Vísir - 28.06.1975, Side 1

Vísir - 28.06.1975, Side 1
65. árg. — Laugardagur. 28. júnl 1975 —143. tbl. HVAÐA BARNAHÓPUR SKYLDI ÞETTA VERA? Allt eru þetta þjóðkunn andlit, sem eiga eitt sameiginlegt. Hvaö skyidi það vera? Sjá bls. 21. FLUGLEIÐIR UM UMSÓKN AIR VIKING: „TÓMT MÁIAÐ TALA UM" ,,Þaö er tómt mál að tala um Kaupmannahafnar- flug Air Viking á meðan loftferðasamningarnir eru óbreyttir", sagði Kristján Guðlaugsson, stjórnarfor- maður Flugleiða, þegar Vísir spurðist fyrir um umsögn þá er flugmála- stjóri hafði óskað eftir frá hálfu Flugleiða um beiðni Air Viking um fastar áætl- unarferðir til Kaupmanna- hafnar. „Mér sýnir það vera ljóst, að forsvarsmenn Air Viking hafi ekki kynnt sér gildandi loftferða- samninga”, sagði Kristján enn- fremur. „Það væri brot á þeim samningi að samþykkja beiðni Air Viking, en hann gerir ráð fyrir ákveðnum takmörkunum á sætaframboði og i þeim samningi er einnig gert ráð fyrir að IATA- gjöld gildi á þessari leið. Fyrst er að fá breytingu á loft- ferðasamningnum i samráði við Dani áður en islenzk flugmála- yfirvöld geta samþykkt beiðni Air Viking”, sagði Kristján. Umsóknin barst samgöngu- málaráðuneytinu fyrir nokkrum vikum, en ráðuneytið vildi leita umsagnar flugmálastjóra, sem svo aftur leitaði umsagnar Flug- leiða um umsóknina. Flugmála- stjóri hefur nú fengið þá umsögn og haldið enn fund með sinum mönnum eftir að hún barst hon- um i hendur. „Við höldum annan fund um málið á þriðjudaginn i næstu viku, en siðan gerum við fastlega ráð fyrir að senda ráðu- neytinu umsögn okkar”, sagði Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóri, þegar Visir hafði tal af honum i gærkvöldi. Blaðinu tókst ekki að ná tali af Guðna Þórðarsyni, forstjóra Air Viking, vegna máls þessa. —ÞJM EIGUM VIÐ AÐ — Grein og myndir á bls. 14— FELA ÞA FÖTLUÐU? 15 Undirbúningur gengur vel — en brúin sést ekki strax — bls. 3 Mœlt með söltun á sjó? — Baksíða Senda fimmtíu vesturfara — bls. 3 Hemlarnir biluðu — lenti á lögreglu- þjóni — Baksíða KOMINN SKRIÐUR Á TOGARAFLOTANN byrjað að „ísa" og „gera klárt" i,.Það verður farið um leið og samningarnir hafa veriö samþykktir; sagði Sverrir Erlendsson skipstjóri á Þormóði goða. En Visismenn hittu hann niðri á togarabryggju, þar sem hann var að fylgjast með, þegar verið var að ,,isa” skipið. „Við vorum einna fyrstir inn þegar verkfallið skall á.Ég hef ekki komizt I eins langt verkfall siðan 1951”, sagði Sverrir. „Ætli maður sé ekki búinn að taka sér fri fyrir næstu tvö árin. Nú verðég að drifa mig I að ráða nokkra menn. Sumir þeirra, sem voru hjá mér fyrir verkfall, eru annaðhvort farnir að vinna I landi, komnir á bát eða eru á fyllirii”. — Hvað segja menn um samningana, Sverrir? „Eftir þvi, sem ég hef heyrt, eru menn sæmilega ánægðir. En það er merkilegt, að það þurfi að taka svona langan tima að semja við togarasjómenn, þegar það tekur önnur félög mun styttri tlma,eins og raun ber vitni”. —HE

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.