Vísir - 06.05.1975, Síða 1

Vísir - 06.05.1975, Síða 1
VISIR 65. árg. — Þriöjudagur 6. mal 1975—101. tbl. GENGUR HÆGT HJÁ FLUGFREYJUM — verkfall boðað 10. maí „Það lltur út fyrir, að það verði verkfall með þessu áfram- haldi,” sagði Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, þegar við höfðum samband við hana I morgun. Flugfreyjur hafa boðað verk- fall frá og með 10. mal, og verði ekki samið fyrir þann tima stöðvast allur flugflotinn á mið- mætti aðfaranótt þess dags. Fundur með flugfreyjum er boðaður klukkan 4 I dag, en fundur hefur ekki verið haldinn frá þvi sfðasta miðvikudag. —EA BEYGIR SKEIFU MEÐ VILJAKRAFTINUM EINUM SAMAN — bls. 6 Ný „drauga" - flugstöð é Keflavíkurvelli? — sjá Lesendur hafa orðið — bls. 3 KR varð Reykja- víkurmeistari - íþróttir í OPNU Diplómatið hreif! Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, beitti dipló- matlskri bragðvisi (!) til lið- sinnis við islenzka bridge- menn, sem um helgina öttu kappi við bridgemeistara Sviss. — Utanrikisráðherr- ann, sem sjálfur hefur keppt fyrir hönd tslands I Evrópu- móti I bridge (Dublin 1952), bauð öilu svissneska lands- liðinu til hádegisverðar i Ráðherrabústaðnum i gær, áður en síðasti leikurinn fór fram. — Það hreif! Sv.iss tapaði 20-0 (sjá bis. 16). Hér á myndinni sjást Ortiz-Patino, fyrirliði, sá frægi Jean Besse, Tony Trad og Bernasconi ræða við ráð- herrann yfir skál. Vafalaust er umræðuefnið einhver snú- in kastþröngstaða. LEIKARAR í NÝJUM GERVUM Það verður gaman að sjá, hvernig honum tekst til, nýja Is- lenzka ballettflokknum, sem ætlar að dansa klassiskan ball- ett á föstudagskvöldið i Há- skólabiói. Á myndinni sjáum við nokkra úr ballettflokknum, en þeir eru allir vel þckktir leikarar og ekki annað að sjá en að þeir taki sig vel út i búningunum. Ballettflokkurinn sýnir m.a. á skemmtun í Háskólabíói, sem haldin er til ágóða fyrirslysa- sjóð. Það er Félag Islenzkra leikara og Sinfóniuhljómsveitin, sem að henni standa. Slik skemmtun er haldið einu sinni á ári á lokadaginn. Hún hefst klukkan hálf tólf á föstudags- kvöld. —EA/ljósm. Bj.Bj. Evrópskur óburður arðvœnlegri en íslenzkar lopapeysur Pétur Einarsson kominn heim með fimm milljarða samning „Þetta eru samningar um sölu á áburði, fljótandi og föstum, frá verksmiðjum f Evrópu. Kaupend- urnir eru bandariskir”, sagði Pétur Einarsson I viðtali við VIsi I morgun. Pétur kom heim fyrir skömmu, en eins og Visir greindi frá á slnum tlma stóð hann í 5,4 milljarða samningum I Englandi. „Þetta er samningur upp á óhemju magn, en ég vil ekki út- tala mig um magnið að svo stöddu, en ég er nú hræddur um, að heldur hafi talan minnkað frá þvi fréttin var skrifuð i Visi”, sagði Pétur. Það er fyrirtækið Icelandic Products i Kanada, fyrirtæki dóttur Péturs, sem er umboðs- aðili fyrir bandariska áburðar- kaupendurog er Pétur að aðstoða dótturina við kaupin. Fyrirtækið I Kanada hefur hingað til selt is- lenzkar lopapeysur. „Vegna kunningsskapar við gamla skólafélaga mina i Eng- landi náðum við sambandi við áburðarframleiðendur i Evrópu, sem ætla að framleiða upp i samninginn”, sagði Pétur. „Nei, min umboðslaun verða engin fimm prósent, heldur brot úr prósenti, þegar um svona upphæðir er að ræða.” Það sem einna mesta athygli vakti erlendis i sambandi við þessa miklu samninga var yfir- lýsing fyrirtækis i Belgiu, Cerbere, um að það hygðist kaupa 18 skip vegna þessara flutninga. „Það er nú ekki alls kostar rétt. Þetta eru umboðsaðilar, sem bjóða flutningana út og munu væntanlega leigja skip til að sinna þeim, fjöldann veit ég ekki”, sagði hann. Áburðurinn er eins og áður sagði keyptur af bandarískum fyrirtækjum, en verður fluttur að mestu leyti til Afrikulanda, Tyrk- lands og annarra rikja utan Bandarikjanna að sögn Péturs. —JB «.tr„rris Enn á bólakafí — rœtt við seðlabankastjóra um möguleika ó gengisfellingu og ,arabíska' braskara „Þetta gengur ekkert hjá okkur. Það varð litil breyting á gjaldeyris- stöðunni i april,” sagði dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri í morgun. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, en við vorum i miklum minus i marzlok. í febrúar var gjaldeyris- staða bankanna nettó rúmir tveir milljarðar i minus. Hún versnaði i marz. Boðar þetta gengisfellingu? „Það var aldrei búizt við, að staðan mundi batna fljótlega,” sagði Jóhannes. „Rétt er að draga engar ályktanir af þessu, enda eru ekki allar efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar komn- ar fram enn, til dæmis niður- skurður rikisútgjalda.” Hvað er hæft i þvi, að „arabisk- ir auðkýfingar” bjóði okkur fé? „Hér hafa verið einhverjir braskarar að reyna að græða, taldi seðlabankastjóri, ekki endi- lega Arabar. „Ég tel, að þetta sé ekkert, sem mark er á takandi. Það bendir ekkert til þess, að Arabar bjóði betri kjör en fást á hinum stóra alþjóðlega verð- bréfamarkaði.” Dr. Jóhannes Nordal kvaðst sem minnst vilja segja um sögur af þessu tagi. —HH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.