Vísir - 21.05.1975, Page 12

Vísir - 21.05.1975, Page 12
12 Vlsir. Miðvikudagur 21. mai 19V5 Luxemborg — Nafnið þekkja allir, og flestir vita að það er smáríki í Evrópu, er eitt af BENE- LUX-löndunum svoköll- uðu í EBE og Loftleiðir hafa haft þar endastöð í Atlantshafsflugi sinu um árabil — en þar með er Ifka vitneskja margra á þrotum um þetta litla land. Stórhertogadæmið Luxem- bourg.en svo heitir það með réttu, er aðeins 2586 ferkiló- metrar að stærð, og það gefur auga leið að vegalengdir eru þar ekki miklar, þar sem landið er lengst frá norðri til suðurs er það 82 km og frá austri til vest- urs 57 kilómetrar. Þúsund ár að baki Luxemborg verður fyrst til á spjöldum sögunnar um 50 fyrir Krist, en þá bjó á þvi landsvæði, sem nú er Luxemborg, belgisk- ur þjóðflokkur, Treveri. Um árið 400 e.Kr. hófu germanskir þjóðflokkar að gera sig heimakomna, en seinna lenti landið undir yfirráðum Karlamagnúsar. Sem Luxemborg verður það fyrst þekkt árið 963, en þá flytur Siegfried greifi frá Ardenne sig um set og reisir sér virki, þar sem nú er höfuðborgin Luxem- borg. Varð landsvæðið þar i kring greifadæmi, en siðar hluti hins heilaga rómverska keisara- LUXEMBORG — smáríkið í hjarta Evrópu, sem staðið hefur af sér mörg áföll á þúsund ára ferli Séðyfir „gilið” i Luxemborg, en þar stendur elzti hluti borgarinnar, I baksýn má sjá eina af fjölmörgum brúm sem tengja borgarhverfin saman. Meö þessari nýbyggðu hraðbrautarbrú hefur veriö sýnt fram á að vel er hægt að fella svo saman gamalt og nýtt aö vel fari. dæmis. Arið 1354 er landið gert að hertogadæmi, og var það selt undir yfirráð Búrgundættarinn- ar 1443 og siðan Babsborgara 1483. Næstu 300 árin er landið undir yfirstjórn Spánar og Austurrikis sem hluti Niður- landa. Á timum frönsku byltingarinnar var landið undir yfirráðum Frakka, en þegar Niðurlönd voru gerð að konungsriki 1815, var það gert að stórhertogadæmi, en áriö 1839 gerði Belgia tilkall til og innlimaði nærri helming þáver- andi hluta landsins. Þetta land- svæði er nú syðsti hluti Belgiu og heitir enn Luxemborg. „Gíbraltar noröursins" Allt frá þvi árið 963 er fyrstu greifarnir settu sig niður þar sem nú er höfuðborgin Luxem- borg, voru þar reist mikil og öflug virki. Frá náttúrunnar hendi var þar hin bezta aðstaða til varnar, og sem aldir liðu var bætt við virkið og það eflt svo, að það varð óvinnandi með vopnum, en það kom fyrir að það tókst að vinna það með umsátri og svelta ibúana til uppgjafar. Var virkið svo öflugt að það var kallað „Gibraltar norðursins”. Þegar þýzka sambandsrikið var leyst upp árið 1867 var ákveðið á stórveldaráðstefnu að lýsa landið hlutlaust, sjálf- stætt stórhertogadæmi, en jafn- framt var það gert að skilyrði að hið öfluga virki yrði afvopnað og lagt niður. Þrátt fyrir að landið hefði verið yfirlýst hlutlaust riki, kjarna Evrópu. Var loftferða- samningur undirritaður i októ- ber 1952, en ákveðið að hefja flug vorið 1955. Aukning haföi orðið á Atlantshafsflugi félags- ins, eftir að það auglýsti lágu fargjöldin á þeirri flugleið 1953, milli Norðurlandanna og Bret- lands. Það varð að ráði að ungur starfsmaður Braathens SAFE i Noregi, en við það flugfélag höfðu Loftleiðir náið samstarf á þessum árum, flyttist til Luxemborgar og tæki við forstöðu skrifstofu Loftleiða þar. Þessi maður er Einar Aakrann, sem er mörgum ts- lendingum að góðu kunnur fyrir tveggja áratuga starf i þágu Loftleiða. Var skrifstofan opnuð 1. mai 1955. Fyrsta árið var flogið einu sinni i viku á þessari flugleið, en alls flaug félagið fimm sinnum i viku yfir Atlantshaf þetta sum- ar. Fyrsta árið voru farþegarnir milli Luxemborgar og Reykja- vikur fram og aftur 246 og milli New York og Luxemborgar 343. 1959 voru Cloudmasterflug- vélarnar teknar I notkun og óx þá farþegafjöldinn i 768 til og frá Lux. Það er svo árið 1961 sem 'stóra stökkið verður, en þá auglýsa Loftleiðir lágu fargjöld- in milli Luxemborgar og New York fram og aftur, sem félagið hefur orðið einna þekktast fyrir á þessari flugleið. Þá vex farþegafjöldinn i 8.558 manns og enn árið eftir, en þá eru fluttir milli landanna 30 þús- und farþegar. Enn vex farþega- fjöldinn er Loftleiðir festu kaup á fyrstu Rolls-Royce skrúfuþot- unni 1964, og enn aftur er DC-8- 63 þoturnar voru teknar i notkun 1970.1 dag er svo komið aö Loft- leiðir flytja á hverjum degi jafnmarga til Luxemborgar og allt fyrsta árið, eða um þúsund farþega. Lætur nærri að nú, tuttugu ár- um eftir að þessi áfangi hófst, tiafi verið fluttar tæpar tvær milljónir farþega á þessari flug- leiö. Hér sést hluti af hinu stórglæsilcga flugskýli, sem Cargolux hefur nú nýverið tekið I notkun á Luxemborgarflugvelli. i dag, 21. mai.eru liðnir réttir tveir áratugir siðan merkur áfangi hófst i Isienzkri flugsögu. Það var laugardagsmorguninn 21. mai 1955 sem Skymaster- flugvél Loftleiða, Edda, lagði upp frá Reykjavik, og var ákvörðunarstaðurinn Luxem- borg. i fyrsta áfanga var flogið til Gautaborgar og þaðan til Hamborgar, en þar var gist næstu nótt. Edda, Skymasterflugvél Loft- leiöa Lyftistöng fyrir bæöi löndin. A þessum tveimur áratugum, sem liðnir eru, hafa Loftleiðir einnig komið við sögu i Luxem- borg á öðrum sviðum. . Arið 1969 keyptu Loftleiðir flugfélagið International Air Bahama, sem flýgur áætlunar- flug milli Luxemborgar og Bahamaeyja. 1 marz 1970 er vöruflutningaflugfélagið Cargo- lux stofnað, og eiga Loftleiðir það að einum þriðja, ásamt sænska skipafélaginu Salenia, Luxair og nokkrum aðilum i Luxemborg. Er Cargolux i dag stærsta fyrirtæki sinnar tegund- ar i Evrópu og eru i förum hjá félaginu fimm skrúfuþotur af gerðinni Rolls-Royce 400, sem áður voru i flugi fyrir Loftleiðir og einnig tvær þotur af gerðinni DC-8. Hélt Cargolux nú nýverið upp á fimm ára starfsafmæli sitt með þvi ,að flytja i nýjar bæki- stöðvar á flugvellinum i Luxem- borg, eru þar til húsa skrifstofur fyrirtækisins og flugskýli. Flug- skýlið, sem er um 9500 fermetr- ar að flatarmáli, getur hýst i einu tvær þotur af gerðinni DC-8 og þar fer fram öll þjónusta, bæði við vélar fyrirtækisins, svo og flugvélar Loftleiða og Air Bahama. Hjá Cargolux starfa nú um 300 manns, en Morguninn eftir, 22. mai, var flogiö til Luxemborgar. Múgur og margmenni voru á flugvell- jinumtilað fagna þessum merku timamótum, er flugsamgöngur voru hafnar milli Luxemborgar og Bandarikjanna, með við- komu á Islandi. Meðal farþega i þessu fyrsta Luxemborgarflugi Loftleiða voru Ingólfur Jónsson sam- gönguráðherra, Agnar Kofoed- Hansen flugmálastjóri, Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður Loftleiða, Sigurður Helgason varaformaður, Alfreð Eliasson forstjóri og Sigurður Magnús- son blaðafulltrúi. Einnig voru með I ferðinni sex islenzkir blaðamenn, svo og 4 blaðamenn frá Luxemborg, sem boðið hafði verið hingað til lands i tilefni þessara timamóta. Við móttökuna voru fluttar ræður og voru menn sammála um aö smáþjóðirnar væru fylli- lega samkeppnisfærar á sviði flugsins. Eftir nokkurra stunda viðdvöl var snúið noröur á bóginn og framundan var 8 stunda flug til tslands með viðkomu i Ham- borg. ör þróun Það var strax árið 1952 sem forráðamenn Loftleiða fengu augastað á Luxemborg sem við- komustað i millilandaflugi. Luxemborg er i hjarta Evrópu, er vel I sveit sett hvað snertir samgöngur við helztu þéttbýlis- Flugfreyjurnar Sigriður Gestsdóttir og Ingveldur Dag- bjartsdóttir ásamt tveim flug- freyjum frá Luxemborg á flug- vcllinum þar við komu fyrsta áætlunarflugsins. Einar Aakrann hefur veitt skrif- stofu Loftleiöa I Luxemborg for- stööu I þá tvo áratugi, sem hún hefur starfað. framkvæmdastjóri hefur verið frá upphafi Einar Ólafsson, sem áður var stöðvarstjóri Loftleiða i Lux. Þá hafa Loftleiðir tekið þátt i byggingu glæsilegs hótels, Hotel Aerogolf, sem stendur við Findel flugvöll og tekið var i notkun yfir tveimur árum. Þvi má segja að fyrsta áætlunarflugið til Luxemborgar fyrir tveimur áratugum hafi lagt grundvöllinn að stórat- vinnurekstri á Islandi og i Luxemborg. —jr Við komu fyrsta áætlunar- flugs Loftleiða til Luxemborgar fyrir 20 árum. Fremst á mynd- inni er Ingóifur Jónsson ráð- herra, þá Kristinn Oisen flug- stjóri, Agnar Kofhed-Hansen, Siguröur Magnússon, Sigurður lleigason, Kristján Guölaugs- son og Alfreð Eliasson. í dag flytja flugvélar Loftleiða jafnmarga til Luxemborgar á hverjum degi og allt fyrsta árið I LUXEMBORG TVEIR ÁRATUGIR FRÁ LANDNÁMI LOFTLEIÐA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.