Vísir - 03.05.1975, Qupperneq 3
Vlsir. Laugardagur 3. mai 1975.
3
Flug til Fœreyja og Grœnlands innanlandsflug!
INNHEIMTUM W FLUGVALLAR-
SKATT FYRIR FÆREYJAFLUGVÓLL?
Færeyjar og Græn-
land tilheyra íslandi og
eru ekki útlönd ef
dæma má eftir lögun-
um um flugvallarskatt,
sem gengu i gildi i
fyrradag.
Þar eru settar reglur
um, að flugvallarskatt-
ur fyrir utanlandsfiug
sé 2500 krónur en að
skattur á innanlands-
flug sé 350 krónur fyrir
,aðra ieið, en 700 krónur
báðar leiðir til og frá
Reykjavikurflugvelli.
Þetta á jafnt við um flug til
Færeyja og Grænlands og ann-
arra staða „innanlands.”
Túlkun á reglum þessum eru
mjög á reiki, enda finnst þeim
er eftir reglunum eiga aö fara
sem þær séu mjög loönar. Þó er
þegar ljóst að skatturinn er 350
krónur til eða frá Reykjavlk en
helmingi lægri á milli annarra
flugvalla innanlands. Þótt ekki
hafi enn á það reynt, viröist sem
þessi 700 króna skattur veröi
einnig innheimtur fyrir flug til
Færeyja og til baka aftur. 350
krónur eru skattur fyrir völlinn I
Reykjavlk og hinar 350 krónurn-
ar geta þá vart veriö annaö en
skattur fyrir Voga-flugvöll I
Færeyjum. Islenzka rlkiö er þvi
á þann hátt farið aö leigja út
flugvelli I öörum löndum og
rukka inn skatta fyrir þá.
Færeyingar mega annars
þakka slnum sæla fyrir flugvall-
arskattinn, sem nú hefur verið
tekinn upp á Islandi. Sennilegt
er aö aukinn kostnaöur viö flug-
feröir laöi fólk aö sjóferöum og I
sumar veröur einmitt færeyska
skipiö „Smyrill” eina fólksferj-
an á milli íslands og annarra
landa og einnig er hugsanlegt,
að nú láti fleiri Islendingar
verða af þvf aö heimsækja Fær-
eyjar á útleið til aö sleppa viö
2500 króna skattinn en borga
þess I staö aðeins 350 krónur
fyrir aö koma viö I Færeyjum.
Þaöan býöst svo skattlaust flug
áfram til Danmerkur en mis-
muninn má nota til aö gista eina
nótt á góöu hóteli I Þórshöfn.
Jafnframt þvl sem flugvallar-
skatturinn var tekinn upp fyrsta
maí féll niður söluskattur af
flugfarseölum innanlands. A
sama tlma hækkuöu þó fargjöld
Flugfélagsins um söluskatts-
upphæöina.
—JB
MUNCH OG JÖRN MEÐAL
NORRÆNNA MEISTARA
í LISTASAFNI ÍSLANDS
— norrœn myndlistarvika opnuð
Nú fer I hönd norræn mynd-
listarvika, þegar allar Norður-
landaþjóöirnar halda sérstakar
sýningar á myndlist grannland-
anna. Hér er þaö Listasafn ts-
lands, sem heldur merkinu
uppi, og sýnir 65 listaverk
grannþjóöanna, málverk, högg-
myndir og graflk.
Af þessum verkum eru 28 eftir
Dani, 11 eftir Norðmenn, 4 eftir
Svla og eitt eftir Finna. Meðal
nafna má finna nöfn eins og Ed-
vard Munch, Asker Jörn,
Robert Jacobsen, Bent Lind-
ström, Kræsten Iversen og Wil-
helm Lindström, svo dæmi séu
tekin.
Allt eru þetta verk sem Lista-
safn Islands á, en alls á það um
340 listaverk eftir granna okkar
á hinum Norðurlöndunum.
Sýningin verður haldin I húsa-
kynnum Listasafns Islands I
Þjóöminjasafnshúsinu, og verð-
ur opin frá kl. 13.30-19.00 dag-
lega frá sunnudeginum 4. mai til
sunnudagsins 11. mal.
t norrænu myndlistarvikunni
veröa yfir 50 söfn á Norðurlönd-
um meö sýningar á list grann-
landa sinna. íslenzka sýningin
hefur fengiö plaggöt og merk-
ingar sams konar og notuö
verða annars staöar, og eru þau
eftir finnskan listamann.
Listasafn tslands er ein elzta
menningarstofnun íslands. Það
var stofnað I Kaupmannahöfn I
október 1884, og stofnandinn var
Bjöm Bjarnarson, sem siðar
varð sýslumaður Dalamanna.
Meöal þeirra, sem fyrst gáfu
myndir I safnið, var danska
konungsfjölskyldan, sem gaf
fjórar myndir. Safnið kom siðan
heim til Islands á árunum 1885-
7. —SHH
Gylfí berst
fyrír zetu
Gylfi Þ. Glslason bar I gær
fram frumvarp um stafsetn-
ingu, þar sem meöal annars er
gert ráö fyrir cndurreisn þess
merka stafs z.
Hann segir: „Rita skal z fyrir
upprunalegt ds, ös, ts, bæöi I
stofni og endingum, þar sem
tannstafurinn (d, ö eöa t) er
fallinn burt I skýrum framburöi,
til dæmis hanzki (handski),
lenzka (lendska), gæzka
(gæöska). Ennfremur þiö eöa
þér kallizt (kalliö-st), berjizt
(berjiö-st), setjizt (setjið-st),
svo og hefur eöa haföi kallazt
(kallaö-st), barizt (bariö-st),
snúizt (snúið-st(, flutzt (flutt-
st), breytzt (breytt-st), hitzt
(hitt-st), stytztur (stytt-stur),
og hann sezt (set-st), brýzt
(brýt-st), flyzt (flyt-st). —HH
„Hvað er Hvera-
gerði til bjargar?"
Borgarafundur um atvinnuleysið
í þorpinu
„Hvaö er Hverageröi til bjarg-
ar?” spyrja félagar I Junior
Chamber I Hverageröi. Eiga þeir
þá viö þaö atvinnuleysi, sem ó-
neitanlega er I þorpi þeirra, en
fjöldi Hvergerðinga þarf aö sækja
vinnu utan bæjarins.
Félagarnir 1 JC þykjast kunna
svariö viö ofangreindri spurn-
ingu: „Þaö er skoöun okkar,”
segja þeir, „aö hreppsnefndin
eigi að gera stórátak I aö laða at-
vinnufyrirtæki til Hverageröis og
þá einkum og sér I lagi iönaöar-
fyrirtæki, sem geta skapaö mikl-
um fjölda vinnu.”
I þvl sambandi vilja JC-félag-
arnir benda á þá miklu notkunar-
möguleika, sem jarðhitinn á
staðnum býður upp á. Og um leið
segjast þeir fagna fiskþurrkunar-
stööinni, sem er að risa I Hvera-
geröi.
Hefur Junior Chamber Hvera-
geröi boöaö til borgarafundar á
Hótel Hveragerði klukkan tvö i
dag, en þar flytur Haukur Björns-
son, framkvæmdastjóri Félags
Islenzkra iðnrekenda, framsögu-
erindi um atvinnuuppbyggingu.
Hreppsnefndin mun einnig sitja
fundinn og taka þátt I umræðum
um framtlö Hverageröis atvinnu-
lega séö. —ÞJM
Núerævin öll.eldurinn gekk endanlega frá gamla bflnum. Ljósm. job
Ætlaði bara að
logsjóða bílinn
- kveikti þá
í honum
Maöur nokkur, sem hættur var
að treysta gamla bllnum slnum i
stórræöi, fór aö hiröa helztu heil-
legu hlutina úr honum viö heimili
. sitt á Teigunum um kl. 21 gærdag.
Þegar skrúfjárn og skiptilykill
dugöu ekki lengur greip hann til
logsuðutækjanna og vildi þá ekki
betur til en svo aö eldurinn fór
vlðar en hann átti aö fara og
breiddist eldurinn fljótt um allan
bílinn.
Slökkviliöiö kom á staöinn og
slökkti eldinn I snarheitum, en
sennilegt er aö brúninn marki
endalok bilsins. —JB
TÍMI PRÓF-
SKREKKSINS
„Jú, þaö er kominn I okkur
prófskrekkur. Viö eigum aö fara
I próf eftir einn og hálfan tlma”.
Þær voru I óða önn viö aö hlýöa
hvor annarri yfir þýzka mál-
fræöi, þær Asta Schram og
Helga Þóröardóttir, þegar okk-
ur bar aö garði. Þær eru I 3.
bekk I Menntaskólanum I
Reykjavlk, og sögöu aö þegar
þýzkuprófinu væri lokiö, væru 4
próf eftir.
Þaö þarf vist ekki aö þvi aö
spyrja að þaö veröur mikil gleöi
þegar prófunum er lokið, og
hægt er aö skella skollans
skruddunum kirfilega aftur, þar
til næsta vetur...
— EA/Ijósm: Bragi.
Leiða saman
hesta sína
— í orðsins fyllstu
merkingu!
Ahugafólk um hestamennsku
fær sitthvaö viö sitt hæfi um helg-
ina. Tvennar kappreiöar veröa I
nágrenni Reykjavlkur.
Hestamannafélagiö Gustur I
Kópavogi heldur firmakeppni á
Kjóavöllum I dag, laugardag, kl.
3. 125 hestar, þar á meöal flestir
beztu hestar félagsmanna, taka
þátt I keppninni.
A morgun, sunnudag, veröa
vorkappreiðar á Vlöivelli, at-
hafnasvæöi Hestamannafélagsins
Fáks. Tvö stærstu hestamannafé-
lög landsins, Fákur og Gustur,
leiöa saman hesta slna, I orösins
fyllstu merkingu.
Keppnin hefst kl. 2.30. Aö-
gangseyrir er kr. 300 fyrir full-
orðna, 100 kr. fyrir stálpuö börn.
Hins vegar er ókeypis aögangur
aö firmakeppni Gusts. —óH
Bílvelta
Bfll valt á Úlfarsfellsvegi klukkan
tæplega tlu I gærkveldi. Sex piltar
voru I bllnum, og varö aö flytja
fjóra á slysadeild. Aö sögn lög-
reglunnar I Hafnarfiröi, þá
sluppu þeir viö alvarleg meiösli.
—JB