Vísir - 03.05.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1975, Blaðsíða 2
2 ífelRSm: Hvaö finnst þér um þær verö- lækkanir sem oröiö hafa? María Jónsdóttir: — Ég er guös lifandi fegin. Ég fagna hverri lækkun. Enda lifi ég bara á bless- uöum tryggingunum, svo mér veitir ekki af lækkunum. Þar aö auki leigi ég svo. Vigdis Siguröardóttir, húsmóöir: — Mér finnast þær ágætar svo langt sem þær ná. Annars heföu þær mátt vera miklu meiri, svo þær geröu eitthvert gagn miöaö viö kaup. Katrin Kristinsdóttir, ganga- stúlka: — Þær heföu alveg mátt vera meiri. Verölagiö er sko alltof hátt miöaö viö laun fólks. Guörún Þórarinsdóttir, kennari: — Ég hef bara ekkert hugsaö um þaö. Ég var aö koma I bæinn utan af landi, og hef þvi ekkert spekú- leraö i þvi ennþá. Guöný Þorkelsdóttir, húsmóöir: — Þetta er i áttina. En þetta mætti vera betra. Mikiö vill meira. Hulda Karlsdóttir, húsmóöir: — Ég hef bara ekkert kynnt mér þetta, ekki nokkurn skapaöan hlut ennþá. Vísir. Laugardagur 3. mai 1975. VILL FÁ SJÁANDA FRÁ JÓRDANÍU TIL AÐ FINNA GCIRFINN „Persónulega kynntist fjölskylda mín hæfileikum þessa manns fyrir þrem árum, er armbandi og hring var stolið úr skartgripaskríni systur minnar,” segir ísak Georgsson öðru nafni Issa Jesus Samara, sem fæddur er í Jerúsalem, en hefur nú hlotið is- lenzkan rikisborgararétt. Issa Jesus Samara heitir tsak Georgsson eftir aö hann kastaöi Arabaklæöunum. ,,Dag einn tók systir mín eftir þvi aö umræddir skartgripir voru horfnir úr skrlni hennar og ná- kvæm leit á öllum hugsanlegum stööum leiddi ekkert I ljós. Viö leituöum þá til þessa sjáanda, sem þekktur er I Jórdanlu vegna fjölda lögreglumála og einka- mála, er hann hefur upplýst og hann gat þegar sagt okkur hvar gripirnir væru niöurkomnir og hverjir heföu tekiö þá ófrjálsri hendi. Hvort tveggja reyndist rétt,” segir ísak. ísak hefur aö undanförnu staöiö I bréfaskriftum við fjölskyldu slna I Jerúsalem til aö kanna hvort umræddur sjáandi gæti hjálpaö íslendingum viö lausn Geirfinnsgátunnar. „Fjölskylda mln hefur kynnt sjáandanum máliö en ég blö enn- þá eftir svari um hvort hann treysti sér til aö finna lausn á þvi. Til aö geta séö hvaö komiö hefur fyrir Geirfinn, veröur einhver ættingja hans aö fara á fund sjá- andans. Ef sjáandinn sendir svar um aö þaö nægi til aö finna lausn á málinu þá treysti ég honum full- komlega til þess,” segir Isak. tsak Georgsson tekur þó fram aö þetta séu einungis fyrirsnurn- ir, sem hann hefur verið að senda en aö ekkert sé ákveöið I málinu ennþá. Hann kýs aö halda nafni sjáandans leyndu þar til endan- legt svar hefur borizt. ,,Ég hef rætt viö lögregluna hér um þennan möguleika og hún hefur aftur haft samband við Keflavlkurlögregluna, Ég hef ekki haft samband viö fjölskyldu Geirfinns, en ef jákvætt svar berst vonast ég til aö einhver ná- inn ættingi hans sjái sér fært aö fara utan á fund sjáandans,” seg- ir ísak. ,,Ég vil ekki kalla þenpan mann miöil, heldur er þetta maöur, sem á undraverðan hátt sér þaö sem aörir sjá ekki jafnvel þótt atburö- urinn hafi átt sér staö vlös fjarri,” segir Isak. Isak er fæddur I Jerúsalem, en flúöi þaöan til Jórdanfu 1948 er Israelar tóku borgina. Hann sneri aftur 1950 en I sex daga striðinu komu aftur erfiöir tlmar og áriö 1968 flutti Isak til lslands og kvæntistlslenzkrikonu.sem hann haföi kynnzt ásamt öörum tslend- ingum, er hann vann á hóteli I Jerúsalem. „Þegar ég kom til Islands voru hér erfiðir tímar. Ég var atvinnu- laus I 6 mánuöi en fékk þá vinnu hjá Guömundi I VIÖi, sem ég haföi kynnzt I Jerúsalem.” Slöan hefur tsak unnið á nokkrum stööum en vinnur nú við aö s n iða hjá Leður- iöjunni. „Ég fékk íslenzkan rikisborg- ararétt áriö 1970 I maí, þannig aö ég er búinn að vera íslendingur I fimm ár núna. Þaö kemur sér vissulega oft vel aö hafa Islenzkt vegabréf þvl Arabar eru sums staöar litnir hornauga. 1 Jerúsalem átti maöur hvar og hvenær sem er von á bví aö vera stöövaöur og „Ef sjáandinn teiur sjáifur aö ha'nn geti fundiö lausn á gátunni treysti ég honum fulikomlega,” segir tsak Georgsson. —Ljósm. Jim beðinn um skilriki og skýringar á feröalagi slnu. Hér er aftur á móti ró og friöur og þaö er gott aö vinna meö þessari þjóö, sem er eins og ein fjölskylda,” segir Isak. „Ég tek ekki undir þaö sem sumir segja, aö íslendingar séu ó- kurteisir. Þaö eru þá ekki nema unglingarnir, sem geta veriö ó- kurteisir stundum án þess þó aö ég geti aö nokkru viti dæmt um þaö, þar eö ég hef aldrei verið unglingur á íslandi,” segir Isak. „Og yfir kuldanum held ég þurfi ekki aö kvarta. Hitinn hjá okkur I Austurlöndum er svo mik- ill aö viö veröum aö taka okkur fri um miöjan daginn vegna hita, en ef maður boröar vel hér og klæðir sig skynsamlega er hægt aö vinna I eina tuttugu tlma án þess aö finna til þreytu. Enda er eftir- vinna hér hversdagsleg en þekk- ist vart hjá okkur,” segir Isak Georgsson ööru nafni Issa Jesus Samara aö lokum. -^JB AÐ SKILA GLERINU! reikna andvirði glerjanna ann- afgreiöslustúlkan upplýsti, að ars vegar og þess sem ég var að annaðhvort yröi ég að „taka út á kaupa hins vegar kom i ljós, að allt glerið” eða eiga peningana vörumar, sem ég var með voru inni hjá verzluninni. 39 krónum ódýrari en flöskurn- Þett.a varð ég að gera mér að ar. Ég átti sem sé ennþá nokkr- góöu. Kaupmaðurinn hefur hins ar krónur inni hjá verzluninni. vegar fengið að vita, að ég eigi Auövitað fannst mér eðlileg- ekki eftir að gera við hann meiri ast, að ég fengi þær krónur viðskipti—hvorki fyrir 39 krón- framreiddar orðalaust, — EN, umar eða aðrar krónur.” Haukur Matthiasson hringdi: ,,Er nokkuð, sem raunveru- lega heimilar kaupmönnum, að gera sér gróða úr gosflöskuvið-. skiptum? Þeir afhenda fæstir gler yfir afgreiðsluborðið án þess að krefjast tryggingar- gjalds fyrir glerið, sem er kr. 20.00. Þegar maður svo hefur rennt niður innihaldinu og vill skila glerinu gegn endur- greiöslu er maður neyddur til að „taka eitthvað út á það.” 1 einstaka sjoppum eru full- orönum endurgreiddar 20 krón- umar I peningum ef innihalds- ins er neytt á staðnum. Viðast gildir hins vegar reglan, sem nefnd er á undan. Ef 20 krónurnar er trygging, á kaupmaðurinn ekki að geta komizt hjá þvi að endurgreiða tryggingargjaldiö öðruvisi en i peningum ef viðskiptavinurinn óskar þess. Ég skipti venjulega við eina ákveðna matvöruverzlun og kaupi þar t.d. allt það gos, sem fjölskylda min drekkur með helgarsteikinni. Það hafði safn- azt mikið af gosflöskum á heim- ilinu og núna I vikunni safnaði ég því öllu saman og tók það með mér út I búð þegar ég þurfti aö kaupa næst til heimilisins. Ég lagði inn glerin og tindi slðan saman þær vörur sem mig vantaði. Þegar farið var að LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.