Vísir


Vísir - 06.05.1975, Qupperneq 3

Vísir - 06.05.1975, Qupperneq 3
Vísir, Þriðjudagur 6. mai 1975. 3 Geir og Gunnar endurkjörnir Birgir f ékk flest atkvœði í miðstjórnarkosningum Geir var endurkjörinn formaður Sjáifstæðis- fiokksins og Gunnar varaformaður á lands- fundinum í gær. i mið- stjórnarkosningu hlaut Birgir flest atkvæði. Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra fékk 650 atkvæði af 749 greiddum við formannskjörið. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra hlaut 65 atkvæði, 11 aörir fengu 4 atkvæði og færri. Auðir og ógildir voru 19 seðlar. Gunnar hlaut 631 atkvæði við varaformannskjör af 760 greiddum en Ragnhildur Helga- dóttir alþingismaður 64, 9 aðrir fengu 11 atkvæði og færri. Auðir og ógildir seðlar voru 24. Birgir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri fékk 588 atkvæði við kjör átta manna i miðstjórn, næstur honum kom Jón Magnússon lög- fræðingur með 574. Jónas H. Haralz hlaut 526, Salóme Þorkelsdóttir 443, Kalmann Stefánsson 426, Geirþrúður Bernhöft 403, Halldór Blöndal 391 og Tómas Tómasson 350. Jónas, Halldór og Tómas koma i miðstjórnina i stað þriggja manna, sem komnir eru i þing- flokkinn og voru þvi ekki i kjöri i miðstjórnarkosningunum. Allir aðrir miðstjórnarmenn voru endurkjörnir. —HH Bílainnflutningurinn fyrstu þrjá mánuði ársins: 2737 bílum fœrra í ár Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru alls skráðir 788 bilar á ts- landi, en á sama tima i fyrra voru skráðir 3525 nýir bilar. Þannig hefur samdrátturinn orðið 2737 bilar milii þessara tveggja ára. Þetta kemur fram i skýrslu frá Hagstofu tslands um tollaf- greidda bila i janúar til febrúar. Af þessum fjölda i ár eru sam- tals 624 fólksbifreiöar nýjar, en 86 notaðar, eða 710 alls. Þær 78, sem þá eru ótaldar, skiptast á aðrar gerðir bila. Af eftirtöldum tegundum hafa selzt meira en 10 bilar: Austin Mini, 18. Land-Rover disill 10. Morris Marina 12. Alls hafa selzt 48 bilar frá þeirri verksmiðju, sem er British Leyland. Fiat 127 24, Fiat 128 21, Fiat 132 10. Alls hafa selzt 69 Fiatar. Ford Bronco 23, Ford Cortina 63, Ford Escort 13. Alls hafa selzt 112 Fordar. U.A.Z. (frambyggði rússajepp- inn) 12, Lada 21ÓÍ 22, Lada 2103 22, en alls seldust 53 Lödur. Mazda 818 29, Mazda 929 33, en alls 69 bilar af geröinni Mazda. Saab 99 13, en alls 30 af gerðinni Saab. Scout II 10 bilar, Skoda 100/110 12 bilar, Toyota Corolla 12 bilar, Toyota Carina 13, Toyota Corona 18, en alls 47 Toyotur. Volga 37 bilar. Volvo 244 11 bilar, en 17 alls af Volvo gerð. Aðrar tegundir seldust minna. Af þeim 86 fólksbilum, sem fluttir voru inn notaðir, komu 36 gegnum Sölunefnd varnarliðs- eigna. Af þessum 788 bilum, sem skráðir voru alls, voru 65 með disilvél, hinir með bensinvél. —SHH Ungir sjálfstœðismenn ósáttir um málmblendiverksmiðjuna Leiðararnir urðu tveir Tveir uröu leiðararnir I sama hefti timarits ungra sjálfstæðis- manna, Stefni, vegna ágreinngs um málbiendiverksmiðjuna. „1 stjórn S.U.S. (Sambands ungra sjálfstæðismanna) eru skoðanir nokkuð skiptar um málmbræðsluna fyrirhuguðu,.en með það i buga taldi ritstjóri rétt, að formaður sambandsins tjáöi sig einnig um málið á þess- um vettvangi, „segir ritstjóri tlmaritsins, Kjartan Gunnar Kjartansson, sem gerir harða hrið að verksmiðjuáformunum. Kjartan segir I sinum leiðara: ,,Þó samkvæmt lögum sé nú betur að þeim málum staöið en áður, virðist augljóst á fram- kominni gagnrýni, að alvarleg- ar veilur eru i mengunarvörn- unum... Union Carbide, sem er einn af tlu stærstu auðhringum heims, er einnig afkastamikill vopnaframleiðandi. „Fyrirtæk- ið” getur státað af þvi að hafa framleitt mikið af þeim eitur- efnum, sem Bandarlkjamenn sturtuðu yfir Vietnam á sinum tima, auk þess sem Union Carbide vinnur kappsamlega að gerðlasergeisla.” Kjartan segir ennfremur: „Meö það I huga, að Ihaldsstefna og frjálslyndi eru sögulegur og hugmyndafræði- legur bakgrunnur Sjálfstæðis- flokk'sins, er það aldeilis stór- furöulegt, að ekki hafi frá þeim flokk komið meiri gagnrýni á þá handahófskenndu stefnumótun i stóriöju, sem málbræðslan boð- ar.” I svari slnu við þessum leiðara, segir Friðrik Sophusson formaöur S.U.S. I hinum leiðar- anum:” „I grein, sem Kjartan Gunnar Kjartansson ritstjóri ritar hér I blaðið, gerir hann grein fyrir sjónarmiðum sumra þeirra, sem ekki vildu, að samiö yrði viö Union Carbide um verk- smiðjurekstur á Grundartanga. Annars vegar rekur hann viðhorf þeirra, sem telja rekst- urinn hættulegan umhverfi og heilsu manna, og hins vegar þeirra, sem telja hvers konar samneyti við U.C. siðferðislega rangt vegna vopnasölu auð- hringsins til bandariska her- málaráðuneytisins. Um fyrra atriðið hefur margt verið ritaö og flest hrakið, sem ósatt er eða að minnsta kosti ósannað. Ljóst er, að mengunaráhrif verkmiðj- unnar verða einhver, en lang- flestir álita þau óverulega áhættu miðað viö eftirsóknar- virði hennar fyrir Islenzkt efna- hags- og atvinnulif.... Um þaö, hvort við séum i slæmum fé- lagsskap með U.C. skal ég aö mestu láta ósvarað. A það skal einungis bent, að við verzlum viö fjölda fyrirtækja og þjóða, sem beint og ó- beint framleiða vigvélar og stunda ýmiss konar starf- semi, sem okkur er ekki að skapi. Aðalatriðið fyrir okkur er, að verksmiðjan framleiðir vöru, sem yfirleitt er notuð I friðsamlegum tilgangi og skilar okkur aröi, sem við höfum þörf fyrir okkar sjálfra vegna.” HH Fer ekki að koma tími til þess arna? Fer ekki að koma tlmi tii þess arna? Það eru ekki allir eins djarfir og þessi litli snáði, sem kastar af sér öll- um klæðum og veltir sér slð- an I sandinum. En baðföt fulloröna fólksins hafa hing- að til minnkað og minnkað, og kannski þaö feti bráðum alveg I fótspor snáðans. Liklega verðum viðenn að blða nokkuð eftir veðri, sem leyfir þetta, þó að siðasta helgi hafi gefið góðar vonir. Veðurstofan spáði I morgun suðvestan átt með allhvöss- um skúrum. —EA ÍSLENSK FYRIRTÆKI 75 - 76 Uppsláttarrit um fyrirtœki, félög og stofnanir Kemur út á nœstunni. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á þátttöku og ekki hafa sent upplýsingar, vinsamlegast hafi samband eigi síðar en föst. 9. maí íslensk fyrirtæki kemur út árlega og veitir viðtækustu upplýsing- ar sem fáanlegar eru á einum stað svo sem: Nafn, heimilisfang og sima og ennfremur: pósthólf söluskattsnúmer, nafnnúmer, telex númer, stofnár, stjórn, stjórnendur, helstu starfsmenn, tegund reksturs, umboð, umboðsmenn, þjónustu, ásamt fjölda upplýsinga um stjórnarráðið, sveitarfélög og stofn- anir. r Utgefandi: Frjálst framtak hf. Laugaveg 178, símar 82300 og 82302

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.