Tíminn - 06.08.1966, Page 14
LAUGARDAGUR 6. ágúst 1966
14
TÍMIWN
VERKFALL ÞRÓTTAR GEGN
EINKAFYRIRTÆKI ÓLÖGLEGT
Hinn 1. júlí s. 1. var kveðinn upp
í Félagsdómi dómur í málinu nr.
2/1966, Valentínus Guðmundsso'.i
gegn Alþýðusambandi íslands i.
gegn Alþýðusambandi íslands h f.
Landssaimb. Vörubílstjórafelags-
ins Þróttar í Reykjavik. Niðurstöð
ur dóms þessa eru að mörgu leyti
athy,glisverðar, því þær gefa tíl
kynna, í framhaldi af dómi Félags
dóms frá 10. marz s. 1. í máli ís-
bjarnarins h. f. gegn Vörubílstjóra
félaginu Mjölni í Árnessýslu, að
tæknivæðing landsmanna veldur
því meðal annars, að lögum um
vinnudeilur og verkföll, sem sam
in voru, eins og kunnugt er á
árinu 1938, verður ekki beitt nú
af hálfu vörubifreiðastjóra og
samtaka þeirra í landinu, með
FRÍMERKI
Fyrir hvert islenzkt frj-
merki, sem þér seririið
mér, fáið þér 3 erlend
Sendið minnst 30 stk.
JÓN AGNARS,
P.O. Box 965.
Reykjavík.
ÖKUMENN
Látið athuga rafkerfið í
bílnum.
Ný mælitæki.
RAFSTILLING
Suðurlandsbraut 64,
sími 32385
(bak við Verzlunina
Álfabrekku)
Látið okkur stilla og herða
upp nýju bifreiðina Fylg-
izt vel með bifreiðinni.
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32, simi 13100.
| sama sniði og tíðkaðist fyrir 35
árum síðan.
Málavextir voru þeir, í fáum
dráttum, að stefnandi, Valentinus
! Guðmundsson, rekur fyrirtæld í
einkaeign undir nafninu Stein-
efni. Sarfsemi þessa fyrirtæikis er
meðal annars fólgin í mannvirkja
gerð, svo sem að grafa upp hus
grunna, flytja á brott jarðveginn
og fylla grunn á ný með möl og
sandi til undirstöðu undir hús og
aðrar byggingar. Fyrirtækið á
efnisnámu að Hrísbrú í Mosfells
sveit, og rekur rauðamalarnámu
í Krísuvík. Selur það,uppfyllingar
og undirstöðuefni úr námum þess
um. Til rekstrar síns notar fyrir-
tækið ýmis tseki, sem það á, svo
sem jarðýtu, ýtuskóflu, loftpressu
og krana. Til flutnings á efni not
ar fyrirtækið fjórar bifreiðir, þar
af hafa tvær þeirra, hvor um sig,
yfir 20 tonna burðarmagn.
Eigandí fyrirtækisins, Valentín
us Guðmundsson, telur að 15—20
% af akstri fyrirtækisins fari fram
með eigin bifreiðum. Fyrirtækið
er ekki í Vinnuveitendasambandi
íslands.
Vörubifreiðastjórafélagið Þrótt
ur gerði og kröfu til Valentínusar
Guðmundssonar, að hann og fyrir
tæki hans, undirritaði kjarasamn
ing Þróttar og Vinnuveitendasam
bands fslands. ÞeSsu neitaði Val-
entínus á þeim forsendum, að í 3.
mgr. 3. gr. þess samnings segir að
verktökum í byggingariðnaði f.é
heimil notkún eigin bifreiða (il
flutriings á öllum vörum, sem séu
hluti af verki því, sem tekið sé
í ákvæðisvinnu, nema 40% rekst-
arsins eða meira sé akstur. Taldi
hann betta .iafngilda því að hann
yrði að afsala sér eða takmarka að
verulegu leyti notkun eigin tækja,
en notkun þeirra sé einn höfúð
þátturinn í starfi hans. Beiting
verkfallsréttar af hálfu Þróttar, til
þess að knýja hann til slíkra samn
ínga fá ekki samrýmst grundvall-
arreglum íslenzkra laga.
Þegar því Þróttur boðaði verk
fall á hendur Valentínusi Guð-
mundssyni, hinn 19. apríl s. 1.,
mótmælti hann verkfallinu og
taldi það ólögmætt af framan-
greindum ástæðum, fól hann Páli
S. Pálssyni, hrl. að höfða mál
fyrir Félagsdómi, til viðurkenn
ingar á þessari kröfu. Ragnar
Jónsson, hrl. flutti málið í Fé-
lagsdómi af hálfu varnaraðila,
Þróttar.
Meirihluti Félagsdóms, fjórir
dómenda, komust að eftirfarandi
niðurstöðu:
„Samkvæmt því, sem fram er
komið í málinu og áður greinir,
er rekstur stefnanda þess eðlis,
að tilvísað ákvæði nefnds kjara
samnings getur leitt til þess, að
stefnanda yrði í ýmsum tilvikum
samningslega skylt, að takmarka
að verulegu leyti notkun eigin
bifreiða í venjulegum rekstri fyr
irtækis síns.
Með hliðsjón af grundvallar-
reglum laga, sbr. dóm Félags-
dóms 10. marz þ. á., verður að
skýra ákvæði laga nr. 80/1938 á
þá lund, að Vörubílstjórafélaginu
Þrótti sé eigi heimilt að beita regl
um nefndra laga um verkföll til
þess að knýja stefnanda til að
semja sig undir slíka takmörkun,
á notkun eigin vörubifreiða í
venjulegri starfrækslu sinni. Getur
það eigi haggað þessari niðurstöðu
þótt Vinnuveitendasamband ís-
lands hafi með framangreindu
samningsákvæði 3 m.gr. 3. gr. sam
ið á sig kvaðir í þessu efni, enda
verður samningur um slíka kvöð
eigi ólögmætur eða ógildur að
lögum, þótt. Þrótti sé eigi talið
heimilt að vinna að framgangi
slíkrar kvaðakröfu með verk-
falli.
Með hliðsjón af málavöxtum þyk
ir rétt, að málskostnaður falli nið
ur.
Dómsorð:
Stefnanda, Vörubílstjórafélaginu
Þrótti, er eigi heimilt, að fylgja
fram með verkfalli gagnvart stefn
anda, Valentínusi Guðmundssyni,
kröfu um þá takmörkun á notkun
eigin bifreiða, sem fellst í tilvitn
uðum orðum 3. mgr. 3. gr. fram
angreinds kjarasamnings.
Að öðru leyti á stefndi að vera
sýkn af kröfum stefnanda í máli
þessu.
S. 1. fimmtudag afhenti hinn nýi
ambassador Rúmeníu, herra Vasiía
Pungai forseta fslands trúnaðar
bréf sitt við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum að viðstöddum utan
ríkisráðherra. Myndin var tekin
við það tækifæri.
HELT RÆÐU A RUSSNESKU
fslandsvinafélagið í Moskvu,
(USSR — Islandija), efndi til
samkomu í Dom Drushby (Vináttu
húsinu), fimmtudaginn 16. júní s. 1.
í tilefni af þjóðhátíðardegi íslend
inga.
Samkoman hófst kl. 6.30. Setti
Petr Goroshkin, aðalritari sovésku
vináttufélaganna, hana með stuttu
ávarpi.
Næsti liður dagskrárinnar var
erindi, sem dr. Alexei N. Krassil-
nikov, deildarstjóri sögudeildar
sovézku vísindaakademiunnar,
fyrsti sendiherra Sovétríkjanna á
íslandi, flutti. Rifjaði hann þar
upp minningar sínar frá lýðveldis
stofnuninni 1944 — 1946. Fléttaði
hann inn í frásögnina ýmsa þætti
um samskipti íslands og Sov-
étríkjanna. Var góður rómur gerð
ur að erindi hans.
Sendiherra íslands, dr. Kristinn
Guðmundsson, ræddi um við
skiptaleg og menningarleg sam-
skipti íslands og Sovétríkjanna.
Mælti hann á rússnesku við mik
inn fögnuð áheyrenda og var
hluta af ræðu hans sjónvarpað 17.
júní, þegar skýrt var frá þjóð-
hátíðardegi íslendinga.
Að ræðum loknum var gengið
í kvikmyndasal Dom Drushby og
þar sýndi Vladimir Jakob lit-
Málskostnaður fellur niður."
Einn dómenda, Ragnar Ólafs
son, skilaði sératkvæði, þar sem
hann taldi að Vörubílstjórafélaginu
Þrótti væri heimilt að gera verk-
fall, til að vinna að því að Val-
entínus Guðmundsson skrifaði
undir kjarasamninginn óbreytt-
an.
skuggamyndir frá fslandi og gaf
stuttar og skemmtilegar skýring
ar með hverri mynd. Hafði hann
valið myndir úr eigin safni og
myndum frá Eddafótó og Sólar
filmu. Var þetta í senn fróðlegt
dagskráratriði og hin bezta
skemmtun. Þar næst voru sýndar
tvær stuttar kvikmyndir frá Sov
étríkjunum.
Samkoma þessi var vel sótt og
var húsfyllir í fundarsalnum, þar
sem ræður og ávörp voru flutt,
en þaðan var sjónvarpað.
Á meðal samkomugesta voru,
auk framangreindra, Alexander
M. Alexandrov, fyrrverandi amb
assador á íslandi, en hann starf
ar nú í utanríkisráðuneytinu í
Moskva sem sérstakur ráðunaut
ur utanríkisráðherrans, dr. Nicol
as Kolli, forseti arkitektafélags
Sovétríkjanna, Koryagin, fulltrúi
í utanríkisráðuneytinu og margir
fleiri.
(Samkvæmt skýrslu sendiráðsins
í Mosvka).
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 2. ágúst 1966.
Framvegis
ambassadorar
Ríkisstiómir fslands og Tékkó
slóvakíu hafa, í því skyni að efla
hverskyns samskipti landsmanna
í milli, ákveðið að hækka sendiráð
sín um stig, og verða sendiherrnr
þeirra framvegis ambassadorar.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 2. ágúst 1966.
Kaupmannafélag nýlega
stofnað á Sauðárkróki
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
í Nökkvavog, Framnesveg og Stórholt. Upp-
lýsingar á afgreiðslu blaSsins í Bankastræti 7,
sími 1-23-23.
J
Föstudaginn 29. júlí s. 1. var
stofnað kaupmannafélag á Sauð
árkróki.
Félagið var stofnað að tilihlutan
Kaupmannasamtaka fslands.
Fundinum stýrði formaður Kaup
mannasamtakanna Sigurður Magn
ússon ,en Rnútur Bruun hdl., fram
kvæmdastjóri K. f. gerði grein fyr
ir aðdraganda að stofnun félags
ins, og lagði fram frumvarp að
lögum þess. Fundarritari var Jón
I- Bjarnason.
Formaður Kaupmannafélags
Sauðárkróks var kiörinn Haraldur
Árnason, en aðrir í stjórn, Arni
Blöndal, Evert Þorkelsson, Pétur
Helgason og Steingrímur Arason.
Fulltrúí félagsins í stjórn Kaup
mannasamtaka íslands var kjörinn
Anton Angantýsson.
Á Sauðárkróki eru starfandi um
30 verzlunarfyrirtæki.
Auglýsið í
TÍMANUM
sími 195 23
FIMM
Framhald af bls. 1.
s. 1. þriðjudag. Enginn þeirra
hefur enn hringt, og í Chamonix
er ekki vitað með vissu hvaða
leið þeir ætluðu upp á hæsta
tindinn.
Lögreglar í Aosta á-ftalíu
tilkynnti í dag, að þyrla hefði
bjargað sex þýzkumælandi
fjallgöngumönnum. Voru þeir
í snjóhúsi í suðurhluta fjalls-
ins.
Slæmt veður kom í veg fyrir,
að þyrlur gætu leitað í dag
að Bretunúm tveim.
Síðustu fréttir:
Seint í kvöld bárust þær fregnir,
að sézt hefði til brezku fjallgöngu
mannanna tveggja. Höfðu þeir ver
ið um 100 metra frá sæluhúsi á
Aiguille de Dru-tindinuin, sem er
4.577 metrai á hæð, og stefndu
í átt til hússins.