Vísir


Vísir - 28.06.1975, Qupperneq 3

Vísir - 28.06.1975, Qupperneq 3
Vlsir. Laugardagur 28. júni 1975. 3 UNDIRBÚNINGUR AÐ BORGARFJARÐARBRÚ í GÓÐUM GANGI, EN EKKERT ÖRLAR Á BRÚNNI ENN Verið er að færa raf- strengi, sem liggja yfir Borgarfjörð þar sem brúin á að koma, og er það liður i undirbún- ingsframkvæmdum að væntanlegri brúargerð. Þær hófust snemma i júni, og er nú verið að koma upp vinnubúðum og skemmu, sem á að verða framieiðsluhús. Eins er verið að undir- búa gerð á bryggjum, sem verða lagðar út i fjörðinn. Allar þessar framkvæmdir eru austan megin fjarðarins á svonefndri Seleyri, en þar er einnig vatnsból Borgnesinga. Þaö þrengir verulega athafna- rými við brúargerðina, og er nú meðal annars i athugun mögu- leiki á að færa vatnsbólið til. Helgi Hallgrimsson, brúa- verkfræðingur, sagði Visi að varla væri hægt að segja, að til væri nákvæm áætlun um hve- nær brúargerðinni yrði lokið, en stefnt væri að þvl að henni gæti orðið lokið á árinu 1978. Brúin sjálf verður aðeins tiltölulega stutt, en uppfyllingar að henni fram i fjörðinn beggja vegna. Ætlunin er að steypa brúarbit- ana ilandi og fleyta þeim fram i fjöröinn, þar sem þeim verður komiö fyrir á stöplana, en stöpl- arnir verða steyptir á staðnum frá flotprömmum. — Nú eru 25-30 manns við undirbúningsvinnu á Seleyri, en liklegt að þeim fjölgi eitthvað, er kemur fram á sumarið. Borgnesingar hyggja gott til að fá brúna, sem tekur land kaupstaðarmegin við athafna- svæði Vegagerðarinnar og mun tengjast þjóðveginum vestur og norður á móts við Dvalarheimili aldraðra i Borgarnesi. Talið er, að staðurinn muni mjög eflast með tilkomu brúarinnar, og hefur jafnvel verið hreyft þeirri hugmynd að byggð muni myndast Seleyrarmegin við brúna — en þar var raunar verzlunarstaður áður fyrr. —SHH Bifröst: Orlof fyrír fjóra f viku fyrír 19,500 kr. ,,Við gæium við þá hugmynd að stórir hópar taki sig saman og taki staðinn á leigu”, sagði Guð- mundur Arnaidsson fram- kvæmdastj. sumarheimilis sam- vinnumanna að Bifröst, þar sem nú er orlofsheimilisrekstur I stað gististaðar áður. Guðmundur sagði að boðið væri upp á ákaflega góð kjör. T.d. gætu hjón með tvö börn dvalið I eina viku fyrir 19.500 kr. Gisting kostaði þá 10.500 en maturinn 9000 kr. Þá geta gestir dvalið á Bifröst aðeins I gistingu án þess að borða I matstofunni. Einnig geta þeir fengið sérstakt afsláttarkort, sem gildir fyrir 7 heitar máltiðir, hvort sem er að degi eða kvöld^j og kostar þá maturinn 350—360 kr. Sama verð er þá á kjötrétti og fiskrétti, ekki er um valkosti að ræða. Drjúgt hefur verið um pantan- ir, en enn eru opin 7 tlmabil fyrir almenning seinni partinn i júli og I ágúst. Þetta sumarheimili samvinnu- manna að Bifröst var i upphafi ætlað sem orlofsstaður hreyfing- arinnar að sögn Guðmundar. En samtakamátturinn reyndist samt ekki svo mikill að heilar verk- smiðjur tækju staðinn á leigu. „Við erum samt mjög ánægðir með þessa frumraun og aðalat- riðið er, að vel takist til. Fyrirsjá- anlegt er að ekki verður mikill gróði en þetta stendur hiklaust undir sér”, sagði Guðmundur. -EVl- KAUPA LÓÐ UNDIR BÍLASTÆÐI FYRIR 1,1 MILLJÓN KRÓNA „Verzlunarskólinn festi kaup á Ióð við Grundarstig 23a nú fyrir nokkru. Ráðgerir skólinn að nota þessa lóð undir bilastæði fyrir nemendur og kennara skólans. Söluverð lóðarinnar var 1100.000 þúsund kr.”, sagði Jóhannes L.L. Helgason, lögmaður Verzlunar- skólans I viðtali við VIsi. Ennfremur sagði Jóhannes, að Verzlunarskólinn hefði ekki i hyggju að byggja meira við skól- ann við Grundarstig. Nú væri skólinn búinn að fá lóð i grennd við Hamrahliðarskólann og þar myndi skólinn byggja upp starf- semi sina i framtiðinni. — HE Spilar á gítar Orn Arason. sein stund- að hefur gltarleik um árabil. nú sfðast i Barce- lona. heldur tónleika i dag. iaugardag, i Nor- rama luisiiui. Tónleikarn- ir hefjast klukkan fjögur. og er efuisskráin mjög fjölbreytt. meðal annars l'rumllytur hann verk efl- ir Spánverjann Graciano Ta rrago. f'V“3 ~*mai |r -vHyyrf i •» » Hn > S ffigl t\ - - Jwg íyyt-1 t. ■.úTm 1 W.-Æl I A H Vesturfararnir á sviði Þjóðleikhússins. Þótt þú langförull legðir... ÞJÓÐLEIKHÚSH) SENDIR FIMMTÍU VESTURFARA r — til að skemmta Vestur-lslendingum „Við munum sýna Vestur-ls- lendingum hinn sameiginiega arf afkomenda vesturfaranna og heimaþjóðarinnar hvað snertir bókmenntir og tónlist og leitast viö að segja sögu tslands frá sjónarhóli skáldanna okk- ar,” sagði Gunnar Eyjólfsson leikari, sem nú er að æfa dag- skrá, sem um 50 manna hópur frá Þjóðleikhúsinu mun flytja á 100 ára afmælishátlð islands byggðar I Kanada nú I sumar. „Kaflar úr Islandsklukkunni og Jóni Arasyni verða fluttir á- samt svipmyndum úr þjóðleg- ustu leikritunum okkar eins og Skugga-Sveini, Pilti og stúlku og Gullna hliðinu. Flutningur þessara verka verður á íslenzku en dagskráin verður þó tengd saman með ensku tali,” sagði Gunnar Eyjólfsson. „Þjóðleikhúskórinn verður með I förinni. Mun hann syngja islenzk lög eingöngu, eftir bæöi yngri og eldri tónskáld, bæði vinsæl þjóðlög og ættjarðarlög. Einnig verðum við með myndvarpa, og munum við með hjálp hans stikla á stóru um sögu lands og þjóðar. Við munum sýna bæði i leik- húsuni og hinum ýmsu stofnun- um. —Ferðalag þetta mun taka 21 dag. A þessum tima eigum við að halda 10 sýningar. En aðalhátiðin verður i Gimli en hún mun standa I þrjá daga,” sagði Gunnar að lokum. —HE. Eyjólfur J. Eyfells: 89 ARA OG FÆST ENN VIÐ PENSLA OG LITI Eyjólfur J. Eyfells, iistmái- ari, scm nú heldur yfirlitssýn- ingu I vesturálmu Kjarvals- staða, hefur helgað sig málara- listinni s.i. 60 ár. Hann hefur málað fjölda mynda og selt öll verk sln jafnóðum. Verði verka sinna hefur hann stillt mjög i hóf til þess aö sem flestir ættu þess kost að eignast þau, eada prýða þau heimili fólks af öilum þjóð- félagsstéttum um land allt. Þá munu allmargar af myndum hans vera viös vegar erlendis. Eyjólfur hefur haldið fjölda málverkasýninga innanland og i Brook St. Gallerie i London árið 1936. Eins og fjölda manns er kunn- ugt, hlaut hann i vöggugjöf dul- ræna hæfileika, sem hann lagði rækt við er hann náði fullorðins aldri. Hann er einlætur spititisti og einn þeirra, er telur sig muna glefsur úr fyrri jarðvistum sln- um. Hann telur sig i þessari jarðvist hafa stigið það skref til þroska að hafa að fullu sagt skiliö við þann leiða löst mann- kynsins, ágirndina. Hann er 89 ára gamall, ern, sjón- og handstyrkur enda fæst hann enn við að handleika pensla og liti. —EVI— Eyjólfur J. Eyfells viö nokkur verka sinna, sem sýnd eru I vestur- álmu Kjarvalsstaða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.