Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 26. júni 1975 —141. tbl. Mismunur á sykurverði hleypur á hundruðum Sykurkilóiö kostar eitt hundrað sjötiu og átta krónur hjá verzluninni Viði i Starmýri. A sama tima þarf viðskiptavin- urinn að borga fjögur hundruð og þrettán krónur fyrir kilóið i SS búðinni á Skólavörðustig. Molasykurverð hjá Viði er 195 krónur kilóið. Visir haföi samband við kaupmanninn i Viði. Hann vildi ekki gefa upp, hvernig hann gæti selt sykurinn svona vægu verði. En hann sagðist vonast til, að neytandinn skoðaði vel vöruverðið. Er haft var samband við SS búðina i Glæsibæ, kom i ljós að sykurkilóið þar er 226/- krónur. Og upplýsti starfsmaður þar, að Sláturfélagsbúðirnar keyptu sykur sinn frá mismunandi aðil- um. -BÁ. Samningafundur- inn hófst klukkan 17 ó þriðjudag — búizt við að hann stœði enn fram eftir degi Þórdis Andrésdóttir, ritari sátta- semjara: „Við erum venjulega tvær i þvl starfi, en hin er erlendis þessa dagana, þannig að ég hef þurft að vera hér við ritvélina frá þvi að fundir hófust hér hjá sátta- semjara i fyrradag,” sagði Ásdis, en þreytumerki var ekki að sjá á henni I morgun eftir fjörutiu tlma vöku og vinnu. — Ljósm: Bj. Bj. „Allt er laust meðan ekki er allt fast" — sagði sóttasemjari um togaradeiluna Allt er laust á meðan ekki er allt fast," sagði Torfi Hjartarson, sátta- semjari og með þeim orðum vildi hann lýsa stöðunni í kjaradeilu togaramanna í morgun. Hann var þá búinn að halda deiluaðilunum hjá sér í meira en f jörutíu tima — „og við eigum enn eftir að sitja hér nokkra tima til viðbótar," sagði Torfi. Á miðnætti i nótt var búið að ganga frá flestum samningsatrið- um, sem sneru að undirmönnum. Voru þeir þá sendir heim, en yfir- menn og útgerðarmenn sátu áfram, þar sem þeirra á milli voru ýmsar sérkröfur óafgreidd- ar. Undirmenn mættu svo aftur á fundarstað klukkan ellefu i morgun, en yfirmenn höfðu þá ekki enn útkljáð sin mál, eins og vonir höfðu staðið til. „Við eigum eftir að sitja hér eitthvað fram eftir degi til viðbótar,” sagði Torfi með stökustu rósemi. Þegar blm. og ljósmyndari Visis heimsótti samningamenn i morgun, fengust engar upplýsingar um einstök samningsatriði. Það fékkst þó upplýst, að búið væri að ganga frá þorra samningsatriða og vélrita mestan hluta samninganna en þær sérkröfur sem enn voru til umræðu, væru sumar hverjar þess eðlis, að þær gætu kollvarpað þvi öllu saman, ef út af bæri. Þegar Visir fór i prentun, var enn talsverð óvissa um það, hvernig færi og þorði enginn að fullyrða það, að til undirritunar kæmiá þessum sólarhring. -ÞJM. „Við finnum varla til þreytu. Við erum vanir iitlum svefni. Höfum látið okkur nægja að fá okkur „krlu” við og viö. Nú, og svo fengum við okkur llka ágætan göngutúr I kringum Tollstöðvarhúsið i góða veðrinu snemma I morgun,” sögðu yfirmenn, sem hér sjást ræða um daginn og veginn sin á milli, á meðan útgerðarmenn ræddu eitthvert stórmálið bak við læstar dyr.... Mistókst að selja Miðbæjarlögreglan var mjög fljót að handtaka þjóf nokkurn I gær. Maðurinn haföi komið inn i Frimerkja- miðstöðina og reynt að selja þar mynd. Þegar manninum hafði verið visað frá, var haft samband við lögregluna og náði hún til mannsins, þar sem hann hafði gengið inn i Klausturhóla i Lækjargötu i sömu erindum og i Fri- merkjamiðstöðina, sem er i sömu götu. Við yfirheyrslur játaði maðurinn að hafa tekið myndina ófrjálsri hendi, auk þess sem hann játaði að hafa framið nokkra aðra þjófnaði. — JB Nýtt apa-kœrustupar — og fleiri ný dýr sumarsvipur á Sœdýrasafninu Þau voru svoiitið hrædd og hvumpin nýju dýrin I Sædýra- safninu, en þau eru peiikanar, simpansar, snæuglur og páfa- gaukar. parnir eru eins árs gamalt , ættað úr írumskógum Mið- íku. En siðastliðna 6 mánuði hafa þeir verið I sóttkvi i Dan- mörku. Pelican-umboðið á íslandi gaf safninu þetta hvita evrópska par af pelikönum. Vænghafið á pelikönunum eru tveir metrar og er það mikilfengleg sjón að sjá þá breiða úr sér. Snæuglurnar voru hálf þung- lyndislegar á svipinn, þar sem þær húktu I stóra búrinu sinu. Þær eru báðar tveggja ára og afkvæmi snæuglupars, sem veitt var á Grænlandi. Páfagaukarnir eru mjög lit- skrúðugir og allstórir að vexti. Þeir hafa ekkert talað. En lík- lega eru þeir hálf feimnir enn. — HE Vill kaupa Hill með því að sofa hjá Amin — bls. 5 Djöfullínn sjálfur — viður- kenndur í Vatíkaninu — bls. 5 • Sverrir varar almenning við sjálfum sér Sjá baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.