Tíminn - 17.08.1966, Side 7

Tíminn - 17.08.1966, Side 7
MIÐVIKUÐAGUR 17. ágúst MG6 TÍMINN MINNING JÚN SIGFÚSSON sínistödvarstjóri, Eiðum f dag er til moldar borinn á Eiðum Jón Sgfússon, símstöSvar- stjori, vafalaust að viðstöddu miklu fjölmenni. Hann varð bráð- kvaddur við vinnu í husgrunni sín- um í Egitestaðakauptúni að kvöldi hins 9. ág. sl. Mieð Jóni er genginn einn þekkt asti Eiðamaður síðari tíma. Ungur gekk hann í Eiðaskóla og síðast- liðki tuttugu og eitt ár hefur hann verið heimiBsmaður á Eið- um. Jón Þorbergur Sigfússon, en svo het hann frfllu nafni, fædQist að Ási í Fellahr. 10. okt. 1010. For- eldrar hans voru þau hjónin Val- gerður (f. 1ÍZ. fébr. H574, d. 13. júlí 1950) Jónsdðttir bónda á Víða stöðum í HjaTtastaðaþinghá, Magn ússonar frá Brúnavík í Borgar- firði, af ætt þeirra Hafnarbræðra, sem kunnir eru í sögum fyrir karlmennsku og hreysti og Sigfús síðar bóndi í Ásseli (f. 16. apríl 1883, d. 7. ág. 1944) Einarss bónria á Borg í Skriðdal, Ólafssonar. Var Sigfús af ætt Mekkinár Óíafsdótt ur hinnar skyggnu og er um hana sérstakur þáttur í Þjoðsögum Sig- fúsar Sigfússonar, en hann taidi sig þar í ætt Skyggnigáfan hefur til þessa dags fylgt ýmsum af ætt- mennum Mekkínar m.a. Jóni heitn um, einkum á yngri árum hans eins og aigengt er um skjsggnt fólk. Jón ólst upp roeð foreldrum sín- um til tíu ára aldurs að hann var tekinn í fóstur af þeim ágætu hjón um, Sigríði Brynjólfsdóttur, Bergs sonar frá Ási og Eiriki Péturs- syni, bónda í Egilsseii í Feflahr., Sölvasonar. Hjá þeim hjónum naut Jón ást- ríkis sem í foreldrahúsum værL Nítján ára gamall lagði Jón leið sína í Alþýðuskðlann á Eiðum, eða haustið 1929 og lauk prófi úr eldri deild skólans, vorið 1931 með af- burða vitnisburði. Næsta ár var hann vmnumaður Páls Hermannssonar, alþingis- manns er þá bjó á Eiðum. Þessi Eiðadvöl Jóns hin fyrri varð honum örlagarík, þar kynnt fædd H). marz 1892. Dáin 7. júlí 1966. Kveðja frá vini á Húsavík. 1 í morgunsól var lagt í langa ferð um Efsms vegu, í þrá og heitri bæn. Og þá var líka bjart um hugans heim Þar himinninn var blár og jörðm græn. Hún gleymist seint sú gjöf, sem gefin var af gleði hjartans, bundin ást og tryggð. Og saga þeirra verður aldrei öll, sem elska landið sitt og heima byggð. 2. Við mmnumst þín og lífs þíns liðna daga og leiðumst öll á minninganna fund. ist hann konu þeirri, er síðar varð eiginkona hans, Sigurlaugu Jóns- dóttur frá Marbæli í Óslandshlíð í Skagafirði. Hún dvaWist um þess ar mundir með systur sinni, Guð- rúnu konu Ingólfs Kristjánssonar, kennara á Eiðum. Þau giftust árið 1934 og hófu það ár búskap á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Það- an fluttu þau að Framnesi við Reyð arfjörð en Jón stundaði þaðan daglaunavinnu inn á Búðareyri. Árið 1939 flytja þau hjón, Jón og Sigurlaug að Halhúsum, þá innsta bæ í Eiðaþinghá, en Jón hafði fengið ábúð á þeirri jörð, en hún hafði staðið í eyði í nokk- ur ár. Á Dalhúsum búa þau til vors 1945 að þau fluttu sig bú- ferlum í Eiða. Ekki hafa Dalhús byggzt sfðan, enda mun sú jörð eigi henta öðrum en fóthvötum mönnum og afburðafrískum, er ekki telja eftir spor sín. Á skólajörðinni Eiðum, sem Jón hafði fengið ábúð á, bjuggu þau hjön rausnarbúi til ársins 1956 að hvort tveggja var, að varzla síma og pósts var orðin svo um- fangsmikil að hún krafðist fulls starfs, en þessum störfum hafði Jon gegnt ásamt búskapnum frá árinu 1946, og Jón hafði bilazt svo í baki að hann mátti ekki beita sér við erfiðisvinnu. Þótt nú yrði póst- og símstjóra- starfið aðalstarf Jóns til dauða- dags, gat hann aWrei slitið tengsl sín við sveitabúskapinn. Hann hafði jafnan nokkrar kindur, sem hann an-naðist af frábærri nærgætni og hugu'lsemi eins og allar skepnur, sem hann hafði undir höndum. Svo var Jón við alla Iítilmagna og mættí segja mér að sú eigind hans verði honum drjúgt vegar- ■nesti á þeirri leið, sem haun nú gengur. Eftir að Jón Sigfússon fluttist að Eiðum hlóðust á hann trún- aðarstörf eins og algengt um þá menn, sem góðum hæfileikum eru bunir, fúsir til þjónustu og menn bera traust til. Hann var kosinn í hreppsnefnd, formaður búnaðar- félags sveitarinnar var hann um hríð, stjórnarnefndarmaður í Rækt Þó ekki væri gatan greið né bein þá gekkst þú hljóð til verka hverja stund. Þitt ævistarf var leitt af huga og hönd í heiðarinnar mildu kyrrð og ró. Þar rættist draumur þinn í dagsins önn af djúpri gleði móður hjartað sló. 3. Nú signir kvöldið heiðar heiminn þinn og húmtjöld falla yfir gömul spor. Nú minnist klökkur blær við blað og grein og blessar liðinn dag og horfin vor. Og döggin hnígur hljóðlát mjúk og mild á minninganna sumargrænu jörð. En yfir bláum tindum bjarmi skín, sem boðar nýjan dag með þakkar gjörð. Valdimar Hólm Hallstað. unarsambandi Austur-IIéraðs, gjaldkeri sjúkrasamlags sveitarinn ar, sóknarnefndarformaður og mörg hin síðari ár meðhjálpari í Eiðakirkju. Öll störf sín rækti Jón af alúð og trúmennsku, hjálp- semi hans og greiðvikni var með eindæmum og á stundum meiri en efni leyfðu. Sambúð þeirra hjóna var með ágætum enda var Jón einstakur heimilisfaðir og Sigurlaug er kona óvenjuleg að allri gerð. Þeim varð þriggja barna auð- ið, Ástu, gift Jónasi Magnússyni, bónda í Uppsölum í Eiðaþinghá, Valgerðar, hlaut hún stúdents- menntun, búsett á Akureyri kona Kristjáns Davíðssonar verzlunar- manns og Ríkarðs, sem þau misstu sex ára gamlan, óvenjulegt efnis- barn. Varð andlát hans foreldrun- um djúpstætt og langætt harms- efni. Jón var með glæsilegustu mönn um, vörpulegur á velli, hvatur í spoíi og ákafamaður í verki, ætl- aði sér þar ekki alltaf af. Lundin var ör, heit og viðkvæm. Bókamað ur var hann mikill og áhugamaður um dulræn fræði, má vera að sú lesning komi honum nú að nokkru liði. Annars stóð hvers konar þjóð legur fróðleikur huga hans næst og af fagurbókmenntum unni hann mest ljóðrænum kveðskap, enda sjálfur Iiið bezta skáld og vaxandi. Hagur var hann á mál og myndríkur í hugsun. Nokkur kvæða hans hafa birzt á prenti, einkum hin síðari ár, og oft var leitað til hans þegar vandaðar skyldu kveðjur góðum vini á tíma- mótum og brást það varla að í þeim ljóðum segði Jón allt það, sem aðrir vildu sagt hafa, naut hann þar skáldlegs innsæis sfns. Eitt síðasta kvæða hans mun vera vígslusljóð það, er hann gerði í til efni vígslu héraðsheimilisins Vala- skjálfar, þann 24. júní sl. og nafni hans Þórarinsson setti lag við. Söngvinn var Jón með ágætum og söngglaður með afbrigðum, gæddur góðri bassarödd. Söng hann jafnan í kirkjukór Eiðasókn- ar, eftir því sem meðhjálparastörf hans leyfðu og hann var einn af hvatamönnum að stofnun karlakórs Fljótsdalshéraðs og manna áhuga- samastur og samvizkusamastur um allar æfirigar enda honum Ijós- ara en mörgum, að á þessu tvennu veltur starf og framtíð slíkra kóra. Alls staðar þar sem beiðst var liðsinnis Jóns til einhverra starfa var hann þegar albúinn og spurði hvorki um fyrirhöfn né gjald. Að hverfa frá anna- og eril- sömu starfi bóndans, meðhjálpara- starfinu í helgidómi sjálfrar nátt- úrunnar, — að argsömu innisetu- starfi, tímum saman, dögum sam- an, árum saman, átti illa við Jón, heilsu hans og lundarfar, enda ekki svo að honum búið lengst af sem með hefði þurft. Hugði hann því á önnur ráð nú hin allra síðustu ár. Á síðastliðnu voru lét hann hefja smíði á húsi i Egils- staðakauptúni en þar ætluðu þau Sigurlaug að setjast að á næsta vori. Og síðustu sporin hans, hvatleg full tilhlökkunar voru stigin í hús grunninum þeirra Sigurlaugar, þar sem framtíðarheimilið skyldi verða, hið fyrsta er þau stofnuðu til í eigin ranni, — en þá kom kallið, — undirbúnings og fyrir- varalaust, honum voru ekki ætluð þau örlög að fara lifandi frá Eið um. Kynni okkar Jóns Sigfússonar hófust haustið 1930 er ég kom sem kennari að Eiðaskóla, en hann var þá nemandi í eldri deild skólans. Það duldist engum að í þessum hvatlega og glæsilega unga manni byggi óvenjulegt manns- efni. Námsmaður var hann í bezta lagi, næmur og skilningsgóður. Af námsgreinum skólans munu saga og íslenzka hafa verið hon- um hugleiknastar. f félagslífi skól ans var hann hinn mesti skörung- ur og í skólablaðinu Helga Ás- bjarnarsyni birti hann sín fyrstu kvæði undir dulnefni. í Eiðaskóla hafa dvalið mikil skáld nú orðin löngu þjóðkunn, sem einnig birtu sín fyrstu ljóð í skólablaðinu en það ætla ég, að við samanburð muni skáldhlutur Jóns reynast sízt órífari, nema síður væri. Sann færður er ég um, að hann hefði setzt innarlega á skáldabekk, ef hann hefði gefið sér betra tóm til að glæða neista skáldskapargáfunn ar. f söngkór nemenda v ar Jón traustastur liðsmaður og mikill stjrkur óvönum söngstjóra. Af þessum fyrstu nemendum mínum, sem margir hverjir voru úrvals mannsefni og fengið hafa hinn bezta vitnisburð á prófi allra prófa, lífinu sjálfu, er Jón mér einna ógleýmanlegastur fyrir margra hluta saldr. Og enn áttu leiöir okkar eftir að liggja saman, sem samstarfs- menn og nágrannar á Eiðum um tuttugu ára skeið. Fyrst sem ábú andi skólajarðarinnar og síðar sem samstarfsmaður við skólann, er þau hjón tóku að sér mötuneyti hans, hún sem ráðskona og hann sem bryti um nokkur ár. Öll var sú sambúö og samvinna við þau Sigurlaugu og Jón og börn þeirra, með þeim ágætum að við 'hjóniu teljum okkur meiri gæfu menn fyrir að hafa kynnzt þeim og mátt telja þau til vina okkar, og sem skólastjóri tel ég það hafa verið heillarík ákvörðun fyrir Eiðaskóla, að ábúendurnir á Dal- húsum fluttu að Eiðum í fardög- um 1945 til að veita forstöðu skóla jörð og búi. Færi ég því, kona mín og börn, þessum vinum okkar, lífs og liðn- um djúpar og innilegar þakkir svo og þakkir Eiðaskóla fyrir alit, sem þau hafa fyrir okkur gert. Eiðastaður hefur verið hnípinn þessa undanfarna daga, jafnvel börnin hafa verið hljóðlátari en endranær og í dag drúpa þar fán ar í hálfa stöng, — Eiðar tjá trega sinn, söknuð og þökk. Sveitin öll drúpir höfði og Fljótsdalshérað allt kennir sakn- aðar og harms, svo óvenju djúpt stóð kynningin við Jón Sigfússon í hugum allria þeirra fjöimörgu Hér aðsbúa er hann þekktu. f vígslukvæði Valaskjálfar kemst Jón svo að orði: Heilög er skyldan að fegra og fága feðranna gull og þakkir tjá. Við blaktandi ljós í bænum lága var borgið fróðleiks og mennta- þrá. Vér virðum þau öll er vörður hlóðu og veittu oss þrek og kjark í arf, þau er í eilífu erfiði stóðu og ættbyggð helguðu líf-ogstarf. í vísu þessari tjáir höfundur að nokkru leyti sína eigin sögu og nú hefur hann hlaðið sína síðusíu vörðu hér á jörð. Horfnum á feðranna fund, tjá- ir ættbyggð hans, sem hann helg- aði líf sitt og starf og lék á hörpu sína fyrir, honum nú þakkir og ást vinum hans allrar blessunar guðs. I Staddur á Eiðum, Þórarinn Þórarinsson. Að kvöldi hins 9. ágúst barst mér sú fregn, að hann Jón Sigfús son væri dáinn. Mig setti hljóðan, ég vildi ekki viðurkenna að þetta gæti veríð, en hér tjáðu engar efa semdir. Það var orðin staðreynd, að Jón myndi efcki oftar standa í okkar hópi. Síðasti hljómur Iífs- Ihörpunnar hafði verið sleginn. Þegar samfylgd lýkur svo skyndi lega, birtast myndir liðins tíma ótrúlega skýrt. Ein af annarri fara þær um hugann og myndir minn- inganna frá samfylgd við Jón Sig- fússon eru margar og skýrar. Mig langar aðeins að staldra ögn við einn þátt allra þeirra mmninga, er í hugann koma. í maí 1960 komu nokkrir áliugamenn um söng sam an hjá Stefáni Péturssyni á Egils stöðum til að ræða stofnun karla kórs á Héraði. Til þeesa fundar hafði verið boðað að áeggjan Jóns Sigfússonar. Honutm þótti ekki vanzalaust, að Héraðið ætti ekki karlakiór. Frá þessum fundi er runnin stofnun Karlakórs Fljóts- dalshéraðs. Var Jón i upphafi kos inn fonmaður hans og var það til dauðadags og ek'ki aðeins formáð uri, hann var lífið og sálin í starfi kórsins. Einlægur áhugi hans á söng, sönggleði Ihans og næmur smekkur á tóna og ljóð, var í svo ríkum mæli, að hann gat stöðugt miðlað okkur sönigfélögunum stór um hluta, en þó átt gnægð eftir. Von Jóns og ósk um að kórinn gæti sungið á hátíðastundum ræít ist. Hápunktur þessara óslka cg vona var söngur við vígslu Héráðs iheimiilisims Valaskjálfar á s. I. sumri, er kórinn flutti hátíðaljóð eftlr Jón Sigfússon við lag, eftir Jón Þórarinsson. Að launum hlutu höfundar þá virðingu, sem hægt er að veita með lófaklappi og tolómujm. Eg lield að ég ihafi skilið rétt, að í fasi Jóns Sigfússonar haíi mátt greina ánægju, er hann gekk út af sviðímu með blóm í höndum, eftir að kórinn hans hafði flutt þetta gullfallega hátíðaljóð. Eg er líka sannfærður um það, að það var ekki síður ánægja yfir vel heppnuðum söng, heWur en að hann miklaði sitt verk. Eg held að nú hafi honum fundizt, að orð sín um eflingu söngs í Héraðinu hefðu borið ávöxt Þegar við söngfélagar þínir stöndum við krossgötur og kveðj um þig í dag með söng, finnum við til þess, að við getum ekki gert svo vel sem við hefðum viij að. Hitt vitum við jafnvel, að þú virðir okkar söng á betri veg eins og áður. Skaxð þitt í hópnum okkar stend ur opið ,en hvatningarorð þín hljóma í eyrum okkar, og er ég sannfærður um, að þín von verður áfram sú, að starf kórsins megi blómgast. Söngur, sem stofnað verði til innan Héraðsins, sem þú unnir svo heitt eigl eftir að fceyr ast oft. Nú kveðjum við kórfélagarnir þiig. Við þökkum þér fyrir allt, við geymum mæta minningu um góð an dreng og félaga. Eiglmkonu, dætrum og öðrum ástvinum vóttum við dýpstu sam úð. Megi Ijúfar minningar frá láðí um samverustundum milda sorg ina. Að síðustu flyt ég ínuilegustt þakkir frá mér, konu minni oj börnum fyrir vináttu, góðvild oj hjálpsemi. Guð blessi minningu þíma, Jór , B. M. Kristín Gamalíelsdóttir frá Hafursstöðum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.