Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Mánudagur 16. júni 1975 Nauðungaruppboð sem auglýst var 114., 16. og 18. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hluta i Langagerði 6, þingl. eign Guðmundar Halldórsson- ar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands o.fl. á eigninni sjálfri, fimmtudag 19. júni 1975 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 114., 16. og 18. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á Seláslandi S-6, þingl. eign Gunnars Jenssonar, fer fram eftir kröfu titvegsbanka tslands á eigninni sjálfri, fimmtudag 19. júni 1975 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 114., 16. og 18. tbi. Lögbirtingablaðs 1975 á Selásdal S-7, talinni eign Gunnars Jenssonar, fer fram eft- ir kröfu Einars Viðar hrl. á eigninni sjálfri, fimmtudag 19. júni 1975 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 114., 16. og 18. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hluta I Hraunbæ 60, þingl. eign Jóns Ellerts Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl. og Gjald- heimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri, fimmtudag 19. júni 1975 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 75., 77. og 78. tbi. Lögbirtingablaðsins ■ 1972 á eigninni Faxatúni 25, Garðahreppi, þinglesin eign Magnúsar Jónssonar fer fram eftir kröfu sveitarsjóðs Gaðrahrepps og Barða Friðrikssonar, hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. júni 1975, kl. 2.15 e.h. Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu. VIKU SUMARLEYFI FYRIR VIÐRÁÐANLECT VERÐ Sértilboð Hótel Eddu Á Eddu-hótelum bjóðast yður nú kostakjör, ef þér ferðist um landið í minnst viku! Dveljið á einu eða fleiri Eddu-hótelum í ferðinni: Gisting (í 2ja manna herb.) í 7 nætur ásamt inorgunverði og kvöldverði: Kr. 13.300.00 á mann Hver viðbótarnótt : — 1.900.00- — Gisting (í svefnpokaplássi) í 7 nætur ásamt morgunverði og kvöldverói: Kr. 10.080.00 á mann Hver viðbótarnótt :— 1.440.00- — Verulegur afsláttur er veittur fyrir börn, er gista í herbergi meó foreldrum. Til að geta notið þessara kostakjara verðið þér að panta og greióa allt fyrirfram, áður en lagt er af stað í ferðina. Við pöntun greiðast kr. 2.500.00, en afgangurinn í síðasfca lagi 2 dögum áður en fei'ðin hefst. Allar nánari upplýsingar em veittar í afgreiðslu Ferðaskrifstofu ríkisins að Heykjanesbraut 6, eða í símum (91) 1-15-40 og 2-58-55. FERÐA§KRIFSTOFA RlKISINS Fyrstur meó íþróttafréttir helgarinnar VISIR Pierre Robert-golf- mótið sló öllu viðl Hannes Þorsteinsson varð meistari meistaranna, er hann sigraði i hinum geysisterka meistaraflokki I Pierre Robert golfkeppninni, sem lauk á Nes- vellinum I gær. Keppnin I meistaraflokki — 36 holur á ein- um degi — gaf 200 stig til landsliðs GSÍ, meira en nokkurt annað mót til þessa, og fékk Hannes 38 stig fyrir sætið. Nær allir beztu kylfingar lands- ins tóku þátt i keppninni i meistaraflokki — þeir voru i allt 35 — og varð Hannes 3 höggum á undan næsta manni, sem var Ragnar Olafsson GR. Hannes er frá Akranesi, en keppir nú fyrir Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi, þar sem hann er einnig starfsmaður. Er þetta fyrsta meiriháttar golfmótið, sem hann sigrar i um dagana, en oft hefur hann komizt i fremstu röð — án þess þó að ná 1. sætinu. En nú gerði hann það — lék á 151 höggi, og var með beztar 9 holurnar upp á 36 högg — sem er einn yfir par og fór hæst 139 högg I slðasta hringnum. Hann mátti fara siðustu holuna á 9 höggum til að tapa fyrsta sætinu — og hafði hana á 7 höggum. Annars varð röðin þessi i meistaraflokki — 10 fyrstu fengu stig I landsliðið: Hannes Þorsteinsson NK 151 Ragnar Olafsson GR 153 Óskar Sæmundsson GR 155 Björgvin Þorsteinsson GA 156 Þórhallur Hólmgeirss. GS 158 Einar Guðnason GR 159 Atli Arason GR 162 Sigurður Thorarensen GK 162 Hans ísebarn GR 163 Geir Svansson GR 163 Margir fóru illa út úr „litla” Nesvellinum og sáu ljótar töíur. Þó gátu þeir engum um kennt nema sjálfum sér — völlurinn var upp á það bezta sem hér gerist og veðrið gott. Ólafur Bjarki Ragnarsson sýndi og sannaði, að það voru mistök að hækka forgjöf hans upp i 1. flokk með þvi að sigra i þeim flokki á laugardaginn — 18 holur voru þá leiknar —með þvi að fara þær á 73 höggum, eða 3 yfir par. Ægir Ármannsson GK varð annar á 75 höggum, og þriðji Kristján Astráðsson GR á 78 höggum. Þar á eftir komu Gisli Sigurðsson GK Hannes Þorsteinsson NK gengur ákveðinn á eftir golfboltanum I keppni þeirra beztu I Pierre Robert mótinu I gær. Hannes keppti áður fyrir Golfklúbbinn á Akranesi og með honum á myndinni er félagi hans þaðan, Gunnar Júliusson. Ljósmynd Bj.Bj. og Helgi Jakobsson NK á 80 högg- um. Svavar Haraldsson NK, sigraði I 2. flokki — lék á 84 höggum, Hilmar Steingrimsson NK varð annar á 86 höggum. Jón B. Hjálmarsson varð þriðji eftir aukakeppni við Ragnar Magnús- son GR og Kristin Bergþórsson GR, en þeir voru allir á 87 högg- um. 1 3. flokki voru margir keppendur eins og I öllum hinum flokkunum. Þar sigraði Pétur Orri Þóröarson NK á 88 höggum, Ólafur Þorvaldsson Selfossi varð annar á 89, Baldvin Ársælsson NK þriöji á 90 og þeir Magnús Guð- mundsson NK og Jóhann Gunn- laugsson þar á eftir á 91 höggi. Alls tóku um 230 manns þátt I Pierre Robert keppninni, og er þetta fjölmennasta opna golf- keppni sem hér hefur verið háð. öll verðlaun I keppninni voru gef- in af Islenzk-Amerlska verzlunarfélaginu, og allt voru það eigulegir hlutir, sem koma kylfingum til góða i daglegri keppni og æfingum. Auk þess færði Bert Hanson forstjóri fyrir- tækisins þfeim, sem unnu að mót- inu og undirbúningi vallarins, áletraða gripi fyrir gott — en vanþakklátt starf — eins og stóð á þeim. [•:; w m Œ ím | □ [ ]□• □[ ( Töi □ □ YIÐ BYGGJUM f II II II 1 1 1 1 1 1 1 | 1 1 • .— rv;.:.. : : I9E Við byggjum, — byggjum við . . . og nú böfum við opnað nýbyggingu Samvinnubankans í Bankastræti. Við bætt skilyrði verður okkur nú unnt að veita viðskiptavinum okkar meiri og betri þjónustu. Öll afgreiðsla bankans fer fram á fyrstu hæð. Geymsluhólf, sem bankinn hefur ekki haft aðstöðu til að hafa áður, verða nú til reiðu. Okkur er það mikil ánægja að geta tekið betur á móti viðskiptavinum okkar, verið velkomin i Bankastræti 7. Samvinnubankinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.