Vísir - 03.05.1975, Síða 17

Vísir - 03.05.1975, Síða 17
Vísir. Laugardagur 3. mai 1975. I DAB | í KVÖLP | í DAG | Myndin annað kvöld hefst á þvi aö yngstu vegfarendurnir fara i kröfugöngu að Alþingishúsinu. „Börnin í umferðinni" í sjónvarpinu annað kvöld: Vandamál yngstu vegfarendanna til meðhöndlunar „Börnin I umferöinni” heitir þáttur, sem gerður hefur veriö af fréttadeild sjónvarpsins i samráöi viö Umferöarráð. Þátt ur þessi veröur fluttur i sjón- varpinu annaö kvöld, en umsjón með gerö hans hefur Sigurður Sverrir Pálsson dagskrár- og kvikmyndagerðarm aður hjá sjónvarpinu haft. „Um þessi mánaöamót hefj- um viö hjá Umferðarráði í sam- vinnu við Umferðarnefnd Reykjavikur, lögregluna, Leik- vallanefnd Reykjavikur og bifreiðatryggingafélögin fræöslu og upplýsingastarfsemi um börnin i umferðinni”, sagði Pétur Sveinbjarnarson hjá Um- ferðarráði. „Þetta fræðslustarf mun fara fram i mai og jiini og hefst það með sýningu myndarinnar um börnin I umferðinni i sjónvarp- inu og vona ég að hún vekji fólk til umhugsunar”, sagði Pétur. „Það er og hefur verið skoðun okkar og margra annarra, að tilvera yngstu barnanna hafi gjörsamlega gleymzt i sam- bandi viö skipulagsmál og hús- byggingar. Fyrst hugsa hinir fullorðnu um eigin þarfir, teppi út i horn og þess háttar, þá um bilinn og bilskúr og bilastæði fyrir hann og loks ef einhver af- gangur er þá um ’oörnin”, sagði Pétur. „Einn af hverjum fjórum sem slasast i umferðinni er barn inn- an 15 ára aldurs og meira en helmingur þess hóps er 6 ára eða yngri. Það er ótrúlegt en satt, að á hverju áiri slasast eitt eða fleiri tveggia ára börn sem vegfarendur einir i umferðinni. Flest börn slasast að hausti og vori og mest f júni. Þvi teljum viö fulla ástæðu til að hefja þessa fræðslustarfsemi nú”, sagði Pétur ennfremur. Pétur sagði að þessa tvo mán- uði legði lögreglan aukna áherzlu á eftirlit með börn.um i umferðinni, gerð yrðu vegg- spjöld og dreifimiöar og gefin út fræðslurit um vandamál barna I umferð, leiksvæði þeirra og leiki. Eins munu birtast þættir um börnin i umferðinni i blöð- unum, þar sem vakin er athygli á likamlegum og andlegum vanþroska barna sem gangandi vegfarendur. Þess má geta að á siðasta ári slösuðust 296 börn i umferð- inni. 165 af þeim voru gang- andi vegfarendur, 84 farþeg- ar i bilum og 47 á reiðhjól- um. Flest börnin slösuðust á mánudögum og föstudögum. og meira en þriðjungur barnanna slasaöist milli kl. 14 og 17 á dag- inn. 1 tilkynningu, sem Umferðar ráð hefur gefið út i tilefni þessa fræðslustarfs segir að tilgangur þess sé að kynna likamleg og sálræn vandamál, sem börn eiga við að striða sem vegfar- endur. Börn hafa ekki fyrr en 8- 12 ára gömul þroskað með sér þau skynfæri, sjón og heyrn, sem vegfarendur þurfa að reiða sig svo mjög á i umferðinni. Fyrr en við 12 til 14 ára aldur sé ekki hægt að reikna með full- kominni nýtni þessara skyn- færa. í fræðslustarfseminni veröur gerð grein fyrir þvi, hversu mikil áhrif skipulag ibúða- hverfa hefur á tiðni slysa á bömum I umferðinni og hvatt til þess, að lóðir og leiksvæði verði gerð þannig úr garði, að þau laði böm til leikja og að leiktæki séu sett upp á sem flestum stöðum, sérstaklega þó við fjölbýlishús. „Við teljum að leikvellirnir séu mjög mikilvægur þáttur i þessu máli, en það er staðreynd, að þótt leikvöllur sé i nágrenninu tekst nú ekki sem skyldi að laða bömin úr hverfinu þangað. Við teljum þvi að á einhvern hátt verði að sniða leikvellina betur við hæfi barna og gera þá meira aðlaðandi þannig að börnin taki vellina fram yfir götuna”, sagði Pétur Sveinbjarnarson, er Visir ræddi við hann. 1 fræðslustarfsemi þeirri, er nú verður hafin verður einnig fjallað um börnin og reiðhjólin og foreldrar hvattir til að kaupa ekki of fljótt reiðhjól handa bömum sinum, eða að þeir sendi þau ekki út i umferðina ein sins liðs á reiðhjólum, fyrr en þau hafa þroska og getu til. í þættinum er sjónvarpið sýn- ir annað kvöld verður fyrst sýnt er börn halda I kröfugöngu að Alþingishúsinu með spjöld, þar sem settar eru fram ýmsar spumingar og kröfur þar á meðal um fleiri og betri leik- velli. Siðan er i myndinni vikiö að þrem þáttum um börnin i um- ferðinni. Fyrst er sýnd búðar- ferð sex ára barns og þá skóla- ferð sama barns og loks er það fer út að leika sér. Um vanda- mál þau er verða á vegi barns- ins á þessum ferðum fjallar þátturinn. Inn á milli er svo skotið um- ræðum undir stjórn Guðjóns Einarssonar fréttamanns og taka þátt i þeim Gestur Ólafs- son, skipulagsfræðingur, Gylfi Baldurssonheyrnarfræðingurog Hörður Þorleifsson, augnlækn- ir. Þá verður einnig brugðiö upp mynd af umferðinni I Reykjavík eins og hún var 1946 og nú nær þrjátiu árum siðar er umferðin hefur fjórtánfaldazt. Er árið 1946 valið, þar eð það var árið er flestir þeir er nú ala upp börn voru sjálfir að alast upp. Siguröur Sverrir Pálsson er höfundur þáttarins og aðal- stjómandi, þulur og textahöf- undur er Arni Þór Eymundsson, bamið er leikið af Helgu Rut Baldvinsdóttur en Anna Einars- dóttir i leikskólanum Sál fer með hlutverk móður þess. Þátt- urinn er á dagskrá að loknum fréttum annað kvöld. — JB 17 *-k-k-k-k-k**+*+*-k-k*-k-K***-k+*-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k I f ★ S- ★ ★ t i ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ★ ★ * ★ ★ ★ ★ I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ k i I í ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t ¥ ¥ w Nt Spáin gildir fyrir sunnudaginn 4. mai. Hrúturinn,21. marz—20. april. Láttu ekki flækja þig I nein vandræði, þú gætir lent illa I þvl. Vertu sanngjarn(gjörn) I dómum þinum um aðra. Nautið,21. april—21. mai. Þú reynist vinum þin- um hjálplegur I dag, en gættu þess að láta þá ekki misskilja þig. Þér gengur illa að innheimta lán. Sannleikurinn er sagna beztur. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Taktu lifinu með ró i dag og hvildu þig. Vertu tillitssamur(söm) og fólki mun þá liða mjög vel I návist þinni. Krabbinn,22. júni—23. júli. Þú færð fréttir langt að sem þér finnast ekki góöar. Vertu róleg(ur) á hverju sem gengur. Tillitssemi félaga þins er mikils virði. Ljónið,24.júli—23. ágúst. Faröu I ferðalag i dag og taktu með þér beztu vini þína. Þú nýtur lifsins I rikum mæli og kvöldið lofar góðu. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Það bendir allt til að málin taki nýja stefnu I dag, og þér til hagsbóta. Faröu út og skemmtu þér I kvöld. >“7\ S * * * * * * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Í ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i I ! i- -KK-k-k-k-k-k-kkk-k-k-k-K-k-k-k-k-kk-k-K-k-k-K-k-k-K-k-k-K-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k m & Vogin, 24. sept,—23. okt. Þú ert i fararbroddi I hverju sem þú tekur þér fyrir hendur i dag. Það kemur eitthvað upp sem mun valda þér áhyggj- um seinni partinn. Drekinn,24. okt.—22. nóv. Ýmislegt sem þú ger- ir I dag, getur haft afgerandi áhrif á alla framtið þlna, svo gerðu nú ekki neina vitleysu. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þessi dagur verður allt öðruvisi en þú hafðir gert þér hug- myndir um fyrirfram, og þaö er alls ekki vist að hann verði leiðinlegri. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þú munt hitta ein- hverja sérstaklega skemmtilega persónu i dag. Taktu ekki mark á slúðursögum. Kvöldið verður skemmtilegt. Vatnsberinn,21. jan—19. feb. Þú þarft mikið að reiöa þig á hjálp annarra I dag, og það er hætt viö aö eitthvað fari úr skorðum. Farðu gætilega i meðferð fjármuna. Fiskarnir, 20. feb,—20. marz. Gættu þin I dag. Þér er sérstaklega hætt við hvers konar óhöpp- um, Farðu þinar leiöir en brjóttu samt engar reglur. ,/Fleiri kosta völ” kl. 21.15 annað kvöld „ÞRJÚ Á PALLI" KEPPA VIÐ EUROVISION KEPPNINA Það eru ekki allir, sem telja að tóniist sú sem leikin er i Eurovision keppninni, sé ein- kennandi fyrir tónlist þó sem leikin er I Evrópu og öðrum ná- lægum löndum. Á sam^, tima og Eurovision keppnin fræga var haldin i Stokkhólmi i vor komu þvi saman á öðrum stað j Stokk- hólmi aðrir listamenn frá Evrópu og viðar að til að sýna að fleiri kosta væri völ en það sem boðið var upp á á sjón- varpsstöðvahátiðinni. Sjónvarpið sýndi sjónvarps- kvikmynd frá Eurovision keppninni og til að gera öllum jafnt undir höfði verður á sunnudagskvöldið klukkan 21.15 sýnd mynd frá hinni hátiðinni. Þarvarekki keppt til verðlauna heldur komu tónlistarmennirnir eingöngu saman til að sýna sig og sjá aðra og miðla af list sinni. Fyrir hönd Islands sóttu há- tlðina „Þrjú ; við sjá trióið um I kvöld. palli” og munum i sjónvarpsþættin ttin- -jb|

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.