Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Mánudagur 16. júni 1975 13 terindi, sem Vilmundur Gylfason flutti i þættinum „Um daginn og veginn” i utvarpinu mánud. 5. maí „leysti hann utan af,” ef svo mætti segja, þeim viökvæma pakka, sem svo lengi hefur veriö geymdur óupptekinn af islenzk- um fjölmiölum. — Þessi „pakki” inniheldur öll þau viökvæmustu mál, sem hinir eilift strlöandi stjórnmálaflokkar hérlendir hafa þó veriö sammála um aögeyma sameiginlega á hillu gleymskunnar, undir hinu opinbera innsigli þagmælsku og þagnarskyldu. þetta erindi, sem var skilmerkilega samið og skörulega flutt, mátti öörum þræði taka sem uppgjör viöþann „dauöhreinsaða fréttaflutning, sem fjölmiðlar hér eru ofurseldir, vegna kverkataks hins opinbera á nánast öllum fjöl- miölum i landinu, ekki sizt hljóðvarpi og sjónvarpi. Oþarft mun að rekja hér liö fyrir lið þá þætti sem Vilmundur tók fyrir i erindi sinu, enda all- flestum þegar kunnugir nú, ef ekki frá beinni áheyrn þá af frétt um fjölmiðla, sem fjallað hafa um málið siðar, vegna þess mold- viðris, sem erindið olli, þ.á.m. i útvarpsráði og hjá einstaka ráðherrum. — En til.stuðnings máli sfnu tók flutningsmaður dæmi um einstök tilvik, og sum nýleg, sem sýna, hve tengsl milli opinberra stofnana, þ.á.m. Alþingis og hins almenna borgara eru fráleit og óaðgengileg — og önnur, sem sýna, hve stjómfrelsi hérlendis hefur þróazt I átt til eins konar „lögverndaðrar spillingar,” að þvi er tekur til að- stöðu æðstu embættismanna og „hlunninda” þeirra. Dæmin um hin lögvernduðu „hlunnindi” ráðherra, i sam- bandi við bifreiðakaup, og sem jafnvel ná yfir timabil að af- lokinni ráðherratið, sýna bezt, hve stutt bil er á milli hugtaksins „mútuþægni” sem þeim Nigeriu- mönnum er eignað, og þess, er við hér I daglegu tali kjósum að nefna „hlunnindi”. — Þessi þáttur erindis Vilmundar varð þó að likindum mest valdandi, að einstaka menn hafa þótzt þess umkomnir að koma á framfæri kvörtun til útvarpsráðs yfir þvi, að þátturinn „Um daginn og veginn”, væri notaður til að setja fram órökstuddar dylgjur um nafngreinda einstaklinga! En jafnvel þótt nafni þess ráðherra,ergetið var fþættinum, hafi ómaklega verið bendlað við mismunun vegna bilakaupa, i sambandi við gjaldeyrisyfir- færslu, þá standa óhögguð dæmin um þá hina tvo einstaklinga, sem einnig voru til nefndir, dæmi, sem bæði voru staðfærð upp á áður fram komnar upplýsingar i fjölmiðlum, þ.e. dæmið um fjár- reiður Rannsóknarráðs rikisins svo og dæmið um upplýsinga- tregðu skrifstofu Alþingis, og svör þaðan, vegna umbeðinna upplýsinga. En að slepptum tilvitnunum i erindi Vilmundar Gylfasonar, skal nú vikið frekar að eftirleik þessa erindis, sem virðist, þrátt fyrir allt, hafa valdið talsverðu umróti innan opinberra stofnana ekki sizt hjá hljóðvarpinu, þar sem útvarpsráð gerði hina venju- legu „harma-ályktun” strax daginn eftir. „Óvandari er eftirleikurinn”, segir gamalt orðtak, sem þýðir það, að auðveldara er að gera öðrum til miska eftir að maður hefur sjálfur orðið fyrir einhverju misjöfnu. Eftirleikurinn var hafinn strax, og af mikilli „reisn” eða hitt þó heldur. — Þrir aöilar, auk útvarpsráðs, gáfu strax út yfirlýsingar, einn ráðherra, eitt stykki bifreiðaumboð og eitt stykki rikisbanki. Yfirlýsing rikisbankans var sú stytzta sem gefin var og innihélt raunveru- lega ekki neitt, nema staðfestingu á umbeðnum upplýsingum um af- greiðslu vegna einnar bifreiðar, ekkert heildaryfirlit til glöggvunar. En eftirleikurinn varð lika sá, að nokkrir fjölmiðlar hafa nú tekið við sér, tekið til við að veitast að hinu forspillta rikis- kerfi fyrir aðhaldsleysi og sukk á ýmsum sviðum og dregið fram i dagsljósið mál, sem legið hafa i þagnargildi fyrir tilstuðlan hins opinbera embættismannakerfis. Má þar nefna óeðlilega afgreiðslu dómsmála, vegna smygls og eitu rly f jasölu , óeðlilega viðskiptahætti fyrirtækja á sviði Geir R. Andersen: MÚTUÞÆGNI í NÍGERÍU- HLUNNINDI Á ÍSLANDI ■5m6MDV NÝ ÞJÖNUSTA Htjomplötur Útvegum hvaða hljómplötur • og tónbönd sem fáanleg , eru í U.S.A. á mjög stuttum tíma. Enginn aukakostnaður. psfeindsíseki Glæsibæ. Simi 81915 Biöa einhverjir þessara nýju biia nýrra eigenda, eigenda, sem fá eftir- gefinn toll til rfkisins, en geta svo selt þá frjálsri sölu og grætt drjúgum, vegna einstakra „hiunninda” i embættismannakerfinu? VEIÐIMENN! Hjó okkur fóið Póstsendum um tond allt þið allt í veiðiferðina SPÖRTVAL " HLEMMTORGI - SIMI 14390 gjaldeyrismála og óheilbrigð hlunnindi i tollfriðindum til handa ráðherrum, sem farnir eru frá embættum. Og fleiri þættir eiga eftir að koma fram i dagsljósið áður en lýkur, þvi að vart verður þvi trúað, að fréttamenn hérlendra fjölmiðla láti sig það engu varða, að réttur einstaklinga gagnvart hrokafullu valdakerfi, sem drottnar yfir bankakerfi — og fjölmiðlum, verði fyrir borð borinn og óbrúanleg gjá myndist milli „þings og þjóðar”. Ef dæma má af viðbrögðum fjölmiðla hérlendis og skrifum um spillta stjórnarhætti Nixons fyrrv. Bandarikjaforseta og um nauðsyn þess, að hann færi frá völdum og samdóma áliti flestra þeirra, er fjölluðu um þau mál hérjendis (hversu mikið sem það nú snerti tslendinga) hlýtur sam'vizka sömu manna að vera enn órólegri, þegar svipuð- að- staða kemur upp i islenzku stjórnkerfi, og furðulegt, að fréttamenn fjölmiðla skuli ekki hafa brugðizt jafnhratt og titt við þeirri spillingu, sem nærtækari er. En „samtrygging” stjórnmála- flokkanna er sterk vörn, og hér er hún .i verki. Fjölmiðlar eru múlbundnir á flokksklafa og rikisstyrktir að auki, svo að ekki er auðvelt um vik. Þegjandi sam- komulag er milli stórnmálaflokka um, hvaða mál skuli vera ágreiningsmál og hver ekki, og fjölmiðlar hér eru nánast hluti af stjórnkerfinu, óháð fréttablöð ekki til. Ekki er það með sagt, að öll dagblöð t.d. þurfi á rikisstyrk að halda, eða séu sérlega hrifin af þvi að þiggja sérstakt rikisfram- lag og hefur a.m.k. eitt dagblað, Vlsir, lýst þvi yfir, að það telji þessa tegund fyrirgreiðslu óeðli- lega. En „kerfið” lætur ekki að sér hæða, það hefur gegnum Alþingi sett á stofn ákveðinn „kvóta” af rikisútgjöldum, sem dagblöðum er nauðugur einn kostur að þiggja. — Hinum kerfis- bundnu „hlunnindum” var glögg- lega lýst af einum þingmanna á dögunum, en hann upplýsti, að meöan hann sæti á Alþingi mót- tæki hann hluta kennslulauna sinna vegna starfs, sem hann áður sinnti, til þess að halda réttindum sinum til starfans e.t.v. slðar, og lýsti hann sig and- vigan þessari tilhögun I kerfinu. Og sannleikurinn heldur áfram. „Pakkar” með hinum viðkvæm- ustu málum eru nú rifnir upp i griö og erg, og opinberir embættismenn lita með gleði til þess dags, er sjónvarpið fer I sitt lögskipaða sumarfri, þvi að þá verður a.m.k. friður fyrir öllum þessum „ágengu” fréttaspyrlum, og opinber embættisþjónusta get- ur gengið sinn hægagang að venju. Eitt af múlbundnustu ,,samtryggingar”-dagblöðum landsins, Timinn, tekur auðvitað mjög óstinnt upp allar „uppljóstranir” um spillingu i þjóðfélaginu og kalla slikt samskiptum hinna almennu borgara við ýmsa þætti i stjórn- kerfi landsins, — allt án tillits til þess, hvaða flokkar fara með völd hverju sinni. Þeir timar virðast nú ekki langt undan, að lagt verði til atlögu við laumuspil það, sem iðkað er hér á landi, i skjóli opinberrar embættisfærslu, og ekki látið staðar numið, fyrr en fullkomið samhengi hefur fengizt varðandi aðgang fjölmiðla að embættis embættis-ogstjórnarathöfnum til frjálsrar fréttaöflunar til handa þegnum landsins. Ef menn vilja komast hjá þvi, aö nafn þeirra sé bendlað við vafasamar framkvæmdir, eöa þeir opinberlega gangrýndir fyrir slaka embættisfærslu, misnotkun á almannafé eða hvaö það annað, sem flokkast undir sjálfsagðar fréttaupplýsingar, er aðeins eitt ráð til. Það ráð er að taka ekki þátti vafasömum viðskiptum eða standa visvitandi að lögleysu og laumuspili, sem oftar en ekki er oröið opinbert leyndarmál, einmitt i þann mund, er hinir sömu menn hafa ætlað að kippa að sér hendinni og reyna að hylma yfir misferlið. Það er þjóðarnauðsyn, hvað sem öðru liður, að kveða niður það orðspor, að „hlunnindum” á Islandi megi jafna við „mútuþægni” i Nigeriu. „siðlausa blaðam ennsku”! Timinn segir, að ekki sé nema gott eitt um það að segja, þegar blaðamenn og fréttaskýrendur bendi á það, sem miður fer i þjóð- félaginu, þvi að blaðamenn geti fengið miklu áorkað, sé gagnrýni þeirra nægilega rökstudd — og nefnir enn dæmið um frammistöðu blaðamanna, sem flettu ofan af Nixon og „hjörð hans”, eins og blaðið kemst að oröi. Aftur á móti telur dagblaðið Timinn það hvimleitt, þegar blaðamenn skjóta yfir markið (hvað sem við er átt með þvIUog á þar við Vilmund Gylfason, sem dagblaðið telur vera að nota sjón- varpið sem stökkpall i stjórn- málin! Auðvitað eru þessi skrif Timans og annarra þeirra aðila sem leggjast gegn upplýsingaskyldu opinberra embætta og fyrirtækja ekkert annað en aumkunarvert yfirklór,og einungis til þess fallin að örva heilbrigða fréttaþjónustu til átaka við það óeðlilega ástand sem skapazt hefur hérlendis i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.