Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 1966 TÍMINN MINNING LuÐVIG GUÐMUNDSSON fyrrverandí skólastjóri Sökum fjarvistar get ég ekki kom ið því við að flytja kveðjuorð við jarðarför Lúðvigs Guðmundssonar skólastjóra. Þess vegna langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum í blaðagrein. Og þó finn ég mig vanmáttugan slíks, þegar allt kemur til alls. Lúðvig var sérkennilegur maður, og ógleymanlegur mun hann verða hverjum þeim, sem öðlazt hefir vináttu hans. Sá þáttur, sem hann hefir átt í menningarlífi þjóðar- innar, verður ekki skilinn til fulls, nema menn geri sér grein fyrir persónuleika hans sjálfs, — og varla er hægt að minnast hans, þegar hann er genginn, nema með því að verða persónulegri en við- eigandi þykir. Ég kynntist Lúðvig fyrst á þeim árum, er hugur minn var sem óðast að kynnast umheiminum, opinn upp á gátt fyrir straumum og stefnum samtíðarinnar, eins og ungum mönnum er eðlilegt. Hann var stúdent í guðfræðideild- inni, þegar ég kom þangað haust- ið 1924. Höfðum við sézt aðeins einu sinni þá um sumarið, þegar Lúðvig var á hringferð með strand ferðaskipinu og kom meðal annars á Djúpavog. Þá var hann með mesta eldmóði að selja happdrætt ismiða í þágu stúdentagarðsins, og útvega umboðsmenn. Svo fast höfðu þessir fyrstu samfundir mót azt í húga minn, að ég man logn blikið utan við borðstokkinn. En það var síður en svo lognmolla kringum Lúðvig sjálfan. — í guðfræðideildinni var Lúðvig elztur að árum og reynslu. Hann hafði lagt stund á náttúrufræði við erlendan háskóla, en þá rann það allt í einu upp fyrir honum, að maðurinn væri merkilegra við- fangsefni heldur en dýrin, og sneri sér að læknisfræði. Þegar hann hafði stundað læknisfræði um hríð varð enn þá breyting í huga hans. Honum fannst læknisfræðin orðin fullmikið háð efnishyggjunni og meira hugsað um líkamann en sálina, en þegar allt kæmi til alls væri ódauðleg mannssál meira virði en líkami, sem aðeins dygði i nokkur ár, — og nú sneri Lúðvig sér að guðfræði, því að þar taldi hann að mest yrði um það nugsað að göfga og betra mannssál'.na. Lúðvig lýsti þessum námsferii með glettni í augum, en sannleik- urinn var sá, að honum var full- komin alvara í þessari fjölbreyttu leit að verkefnum, sém stóð í sam bandi við breytingar á innra lífi hans sjálfs. Stefnuhvörf frá efnis- hyggju til andlegrar lífsskoðunar og trúar. í þá daga var guðfræðideildin fjölmenn og mikið fjör í starf- semi hennar. Við stúdentarnir tók um okkur ýmislegt fyrir hendur, utan við fasta nán^áætlun. Auð- vitað er erfitt að muna það eftir marga áratugi, frá hverjum tillög ur og uppástungur höfðu komið, en einhvern veginn finnst mér eft ir á , að þó að við hefðum mörgum vöskum drengjum á að skipa, hafi Lúðvig Guðmundsson verið sá, sem bezt gekk fram í að taka upp nýjungar og óvenjulega hluti. Einu sinni var rætt um það, að við stúdentarnir hefðum ágæta upp- fræðslu í guðfræðilegum vísindum en legðum of litla stund á að efla trúarlíf okkar sjálfra sam eiginlega. Því gerðum við það að fastri reglu um langt skeið að koma saman hálfa klukkustund á hverju laugardagskvöldi til bæna og hugleiðingar. — Þangað feng- um við stundum presta og aðra til að vera með á þessum helgi- stundum, og af ásettu ráði völdum við þessa menn án tillits til guð- fræðilegrar stefnu. í þá daga var barizt um það, hvort gamal — guð fræðin eða frjálslynda guðfræðin ætti að verða ofan á í kirkjunni. Virtist okkur það þvi nauðsyn- legt að láta rödd hinnar frjáls- lyndu trúarstefnu heyrast betur með þjóðinni, og stofnuðum mán aðarritið “Strauma“; Því héldum við úti í nokkur ár. í hvorutveggja þessu var Lúðvig með af Iífi og sál. Lúðvig Guðmundsson var einn þeirra manna, sem aldrei spurði, um það, hvað væri honum sjálf- um þægilegast, hvað borgaf^, sig bezt. Hann lét sig einu gilda, hver var með eða móti, ef hann hafði sjálfur orðið sannfærður um, að hann ætti að taka til máls. Hann átti það til að halda eins konar predikun á rússagildi og hann flutti einu sinni tvo fyrir- lestra gegn þáverandi biskupi landsins vegna hins svonefnda vígsluneitunarmáls. Eignaðist Lúð vig þá bæði meðhaldsmenn og harða andstæðinga. Annars var Lúðvig í þá daga þekktastur fyrir afskipti sín af félagsmálum stúdenta. Þar stóð hann að sjálfsögðu ekki einn uppi, en enginn var betur hæfur til forystunnar eða spámann- legs eldmóðs, þegar tala þurfti eða rita úm málið. Sjálfur minn ist ég þess stundum, þegar Lúðvig mætti mér seint um kvöld í norð angarra og grimmdarfrosti, og knúði mig til að skrifa mína fyrstu blaðagrein, sem prentuð var daginn eftir. Því drep ég á þetta, að ég hygg, að fáir hafi haft jafnörfandi og hvetjandi áhrif á unga menn sem Lúðvig. — Þá var aldrei talað um „kjaramál'' stúdenta. Okkur hefði klígjað við slíkum orðum. Lúðvig leit á þetta sem hugsjónamál, menningarmál. Meðan stúdenta- garðurinn var ekki kominn, beitti Lúðvig sér fyrir Mensa Academica, stúdentamötuneyti. í félagslegu tilliti var Mensa eins konar and leg miðstöð. Við drukkum þar kvöldkaffi stundum, ræddum hugðarefnin, héldum fundi og fyr irlestra. Sönglistarmenn og hljóð færaleikarar litu þar inn. Þetta var eins og fjölmennt menningar heimili. Og þannig hugsaði Lúðvig sér stúdentagarð fyrst og fremst, nema stærri í s.^iðum og full- komnari að ytri gerð. Ekki lr«k Lúðvig Guðmunds- son við guðfræðinámið. Hon- um barst köllun til að taka að sér Hvítárbakkaskólann. Þar eygði Lúðvig á svipstundu fram- tíðarmöguleika, sem sannarlega voru ekki lítils virði fyrir mann með hans hugsunarhætti. Og ekki ýkja löngu siðar tók hann að sér gagnfræðaskólann Smbjörn Haukur Helguson Kveðja frá systkinum, foreldrum og eiginkonu. Hrærð þig.kveðjum bróðir bezti blessun drottins fylgi þér, dásöm var þín dyggðafesti, dagur starfsins ljóma ber. Þér við hjartans þakkir færum, þú varst okkar fyrirmynd, mynd, sem geymd í minnum kærum mildar okkar táralind. Elsku sonur, sár er stundin, sjónum okkar horfinn ert, við þig stærsta von var bundin, vonarfylling sú er skert, þegar virtist árdagsyndi aftansól til viðar rann, þegar sérhvað lék í lyndi lífsins þráður sundur brann. Látni sonur, þér við þökkum þína miklu tryggð og ást. Hljóð við biðjum huga klökkum hæstan guð, sem engum brást, þó að okkur þjaki tregi, þungt og ervitt sé um mál, leiði nýja lífsins vegi ljóssins englar þína sál. Eiginmaður elskuríkur örugg stóð ég þér við hlið. — Óvænt dauðans stormur strýkur stundum burtu traustan við. þú ert fallinn fyrr en skyldi. finn ég minna barna smæð en ég treysti Alvalds mildi. Æðstur drottinn sárin græð. Magnús frá Skógi. á ísafirði og var skólastjóri hans í allmörg ár, en fluttist þaðan til Reykjavíkur að nýju, og stofn aði þar Handíðaskólann, sem var alger nýjung í okkar menn- ingu. „Ég veit það vel“, sagði Lúð- vig einu sinni við mig, „að sumir bregða mér um hringl andahátt. En í raun og veru hef ég alltaf verið sjálfum mér sam- kvæmur." Og það sagði hann satt. Hann naut þess að vera stjórn- andi ungs skóla, sem var í mótun, og þurfa að striða við ýmiss konar örðugleika frumbýlingsins. En þeg ar stofnunin var komin á það stig, að ekki þurfti lengur að bera neinn kvíðboga fyrir framtíðinni í höndum annars manns, þá vildi Lúðvig gjarnan taka saman pjönkur sínar og fara. Og Lúð- vig var einn þeirra, sem aldrei var í vandræðum með að finna ný verkefni. Hann gerði Hand- íðaskólann að mikils virtri stofn un, og að lokum lét hann einnig af störfum þar, enda var hann á síðari árum mjög heilsutæpur. Oft ræddum við um það okkar á milli, hvort Lúðvig ætti ekki að ljúka guðfræðinni, þó að hann væri orðinn miðaldra, og sækja um prestakall. Því miður varð ekki úr því annað en ráðagerð in ein. En stundum hef ég verið að velta því fyrir mér, hvernig prestur Lúðvig hefði orðið. Helzt hugsa ég mér, að hann hefði tekið við einhverju „niðurníddu" presta kalli, með steinsofandi söfnuð um. Þar hefði hann brugðið upp töfrasprota heilags orðs og kveikt líf og fjör. Og þegar allt var kom ið í gang, hefði Lúðvig kvatt sókn arbörn sín og hugsað á þessa leið: „Nú getur þetta allt gengið slétt og rólega með guðs hjálp og góðra manna.“ Oft naut ég þeirrar gleði að vera samvistum við Lúðvig, þeg ar hann var brennandi í andan- um og barðist fyrir áhugamál um sínum með mikilli gleði. Ég veitti því athygli að hann hafði til að bera þann eiginleika sem er aðall hvers góðs skólamanns, en það er skiln ingur á einstaklingseðli nem- endanna. Hann vildi hvetja hvern ungan mann til að vinna samkvæmt því sem eigin sam- vizka, eigin skynsemi, og sjálf- stæður smekkur segði fyrir um. Þó að Lúðvig væri í eðli sínu baráttumaður, hafði hann, meðfram fyrir áhrif guðfræði- deildarinnar, tamið sér að líta svo á, að andstæðingurinn hefði einnig sinn rétt. Af þessu leiddi, að Lúðvig vildi aldrei láta líta á það sem fjandskap við nokkurn mann, þótt hann réðist á skoðan- ir hans. Þessu er ég vel kunnugur. Við Lúðvig vorum svo víða skoðanabræður en andstæðingar í opinberu máli. Baráttan breytti í engu skoð un minni á Lúðvig né tilfinning- um mínum í hans garð — en ekki heldur skoðunum mínum á bygg- ingu Hallgrímskirkju. Þegar litið er til baka, hygg ég, að það sem lengst heldur minningu Lúðvigs Guðmundsson ar á lofti, sé skólastarf hans. Braút ryðjandastarf í þágu listfræðslu, í landinu var átak. sem meira en meðalmann þurfti til. En við, sem vorum honum samtíða, teljum hann góðan fulltrúa hinnar bjartsýnu og bjarttrúuðu aldar, sem við þekktum í æsku. Aldar, sem hafði persónulega reynslu af heims styrjöld og kreppu. en glat aði aldrei þeirri bjartsýni, og þeirri trú á sigur hins góða, sem sprottin var af is- lenzku trúaruppeldi liðinna kyn slóða. Þegar ég hugsa um suma af mínum nánustu félögum. í æsku, sé ég fyrir mér hinar ólík ustu myndir mannlegrar skap gerðar, en trúajátning beirra var mannúð og virðing fyrir valdi hins góða í tilverunni. Lúðvig Guðmundssson átti sér náinn félaga, þar sem var kona hans, Sigríður Hallgrímsdcttir. Heimili __ þeirra var fallegt og hlýlegt. Ég lýsi ekki nánari atvikum, en eigi ég að telja upp þau heimili, sem eia hvern tíma hafa verið opis mér og mínum, þegar mikið lá við, myndi ég ekki draga það und an. — Þau hjón voru mjög sam hent og skildu hvort annað vel. Þau hafa notið þeirrar gleði að sjá börnin sín, þau er upp komust, brjóta sér braut með sæmd. Einn sonur þeirra, Hall grímur, átti við heilsuleysi - að stríða frá barnsaldri, og hva’rf úr hópi lifenda hér á jörð á bezta aldri. Það var þung raun, sem vafalaust gekk nærri þeim hjón um báðum. En það er „áhætta kærleikans", sem próf. Harald ur, frændi Sigríðar, talaði um af mikilli snilld — að taka á sig þján ingu annarra vegna. Liiðvig Guðmundssson var oft á sjúkrahúsum á seinni árum. Ég minnist því samveru hans við morgunguðsþjónustur á Landsspít- alanum — og á því sjúkrahúsi bar fundum okkar saman í síðasta sinn, nú fyrir fáum dögum. Ég ræði auðvitað ekkert um það sam tal okkar hér — en því trúi ég, að hann hafi nú tekið með ein- hverjum hætti þá vígslu, sem hann sá fyrir sér i djúpi vitundar sinn ar. Guð styrki ástvini hans, og gefi honum sjálfum „raun lofi betri“ Jakob Jónsson. (ÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. ust í úrslitakeppnina, 7,42 metra. I 400 metra hlaupi náði Pðl verjinn Gredzinski beztum ár- angri, 46,6 sek., en límir riðlarn ir unnust á 46.7 sek, 46.9 sek 47,0 sek. og 47,1 sek. Auk þess var keppt í tveim ur hlaupagreinum kvenna, 100 og 400 metpa. Mótinu verður hald ið áfram í dag, og þá keppa m.a. íslenzku keppendurnir, Jón Þ. Olafsson, hástökki, Valbjörn Þor láksson, tugþraut og Sigrún Sæ- mundsdóttir í langstökki eða fimmtarþraut. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. aði 17,22 metra. I öðru sæti varð Margitta Gaummel, Aust- ur-Þýzkalandi, 17,05 metra. Þriðja varð Marita Lange, Austur- Þýzkalandi, 16,96 metra. Fjórða varð Galina Zybina Sovét- ríkjunum, 16,65 metra, — og fimmta Maria Tsjobova, BúlSariu, 15,97 metra. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. og verði enn jafnt eftir fram lengingu, þurfa Iiðin að leika nýjan Ieik sem fram færi á hlutlausum velli. Ef símasamband verður gott við Liege í kvöld mun frásögn af leiknum birtast í blaðinu á morgun. Á VÍÐAVANGI Framhald at bls. 3 inn þeim launagreiðslum, sem algengastar eru á vinnumarkað •num. Sýnikennsla. Ferill núverandi ríkisstjórn ar er fullkomnasta sýnikennsla, sem völ er á, í því livernig á að ala verðbólgu. Framsoknar flokkurinn hefur hins vegar sýnt það hvað eftir annað, bæði í fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi stjórnarandstöðu, hvaða viðbrögð eru undirstaða viðnámsins gegn verðbólgunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.