Vísir - 03.05.1975, Side 1

Vísir - 03.05.1975, Side 1
65. árg. — Laugardagur 3. mal 1975 — 99. tbl. Alþingi undirbýr hraðan lokasprett Stefnt mun að þvi að ljúka Alþingi fyrir hvltasunnu, það er að segja I næstu viku, en til þess þarf mikið átak. Mörg mál biða enn afgreiðslu, sem rikisstjórn- in stefnir að samþykkt á. Þar má fyrst nefna frumvarp- ið um útvegsmál, ráðstöfun gengishagnaðar. Vegaáætlun er enn óafgreidd, en fóstureyð- ingafrumvarpið er á siðasta snúningi i efri deild og verður vafalaust samþykkt innan skamms. Þá mun stjórnin vilja láta samþykkja á þessu þingi ýmis frumvörp um skólamál og Þjóðleikhús, svo að eitthvað sé talið. Þótt mörg frumvörp, meðal annarra einhver stjórn- arfrumvörp, muni „sofna” á þessu þingi, svo sem alltaf er, er mikil lota eftir, ef þingmenn ætla að verja hvitasunnuhelg- inni áhyggjulausir yfir óaf- greiddum þingmálum. — HH Hér eru þeir saman, elzti og yngsti Fordinn á slökkvistöð- inni I Reykjavlk. Það veröur. tæplega séð, að margt sé likt með skyldum — en þó eru báð- ir með pílárafelgur. MyndirVIsis: Bragi. Erlendur Halldórsson, vél- virkjameistari — hefur gert bilinn eins og nýjan. 52 áro slökkvi- bíll „Túristajöfnuðurinn" lagaðist í vetur Útlendingar betur „plokkaðir" en áður Erlendum ferðamönn- um, sem hingað komu, fækkaði mikið en is- lenzkum, sem ferðuðust til útlanda, fjölgaði. Hins vegar eyddu út- lendingarnir miklu meira en áður, i krónum talið, og hjálpaði gengis- fellingin nokkuð upp á þær sakirnar. Þetta var útkoman fyrstu vetr- armánuðina. Hingað komu mán- uðina október-desember 8313 er- lendir ferðamenn en árið áður voru þeir 9542. Islendingar, sem fóru utanferðir, voru þessa mán- uöi 10676 en 10015 árið áður. Við höfðum i fargjaldstekjur af útlendingum þessum 105 milljónir nú en milljón meira árið áður, en eyðsla þeirra hér innanlands er talin hafa verið 490 milljónir króna I október-desember í vetur en aðeins 116 milljónir árið áður, samkvæmt tölum i nýútkomnum Hagtölum mánaðarins. Áætluð útgjöld Islendinga erlendis jukust minna, úr 237 milljónum i 350 milljónir króna á þessum tima. Allt árið 1974 komu 68476 er- lendir ferðamenn en höfðu verið 74019 árið 1973. Þeir munu hafa látið okkur i té 750 milljónir i far- gjöld samanborið við 800 milljón- ir árið áður, en 1620 milljónum munu þeir hafa eytt hér á landi, en sú tala var 1146 milljónir árið áður. tslendingar juku ferðalög sin utan geysimikið, úr 37807 manns árið 1973 i 47661 árið 1974, og eyðslan óx úr 1187 milljónum i 1815 milljónir króna. Eyðsla ts- lendinga óx þannig um 628 millj- ónir og eyðsla útlendinga hér inn- anlands um 474 milljónir, en frá siðari tölunni verður að draga 50 milljóna lækkun á tekjum, sem við höfðum af þeim i fargjöldum. —HH Vill fá jórdanskan sjáanda til að finna Geirfinn Engin furöa þótt hann breiði yfirhöfnina yfir höfuð sér, túristinn, sem Bjarnleifur myndaði á Keflavik- urflugvelli I gærdag. Kuldi, hávaði frá flugumferð, — og óvæntur farmiöaskattur. Og svo eru „túrist- arnir” betur „plokkaðir” en nokkru sinni fyrr. — bls. 2 „LIFI FRJÁLSAR MÆTINGAR" „Lifi frjálsar mæt- ingar, ’ ’ er mottó þeirra nemenda Kennarahá- skóla íslands, sem boð- að hafa til fundar i skólanum i dag. I dreifibréfi, sem Visir hefur náð i eintak af, segir að til fundarins sé boðað vegna þeirrar á- kvörðunar skólaráðs Kennaraháskólans að veita ekki fimm nem- endum á fyrsta ári leyfi til prófsetu i vor. Skólaráð mun hafa vísað til á- kvæðis í 22. grein reglugerðar skólans þar sem segir, að 80 pró sent mæting sé forsenda þátt- töku i prófi. Beitingu þessa á- kvæðis vilja fimmmenningarnir og svonefnt hagsmunaráð nem- enda skólans kalla „siðlaust at- hæfi.” „Akvæðið er tilkomið i þá tið er skólinn var kennaraskóli og sniðið að rikjandi ákvæðum um mætingaskyldu i menntaskólan- um þá,” segir i dreifibréfinu. Og þar segir ennfremur: „Akvæðið er til þess fallið að tefja eðlileg- ar framfarir i kennsluháttum, þ.e.a.s. veitir ekki kennurum það aðhald, sem til þarf svo að vinnubrögð þeirra og starfs- skipulag innan skólans sé i stöð- ugri endurskoðun.” Þá segir og i dreifibréfinu: „Akvæðið stingur i stúf við þau vinnubrögð, sem almennt tiðk- ast i háskólum, t.d. Háskóla Is- lands.” Og loks: „Akvæðið er fáránlegt.” Það mun hafa verið sl. mið- vikudag, sem skólaráð tilkynnti fimm umræddum nemendum, aö þeir hefðu ekki leyfi til þátt- töku i prófunum, sem nú eru framundan, en miðvikudagur- inn var fyrsti upplestrardagur- inn fyrir þau próf. Vfsir náði tali af Brodda Jó- hannessyni, skólastjóra Kenn- araháskólans seint i gær. Vildi hann ekki ræða mál þetta opin- berlega, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. —ÞJM — Nemendur í Kenn- araháskóla íslands mótmœla þeirri ákvörðun skólaráðs, að fimm nemendur á fyrsta ári, sem eru með minna en 80 prósent mœtingu eftir veturinn, fái ekki að taka þátt í vorprófunum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.