Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 1966 í KILI SKAL KJÖRVIÐUR IÐNlSÝWINQIN w IÐNSYNINGIN 1966 Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9—14 og almenning kl. 14—23 alla daga. Kaupstefnan allan daginn. Veitingar á staðnum. Aðgangseyrir 40 kr. fyrir fulorðna, 20 kr. fyrir börn. Silfur- merki fylgir hverjum aðgöngumiða. Banagæzla frá kl. 17—20. Sérstakur strætisvagn allan daginn á heilum og hálfum tímum frá Kalkofnsvegi. KOMIÐ SKOÐIÐ KAUPIÐ ÍSRAELSÞING Framhald af hls. 1. fyrír alla, án tillits til trúar- bragða og ætternis, en framar öðru er það tákn þeirrar ein- ingar, sem rikir í hinu unga Ísraelsríki. Vér skulum þess vegna votta Gyðingaþjóðinni virð- ingu vora og þakka það kraf taverk að hún komst lífs af. Ein lög fyrir alla eru frumskilyrði frið ar og samheldni með hverri þjóð hvort sem hún er stór eða smá. Og þótt ísraelsbúar séu mismunandi að trúarskoðunum og uppruna, hafa þeir þegar sannað þann ásetning sinn að varðveita lög landsins óskipt og þannig hafa þeir sýnt öðruin þjóðum, að fólk úr ólíku um hverfi og af ýmsum kynþátt- um getur iifað í friði og ein- drægni í litlu landi. Á sama hátt vitum vér, að verði lög- um og virðingu fyrir frelsi beitt í sambandi við deilur þjóða í milli getur friður ríkt á stærri svæðum. Þetta er sá frið arboðskapur, sem hefur borizt frá hinu unga Ísraelsríki ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir til allra þeirra, er heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu þann 22. ágúst, með heimsóknum, skeytum og gjöfum og gerðu mér daginn ánægjulegan. Lifið heil. Björn Sigurðsson, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi MóSir okkar Guðbjörg Helga Elímundardóttir 1 ióstnóöir, Stöðvarfirði, sem andaðist 24. ógúst, verður. jarðsett að Þingmúla í Skrlðdal mið- vikudaginn 31. ágúst kl. 14. Sigríður Runólfsdóttir, Erlingur Runólfsson, Eymundur Runólfsson. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför, eiglnmanns míns föður okkar og tengdaföður, Kristjáns Jónssonar Mimisvegi 2, Reykjavík. Þorbjörg Kjartansdóttir, dxtur og tengdasynir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðmundar Arasonar frá Bíldudal 'Fyrir hönd vandamanna, Rebekka Guðmundsdóttir. Faðir okkar Þorleifur Halldórsson frá Árhrauni lézt á sjúkrahúsi Selfoss 27. ágúst. Börn hins látna. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín E. Sigurðardóttir Bólstaðarhlíð 42, andaðist ( Landspítalanum 29. þ. m. Börn, tengdabörn og barnabörn. þau undanfarin 18 ár, sem það hefur aðhyllzt lýðræðisreglur og þingræðisstjórn. Vér vonum, að sá boðskapur, haldi áfram að breið ast út, ekki einungis innan land anna fyrir botni Miðjarðarhafs, heldur um heim allan. Þessi skal vera ósk vor á þessum dýrðar degi, í sögu hins endurreista ísraels," sagði Birgir Finnsson að lokum, „og um leið skulum vér minnast framlags Gyðinga í þágu mannkynsins á liðnum tím- um og baðskapar spámanna og vitringa, sem endurómar í hæð unum umhverfis okkur.“ Við athöfnina í dag afhentí Kadish Luz, forseti þingsins í ísrael, frú James de Rotschild sérstakt þakkarávarp en hún og maður hennar voru fulltrúar þeirra fyrirtækja Rotsohildætt- arinnar, sem gefið hafa megn- ið af þeim sjö milljónum dala sem nýja þinghúsið kostaði. f fyrramálið verður hald- inn sérstakur hátíðafundur ísraelsika þingsins í nýja þinghús inu. Síðdeigis hefur forseti lands- ins boð inni fyrir hina erlendu gesti og annað kvöld halda þingforseti og kona hans veizlu. Tilraun til nauögunar HZ-Reykjavík, þriðjudag. Skömmu fyrir miðnætti sl. Iaugardags var Iögreglunni til- kynnt um Iíkamsárás í húsi neðarlega við Hverfisgötu. Brá hún skjótt við og fór á ódæðis staðinn. Hittu þeir fyrir unga stúlku og kærði hún yfir nauðg unartilræði við sig. Skýrði hún frá öllum mála vöxtum í stuttu máfi. Hún kvaðst hafa farið með kunningja fólki sínu í „partí“ í áður- greint hús, við Hverfisgötuna. Hún kvað ungan mann, sem leig ir í húsinu hafa boðið sér inn í það. Datt henni ekkert ljótt í hug. Varla var hún komin inn úr dyrunum þegar maðurinn, sem var við skál læsti herberginu og leitað,i á hana. Reyndi hún að verjast eftir mætti og kall- aði óspart á hjálp. Kona í næsta herbergi rann á hljóðið, bankaði að dyrum og opnaði mað urinn þá dyrnar, enda orð- inn hræddur. Stúlkan var þrút- in um úlnliðina og einnig hafði pils hennar rifnað. Kvað hún manninn hafa haldið sér. Hon- um tókst ekki að fá vilja sín- um framgengt, en var hins vegar fluttur í örugga geymslu. Kjördæmisliing í Húnaveri Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra verður háð í Húnaveri 4. september kl. 1 e. h. Auk venju legra aðalfundarstarfa flytja al- þingismennirnir Björn Pálsson og Skúli Guðmundsson erindi um stjórnmálaviðhorfið. Fulltrúar eru livattir til að mæta vel og stund- víslega. Stjórn Kjördæmissambandsins. SKÓLAR Framhald al bls ltj málastjórnar skólanna og skóla stjóra tvi- og þrísettra skóla TÍMINN leitaði í dag fregna af þessum fundi og náði tali af Hirti Kristmundsisyni, sikóla- stjóra. Hann sagði, að fundur- inri hefði verið tiltölulega mjög fjölsóttur og hefði þar ríkt ein hugur og samstaða um að fá málið leyst. Hefði menntamála ráðuneytið nú skipað viðræðu nefnd til að fjalla um máltð og væri þess vænzt að fundurinn yrði grundvöllur til samkomu lags hið allra fyrsta. — En hvernig til tekst, vil ég engu spá um, sagði Hjörtur — Þar verður að arka að auðnu. Áður höfðu skólastjórar tví- og þrísettra skóla lýst því yfir að þeir mundu einungis láta skólana sfarfa reglulega dagieg an skólatíma, ef samkomulag næðist ekkj um aukagreiðslur vegna tví- og þrísetningar. Á fundinum, sem haldinn var á sunnudaginn, var ákveðið að slá þessum aðgerðum á frest og munu því tví- og þrísettir skól ar starfa eins og fyrr, þar til lausn hefur fengizt í málinu. SMOKKVEIÐI Framhald af bls. 16 —500 kg aflhonuim yfir kvöldið. Hraðfrystihiúisið hér kaupir aflann á 5 fcr. kílóið, frystír hann síðan og selur til beitu. Veiðarnar standa yfirleitt yfir í mánaðartiima eða þar til nóg hefur veiðzt. FÁ ENGA SÍLD Framhald af bls. 16. nauðsynlegt er að taka afstöðu til og ræða, því að augljósf er, að það nær engri átt að sfldarflutti- ingaskipin hafi heimild til að taka ótakmarkaða síld á meðan sðltun arstöðvar fá enga síld tjl vinnslu. SYNDIÐ 200 METRANA! Mikil aukning í flutningum iATA-félaganna á árinu: Farþegaaukning 19.2% á N-A tlantshafsleiðinni GÞE-Reykjavík, mánudag. f fréttatilkynningu sem blað- inu hefur borizt frá IATA, segir, að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hafi vélar flugfélaganna sem í sambandinu eru, flutt 1. 761.122 farþega á Ieiðunum yfir Norður-Atlantshaf. Mun hér vera um að ræða 19,2% aukningu í farþegaflutningi á þessum leiðum frá því, sem var á fyrstu 6 mán- uðum ársins 1965- Þá hefur farm flutningur vélanna aukizt allveru- lega frá því sem var á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs, og nemur sú aukning 27,5%. Á síðustu árum hefur sam bandinu vaxið mjög fiskur um Framsóknarmenn, Mvrasýslu Framsóknarfélag Mýrasýslu hetd ur aðalfund sinn í Borgarnesi n. k. laugardag kl. 2 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Almennar um- ræður um héraðs og landsmál- hrygg, og til samanburðar má geta þess, að fyrstu 6 mánuði ársins 1956 fluttu vélar IATA félag anna aðeins 325.886 farþega, og á sama tíma á árinu 1963 fluttu þær 994,767 farþega. Af þeim 1.761,122 farþegum, sem ferðuðust með vélum sam bandsins fyrstu mánuði þessa árs, voru aðeins 146,957 á fyrsta farrými, en 1.614.165 voru á öðru farrými. Á umræddu tímabili hafði sambandið yfir að ráða 3.230.584 sætum, 2.841.773 á öðru farrými og 388,811 á fyrsta far rými. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugavegl 12 Simi 35135 og eftir lokun slmar 34936 og 36217 Eftirtalin flugfélög eru aðilar að IATA: Air Canada, Air France Air India, Alitalia, BOAC, Cana dian Pacific, E1 Al, Iberia, Irish International, KLM, Lufthansa, Olympic, Pan American, Qant- as, Sabena SAS Seaboard World, Swissair og TWA. Landrover - diesel til sölu, árg. 1963 í góðu á- sigkomulagi. Upplýsingar í síma 34960 eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.