Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 26. júni 1975. •ap/nVb*'ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: Óli Tynes INDIRA GANDHI [R NÚ ALGSRlíGA tlNRÁÐ SFTIR FJÖLDAHANDTÖKUR Einn höfuðandstæðingur lndiru Gandhi, Jayaprakash Narayan, er hér í ræðustól að vara við ein- ræðistilhneigingum forsætis- ráðherrans. Nokkrum kiukku- stundum siðar var búið að hand- taka hann. m Indira Gandhi lét í morgun lýsa yfir neyöar- ástandi í Indlandi, hand- taka flestalla leiötoga stjórnarandstöðunnar og menn, sem hafa gagnrýnt hana, og fyrirskipaöi al- gera ritskoðun. Meöal þeirra, sem handteknir voru, eru Jayprakash Narayan og Morarji Desai, en þeir hafa stjórnaö aögerðum, sem miða að því að fá Indiru setta af. Sá síðarnefndi er leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á þingi. Þá lét hún eínnig hand- taka Raj Narain, pólitísk- an andstæðing, sem bar fram kærurnar um kosn- ingasvik, sem hún var fundin sek um fyrir nokkru. Lögreglu- og her- menn ruddust inn í hús þeirra, sem átti að hand- taka, eldsnemma í morgun og voru flestir þeirra dregnir fram úr rúminu. i ræðu, sem hún hélt, einni klukkustund eftir að neyðarástandi var lýst yfir, sagði Indira Gandhi, að komizt hefði upp um víðtækt samsæri til að steypa sér af stóli. Það væri nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins að grfpa til þessarar ráðstafana. I ræðu, sem hann hélt í gær, gagnrýndi Narayan forsætisráðherrann harð- lega. Hann kvaðst einnig hafa áhyggjur af því, að Indira Gandhi hygði á einræði og varaði fólk við, að aðgerðir í þá átt kynnu að vera yfirvof- andi. Það er ómögulegt að segja, hvernig almenn- ingur tekur þessum að- gerðum forsætisráðherr- ans. Herinn hefur jafnan verið tryggur ríkjandi þjóðarleiðtoga og er því ólíklegt, að hann skerist i leikinn. Hins vegar er þetta geysimikið áfall fyrir lýðræði í landinu og for- sætisráðherrann má hafa sterk rök, ef hún á að geta réttlætt þessar aðgerðir sínar. Barizt í Spönsku Sahara Mikil vindaskil við Kennedyvöll þegar Eastern þotan fórst þar Gœtu hafa feykt henni til jarðar stjórnlausri Spánskir og marokkanskir hermenn börðust á landamærum Spönsku-Sahara í gær og var beitt sprengjuvörpum og vélbyssum. Talsmaður spánska hersins sagði, að fyrr um daginn hefðu Marokkómenn skotið af stórum vélbyssum á spánskar flugvélar, sem voru á flugi meðfram landamærunum. Talsmaöurinn sagði, að ekkert mannfall hefði orðið i spánska lið- inu. Hann hélt, að herbill frá Marokkó hefði orðið fyrir skotum, en vissi ekki hvort mannfall hefði orðið. Mikil spenna er nú á landa- mærunum. t fyrradag létu fimm spánskir hermenn lifið, þegar jarðsprengja sprakk undir jeppa þeirra. Marokkó gerir tilkall til Spönsku-Sahara og er mjög á móti áætlunum spönsku stjórnar- innar um að veita þessu land- svæði sjálfstæði. Þarna i eyði- mörkinni eru auðugar fosfatnám- ur og spánska stjórnin hefur varið milljónum dollara i uppbyggingu þar. Flugstjóri á flugvél, sem lenti á Kennedy-flugvelli rétt áður en Eastern Air- lines þotan fórst þar, sagði, að hann hefði lent í miklum vindaskilum í lendingu. Vindaskil mynd- ast, þegar tveir loft- straumar liggja i andstæð- ar áttir. Þá getur mjög snögglega skipt um vindátt. Þetta fyrirbrigði er sett i samband við þrumuveður og segja bandariskir sérfræðing- ar, að vindáttaskiptin geti verið svo snögg og ofsaleg, að þau geti grandað flugvél. Nokkur vitni bera, að þau hafi séð eldingu slá niður i vélina andartaki áður en hún steyptist til jarðar. Sérfræðingar vinna nú að rannsóKn slyssins og er verið að vinna úr „flug-ritanum”, sem var heill. Það er sjálfvirkt tæki i vél- inni, sem tekur niður upplýsingar um flug hennar og einnig tal flug- mannanna. BÝÐST TIL AÐ SÆNGA HJÁ AMIN, SLEPPI HANN HILLS Ung brezk kona hefur boðizt til að sænga hjá Idi Amin, forseta Uganda, ef hann vilji i staðinn láta Denis Hills lausan. Hún heitir Patricia Richards er 29 ára gömul, ljóshærð og fráskilin. Patricia sagði fréttamönnum, að hún héldi, að Amin hótaði að drepa Hills, vegna þess að undir niðri vilji hann vera elskaður. ,,Ég vil skreppa þarna yfir og tala við hann og ég er alveg tilbú- in til að hátta hjá honum, ef það er það, sem hann vill. Þetta er einfalt tilboð: mig fyrir Oenis Hills.” Patricia hyggst senda tilboð sitt f skeyti til Amins og brezka utan- ríkisráðuneytisins. Diöfullinn Páfagarður itrekaði i dag, að djöfullinn væri til. í tveggja síðna við- bót við hið opinbera málgagn Páfagarðs, ,,L’observatore Ro- mano”, er rakin af- staða kirkjunnar til djöflatrúar og rann- sókna á kölska i gegn- um aldirnar. „Tilveru undirheima djöfuls- ins' er lýst sem trúarlegri »tað reynd i guðspjöllunum”, segir i greininni. Djöfullinn er heldur ekkert aukaatriði i kristinni trú, heldur eitt afi grundvallaratrið- um kristinnar hugsunar og grundvallaratriði i trúarbrögð- um kirkjunnar og þeim skiln- ingi, sem hún leggur i syndaaf- lausn. t greininni segir einnig, að það geti aðeins orðið til að vekja óróa í sálum manna, ef bornar eru brigður á tilveru djöfsa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.