Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 26.06.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 26. júnl 1975. visir Ctgefandi:' Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Rits tjórna rf ulltrúi:. Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjóifsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 SfOumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr.eiptakiO. BlaOaprent hf. Tuffugu króna kjötið og fleiri ævintýri Undanrenna er orðin dýrari en mjólk hér á landi. Þessu veldur siðasta skrefið i niður- greiðsluvitleysunni, sem stigið var til að liðka fyrir kjarasamningum Alþýðusambandsins um daginn. Mjólkurlitrinn kostar i rauninni 72 krónur, en þar af eru greiddar niður 39 krónur, sem neytend- ur greiða siðan i formi skatta. Yfir búðarborðið kostar mjólkurlitrinn þvi ekki nema 33 krónur, meðan litrinn af undanrennu kostar 34 krónur. Með sama áframhaldi verður smjörlikið senn dýrara en smjörið og fiskurinn dýrari en kjötið. Verðsamræmið i matvælum er rokið út i veður og vind. Hringleikahús niðurgreiðslna og útflutnings- uppbóta fékk á sig óvenju skoplega mynd um dag- inn, þegar þvi var ljóstrað upp, að nautakjöt, sem selt er i heildsölu innanlands á 330-380 krónur kilóið, er selt á sama tima til útlanda á 20-40 krón- ur kilóið. Dilkakjötið er greitt niður um hér um bil helm- ing eins og mjólkin. Sú niðurgreiðsla hefur leitt til þess, að annað kjöt, svo sem nautakjöt, selzt illa. Það er þvi flutt til útlanda með þeim hætti, að is- lenzka rikið borgar 310-340 krónur með hverju kilói, sem útlendingar snæða. Þetta hringleikahús kostar rikið sex til sjö milljarða króna i ár. Niðurgreiðslur landbúnað- arafurða eru eftir nýjustu hækkun komnar upp undir fimm milljarða.Og útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðum eru komnar upp undir hálfaniannan milljarð. Samkvæmt fullyrðingum forvigismanna land- búnaðarins eru niðurgreiðslur ekki fyrir bændur, heldur neytendur. Samt er ljóst, að formið á nið- urgreiðslunum er neytendum ekki til hagsbóta. Af hverju er dilkakjöt greitt niður en ekki fisk- ur? Af hverju er smjör greitt niður en ekki smjör- liki? Af hverju er mjólk greidd niður en ekki á- vextir? Staðreyndin er sú, að það kæmi sér betur fyrir neytendur, að fimm milljarðarnir væru notaðir til almennrar niðurgreiðslu á öllum algengum neyzluvörum eða hreinlega til greiðslu fjöl- skyldubóta. Alþýðusamband Islands gætir ekki hagsmuna neytenda, þegar það knýr fram auknar niður- greiðslur á nokkrum landbúnaðarafurðum. Ef forustumenn þess væru minna uppteknir af visi- töluleik og þekktu betur af eigin raun vandamál barnmargra f jölskyldna, mundu þeir reyna að fá niðurgreiðslunum breytt i fjölskyldubætur. Fimm milljarðar eru mikið fé. Ef þvi væri skipt jafnt niður á landsmenn, mundu 100.000 krónur koma árlega I hlut hverrar fjögurra manna eða tveggja barna fjölskyldu. Ætli þessar fjölskyldur og hvað þá hinar barnfleiri vildu ekki geta valið um að kaupa fisk, smjörliki, ávexti eða eitthvað annað fyrir þessa peninga I stað kjöts, mjólkur og smjörs? Þegar undanrennan er orðin dýrari en mjólk og þegar 330-380 króna kjöt er flutt út á 20-40 krónur, er kominn timi til að fá úr þvi skorið, hvort við lifum i hringleikahúsi eða alvöruþjóðfélagi. Það er ekki nóg að segja: Hingað og ekki lengra, — heldur verður að afnema vitleysuna. —JK Idi Amin er morð- óður og nautheimskt fúlmenni Idi Amin, forseti Ug- anda er að verða einn af þekktustu þjóðarleiðtog- um i heimi. í dag biða menn spenntir eftir þvi hvað hann geri við Denis Hills, 61 árs gamlan brezkan sagnfræðing, sem hefur verið dæmdur til dauða fyrir landráð, vegna þess að hann kall- aði Amin ofstopamann i bók sem hann er að skrifa. A undanförnum mánuðum hafa menn brosað að kjánalegum duttlungum hans. Sérstaklega eru furðuleg skeyti sem hann af og til sendir öðrum þjóðarleiðtog- um, skemmtiefni. Morðótt fúlmenni Hins vegar hefur furðu litið verið um það rætt eða ritað hvemig maðurinn hegðar sér i sinu heimalandi. öðru hvoru hafa borizt sögur af illvirkjum, en það er eins og þær hjaðni niður. Það virðist þó vera full ástæða til að veita þeim athygli, ekki siður en broslegu skeytunum. Amin er einræðisherra sem virðist hafa komið á algerri ógn- arstjórn iUganda. Þeir eruorðnir yfir hundrað þúsund sem hann hefur látið myrða, fangelsa og pynta. Flóttamaður frá Uganda lýsti honum sem morðóðu, illa læsu og nautheimsku fúlmenni. 80-90 þúsund myrt Með fiflalátum sinum hefur honum furðulega lengi tekizt að fela það sem i raun er að gerast i landinu. Það veröur liklega aldrei vitað með vissu hve marga hann hefur látið myrða siðan hann hrifsaði völdin frá dr. Milton Obote. Einn af fyrrverandi ráðherrum Amins, sem flýði land árið 1971 sagði I bréfi til leiðtoga annarra Afrikurikja að á fyrstu 24 mánuð- um valdatimabils Amins, hafi hann látið myrða 80-90 þúsund manns. Hann lét fremja fjöldamorð á þeim ættbálkum sem hann óttað- ist mest að gætu tekið af sér völd- in, Acholium og Langiernum. Jafnframt sótti hann sér hermenn I ættir Lugbara og Kakwa. Obote tilheyrði fyrrnefndu ættbálkunum en Amin þeim siðari. Heimskur aðstoðarkokkur Amin kom sér ágætlega þegar hann árið 1946 var aðstoðarkokk- ur I fjórðu herdeild hinnar afrísku rifflasveitar konungsins. Hann var vinnuglaður, kurteis og hreykinn af herdeild sinni. Yfir- mennimir kunnu ágætlega við hann og hann var eins og hvirfil- bylur á rugbyvellinum. Hann var að visu ekkert sérlega vel gefinn, en það var heldur ekki taiið nauðsynlegt. A endanum vann hann sig upp i að verða liðs- foringi, en hann var meira þekkt- ur fyrir hrottaskap en hugrekki, eins og sjá má á gælunafni hans „Dada” er swahili og þýðir syst- ir. Ógnarástand um allt land En Amin sýndi hvorki systur - né bróðurkærleik gagnvart þeim sem hann hélt að á einhvern hátt gætu orðið sér óþarfir. Hann lét miskunnarlaust pynda og myrða fólk unnvörpum. Konur sem höfn- uðu honum hlutu hræðileg örlög. Engum þýöir að reyna að tala um fyrir honum. Hann telur sig vera i beinu sambandi við Guð, enda var það eftir einkaviðtal við hann, að Amin tók ákvörðun um að visa Ur landi 80 þUsund mönn- um af asisku bergi brotnum, sem höfðu brezk vegabréf. NU krefst hann þess að þeir Asiumannanna, sem fengu hæli i Bretlandi, verði reknir þaðan aftur, annars láti hann taka Hills af lifi. Kann ekki að skrifa Fyrrnefndur ráðherra hafði meira að segja um Amin: „Hann er óforbetranlegur lygari, án nokkurrar siðferðisvitundar. Honum er nær ómögulegt að sitja á skrifstofu sinni heilan dag samfleytt. Hann getur ekki ein- beitt sér að alvarlegu málefni i svo mikið sem tvær klukkustund- ir. Hann les ekki og kann ekki að skrifa. Það gerir honum ókleift að fylgjast með þeim skýrslum sem embættismenn hans semja. Hann stjórnar landinu eftir munnlegum skýrslum frá mönnum Ur örygg- issveitum hersins, sem eru ólæsir og á svipuðu gáfnastigi og hann sjálfur. Hin ómælanlega fávizka hans hefur orðið þess valdandi að hann hatar menntun og alla sem eru menntaðir. Landið gjaldþrota Með tilliti til þessa er það engin furða að landið skuli vera gjald- þrota. Amin veit minna en ekkert um efnahags- og fjármálastjórn. Efnahagskerfið er þvi nánast i rUst og skipulagsleysi i verzlun- armálum er algert. Mikill skortur er á algengustu nauðsynjavörum og fjöldi manns sveltur. Talið er að ein ástæðan fyrir þvi að Amin lét dæma Hills til dauða sé sU að hann ætli að nota sagnfræðinginn til að kUga efnahagsaðstoð Ut Ur Bretum. Hvort það tekst, kemur i ljós á næstu dögum. IM V ■ Umsjón: Oli Tynes

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.