Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 1966 TIMINN 5 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastiórl: Kristján Benedrktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsángastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- búsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 105.00 á mán. tnnanlands — ! lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.l. Kennaraskorturinn Á morgun hefja barnaskólarnir vetrarstarfið. Þrír yngstu árgangar skólaborgaranna setjast á skólabekkinn, og hinir eldri borgarar barnaskólanna síðar í mánuðinum. Það mun samdæmi fræðslumálastjórnar og forstöðu- manna skólá, að kennaraskorturinn sé nii meiri en nokkru sinni fyrr. Þær launabætur, sem kennarar fengu fyrir fáum árum hafa engan veginn dugað þess að laða Þá að kennarastólunum. í Reykjavík og allra næsta nágrenni á ef til vill að heita, að tekizt hafi að ráða kemnaraprófsmenn í lausar stöður, en utan þeirra marka, vantar alls staðar kennara- Sums staðar var svo ástatt fyrir nokkrum dögum, að alla kennara vant- aði í skólana í allfjölmennum kauptúnum. Er þá gripið til Þeirra ráða að ráða réttindalausa kennara til starfa og tekst með þeim hætti að starfrækja skólana- Margt þetta lausafólk er góðir kennarar og leysir mik- inn vanda fyrir samfélagið, og ber vissulega að þakka það. En augljóst er, að starf hvers skóla hlýtur að vera í molum, þegar um sífelld kenjnaraskipti er að ræða, og taka verður til kennslustarfa svo að segja hvern, sem býðst. Skólahaldið er dýrt, og enginn vafi á því, að þessi sífelldi kennaraskortur dregur mjög úr árangrin- um- Er hér uim að ræða eitt hið geigvænlegasta vandamál í fræðslumálum landsmanna. Augljóst má einnig vera, að kennarastéttin er ekki nægilega vel launuð, en hitt er líka vafamál, að unnt sé að bæta úr kennaraskortinum með laúnabótum einum. Þrengsli í skólahúsnæði, langur skólatími og tví- og þrísetning í skólastofur, sem leiðir af sér ill og erfið starfsskilyrði, á vafalaust drjúgan þátt í tregðu kennara- menntaðs fólks til þess að sinna kennslustörfum- Skólaskorturinn Ofan á kennaraskortinn bætist sívaxandi skólaskortur, sem liggur sem mara á fræðslustarfinu. Á síðustu sex árum hafa skólabyggingar ekki verið í neinu samræmi við vaxandi þörf. í fyrra voru framlög ríkisins til skóla- bygginga skert um 20% eins og aðrar framkvæmdir. Það var ekki bætt upp á þessu ári. Framlög ríkisins hækka ekki í neinu hlutfalli við hækkun byggingarkostn- aðar. Árin 1962—63 var byggingarkostnaður skólastofu með tilheyrandi fylgihúsnæði í venjulegum skóla talinn um ein milljón króna. Nú nálgast byggingarkostnaður skólastofu tvær milljónir. Svo hraðfara er dýrtíðarþróun- in. Barnmargir og vaxandi bæir á Suðvesturlandi verða að axla æ þyngri byrðar í skólabyggingum og halda Þó ekki í horfi. Úti á landi er ástandið þó ef til vill enn verra. Mjög víða vantar barnaskóla, og töluvert vantar á, að fræðslulögun- um frá 1947, sem sjálf eru löngu orðin úrelt, sé fullnægt Enginn nýr héraðsskóli hefur verið byggður í hálfan ann- an áratug, og frá dyrum þeirra, sem fyrir eru, verða á hverju hausti að hverfa tvöfalt eða þrefalt fleiri ung- menni en þar fá skólavist í miklu fleiri tilfellum en menn gera sér grein fyrir ræður þetta úrslitum um það, hvort fólk leitar sér framhaldsmenntunar eða ekki, og skaðinn er bæði persónulegur og Þjóðfélagslegur- í sumum héruðum, t.d. í Norður-Þingeyjarsýslu, brjót- ast heimamenn í því að reka héraðsskóla á eigin spýtur við hinar örðugustu aðstæður en af ótrúlegum dugnaði og myndarskap- En sé á heildina litið, er ástanadið í hér- aðsskólamálum þannig, þar sem hundruðum ungmenna er vísað frá skólavist árlega, að valdið getur þjóðinni ó- bætanlegu tjóni í næstu framtíð. GUNNAR ANDREASEN: Efnahagsaðstoðin við vanþróuðu þjóðirnar kemur ekki að notum Tilgangur vestrænna þjóða me3 aSstoSinni er vafasamur og framkvæmd- in vanhugsuS. Hvers konar miililiSir mata krókinn og verSbólga og spill- ing magnast í vanþróuSu löndunum RÆTT er um í Dan- mörku að fara að dæmi Banda- ríkjanna í haust og hætta allri aðstoð við vanÞróuðu Þjóðirn- ar. Þetta kann að Þykja kald- hæðni, en er Þó í raun og veru ekki annað en raunsæi. Átylla Bandaríkjamanna var að hætt. skyldi við Þau hernaðarævin- týri, sem Indland, Pakistan, Egyptaland, Indonesía o.s.frv. hafa lagt út í til að beina at- hyglinni frá efnahagsöngÞveit- inu, sem hjá Þeim ríkir Hitt réði Þó úrslitum um ákvörðun Bandaríkjamanna, að Þeir játa, að aðstoðin hefur aðeins gert illt verra eins og hún hefur verið í té látin til þessa, og nú liggur þetta einnig ljóst fyrir Dönum. Ef augum er rennt yfir hnött inn er unnt að koma auga á einstaka staði, eins og Formósu þar sem sérstakar aðstæður hafa valdið framförum. En i rúmum sjötiu vanþróuðum ríkj um er um kyrrstöðu. að ræða eða afturför. f sumum vanþró- uðu löndum hefur orðið nokk- ur aukning á iðnaðarframíeiðslú sem svarar nokkurn veginn til fólksfjölgunarinnar en varla meira. Þetta hefur þó kostað dýrtíð, sem kyrkt hefur efna- hagslegt frumkvæði í landinu og gert mestum hluta íbúanna ævina enn óbærilegri en áður. En endalausar vífilengjur, sem vanþróuðu þjóðirnar hafa við- haft í stað þess að leggja fram tölur um hag sinn, hafa smátt og, smátt opnað augu manna út í frá, ásamt ýmsum öðr- um óþægilegum staðreyndum. Illt er ástandið orðið, en það versnar þó óðfluga, þar sem fyrstu mannmörgu árgang ar fólksfjölgunarinnar eru ekki aðeins farnir að þurfa mat eins og fullorðið fólk, heldur og að heimta atvinnu í löndum, þar sem raunveru- legt atvinnuleysi nær til ann ars hvers manns að heita má. Aukin ókýrrð af þessum sök- um hefur vakið ugg hjá ríkis stjórn Bandaríkjanna. Upphátt er sagt, að þróunin, sem komið hafi verið af stað hafi staðnað. KYRRSTAÐAN stafar af því, að ekkert vanþróað ríki er þess enn megnugt að koma á laggimar stjórn, sem fylgt getur fram uppbyggingarstefnu se^p menn þar hafa auk þess óljósar hugmyndir um. Ef Ind verjar hefðu til dæmis varið að eins nokkrum hluta þess fjár, sem þeir hafa greitt fyrir flutn ing á gjafakorni frá Banda- ríkjunum, til framleiðslu til- búins áburðar, væri matvæla- framleiðslan í landinu nú meiri en Iandsmenn þurfa á að halda Bættar ráðleggingar ættu að geta komið í veg fyrir, svona dýr víxlspor. Hitt er þó enn verra, að stjórnirnar í vanþró uðu ríkjunum hafa ekki afl til að breyta um stefnu sjálf ar, þegar Ijóst er orðið, hvað gera þarf. Stjórnmálavaldið í van- þróuðu ríkjunum hvílir að heita má allt í höndum þeirra fáu, sem eignir eiga og hafa vald á landbúnaðinum vegna eignarhalds á landinu og verzl uninni með peningalánum. Þeir taka sitt á þurru, eins og er, en misstu spóninn úr askinum og valdið ef öðrum FYRRI GREIN stéttum þjóðfélagsins ykj- ust áhrif. Þess vegna standa þeir gegn framförum. Þetta er síður en svo arfur frá nýlendutímanum. Þjóðlönd in, sem ekki hafa verið nýlend- ur, eru hér táknræn dæmi, eins og Persía og Ethiópía. Þar er kyrrstaðan enn meiri en í þeim löndum, sem áður voru nýlendur. Nýlendustjórnirn ar brutu lénsvaldið á bak aftur betur en flest annað og fram fara verður fyrst vart í fyrr- verandi nýlendum, einkum í Asíu, þó að til séu undantekn inga frá þvi. ÞORRI manna á Vesturlönd- um huggar sig við, að varla sé von. að unnt hafi verið að koma miklu til leiðar á undan gengnum 15—20 árum. „Hugs ið ykkur, hve þetta tók langan tíma, fyrir okkur sjálf.“ En Japanir hafa nálega þrefaldað framleiðsla Kínverja hefur að framleiðslu sína á 15 árum og Nasser og Nkrumah aS ofan, en Sukarni til hliðar J skýr vitn< um valdamenn, sem notaS hafa efnahagsaðstoð til þess að tolia á valdastóli. minnsta kosti fjórfaldazt síð an 1959, þrátt fyrir allar hugs anlegar hindranir annarra þjóða. Japan og Kína af- sanna þa almennu skoðun manna á Vesturlöndum, að efnahagslegar framfarir séu forréttindi hvítra þjóða. Eng in skynsemi liggur að baki því að benda í þessu sambandi á, að einræði ríki í Kína. Einræði ríkir ekki í Japan, en aftur á móti í að minnsta kosti 60 vanþróuðum löndum, og víð- ast hvar til muna strangara en kínverska einræðið. Samt hefur þessum þjóðum ekki tekizt að ná neinum jákvæðum árangri, þrátt fyrir verulega aðfengna aðstoð. Meginástæða þess, að aðstoðin hefur nálega alveg brugðizt, liggur einfaldlega í því, að aldrei var ætlunin að styðja viðtakandann til framfara. Aðstóð vestrænna þjóða hefur ávallt fyrst og fremst verið í té látin af bein um ótta við byltingu í hinum nýfrjálsu ríkjum. Aðrar hliðar ástæður hafa einnig haft sitt að segja, svo sem að losa sig við offrramleiðslu heima fyrir eins og bandaríska kornið. Þá má og nefna viðleitni til ,að hag nýta vanþróuðu ríkin í stjórnmálum, eins og þegar V- Þjóðverjar hætta aðstoð við þau vanþróuð ríki, sem viðurkenna Austur-Þýzkaland. Að lokum kemur svo vonin um að ná und ir sig verzluninni við vanþró- uðu löndin í framtíðinni. f lög um Dana um erlenda aðstoð er þetta heiðarlega viðurkennt. Komi mannúðarsjónarmið yfir Ieitt til greina í þessu sam- bandi, er það naumast fyrri en ærið neðarlega á orsakaskránni. Vegna ótta við byltingu hef ur vanþróaðri þjóð oft ver ið veitt aðstoð til þess að halda ákveðinni stjórn víS völd, ef hún aðeins „hallast á sveif með vestrænum þjóðum." Nefna má Sukarna, Nkrumah, og Nasser sem dæmi um drottn ara, sem aðrir hefðu fyrir Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.