Tíminn - 06.08.1966, Síða 9
LAUGARDAGUR 6. áfiúst 1966
TÍIVilNW
9
ljós, að J.M. Kaplan Fund. Ine.
hafði til dæmis veitt C.I.A. 400.
000 dollara til rannsóknastofn
unar á einu ári. Þessi stofnun
styrkti í staðinn fjárhagslega
rannsóknarmiðstöðvar í Suður-
Ameriku, sem fengu annan
stuðning frá Leyniþjónustunni
(International Devlopment)
(the United States foreign aid
agency), frá Ford-stofnunni og
háskólum eins og Harvard og
Brandeis.
Meðal annarra styrkveitenda
Kaplan Fund voru átta stofn
anir, sem sérfræðingar skatta
yfirvaldanna um góðgerðgrstofn
anir vissu ekki um.
Eftir svipuðum leiðum hefur
C.I.A. stutt útlaga frá Kúbu,
flóttamenn frá evrópskum
kommúnistalöndum, andkomm
únistískar en frjálslyndar stofn
anir menntamanna eins og
Congress for Cultural Freedom
og einnig hefur hún stutt nokk
ur dagblöð þeirra og tímarit.
Tímaritið „Encounter“, vel
þekkt mánaðarrit andkomm-
únistískra menntamanna, sem
gefið er út á spænsku og
þýzíku, auk ensku, var lengi vel
— þó ekki núna — eitt af hin-
um óbeinu styrkþegum C.I.A.
Eftir fyrirkomulagi, sem
aldrei hefur verið gert grein
fyrir opinberlega, hafa nokkr-
ir bókaútgefendur einnig þeg
ið fjárveitingar C.I.A.
C.I.A. hefur eytt jafnvel enn
hærri fjárupphæð til stuðnings
amerískum fræðimönnum.
Massachusett tæknistofnunin
(M.I.T.) opnaði miðstöð fyrir
námsmenn alls staðar úr heim
inum með 300.000 dollara styrk
frá C.I.A. árið 1951 og hélt
áfram að þiggja styrki Leyni
þjónustunnar þar til sambandið
var uppgötvað. Þetta olli mikl
um fjárhagserfiðleikum hjá
fræðimönnum M.I.T., sem störf
uðu á Indlandi og í öðrum
löndum.
C.I.A. hætti smám saman að
styðja áætlanir M.I.T. en ótti
við hneyksli varð til þess að
háskólinn ákvað fyrir ári að
gera enga nýja samninga við
C.I.A.
Svipaðir fjárhagslegir erfið
leikar sköpuðust í Michigan
State háskólanum, þegar það
uppgötvaðist nýlega, að njósn-
arar C.I.A. höfðu starfað á
launum hjá skólanum við áætl
anagerð í Suður-Vietnam á ár-
unum 1955—1959. Ráðamenn
háskólans fullyrtu, að njósnar-
arnir hefðu ekki verið með
neina leynistarfsemi, en þeir
óttuðust að fjöldi annarra áætl
ana erlendis, sem nú væru í
framkvæmd mundu verða hindr
aðar vegna grunsemda ann-
arra stjórna.
C.I.A. var meðal fyrstu stjórn
arstofnana að leita 'mikilvægr
ar þjónustu menntamanna-hug-
mynd, sem margir aðhyllast
nú.
Margir fræðimannann halda
áfram að starfa við Leyniþjón
ustuna sem ráðgjafar, en aðrir
við rannsóknarstörf, sem lögð
er opinskátt fyrir þá sem CIA
verkefni.
Á fundi A.P.S.F. (American
Politicat Science Founation)
hér s. 1. haust sögðu að minnsta
kosti tveir af ræðumönnum, að
of margir fræðimenn störfuðu
eingöngu við Leyniþjónustuna.
Þeir vöruðu einnig við að starf
ið mundi hafa áhrif á mannorð
þeirra, sem ynnu að ejnhverju
ieyti hjá C.I.A.
Útvarpsstöðvarnar Free Eur
>pe og Liberty hilma yfir fjár
veitingar C.I.A. til stofnana,
«m byggja á störfum vís-
Fraihhald á bls. 12
< ■ "
Frá Atlavík. — Ljósmynd Þorsteinn Jósepsson.
Jón Jósep Jóhannesson, cand. mag.
Skógur og ferðafólk
— Reynsla frá Atlavík í Hallormsstaðaskógi
Vinsæll dvalarstaður.
Atlavík í Hallormsstaðaskógi
verður með hverju sumri fjöl
sóttari af ferðamönnum, sem
dveljast þar í tjöldum lengri
eða skemmti tíma. Hún er einn
ig vinsælasti samkomustaður
austanlands á sumrin, enda eru
fáir staðir á íslandi betur
fallnir til útiskemmtana en
hún.
Á hlýjum sumardögum hvílir
sérstæð kyrrð yfir þessari litlu
vík. Lækur fellur niður hana í
Lagarfljót, en til beggja handa
lækjarins eru sléttar grundir
grasi grónar, vaxnar kjarri hér
og hvar.
En víkin getur farið í ör-
tröð ef árleg umferð manna,
og bíla verður þar um of, enda
sjást þess glögg merki nú þeg
ar
Hátt á annað liundrað tjöld
eru oft reist þarna á samkomu
dögum, bílar verða Um þrjú
hundruð, en mannfjöldi tvö
þúsund.
Augljóst er, að mjög mæðir
þá á þessu skógarsvæði, sem
er ekki nema fjórir hektarar
að flatarmáli. Við þetta bæt-
ist svo, að skemmtanir eru
haldnar þarna á meðan
ferðamannastraumur er mestur
— í júlímánuði —.
Þeir sem þekkja þennan stað
bezt og fylgzt hafa með hon-
um um árabil, sjá, að eitthvað
verður að gera til þess að firra
hann stórskemmdum, því að
ekki kemur til greina að banna
þar útiskemmtanir og því síð
ur að meina ferðafólki að
dveljas* þar í tjöldum.
Vísir að bættum samkomuhátt-
um.
Undanfarin sumur heíur
víða um land verið efnt til
sumarskemmtana, sem orðið
hafa alræmdar. Svo mikið heí
ur verið ritað um þetta, að
óþarft er að fjölyrða um það.
En úrbóta var vissulega þörf.
Ungmennafélag íslands hélt
mjög fjölmennt mót að Laugar
vatni sumarið 1965. Opnaði
það augu manna fyrir því, að
unnt er að stefna fjölmenni
saman, þar sem alls hófs er
gætt. En undirbúningur verður
þá að vera í lagi, og því fylgt
eftir, að settar reglur séu í
heiðri hafðar. Þetta er senni-
lega með fyrstu stórmótum á
seinni árum, þar sem áfengis
neyzla var óheimil, auk sumar
hátiða bindindismanna í Húsa
fells- og Vaglaskógi sumarið
1964 og síðan.
Ungmenna- og íþróttasam-
band Austurlands gekkst sama
sumar um verlzunarmanna
helgi fyrir tveggja daga
skemmtun í Atlavík. Sú
skemmtun fór fram með mikl
um menningarbrag og var ger
ólík fyrri samkomum þar. Var
allur. undirbúningur til fyrir-
myndar og áfengisneyzla ekki
leyfð.
f sumar héldu Framsóknar-
menn á Austurlandi og UFA
nú um verzlunarmannahelgi há
tíð í Atlavík; var þar fylgt
sömu stefnu.
Að þessu sinni tókst jafnvel
ennþá betur til en hið fyrra
sumar.
„Hvernig var unnt að breyta
svo gersamlega samkomu-
háttum þarna?“ spyrja magir
En svarið er mjög auðvelt. AJ
mennur áhugi skapaðist á þvi
að afmá þann ómenningarbrag
sem sett hafði svipmót á þess
ar samkomur Sérstaklega var
síaukinn drykkjuskapur ungl
inga þyrnir í augum allra hugs
andi manna. Sýslumaður Suð-
ur-Múlasýslu og Skógrækt rík-
isins bönnuðu meðferð áfengis
í Hallormsstaðaskógi báða sam
komudagana og löggæzla var til
fyrirmyndar. Forystumenn
mótanna vönduðu mjög til
skemmtiatriða og reyndu, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður að dreifa
dagskráratriðum á langan tíma.
En á slíkum samkomum má
ekki vera mikið af „dauðum
tímabilum“, eins og sagt er í
daglegu tali.
Kvenfélag Vallahreppps sá
fyrir ágætum veitingum, þrátt
fyrir aðstöðu svo slæma, að
undrun sætir.
Samt er aðalkjarni málsins
þessi;
Almenningsálitið hér for
dæmir nú siðleysi hópdrykkju
á slíkum mótum.
Það er stórsigur út af fyrir
sig.
Betri umgengni.
En þegar fjölda manna er
stefnt saman á lítil svæði, eins
og t.d. í Atlavík, tjaldborg
rís og friðsæll staður breytist
skyndilega í iðandi mannhaf'
vill margt fara úrskeiðis, sér
staklega ef ölvun er mikil.
Atlavíkin hefur borið þess
sárar menjar, eftir á.
Bréfarusl hefur þakið flat-
irnar, þótt næg ílát væru á
svæðinu undir það.
Þó eru flöskubrotin háska-
legust. En þeir, sem brjóta
flöskur og skilja brotin eftir i
eða nærri tjaldstæðum vita alls
ekki, hvað þeir eru að gera.
Stundum hafa fundizt milli
fimmtíu og hundrað brotnar
flöskur eftir samkomur. Mjög
erfitt er að finna brotin og
tína þau upp, þar sem þau
hverfa í mosann. En menn hafa
slasazt af völdum þeirra, sér
staklega börn að leik.
Algengt var, að tjaldbúar
skildu eftir matarleifar og ann
an úrgang í bælum sinum. Væri
fróðlegt að vita, hvað gerðist,
ef þetta væri ekkl hreinsað.
En það hefur tekið fjóra til
finun unglinga allt að viku.
Spjöll voru oft framin á gróðri
tré brotin og greinar rifnar af,
en ungskógur var í hættu.
En alvarlegasta atriðið er
samt enn ótalið, slys á mönn
um og jafnvel dauðsföll af völd
um ölvunar.
Á tveim fyrrgreindum sam-
komum var þessu á allt annan
veg farið.
Flöskubrot sáust varla, eng-
in spjöll voru unnin á
gróðri og viðskilnaður tjald
búa var miklu betri en áður.
Sést það bezt á því, að nú
tók aðeins rúman dag að
hreinsa Atlavík.
Sú nýbreytni var upp tek-
in, að hverjum aðgöngumiða
að tjaldstæði fylgdi plastpoki,
og inn í honum var prentuð
áskorun til tjaldbúa um að
vanda ungengni sína.
Þetta ber auðsæjan árangur.
En þó var breytingin á fram
komu samkomugesta mikilvæg-
ust. Alger þögn ríkti, á meðan
ræðumenn fluttu mál sitt,
og listafólk skemmti, en áður
hafði háreysti ríkt, sem stund
um nálgaðist skrílslæti.
Foreldrar, sem lítt eiga heim
angengt, gátu nú tekið börn
sin með sér og notið sameigin
lega góðrar skemmtunar og
hvíldar.
Framhald á bls. 12-
A