Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1966, Blaðsíða 3
rálÐVIKUDAGUR 31. ágúst 1966 TÍMINN Síðastliðinn föstudag lenti leikkonan Kim Novak í bilslysi. Hafði hún ekið bíl síniitn út í skurð og gereyðilagðist bif- reiðin alveg. Óttuðust læknarn ir, sem rannsökuðu leikkonuna til að byrja með, að hún væri hryggbrotin, en í ljós kara að hún hafði sloppíð með tals verðar skrámur, m. a. varð að sauma skurð á handlegg hennar með 15 nálsporum og er búizt við að hún verði að vera í vikutíma á sjúkrahúsi. Sjálf segir Kim um þet.ta slys sitt: — Eg er heppm að vera á lífi. Eg gat ekikert gert, þegar ég uppgötvaði allt í einu, að eitt hjól bífreiðarinnar þeytt ist af. Kettirnir mínir tveir og hundarnir tveir, sem voru með mér sluppu alveg ómeidd. Það eina sem ég hugsaði um var að bjarga þeim, þegar bíll inn fór út af. Eg kastaði þeim á gólfið o-g kastaði mér ofan á þau og það bjargaði lífi rnínu. í síðastliðinni viku kornu þau Brigitte Bardot og nýi eiginmað ur hennar til Korsíku. Höfðu þau tekið lystisnekkju á leigu og komu til Korsíku ásamt tveimur vinum sínum. Ástæðan til þess að Brigitte kom þangað var, að -hana langaði til þess að láta málarann Léonor Fini mála af sér andlits-mynd. Málarinn Jét þau orð falla við Brigitte að fegurð hennar væri einstök og hefði án efa haft mikil áhrif á ítölsku renes-sanse málarana. Roðnaði Brigitte að sögn við -gullhamrana. ★ Hér sjáum við sex ára gaml an japanskan dreng og hánn virðist vera í allgóðum holdum, því að hann vegur 75 kíló að sögn. og drekkur tuttugu iííra af mjólk á dag. Á hverjum degi er hann svo þjálfaður í þjóðar íþrótt Japana, júdó og er það prófessor við Waseda háskólann sem sér um þjálfun hans. Hér eru þau systkin prinsessa og Karl príns, börn Elísabetar Englandsdrottningar og er myndin tekin, þegar þau fylgzt með samveldisleikjunum á Jamaica. Bob Dylan virðist hafa verið hálfslæmur á tauguim, þegar hann var síðast að halda hljóm- leika í Evrópu, því að ó sein ustu hljómleikum sínum í Eng landi bætti hann allt í einu að syngja og tók að halda ræðu á sviðinu. — Eg ætla aldrei fram ar að halda hljómleika i Eng landi, sagði hann. — Eg er þreyttur að lesa í blöðunum að allir hér kalla söngvana mína „eiturlyfjasöngva“ og ég er dauðþreyttur á því að fólk er alltaf að spyrja mig hvað textarnir sem ég syng, þýða Þeir þýða nefnilega ekki neitt. Gífurleg leit hefur að undan förnu faríð fram á Brétlandseyj um að Harry R-oberts, sem tal inn er hafa átt þátt í morðinu á lögreglum-önnunum þreniur á dögunu-m. Yfir 500 vopnaðir lög reglumenn taka þátt í leitinni og hér sjáum við einn þeirra með allskonar leitartæki í Epping sbóginum rétt fyrir ut an London, en talið er að Hrói höttur hafi falið sig í einhve-rj um skióginum. Leitin hefur stað ið yfir í tíu daga, en engan árangur borið enn þá. Jean Paul Belmondo hefur nú undanfarið að nokkru leyti vanrækt konu sina og börn vegna Ursulu Andress. Nú fyr ir skemmstu mundi -hann ailt í einu, að hann var kvæ-ntur cg hefur fjöðurskyldum að gegna, svo hann birtist allt í einu í Monte .Carlo þar sem fjölskylda han-s var í sumarleyfi, og til- kynnti að nú skyldu þau óll fara í sjóinn og njóta lífsins. Eígin konan vissi nú e-kki alveg hvern i-g hún átti að snúa sér í þessu o-g tilkynnti Jean Paul, að fyrst hann væri kominn, gæti hún vel hugsað s-ér að fá sér frí frá börnunum svona einn dag. Mandy Rice Davies, sem varð heimsfræg fyrir aðild sína í Profumo-hneykslinu forðum daga, hefur nú trúlofazt ísra Saul. — Eg fékk eitthvert kusk í an-n að augað, segir Mandy, — og hann hjálpaði mér við að ná því úr. Síðan leiddi hvað af öðru. Hvar eru ráðin? Verðbólgustjórnin, sem þykist alltaf vera að vinna gegn verð bólgu með hcimsþekktum og viðurkenndum ráðum, en hefur þó opinberlega gefizt upp fyri* verðbólgunni og er lögzt í kör í stjórnarráðinu, er við og við að láta Mogga sinn spyria stjómarandstöðuna, og þó eink um Framsóknarflokkinn: Ilver eru ykkar ráð gegn verðbólg unni? Hvað eruð þið að skamma okkur? Segið heldur, hvaða ráð þið hafið. Hér í blaðinu hafa að vísu hvað eftir annað verið raktar þær forsendur, sem fyrir því eru, að unnt sé að hafa sæmileg an hemil á verðbólgu. Hér skal enn minnzt á nokkur atriði. Meginforsendan. Meginforsenda þess, að umit sé að hafa einhvern hcmil á verðbólgu er að sjálfsögðu sú, að ráðandi ríkisstjóm þori og vilji setja sjálfa sig í veð að það takist og hiki ekki við að fara frá, þegar stefna hennar og aðgerðir ná ekki þeim ár- angri, sem yfirlýstur er, eða ná ekki fram að ganga. Þetta atriði eitt gerbreytir allri v>g* stöðu gegn verðbólgu. Núver andi ríkisstjórn liefur gersam lega svikizt um að gegna þess ari lýðræðisskyldu. Sýnt í verki. Málgögn ríkisstjómarinnar þurfa,ekki að spyrja Framsókn arflokkinn að því, hvaða ráð um hann vilji beita gegn verð bólgu. Þau hefur hann hvað eftir annað sýnt í verki. Ríkis stjóm hans baðst lausnar, þeg ar yfir vofði verðbólgualda, sem ekki náðist varnarsamstaða gegn, og hann gerði það strax, svo að aðrir gætu reynt bol magn sitt til varnar. Hann fór þveröfugt að við núverandi rík isstjórn, sem situr, hve fjallhá ar verðbólguöldur sem vfir dynja. En Framsóknarflokkur- inn gerði meira. Hann studdi blátt áfram þær ráðstafanir, sem viðtakandi ríkisstjóm gerði fyrst eftir stjórnarskiptin, enda voru þær að ýmsu leyti byggð ar á sömu ráðum og hann liefði viljað koma fram. Þá var byggður grundvöllur undir tveggja ára kjarasamninga og á honum mátti einnig byggja varanlegar varnir gegn verð- bólgu næstu ár. Árið 1961 átti Framsóknarflokkurinn líka verulegan hlut að nýjum kjara samningum, sem voru óhjá- kvæmilegir en höfðu ekki ncina verðbólguhættu í för með sér. Þvert á móti veittu þeir ríkis stjórninni öll tök til þess að hafa hemil á verðbólgunni næstu ár. En ríkisstjórnin sló umsvifalaust á þá hönd, sem þarna var rétt fram og felldi gengið í hefndarskyni. Með þvf hófust þau skriðuföll, sem sið an hefur ekki orðið lát á mcð kauphækkunum, sem engar kjarabætur fólust ,í heldur að- eins nýjar verðbólguöldur, þvf að ríkisstjórnin brást í hverju atriði síns hlutverks. Á eftir fylgdi hömlulaus þensla, sem ógilti alla kjarasamninga, og nú er svo komið, að engir sainn ingar eru í raun og veru í gildi og karpað er um launa- hækkanir, sem þó ná engan veg Framhald á bls. 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.