húh vandamálið
þá?“
Já, hvernig leysir hún málið
þá? Því má hér við bæta, að hin
ar dreifðu byggðir eru heldur ekki
svo miklir efna'hagslegir brjóst
mylkingar, að ekki sé hægt með
sameiginlegu átaki alþjóðar cg
einstakra svæða dreifbýlisins að
framkvæma þá uppbyggingu sem
til þarf, að þessi mál komist í það
horf, sem þróunin augljóslega
krefst.
Hér er um að ræða eitt af þeim
grundvallar málum, sem ^arða
framtíð dreifbýlisins, og þegar á
það er litið, hvað framundan er,
ef ekki verður að því snúist að
leysa þessi mál á áðurgreindnn
hátt, ber að vísu ekki fyrst og
fremst að líta á hina fjárhajslegu
hlið málsins, heldur á þá miklu
þörf, sem á því er að leysa málið
til frambúðar
Húsvíkingar hafa um skeið búið
við mikinn skort læknisþjónustu,
þrátt fyrir afburða gott starf fyrr
verandi héraðslæknis. Daníels
Daníelssonar.
Þvi var það, að framkvæmdaráð
Sjúkrahúss Húsavíkur, sem hefir
náin kynni af þessum vandamálum
hér á Húsaví'k, og veit að Húsav og
Húsavíkurlæknishérað er engin
undantekning i þessum efnum,
samþykkti eftirfarandi ályktun og
greinargerð á fundi sínum 12.
apríl s. 1.:
Framkvæmdaráð Sjúkrahúss
Húsavíkur lítur svo á að lækna
þörf Húsavíkur og nágrennis verði
ekki fullnægt til frambúðar nema
með nýrri skipan læknamála. Sú
nýskipan telur framkvæmdaráðið
að vera eigi í því fólgin, fyrst og
fremst, að sett verði upp lækna
stöð í Húsavík, er þjónað geti og
fullnægt læknisþjónustuþörf
stærra svæðis, enda verðl gerðar
aðrar þær ráðstafanir, í þessu sam
bandi, sem nauðsynlegar reynast,
til að nýskipan þessi eða önnur
því lík nái tilætluðum tilgangi.
Greinargerð:
Á seinni árum hefir það komið
skýrt í ljós. að landsbyggðin hefur
notið ófullnægjandi læknaþjónusfu
Hafa erfiðleikar almennings í
þessu samibandi keyrt svo úr
hófi ,að ekki verður við unað, og
því bráð nauðsyn, að sem fvrst
verði leitað 'eiða út úr þessum
vanda
Sú skipan læknamála, sem var-
að hefur marga undanfarna ára-
t.ugi er nú orðin með öllu ófull-
nægjandi Segia mætti að þróuriio
hefði sprengt hina gömlu skipan
þessara mála af sér
Er því í tillögu þessari lagt nl,
að tekin veröi upp ný skipan þess
ara mála. Ennfremur má út frá því
ganga, að því aðeins verði hér
breyting á, að þrýstingur til breyt
inga i þessu efni komi frá þeim,
sem harðast hafa orðið úti vegna
þróunar þeirrar sem orðið hefur
á undanförnum árum.
Þessi ályktun ásamt greinargerð
var send landlækni og ráðuneyti
Að framkominni hinni faglegu
greinargerð G.G-A getur almenn
ingur dreifbýlisins, þeir sem verst
eru settir til að byrja með, tek
ið höndum saman við lækna, emk-
um hina yngri, til þess að vínna
að varanlegri lausn þessa mikln
vandamáls. Verður í þessu máli
að ryðja úr vegi öllum hindrunum
sem í vegi kunna að verða. Er
hér eftir engu að bíða.
Hér er um að ræða málefni, a-
samt mörgum öðrum, sem ætti að
verða viðfangsefni fyrir fjórðungs
samtök. Hvað Norðunlandi við-
kemur ætti þetta mál að verða
ekki veigaminnsta atriðið upp-
byggingaráætlun Norðurlands.
Er ekki með þessu verið að
draga úr því, að einstök svæði
leggi sig fram til hins ýtrasta og
láti einski ófreistað til að vinna
að framgangi þessara mála.
Húsavík, 26. júlí 1966
Páll Kristjánsson.
HEIMA OG HEIMAN
útlit forfeðra sinna?
Finnur
í einni sögu sinni, skýrir
Leo Tolstoj frá hinum hrausta
höfðingja Kákasusbúa, Hadzji-
Murat. Þessi hetja er ekki
neinn skáldskapur, því að hann
var til í raun og veru. Mörg
um árum eftir að Hadzji-Mur
at dó, var árangurslaust leitað
að gröfinni. Það var fyrst
mörgum árum síðar að orsökin
kom í Ijós, hvers vegna gröfin
fannst ekki. Hauskúpan hafði
verið flutt til Pétursborgar
(Leningrad), sýnd keisaranum
og síðan sett í geymslu á her-
læknaskóla, þar sem hún hefur
verið varðveitt í rúm 100 ár.
Hauskúpan lenti að síðustu
í höndum hins sovézka mynd-
höggvara, mannfræðings. og
fornleifafræðings, Mihail Geras
'movs, sem hafði lengi leitað
frennar. Vísindamaðurinn not
á&i aðferð, sem hann hefur
sjálfur fundið upp, til þess að
endurbyggja andlitið eftir beina
byggingu hauskúpunnar og
gerði síðan eftirmynd af höfð
inu. Brjóstmyndin af Hadzji-
Murat bættist við hið stóra
brjóstmyndasafn Gerasimovs,
þar seni úir og grúir af brjóst
myndum fornaldarmanna og
sögulegum persónum frá ýms
um tímum.
Listamaður þessa óvenjulega
safns, Mihail Gerasimov, segir
hér sjálfur frá starfi sínu:
— Stundum finnst mér, að ég
hefði átt að vera galdramaður,
sem hefði þann hæfileika að
endurbyggja útlit löngu látinna
manna.En það er misskilnmgur.
Samstarfsmenn mínir hafa end
urbyggt mörg andlit. Með að-
ferð minni hefur það lánast
þeim að endurbyggja andlitið
og gera alla vefina líka. Að-
ferð mín er notuð með góðum
árangri í sambandi við af-
brotamenn.
Mihail Gerasimov hóf sinar
fyrstu tilraunir árið 1925. Hann
hóf að endurbyggja andlit
manna með vísindalegri að-
ferð, og reyndi fjölda efna til
þess að mynda hina mjúku vefi
eftir beinabyggingunni.
Með því að nota röntgen-
geisla og Ijósmyndunartæki
tókst honum að finna fast
samband milli þykktar hinna
mjúku vefja og hauskúpunnar,
þ. e. a. s. hversu langt frain
nefið, ennið og hakan stóðu.
Hver hauskúpa hefur sín
séreinkenni og við endurbygg
inguna er nauðsynlegt að taka
tillit til hinna einstöku and-
litseinkenna. Mihail heppnað
ist að slá föstu sambandinu á
milli lögunar nefbeinsins og
nefsins, varaþykktarinnar og
munnlögunarinnar — sam-
kvæmt tanngerðinni og tann
stöðunni, sem aftur byggist á
gerð hökunnar o. s. frv. Þegar
Mihail hafði reynt ýmsar bygg
ingar á sömu hauskúpunni
komst hann að þessu sambandi
á milli andlitsgerðarinnar og
beinabyggingarinnar.
Brjóstmyndasafn prófessors
Gerasimovs hefur að geyma
endurbyggingar á ýmsum forn
aldar- og frummönnum. Meðal
annarra endurbygginga eru t. d.
höfuð neandertalsdrengs, en
hauskúpa hans fannst í Tasj-
hellinum í Uzbekistan, og höf
uð manna frá steinöld, brons
öld og járnöld. Gerasimov á
stórt safn af endurbyggingum
þjóða, sem bjuggu í Sovétríkj
unum á fornöld.
Sérstakan áhuga vekjm sögu
legu persónurnar. Þar ér t. d.
að finna hinn fræga Timur-
Lenk, sonarson hans, hinn
fræga stjörnufræðing Ulug
Bek, Skýþakonunginn Skilur
og Avicenna hinn fræga spek
ing renaissancetímabilsins. And
lit hans var endurbyggt eftir
ljósmyndum af hauskúpunni,
sem var staðsett í Iran.
Árið 1963 endurbyggði Geras
imov brjóstmynd af rússneska
keisaranum Ivan IV (hinum
grimma) og syni hans, Keis
ara Fjodor XVI. Líkamlegar
leifar þeirra fundust í líkkist
um, þegar verið að grafa upp
Arhangelskij-kapelluna í
Kreml í Moskvu. Brjóstmyndin,
sem vísindamaðurinn gerði,
sýnir, hvernig hinn strangi
valdsherra, sem lék stórt hlut
verk í sögu Rússlands, leit út.
Gröf aðmíráls Usjakovs fannst
árið 1944 og Gerasimov var
fengið það hlutverk að endur
hyggja höfuð aðmírálsins, sem
lézt árið 1817, en hauskúpan
hafði geymzt vel. Það skal tek
ið fram, að til er málverk af
hinum fraega rússneska flota
foringja. Á málverkinu líkist
hann meir kurteisum hirð-
manni en kjarkmiklum, ein-
beittum sjómanni eins og hon
um er lýst af samtíðarmönnum
hans. Hugsast gæti, að list-
málarinn hefði breytt útliti og
stellingu flotaforipgjans til
þess að þóknast hirðsiðunum.
Eftir að prófessor Gerasimov
hafði kannað hauskúpuna gaum
gæfilega, komst hann að raun
um, að málverkið hafði verið
málað eftir fyrirmynd og
meira að segja stílfært að
nokkru leyti. Höfuðið, sem
Gerasimov gerði sýnir Usjak
ov eins og hann var: Einlægt
andlit með kjarkmiklum og ein
beittum andlitsdráttum.
Sömu sögu er að segja um
brjóstmynd af Marija Dosto-
jevskij, móður skáldsins Dosto
jevskij. Brjóstmyndin, sem
gerð var eftir hauskúpunni virt
ist áreiðanlegri en eina mál-
verkið, sem varðveitzt hefur af
henni, en það var málað á
þóttafullan hátt.
Mihail Gerasimov er for-
stöðumaður höggmyndagerðar
þjóðfræðasafns sovézku vís-
indastofnunarinnar. Starfs-
menn hans hljóta mikla viður
kenningu og margir þeirra
vinna við söfn og alþjóðasýn
ingar. Nemendahópur hans er
stór jafnt innan og utan Sovét-
ríkjanna og nota þeir aðferð
hans.
(Þýdd grein, sem fréttaritari
APN, 0. Dobrovolskin, skráði
um mannnfræðinginnn og mynd
fræðinginn og myndhöggvar-
ann Mihail Gerasimov).
3
mmr.
Á VÍÐAVANGI
„Traustið"
Ekki er haldinn svo fundur
í fyrirtæki eða samtökum at-
vinnugreina, stéttarfélögum
eða heildarsamtökum stétta eða
atvinnuvega, að ekki sé kraf-
izt afstöðubreytingar ríkisvalds
ins til málefna viðkomandi að-
ila. Þessar samþykktir og álykt
anir eru mýmargar og öllum
svo kunnar, að ég tel óþarfi
að nefna þar dæmi. f fyrstu
voru slíkar ályktanir afgreidd-
ar af ríkisstjórninni sem bar-
lómur Framsóknarmanna, en
eftir því sem slíkar ályktanir
urðu almennari og vitað var að
yfirlýstir Sjálfstæðismenn
stóðu að mörgum þeirra, breytt
ust viðbrögðin nokkuð. Farið
er nú undan í flæmingi, jánkað
og neitað í senn, en ekkert já.
kvætt aðhafst.
Ástandið
Er nú samt svo komið, að rík
isstjórn kemst ekki hjá að við
urkenna sjálf, að hið mesta ó-
frcmdarástand sé ríkjandi í
landinu. Hún kennir þó öðrum
en sjálfri sér um hvemig nú
er komið högum eftir hið
mikla uppgripaskeið. í stuttu
máli er ástandið svona: Meiri
verðbólga en nokkru sinni fyrr
í sögu þjóðarinnar. Meiri Iáns-
fjárhöft og vaxtaokur en áð-
ur. Ungu fólki gert nær ókleift
að eignast eigið húsnæði. Meiri
álögur og skattpíning en dæmi
eru um áður. Sjávarútvegurinn
á heljarþröm og nauðsynlcgt að
veita honum sérstaka styrki í
meiri aflauppgripum en áður
hafa þekkzt. Eitt iðnfyrirtækið
af öðru að hrynja og mcira
hrun framundan. Framleiðni-
aukningu haldið niðri í íslcnzk
um fyrirtækjum með furðuleg-
ustu þvermóðsku stjómvalda.
Landbúnaðinum sýndur fullur
fjandskapur og lækkað kaup
bænda, kauplægstu stéttarinn
ar í landinu. Menn eiga fullt í
fangi með að sjá sér og sfnum
farborða, þótt menn leggi nótt
við dag. Brýnustu nauðsynja.
málin að komast { algjört
strand, cins og vegamál og hafn
armál og það á mestu upp-
gripatímum þjóðarinnar.
Ekki er myndin fögur, en þvi
miður, hún er sönn. Þetta er
stjórnlaust og stefnulaust þjóð
félag, og verðbólgan étur upp
jafnóðum arðinn af þeirri
vinnu, sem fram er Iögð.
i GóðæriS
1 Núvcrandi stjórnarsamsteypa
1 hefur nú stjómað landinu í
| samfleytt 7 ár. Þessi ríkisstjórn
| hefur haft allar hinar beztu
hugsanlegu aðstæður og efni
til að gera þessi ár eitthvert
rnesta uppbyggingar- og fram-
faraskeið í sögu þjóðarinnar,
þar sem þessi ár hafa verið
svo til samfellt og óslitið góð-
æristímabil, einstök aflaupp-
grip og stórhækkandi verðlag
á útflutningsvörum á erlend-
um mörkuðum ár eftir ár.
Og ekki hefur þjóðin legíð í
leti og dofa þessi ár, heldur má
segja, að hver sem vettlingi hef
ur valdið, hafi lagt gjörva hönd
á plóginn og þorri manna reynd
ar lagt nótt við nýtan dag.
Engri annarri ríkisstjóm en
þeirri. sem nú situr, hefur gef
izt annar eins kostur að leiða
þjóðina til velmegunar, Iyfta
Grettistökum í uppbyggingu og
Framhald á bls. 12.