Vísir - 06.05.1975, Síða 2

Vísir - 06.05.1975, Síða 2
2________ visntsm: — Hvert er álit yöar á flug- vallarskattinum? Sigurborg Sigur jónsdóttir, húsmóöir: — Mér finnst 2500 krónur vera of hátt gjald. Það hefði kannski verið hægt að sætta sig við 1000 krónur eða minna. Gjaldið er i sjálfu sér ekkert sér- lega hátt fyrir þá fslendinga, sem á annað borð hafa efni á að fara i utanlandsferðir, en það er afleitt að þurfa að láta erlenda ferða- mennborga þetta gjald, sem telst vera mjög hátt miðað við flug- vallargjöld erlendis. Elvira Ólafsson, málakennari: — Þetta er mjög slæmur skattur. Ég er frá Kolombiu, en þar eru landsmenn skyldaðir til að borga um 10 dollara þegar þeir fara utan, en erlendir ferðamenn þurfa ekkert að borga. Þegar ég fer á milli íslands og Kolombiu millilendi ég i New York og þarf að greiða þar um 3 dollara i flug- vallarskatt. Þegar ég hef borgað þessa skatta á þrem stöðum, er ég búin að borga samtals um 30 dollar. Mér finnst það mikið. Lýður Brynjólfsson, skólastjóri: — Þessi skattur er fráleitur þegar tekið er tillit til þess, að verið er að reyna að byggja upp ferða- mannastraum til landsins. Svona skattur er að visu til erlendis lika, en hann er hvergi eins hár og hér. Finnur Sigurgeirsson bókari: — Mér finnst hann kjánalegur og alls ekki til þess fallinn að laða hingað erlenda ferðamenn. Sólveig Jónsdóttir, húsmóöir: — Hann hefði mátt vera helmingi lægri. Ég er þó ekki með neina til- lögu um það, hvar ætti að taka hinn helminginn. Annars er það nú svo, að manni finnast allir skattar of háir — en vill samt stöðugt meiri framkvæmdir af hálfu hins opinbera....... Vísir, Þriöjudagur 6. mai 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ FLUGMENNIRNIR OKKAR FARNIR AÐ SPENNA BOGANN NOKKUÐ HÁTT 7877-8083 skrifar: ,,Mér datt i hug vegna hins nýja FLUGVALLARSKATTS að liklega hefðu einhverjir sprenglærðir menn i stjórnar- ráðinu (aðeins) farið i reikninga flugsins, þ.e. i yfirlit yfir flutta farþega i innanlandsflugi og millilandaflugi, fundið út tölur um flutta farþega, og svo marg- faldað allt saman með einhverri „huggulegri” tölu án þess að hugsa hvernig þetta kæmi svo út i framkvæmd. Eitthvað þess háttar verður manni á að álykta, þegar maður sér þær tölur sem flugfarþegum er ætlað að greiða aukalega fyrir ferðir sinar. Ég spyr „hvers vegna flug- farþegar?” Það er enginn vafi á þvi að eitt sinn var flugleiðin um Island mjög svo veigamikil, og ’ lendingar millilandaflugvéla á Islandi mjög svo nauðsynlegar, þegar flugvélar i millilandaflugi voru langtum minni og höfðu minna flugþol. En nú er öldin önnur. Flugferðir yfir Atlantshafið, og önnur úthöf eru nú flognar af risaþotum með mikið flugþol, og millilendingar þær er áður þóttu og voru nauðsynlegar tilheyra nú fortiðinni til. Island er ekki lengur sá nauðsynlegi millilendingarstaður sem það var fyrir aðeins nokkrum árum. Það er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst, að enda þótt flug- farþegar hafi undanfarið dvalið hér á landi, 1, 2, 3 og fjóra sólar- hringa á leið sinni yfir Atlants- haf, „stop over” farþegar, þá mun þeim fara ört fækkandi sakir hins nýja „brottfarar- skatts”, og verða þeirri stund fegnastir er þeir komast héðan af landi brott. Það hefur verið talað um að býggja nýja flugstöð á Kefla- vikurflugvelli. Nýtizku-flugstöð, er gæti annað svo og svo mörg- um farþegum á ári. Er þetta ekki orðið nokkuð seint? Flug- farþegum fer að minu viti ekki fjölgandi heldur fækkandi, sem þurfa á millilendingu á islandi að halda, sérstaklega þegar haft er i huga hinar risastóru lang- fleygu þotur, og sú staðreynd, að við ætlum að „mjólka” þessa gesti okkar á þennan ósmekk- lega máta. Kannski dettur ein- hverjum „vitsmanni” nýs ráðu- neytis i hug einhver ný „inn- heimtuaðferð” einhvern tima, hver veit? Á Gander-flugvelli á Nýfundnalandi var byggð flug- stöð fyrir þó nokkrum ár- um. Nýtizkuleg flugstöð, sem þvi miður er að mestu ónotuð, nokkurs konar „DRAUGASTÖД likt og gömlu gullgrafarabæirnir „WESTAN” hafs. Um SHANNON flug- stöðina á Irlandi er minnkandi umferð, en þótti áður nauðsyn- legur viðkomustaður á flug- leiðinni yfir Atlantshafið. Flugmenn vorir'eru nú með hæstlauðuðu stéttum i landinu. Þeir eru vissulega bundnir viss- um skilmálum um þjálfun, likamlega hreysti og ýmislegt annað. Ég held að þeir séu farn- ir að spenna bogann nokkuð hátt. Dettur mér i hug sú sam- liking, aðþeir séu eins og maður sem situr á grein og sagar greinina við bolinn. Islenzkir flugmenn eru ung stétt, brautryðjendur, en þeir eru ekki ómissandi frekar en annað fólk. Islenzkir flugmenn eru mjög góðir flugmenn og njóta mikils trausts út á við og hafa borið merki Islands viða um lönd, en ég endurtek þeir eru ekki ómissandi. Förum varlega i sakirnar góöir hálsar. Island, landið okkar er heldur ekki alveg ómissandi fyrir varnir hins vestræna heims, en sterkur hlekkur i þeim vörnum, ekki sizt hvaö okkur sjálfa snertir. MÉR DATT ÞETTA (svona) 1 HUG”. UNDIRSKRIFTASOFNUN UM ÁFENGISBANN Arelius Nielsson skrifar: „Núduigar ekki lengur leynileg atkvæöagreiðsla. Alls konar hópar, meö heillarikar skoðanir skrifa nú fullt nafn sinna fylgjenda undir áskoranir og yfirlýsingar rétt eins og gert var I bænaskrám til kóngsins i „Kaupinhafn” hér fyrr á öldum. Hér er gott til minnis fólkiö „með her i landi” og „gegn her I landi”. Um hvort horft skuli yfir íslandsála, þegar horft er á skjáinn, það gæti orðiö ein- hverjum óhollt, sem ekki ætti að sjá nema fegurðina eina, eins og sýnt skal I sjónvarpi Is- lenzku! Og þá ættu ekki heldur að gleymast allar undirskriftirnar um „útburð barna”, sem nú hefur fengiö fint nafn og heitir „fóstureyöing”. Við sliku er kannski ekkert að segja, þegar lif móður og barns er i bráðri hættu. En einhvern tima hefði þótt saga til næsta bæjar, meðan búið var I torfkofum á ís- landi, ef einhver kotakerlingin hefði farið að undirskrifa beiðni til kóngsins um lögleiðingu barnaútburðar, af þvi kjörin I kotinu, sem nú heita lika finu nafni „félagslegar ástæður”, voru svo bág. Það er þvi ekki vonum fyrr, að enn er ný og öflug undir- skriftaherferö nýlega hafin, svona bak við tjöld að minnsta kosti. Og nú eru miklu almennari og alvarlegri málefni en Kefla- vikursjónvarp og fóstureyðing á dagskrá. Gera má ráð fyrir, að konur á þessu kvennaári gangi þarna sérstaklega fram fyrir skjöldu og fylgi fast eftir. Með undirskriftum þessum mun krafizt áféngisbanns á Is- landi. En eins og flestir vita gilti slikt bann hér á öðrum áratug aldarinnar um nokkur ár að meira — og þvi miður minna leyti. En meðan lögin voru I gildi mátti segja, að naumast eða ekki þyrfti löggæzlu á ís- landi. Fáir voru dregnir fyrir dómstóla og enn færri — jafnvel einn maður allt árið — voru settir 1 fangelsi. Liklega eru þeir fleiri nú á einni klukkustund I þeim boðaföllum bölvunar sem ganga frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns. Ég skoraði á konur — og ekki sizt „rauðsokkur” i þessum Visis-bréfum minum að hefjast handa um þessi mikilsverðu málefni. Ekki yrði kvennaárið betur notað til nokkurs. Samanborið við drykkjubölið á Islandi og allar þær angurstundir og smánarskugga, sem það veldur Islenzkum konum, er „uppvask” og gólfþvottur hreinustu smámunir. Ég heyri helzt um þau störf fárast af framfarakonum, og nefni þau þess vegna, þótt þau séu hvorki verri og enn siður leiðinlegri en önnur. Burt með áfengið á kvennaárinu 1975. Látið nú enga „agenta” Bakkusar konungs villa ykkur sýn. Allir skrifi undir alveg fulltnafn.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.