Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Mánudagur 16. júni 1975 — 133. tbl. Leynisamningur við flugmenn Kauphækkanir þær, sem at- vinnuflugmenn fengu i þetta skipti, iiggja ekki á lausu frem- ur en venjulega. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir Vísismanna við flesta forsvarsmenn Flug- leiða i samningaviðræðunum tókstekki að fá skýr svör. Björn Guðmundsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, full- yrti þó, að hækkunin væri vel 20% á laun flugmanna. Er hann var inntur eftir þvi, við hvaða grunnlaun væri miðað, fékkst ekkert svar. Heldur cr það undarlegt, ef almenningur á ekki að fá að vita hvað fyrirtæki, sem sækir um gífurlegar ríkisábyrgðir, greiðir starfsntönnum sinum i iaun. — BA. Samningar tókust í Rangórvallasýslu eftir sólarhrings- verkfall: • • „011 kurl enn ekki komin til grafar" — sagði fram- kvœmdastjóri stéttarfélaganna í sýslunni ,,Þó að samningar hafi tek- i/.t með hliðsjón af ramma- samningi ASÍ og vinnustöðvun hér i Rangárvailasýslu hafi þannig verið aflétt, eru ekki öll kurl komin enn til grafar. Það á ennþá eftir að semja um ýmiss konar sérkröfur og er stefnt að þvi, að þeirri samn- ingagerð verði lokið fyrir næstu mánaðamót,” sagði Sigurður Óskarsson, fram- kvæmdastjóri verkalýðsfélag- anna i Rangálvallasýslu. „Þeir samningar, sem nú eru í gildi hér i sýslunni, eru ekki lengur fyllilega tæm- andi,” úrskýrði Sigurður. „Það eru margir farnir að vinna hér fullt starf við starfs- greinar, sem samningarnir ná ekki almennilega yfir.” „Samningarnir þarfnast allsherjar endurskoðunar, og þá þarf t.d. að skoða þau at- riði, sem lúta að tryggingum,” sagði Sigurður. „Einnig þarf að taka betur tillit til starfs- hópa eins og t.d. verksmiðju- fólks og ræstingakvenna, en þeim starfsstéttum hafa samningarnir ekki gert nægi- leg skil til þessa!’ Um leið og verkalýðsfélögin I Rangárvallasýslu aflýstu verkfalli i fyrrinótt gat vinna hafizt við Sigöldu, sem heyrir til umdæmi Rangæinga. Verkalýðsforustan i sýslunni telur þó samningana við starfsmenn virkjunarinnar vera i ýmsu ábótavant ennþá og standa fyrir dyrum viðræð- ur við vinnuveitendur þar að lútandi. Þvi hefur verið haldið fram, að Energo Projekt kunni að gera skaðabótakröfur á hendur Landsvirkjun vegna tjóns af völdum verkfallsins. Aðspurður um þetta atriöi, svaraði Sigurður aðeins: „Slíkt væri fásinna.” —ÞJM Gjaldeyrisstopp á Útsýn: NYTT HERBRAGÐ SUNNU ## ## — segir Ingólfur Guðbrandsson í Útsýn — telur Sunnumenn hafa notað óheiðar- legar njósnir um viðskiptavini sína Gjaldeyrisyfirvöld hafa stöðvað yfirfærslur til ferðaskrifstofunnar út- sýnar vegna meintra brota á gjaldeyrisregl- um. Ingólfur örnólfsson hjá gjaldeyrisdeild bankanna tjáði Visi i morgun, að yfirfærslur til ferðaskrifstofunnar fyrir dvöl og fæðihefðu verið stöðvaðar, en farþegar sjálfir geta sótt um og fengið yfirfærslur til tveggja vikna dvalar. „Þetta er nýjasta herbragð Sunnu til að klekkja á Otsýn,” sagði Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar i raorgun. Gjaldeyrisyfirvöld hafa nú tekið til rannsóknar meint brot ferða- skrifstofunnar á gildandi gjald- eyrisreglum, sem þau telja að hafi verið virt að vettugi i nokkr- um tilfellum að minnsta kosti. Ingólfur kvaðst hafa sannanir fyrir þvi, að Sunna hefði gert út fólk til að kaupa 4 vikna farseðil hjá Otsýn, en launaði siðan þessu fólki með ókeypis ferð til sólar- landa. Þá kvaðst Ingólfur hafa sannanir fyrir þvi, að fararstjór- ar Sunnu erlendis hefðu boðið tJt- sýnarfarþegum i veizlur til að veiða upp úr þeim upplýsingar um rekstur útsýnar. Hefðu farar- stjórar i sumum tilfellum tekið þau viðtöl upp á segulbönd. „Það sem ég undrast mest, er að Dagblaðið Tíminn virðist hafa fengið að vita af þessu máli á undan Ferðaskrifstofunni tit- sýn”, sagði Ingólfur. Hann fékk bréf frá gjaldeyrisyfirvöldum um klukkan 5 á föstudagskvöld, en Timinn virðist hafa fengiö upplýsingar um sama leyti eða fyrr. „Virðast gjaldeyrisyfirvöld vera orðin beinn aðili að sam- keppni ferðaskrifstofanna”, sagði Ingólfur. Miklar skemmdir urðu á hjartabiinum I árekstrinum á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Hann verður þvi úr umferð þar til ilok mánaðarins að minnsta kosti. Ljósm. Jón B. Hjartabíllinn úr sögunni í bili: LENTI í HÖRÐUM ÁREKSTRI Deilurnar um hjartabllinn voru snögglega leystar siðari hiutann á laugardaginn, I það minnsta um stundarsakir. Hjartabillinn lenti klukkan rúmlega þrjú á laugardaginn i allhörðum árekstri á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Skemmdist billinn mikið aö framan og er ekki búizt við, að viðgerð á honum verði lokið fyrr en i fyrsta lagi i lok mánaðarins, ef allir varahlutir eru til, að sögn slökkviliðsstjóra, Rilnars Bjarnasonar. Tvö börn á reiðhjólum skullu harkalega saman inni i Garðs- enda og var hjartabillinn á leið á slysstað, er hann lenti sjálfur i óhappi. Aö sögn bilstjóra hjartabilsins kom hann eftir Miklubrautinni með blikkandi ljós. Götuljósin voru að skipta og voru flestir bilar, er komu Grensásveginn þegar stanzaðir. Hjartabillinn fór yfir rétt áður en græna ljósið kom, en i þann mund kom fólksbill eftir Grens- ásveginum, sem vildi reyna að ná yfir á gula ljósinu. Skullu bilarnir harkalega saman. ökumaður fólksbilsins slasaðist eitthvaö smávegis, en engan sakaöi I hjartabilnum. —JB— Hann kvaðst mundu ræða ásak- anirnar á hendur ferðaskrifstofu sinni við fulltrúa gjaldeyrisyfir- valda núna fyrir hádegið. Hann hefði engu að leyna, hjá sér væri allt með felldu sem fyrr. Allar feröir hans mundu standast og I þær væri flestar fullbókað. Ingólfur kvað það hæpinn gjaldeyrissparnað að láta ferða- skrifstofur gera hagkvæma samninga um ibúðir erlendis, en verða svo að láta húsrými standa autt, enda þótt fyrir það yrði að borga. Guðni i Sunnu svarar Ingólfi i Útsýn. Guðni Þórðarson forstjóri svar- aði fullyrðingum Ingólfs á þessa leið: „Sunna hefur ekki þurft á þvi að halda að eera neina far- þega út i þessu tilefni. Hins vegar ermérkunnugtum, að fjölmargir farþegar, sem Sunna hefur ekki getað selt þjónustu fyrir islenzka peninga, svo sem 4 vikna ferðir, matarmiða o.fl. hafa farið tii Útsýnar og getað keypt þessa þjónustu þar. Hvort farþegar Otsýnar hafi talað við fararstjóra Sunnu get ég ekkert sagt um. En mig grunar, að fararstjórar Sunnu hafi i ein- stöku tilfelli liðsinnt illa stödd- um Útsýnarfarþegum.” —JBP/HE Norðurlandabridge í Noregi: ÍSLAND TAPAÐI - 0G SIGRAÐI! Frá Halli Simonarsyni, Sole: íslendingar voru sannarlega ekki i neinni paradis, þegar þeir hittu fvrir heimamenn hér i Sole i gær. Sole er 100 km vestur frá Osló og er talin „litil paradis” á einum fegursta stað landsins. En gegn heimamönnum var það sem sé tap 19:1 fyrir Noreg, Finnar unnu Svia 17:3, sem kom á óvart. Norska liðið var i 3. sæti á EM i Israel i fyrra. Betur gekk svo gegn Finnum. Þá vann Island 17:3, þeir spil- uðu vel og höfðu yfir i hálfleik 37:19.1 siðari hálfleik bættu þeir við, lokatölurnar 78:47. Norð- menn unnu Dani 17:3. — hsim. BA-BÚ OG BJÖLLUHIJÓMR Á LÆKJARTORGI77. JÚNÍ Reykvikingum gefst bæði kostur á að heyra hið gamal- kunna ba-bú og bjölluhljóm, þegar 3 gamlir slökkviliðsbiiar mætast á Lækjartorgi eftir að hafa tekið þátt i skrúðgöngum 17. júni. Þetta verður lika I fyrsta skipti sem hinn nýupp- geröi Ford-T, módel 1923, ekur um göturnar eftir klössunina, sem fram fór nýlega eins og menn muna. Hátiðahöldin 17. júni verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, en þó koma nokkrar nýjung- ar þar inn i. A barnaskemmtuninni á Lækjartorgi verða tveir frum- samdir gamanleikir sýndir, samdir af leikurunum sjálfum. Það er öskubuska og Fatan lek- ur. A Laugardalsvellinum verð- ur keppt i knattleik ársins og keppa gamlir Framarar með Helga Danielsson i marki (þeir fengu hann raunar lánaðan, þvi að hann er landsliðsmarkmaður Valsari og Skagamaður). Gegn þeim spila svo bæði heims- þekktir, landsþekktir og enskir knattspyrnúmenn með Heimi Guöjónsson i marki. Ef nefndir eru nokkrir liðsmenn, þá er miðtrióið Albert Guðmundsson Ellert Schram og Rikarður Jónsson og hinn þekkti þjálfari Tony Knapp vendir sinu kvæði i kross og sparkar sjálfur allt hvað af tekur i stað þess að segja öðrum að gera það. I Breiðholti og Arbæjar- hverfi hafa hverfisbúar mikið til byggt upp hátiðina sjálfir. Fer fram mikil iþróttaþjálfun þessa dagana, enda á döfinni poka- hlaup, sennilega eggjahlaup og reiptog, að þvi svo ógleymdu, að kvenfólk og karlmenn leiða saman hesta sina. Iþróttafélag- ið Fylkir (karlmenn) og Kvenfélagið keppir i handknatt- leik i Arbæjarhverfi og i Breið- holti munu forvígismenn iþróttahreyfingarinnar (karl- menn) og kvenfélagið keppa i knattspyrnu. Hátiðinni lýkur svo með þvi, að dansað verður við 6 skóla i borginni og er það von þjó&'- hátiöarnefndar, að sem flestir stigi dansinn og hafi Bakkus ekki með i förum. — EVI -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.