Tíminn - 06.08.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 06.08.1966, Qupperneq 12
LAUGAKDAGUR 6. ágúst 136S 12 TÍMINN L.R. Pramhald af bls. 2. fyrca og var það þá langhæsía sýningartala' á emu leikári. 189 sýningar voru í Iðnó, 26 í Tjamarbæ og 4 á Akureyri í leikför með Þjófa, lík og falar konur. Farið er með Sjóleið- ina til Bagdad í leikför um landið í sumar og stendur sú leikför yfir. Leikhússtjóri ræddi síðan um húsbyggingarmál félagsins 70 ára afmæli félagsins sem verður á næsta vetri og önnur mál leikhússins. Tvö leikrit eru nú í æfingu, Fjalla-Eyvind úr Jóhanns Sigurjónssonar, leik stjóri Gísli Halldórsson og Tveggja þjónn eftir Goldoni leikstjóri Christina Lund. Auk þess er í ráði að taka aftur upp sýningar á Þjófum, lík og fölum konum, sem nú hefur verið sýnt nálega sextíu sinn- um, og Dúfnaveizlunni, en bæði þessi leikrit voru sýnd langt fram á sumar við mikla aðsókn. Dúfnaveizlan var sýnd 22 sinn- um og var uppselt á allar sýn- ingamar. f lok fundarins var Brynjólf ur Jóhaimesson einróma kos- inn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, en ekki var skýrt frá kostningunni fyrr en 3. ág- úst á sjötugsafmæli þessa mik- ilhæfa og vmsæla listamanns. Verkefnaskrá vetrarins var sem hér segir: Ævintýri á gönguför eftir Hostrup. Leikstjóri: Ragnhild- ur Steingrímsdóttir. Tekið upp frá fyrra leikári, 63 sýningar, þá samtals 186 sýningar. Sú gamla kemur í heimsókn eftir Fr. Diirrematt. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Tekið upp frá fyrra leikári 15 sýningar, þá samtals 25 sýningar. Sjóleiðin til Bag- dad eftir Jökul Jakobssori, Leik stjóri Sveinn Einarsson. 40 sj-n ingar, Grámann, barnaleik- eftir Stefán Jónsson. Leikstjóri Helga Baehmann. Sýnt í Tjarn arbæ, 26 sýningar. Hús Bern- ördu Alba eftir Gracia Lorca. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 18 sýningar, Orð og leikur. Ég er kominn til að fá upplýsing- ar eftir Jean Tardieu, leikstjóri Sveinn Einarsson, Leikur án orða eftir Samuel Beckett, leik- stjóri Gísli Halldórsson. Skemmtiferð á vígvöllinn eftir Arrabal, leikstjóri Bjarni Stein gríipsson. Síðdegissýningar. 8 sýningar. Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo. Leikstjóri Christina Lund. Tekið upp frá fyrra leikári, 27 sýningar á leik árinu, Dúfnaveizlan eftir Hall- dór Laxness. Leikstjóri Helgi Skúlason. 22 sýningar á leik- árinu. HLJÓP Framhald af bls. 16. slys við ,Suðurlandsbrautina, vest an við gömlu Háaleitisvegamótin, að unglingspíltur, 19 ára gamall lenti utan í strætisvagni, sem var á vesturleið eftir Suðurlanús brautinni. Nánari tildrög slyssins eru þau, að pilturinn hafði staðið við brautiha, og allt í einu mun hann hafa hlaupið af stað, og ient után í vinstri hlið vagnsins, um miðjan vagn. Kastaðist hann út fyr ir braptina. Var hann fyrst fluttur á slysavarðstofuna, en síðan á Landsspítglann. Meiðsli hans voru ekki alvarlegs eðlis, 2 rif brotnuðu og hann fékk snert af heilahríst- ingi IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. skemmtilegur. Keflvíkingar eru í 2. sæti — með 7 stig eftir 6 leiki — en Akureyringar eru í 4. sæti með 6 stig eftir 6 leiki. Bæði liðin hafa því enn þá góða möguleika. Keflavíkur-liðið er óneitanlega sig- urstranglegra, þar sem það leikur á heimavelli. Eins og menn hafa orðið áþreifanlega varir við, er Ak- ureyrar-liðið tnjög mistækt, ekki sízt sóknarmennirnir, en það hefur viljað brenna við, að þeir gleymi skotskónum heima. Og það hlýtur að vera von allra Akureyringa, að þeir taki þá með sér í flugvélina, þegar þeir halda suður um helgina. Leikinn á Njarðvíkurvelli dæmir Grétar Norðfjörð — og eins og fyrr segir, hefst leikurinn klukkan 16. Það er svo á mánudagskvöld, sem neðstu liðin í 1. deild, Þrótt- ur og KR leiða saman hesta sína. Þróttur er með 2 stig eftir 5 leiki og KR er með 4 stig eftir jafn- marga leiki. Og takist hinu unga Þróttar-liðið að sigra íslandsmeist- arana, verða liðin jöfn á botnin- um með 4 stig. En eitt verða menn þó að hafa í huga, það er um líf eða dauða fyrir .Þrótt að ræða, og undir slíkum kringum- stæðum fá lið oft aukakraft. KR- liðið hefur verið í miklu ólagi í sumar og hefur enn ekki náð sér almennilega á strik. Svo virðist sem KR hafi yfirgefið leikaðferð- ina frá í fyrra „kick and run,“ a.m.k. er Baldvin kominn út úr lið- inu. Og enn þá hefur Eyleifur Haf- steinsson, sem KR bíndur miklar vonir við, ekki náð að sýna sömu leiknina og með Akranesi. Allir KR-áhangendur vona, að liðið eigi eftir að ná fyrri getu, en síðustu forvöð eru á mánudagskvöld, ef liðið ætlar sér að keppa um fs- landsmeistaratitilinn. Leikinn dæmir Akurnesingurinn Guðjón Finnsson, hinn gamalkunni lands- liðsmaður. SKÓGUR OG FERÐAFÓLK Framhald af bls. 9 Fleiri atriði mætti nefna um breytingu til batnaðar, en þetta verður látið nægja. Bæta þarf aðstöðu ferða- fólks. Þótf mikið hafi áunnizt við þessar samkomur og dýrmæt reynsla fengizt, þá eru vanda mál ferðamanna í Atlavík og reyndar á flestum tjaldstöðum hérlendis enn óleyst. Sífelldar kvartanir yfir aðbúnaði ber ast sumar eftir sumar, og alls konar misskilnings gætir hjá mörgum varðandi þessa staði. En einhverjir aðilar verða að vera ábyrgir og fá aðstöðu til að bæta úr þessu vandræða ástandi. Á fjölmennum dvalarstöð- um ferðafólks, eins og t.d. í Atlavík, verður að ‘ sjá fyrir snyrtiherbergjum og ýmiss kon ar þjónustu, eins og bezt ger- ist erlendis. Ekkert annað er sæmandi, hvorki stöðunum sjálfum eða þjóðinrii. Hallormsstaðaskógur hefur, sjaldan verið fegurri en í ár. Sérstök árgæzka hefur ríkt hér í vor og sumar, og vöxtur trjánna verið með fádæm- um, bæði birkis og barr- trjáa. Veðurblíðan hefur laðað ferðamenn til Austurlands, og í Atlavík hefur allmargt ferða fólk dvalizt. Og umgengni ferða manna fer þar batnandi, því að þangað leita nú yfirleitt ekki aðrir en þeir, sem leiía hvíldar úti í náttúrunni, og vilja þeir ekki spilla fögrum stað með sóðaskap og hirðu- leysi. Það er leitt, að ekki skuli vera unnt að veita þessu fólki betri þjónustu. Væri ekki skynsamlegra að búa svo að fegurstu stöð- um landsins, að þeir yrðu eftir sóttir dvalarstaðir í surnar- leyfum heldur en beina ferða mannastraumnum. sem mest úr landi. Það virðist vera lítil hvíld í því að þeysast milli er lendra stórborga í stuttum frí um og tína upp þá staði, sem; útlendingar eru að flýja, en þeir leita til kyrrlátra staða t.d. á fslandi. Slíkir staðir eru skóg arnir. Þeir eru einnig griða staðir jurta, fugla og smádýra sem er yndi náttúruskoðarans og skógarloftið er heil- næmt, tært og hressandi. Samt má gera dvalar staði ferðafólks í skóglendum ennþá hugþekkari með bættri þjónustu, og skal því drepið á nokkur brýn atriði til úrbóta, en þá er Atlavík fyrst og fremst höfð í huga: a) Næg bílastæði þarf að gera og friða flatirnar fyrir bílaumferð á samkomum. b) Útbúa smekkleg ílát und ir úrgang og láta hrífu fylgja hverju íláti svo að tjaldbúar geti hreinsað tjaldstæði vel að skilnaði. c) Gera þarf vönduð snyrti herbergi, þar sem fyllsta þrifn aðar er gætt og sjá fyrir góðu neyzluvatni. Þessum orðum leyfi ég mér að beina í fyrsta lagi til Sam göngumálaráðuneytisins og Ferðamálaráðs, en í öðru lagi til Skógræktar ríkisins, sem ræður yfir mörgum feg- urstu og fjölsóttustu dvalar- stöðum ferðafólks. Hallormsstaðaskógi í ág. ‘66. A VlDAVANG Framhald af bls. 3 framförum, ráðast í ný stór- virki, leysa nauðsynjamálin myndarlega og styrkja efna. hag þjóðarinnar á traustum grunni blómlegra og vaxandi atvinnuvega. Dragbítur Varla kallast það sérstakt hrós um eina ríkisstjórn, þótt viðurkennt væri, að henni hefði tekizt að þoka framfara- málum áleiðis við þessar að- stæður og varla myndi það kallast dómharka að kalla þá ríkisstjórn fremur slaka, sem rétt tækist að halda í horfinu, þegar aðstæður væru svo hag- stæðar til átaka. — En ríkis- stjórn, sem siglir öllu í strand við slíkar eindæma hagstæðar aðstæður — um slíka ríkis- stjórn er dragbítur vægt orð. VIETNAM Framhald af bls. 5. áfram að vera óvanur. Banda- rískir herforingjar eiga eitt al- gilt svar, þegar fundið er að þessu: — Eins árs þjónusta er einmitt það atriði, sem treyst,- ir bezt baráttuþrek okkar manna og heldur siðferði þeirra uppi. En það hefur eðlilega sína annmarka að beita viðvanging- um í baráttunni við margreynd asta og sigursælasta her, sem til er. Reynsluleysi hermann- anna á vígvelli eykur mjög freistinguna til að nota þá eink um til hreyfanlegrar baráttu, eins og árása í þyrlum til dæm- is, þar sem þeir geta komið óþreyttir fró þægilegum aðai- stöðvum og komist aftur þang- að fyrir kvöldmat, ef heppnin er með. í fótgönguliðinu eykur þetta á hneigðina til að beita skot- vopnum allt um of, eða beit- ingu reglunnar „að skjóta fyrst og sækja svo' fram.“ JMegingall- inn við þessar hreyfanlegu ár- ásir og ofnotkun skotvopna er sá, að hermennirnir eru sjaldn ast vissir um, hvar óvinurinn er niður kominn, þegar þeir koma á vettvang. Þar sem jafn auðvelt er að leynast og í Vietnam getur árás úr þyrlu samkvæmt því, sem sást úr lofti fyrir stundarfjórðungi. ým ist farið alveg á mis við óvin- ina eða orðið til þess, að árás- arsveitin lendir beint í Ijóna- gryfju. Þessar aðfarir auka einn ig stórlega á háska almennra borgara, sem verða fyrir gíf- urlegum áföllum af hálfu beggja stríðsaðila. Undirforingi einn bar kvíð- boga fyrir hirðuleysi hermann- anna, sem hann barðist með. „Þegar við göngum eftir skóg- lendi skiljum við eftir slóð vindlingabúta og umbúða utan af vistum. Þetta gera óvinirn- ir ekki. Þegar þeir rekast á slóð okkar geta þeir gert okk- ur fyrirsát að heita má aftan frá.“ SKOðANIR eru mjög skiptar um loftárásir Bandaríkjamanna á Norður-Vietnam. Flestir vest- rænir stjórnmálaerindrekar í Saigon líta svo á pesónulega, að þetta sé misráðið. Menn, sem reynslu hafa af gangi mála í Indókína, standa á því fastar en fótunum, að sprengjuárás- irnar verði aldrei til þess að stöðva Hanoi-menn, heldur þvert á móti. Þeir verði þess þrárri, sem Bandaríkjamenn láti fleiri sprengjur falla. Þess- ir menn halda fram, að meðan loftárásunum sé haldið áfram sé fjarstætt eðli Norður-Viet- nama að leggja niður fyrir sér mismun tjóns og hagnaðar á þann hátt, sem verði að vera, ef árásirnar eígi að vera til hindrunar. Vitanlega geta þessir reyndu menn haft rangt fyrir sér. En sé ekki öruggt, að loftárásir á olíubirgðarstöðvar í norðri lami mátt noðanmanna til að senda hersveitir og aðstoð suður á bóginn, og verði þær ennfrem- ur til þess að fjarlægja mögu- leikana á að fá valdamenn í Hanoi til að semja, hlýtur að verða að draga í efa, að árás- arstefnan sé viturleg. Valdhafarnir í Hanoi hafa hætt við fimm ára áætlun sína og samþykkt tveggja ára áætl- un í hennar stað, en megin- markmið hennar er að draga úr háska landsins af loftárás- unum. Sumir möguleikar til hindrunar með loftárásunum hafa þegar verið fjarlægðir. Blaðamenn, sem lagt hafa leið sína til Hanoi fyrir skömmu, segjast hafa séð verksmiðjuhús, þar sem ekkert var eftir af vélunum nema boltabútar í gólfi, þar sem vélunum hafði verið fest. Þeim var sagt, að vélarnar hefðu verið fluttar upp í fjöll í norðurhéruðunum og komið þar fyrir að nýju í smærri verksmiðjum, sem væru mjög vel faldar. BLAðAMENNIRNIR segja ennfremur, að þrátt fyrir mat- arskort hafi yfirvöldin í Hanoi þegar látið hætta notkun hrís- grjónaakra, sem ekki væri unnt að vökva nægilega ef Bandaríkjamenn skemmdu að- al-áveituskurðina með sprengju varpi. I sumt af þessu landi hafi þegar verið sáð kartöflum, sem gefi auðvitað mun lakari uppskeru, en geti komist af með minna vatn. Norður-Viet- namar eru vissir um, að meg- inhluta áveitanna sé unnt að halda við, hve miklar sem loft- árásirnar kunni að verða, enda um lítil mannvirki að ræða. (Sá, sem þetta ritar sótti um að fá að koma til Norður-Vietnam til þess að kanna þetta af eigin raun. Beiðnin var send beint til'. Pham Van Dong forsætis- ráðherra og fylgt eftir með símskeyti til Ho Chi Minh, en svarið var kurteisleg synjun.) Ástandið er illt í Suður-Viet nam og björtustu vonirnar eru við þetta bundnar: Að betur fari að horfa til mikilla muna þegar Bandaríkjamenn eru búnir að efla her sinn til fulls. Að kosningarnar verði til þess að skapa meiri festu en áður í stjórnmálunum í Saigon og auki þar með árangur barátt- unnar. A0 framkvæmd áætlun- arinnar um eflingu lögreglunn ar verði veittur eðlilegur for- gangur og fari að bera árang- ur í auknu öryggi á vissum svæðum í sveitahéruðunum. Og að síðustu að allt þetta knýji Vietcong og valdhafana í Hanoi til þess að ljá máls á samn- ingaviðræðum. Ekki eru miklar horfur á að allt þetta komi fram, en mögu- leikinn er fyrir hendi. Eins og sakir standa virðist ekki að öðru betra að keppa, en jafn- framt verður þó að gera allt, sem mannlegur máttur megnar, til þess að reyna að koma samn ingaviðræðum af stað. Möguleik anum á friðarsamningum má ekki fórna á altari vonarinnar um algeran hernaðarsigur, sem ólíklegt er að vinnist eins og ástatt er og lýst hefur verið hér að framan, að minnsta kosti ef hann á ekki að verða dýrari en unnt er að sætta sig við eða réttlæta, enda ósennilegt, að hernaðarsigur einn leiði til varanlegs friðar. CIA Framhald af bls. 9. indamanna, og leggja þeim til ómetanlegt efni upp í hend- urnar. Nefnd „Liberty“ útvarpsstöðv arinnar auglýsir jafnvel eftir almennum stuðningi, án þess að láta uppi sambönd sín við stjórn Bandaríkjanna. „Swan“ útvarpsstöðin, C.I.A. stöð í Karabíahafinu, sem var sér- staklega mikilvæg á meðan á Svínaflóainnrásinni stóð, hefur óyfirlýst sambönd við amer íska einkaútvarpsrekendur. Stundum hefur C.I.A. ávarp að bandarísku þjóðina í gegn um embættismenn og nefnir ó- háða borgara. Margar aðrar bækistöðvar og skrifstofur C. I.A. þjóna aðallega þeim til- gangi að safna pósti og útvega skilríki fyrir njósnara erlend is. Þannig virðist starfsemi C. I.A. vera endalaus, bæði heima og erlendis. Þótt gervihnettir, rafeindaþekking og vísindatæki hafi tekið við miklu af þræl- dómi njósnanna taka mennirn ir enn þátt í mikilvægum njósn um og koma Leyniþjónustunni í óþægilega stjórnmálaaðstöðu, sem valda mörgum vandamái- um í stefnumálum og siðfræði Það er þess vegna, sem marg ir eru sannfærðir um að i C.I. A. hafi verið sköpuð einskon- ar Frankenstein ófreskja, sem enginn geti stjórnað fullkom- lega. Vegna leynilegrar aðstöðu sinnar hefur C.I.A. fá tækifæri til að útskýra, réttlæta sig eða verja. Undir merki leynd arinnar getur hún sagt, að að- gerðir sínar séu nauðsynlegar til að koma áleiðis einhverju hagsmunamáli þjóðarinnar. „Og hún getur beðið um stuðning þjóðþings og forsetans." En „þjóðarhagsmunamál“ er ekki sannfærandi vörn þeim mönnum, sem hafa sínar eig in skoðanir á þjóðarhagsmuna máli“-ásamt leyndinni — hefur það þau óhjákvæmilegi áhrif að sannfæra gagnrýnendur, að Leyniþjónustan hafi mörgu að leyna auk lögbóka sinna. Hugmyndaflug gagnrýnenda sem þessara er vissulega ekki deyft, þegar þeir fá vitneskju um, að Kennedy forseti þving aði C.I.A. árið 1961 að hætta mjög klaufalegri njósnastarf semi, sem gæti hafa sett smán arblett á þjóðina um víða ver öld.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.