Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 1966 Hvalavaða - Framhald af bls. 1 ^ vík. Var óneitanlega gaman að sjá vöðuna synda fram og aftur, og bátana sigla fyrir þá. Stundum var mikill buslugangur í sjónum, og margir uggar sem stóðu upp úr vatnsskorpunni, en á milli stakk vaðan sér, og var eins og hún hefði sinn „forystusauð" sem stjórnaði ferðinni fram og aftur. Lengi vel stóð leikurinn fyrir framan Héðinshöfða, en þegar bát arnir voru orðnir níu, sem ráku vöðuna, tókst þeim að þoka henni á móts við jftta tangann á Laugar nesinu, undan lítilli vík sem þar er. Borgarbúar höfðu þá fjöl mennt mjög niður að sjónum, og ofan frá gamla bænum í Laugar nesi, var til að sjá eitt mannhaf á sjávarbakkanum, en skammt und an landi syntu hvalirnir, gáfu frá sér hljóð, sem helzt líktist bauli, og fyrir utan voru bátarnir með rekstrarmenn um borð. Þegar fyrsti hvalurinn renndi á land fór kliður um mannfjöld ann, sem þusti niður í flæðar málið, og þeir æstustu óðu út í sjóinn með spotta sem þeir brugðu um sporðinn á hvalnum, og það voru margar hendur fúsar til að draga hann á land. Þarna lá skepnan í flæðarmálinu, kolsvört og gljáandi, dæsti og beið dauða síns. Innan stundar var komið með eldhúshníf, og eftir leiðbein ingum Færeyinga sem komið höfðu á staðinn, var hvalurinn skorinn á réttan hátt. Þannig náðust þrír hvalir á land, og voru skoð anir manna á þessu hvaladrápi mjög skiptar þarna í flæðarmál- inu. Bátarnir voru enn á þönum í kringum vöðuna, en ekki tókst þeim að koma hvölunum á grunn, og var það fólkið í flæðarmálinu sem áreiðanlega hrakti þá frá — sem betur fór má kannski segja. Laganna verðir höfðu verið að stjórna umferðinni í Laugarnes- inu, og átt fullt í fangi með það — nú komu þeir margir í flokk, og var auðséð að þeir ætluðu að stöðva þessar aðgerðir. Var einn varðstjórinn borinn út í bát sem komið hafði upp undir land, og sícin var siglt út til hinna bátanna með hátalara að vopni og tilkynnt í nafni hafn arstjórans í Reykjavík og lög- reglustjórans að eltingaleiknum við hvalina skyldi hætt á stund inni. Áður höfðu tveir lög- reglumenn farið á lóðsbát og mælzt til þess við þá sem tóku þátt í eltingaleiknum að þeir haðttu honum, en það stóðst á end um að þegar varðstjórinn kom úr landi hafði hvalavaðan tvístrast — og eltingaleiknum því síálf- hætt. Var að heyra.á fólki þarna í flæðarmálinu, að það væri sam mála aðgerðum lögreglunnar, enda eru mörg dæmi þess að hvalir hafi verið reknir á land og drepnir, en síðan hefur ekk ert verið hirt af þeim. Þorbjöm kaupmaður í Borg, og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi voru meðal þeirra, sem komu í flæðarmálið og héldu menn í fyrstu að kjötkaupmaðurinn væri að falast eftir söluvamingi, en svo reyndist þó ekki vera því að hann er einn af framámönnum í Dýra- verndunarfélagi íslands, ásamt Þor steini og vom þeir þarna komnir til að fá menn til að hætta þessu. Þúsundir Reykvíkinga fengu þarna ágæta kvöldskemmtun, með því að horfa á hvalavöðuna i sjón um og áreiðanlega hefur þetta ver ið viðbót við náttúrufræðikunnattu margra en hins vegar heyrir dráp ið á hvölunum þremur ekki undir sikemmtunarhlið málsins. Kl. 1 í nótt voru nokkrir Fær- eyingar búnir að skera hvalina þrjá eftir kúnstarinnar reglum og var allt kjötið flutt í geymslu í Dvalarhetmili aldraðra sjómanna. RæSa veridegar kam- kvæmdir sveitarfélaga Samband íslenzkra sveitar féiaga efnir til þriggja daga ráðstefnu um verklegar fram kvæmdir sveitarfélaga dagana 31. ágúst til 2. september n.k. Varnarliðið hljóp undir bagga með síldarflutningaskipi SJ-Reykjavík, þriðjudag. Á fimmtudaSinn i sl. viku bil- aði 150 watta rafall í síldar- flutningaskipinu Haförninn og fóru eigendur skipsins þess á leit við Varnariiðið í samráði við ís lenzku ríkisstjórnina, að það léði því rafal í staðinn. Samdægurs var sendur 100 watta rafall til Siglufjarðar, og starfar skipið nú með 70% afköstum, en rafall inn sem bilaði var notaður við dælurnar, sem skipið notar til lestunar, og losunar. Samkvæmt tilkynningu frá fréttaþjónustu NATO, er álitið, að skipið hefði stöðvazt í tvær til þrjár vikur, ef aðstoðar Varnar liðsins hefði ekki notið við. Fulltrúar borgar- stjórnartil Hafnar Dagana 3. — 8. september munu fulltrúar frá borgar- stjórn Reykjavíkur vera I opin berri heimsókn í boði borgar- stjórnar Kaupmannahafnar. Þeir sem taka þátt í heim- sókninni eru Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar og Gísli Halldórsson, Guðmundur Vig- fússon og Kristján Benedikts son, borgarráðsmenn. Ráðstefnan er undirbúin í sam ráði við Menntamálaráðuneytið og samgöngumálaráðuneytið og verður sérstök áherzla jögð á gatnagerð og skólabyggingar. Ráðstefnan verður sett í Tjarn- arbúð í dag , miðvikudag, kl. 9.30 árdegis og verður fyrsta daginn fjallað um gatnagerð úr varanlegu efni í kaupstöðum og kauptúnum. Ávarp flytur Ing- ólfur Jónsson, samgöngumálaráð herra, en framsöguerindi flytja Sigfús Örn Sigfússon, deildarverk fræðingur, Vegagerð ríkisins, Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastj. Reykjavíkurborgar og Stefán Her mannsson, verkfræðingur hjá borg arverkfræðingi. Síðdegis verða skoðaðar malbikunarstöð og pípu gerð Reykjavíkurborgar svo og lagning malbiks og olíumalar og ekið suður á hina steinsteyptu Reykjanesbraut. Annan dag ráðstefnunnar verð ur rætt um skólabyggingar. Fram söguerindi flytja Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, og ' Torfi Ás- geirsson, hagfræðingur, skrif- stofustjóri Efnahagsstofununar- innar. Síðdegis þennan dag verða skoðaðar skólabyggingar. Föstudaginn 2. september verð ur rætt' um skipulagningu og hagræðingu við verklegar fram kvæmdir. Framsögu hafa Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri, Iðnaðarmálastofnunar íslands, Eg- ill Skúli Ingibergsson, verk- fræðingur, Guðmundur Einars son, framkvæmdastjóri íslenzkra aðalverktaka s. f. og Sigurður Ingi mundarson, forstöðumaður Verk stjóranámskeiðanna. Ráðstefnunni lýkur með við- ræðufundi þátttakenda með stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. 70—80 manns taka þátt i ráð- stefnunni. Kennaranámskeið í dönsku Dagana 1. — 20. september verður haldið kennaranámskeið í dönsku í Kennaraskólanum við Stakkahlíð. Kennarar á náms skeiðinu verða Niels Ferlov, rektor, Henning Harmer, náms stjóri í dönsku, prófessor Sveinn Bergsveinsson, og cand. oecon. Torben Friðriksson. Bene dikt Sigvaldason, skólastjóri, mun flytja erindi um kenn aranámsskeiðið í Strassbourg og Ágúst Sigurðsson, námssstjóri liafa sýnikennslu með 12 ára börn um. að sækja tímana að morgnin um, einnig verður sýnikennsl- an á þessu tímabili. Á námsskeiðinu verða kennd ar þessar námsgreinar: Framburður, talæfingar, hljóð fræði, skrifleg framsetning, mál fræði, auk þess sem farið verður yfir nokkra bókmenntatexta. Ferlov rektor og Harmer náms stjóri munu halda nokkra fyrir lestra um ýmis efni og lesa upp úr klassískum dönskum bókmennta verkum. Námsskeiðið verður að mestu leyti á morgnana, en kl. 16.30— 18,30 verða samtalstímar og Námskeiðið verður sett í söng sal Kennaraskólans fimmtudag inn 1. september kl. 10 árdegis og verða þátttakendum þá lán framburðaræfingar fyrir, þá aðar flestar þær bækur, sem not- kennara, sem eiga erfitt með ' aðar verða á námsskeiðinu. Héraösmót Mótin verða sem hér segir: Björn Jón Hvolsvelli, laugardaginn 3- september. Ávörp flytja Björn Björns- son alþingismað ur, Jón K. Hjálmarsson skólastjóri og Jón Helgason, bóndi Seglbúð- um. Ómar Jtagn arsson skemmt- ir og hljómsveit in Dúmbó og Steini leika og syngja fyrir dansi. Karl Helgi Laugum S.-Þing. laugardag- inn 3. sept. Ræður flytja alþingismennirnir Karl Kristjánsson og Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokks- ins. Meðal skemmtiatriða verður að Jón Gunnlaugsson fer með skemmtiþætti og Jóhann Konráðs son og Kristinn Þorsteinsson syngja. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Halldór Davíð Bifröst Borgarfirði, sunnudag inn 4. sept. Ræður flytja Halldór E. Sigurðs son, alþm. og Davíð Aðalsteins son, Arnbjarnarlæk. Skemniti. atriði annast Ómar Ragnarsson og söngvaramir Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson. Straum ar leika fyrir dansi. Húnaveri, A-Hún., laugar- daginn 3. september Ræður flytja Stefán Guð- mundsson, bæjarfulltrúi Sauð- árkróki og Tómas Karlsson, rit- stjórnarfulltrúi. Gestur Guðmunds son syngur einsöng. Færeyjafarar glímudeildar Ármanns sýna glimu og forna leiki, undir stjórn Harð ar Gunnarssonar Hljómsveit Hauks Þorsteinssondr leikur fyrir dansi. Tómas Stefán Mótin hefjast öll kl. 21.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.