Vísir


Vísir - 30.06.1975, Qupperneq 9

Vísir - 30.06.1975, Qupperneq 9
Vfsir. Mánudagur 30. júni 1975. Elding í Trevino Eldingu laust niður á golf- völlinn fOak Brook f Illinos á laugardag — og þrir kunnir, bandariskir golfmenn, sem voru að keppa á vellinum, slösuðust. Það voru þeir Lee Trevino, Jerry Herd og Bobby Nichols — en enginn alvarlega. Mótinu — Western Open Golf Champi- onskip — var frestað. Þrumuveður mikið gekk yfir Illinois og voru golf- mennirnir kunnu saman við holu, þegar eldingu laust þar niður. Trevino hélt á golf- kylfu sinni og skall á völlinn. Hann er enn á spitala, tals- vert brenndur, en hinir tveir sluppu betur, og fengu að fara af spitalanum i gær. Slys á golfvöllum i sambandi við eldingar eru nokkuð tið og fyrir nokkrum árum lézt skozki landsliðsmaðurinn i knattspyrnu, John White hjá Tottenham, þegar hann varð fyrir eldingu á golfvelli. —hsim. Belginn sterki fannst látinn Belgiski lyftingamaðurinn kunni, Serge Reding, lézt í Manila á laugardag aðeins 33ja ára að aldri. Banamein hans er sagt hjartaslag. Reding var áður heims- meistari ilyftingum og hlaut silfurverðlaun á Olympiu- leikum. Belgiska utanrikisþjónust- an tilkynnti lát Reding i gær samkvæmt frétt frá belgiska sendiráðinu i Manila. Reding hafði verið saknað frá heimili sinu I Brussel i 10 daga og belgiska lögreglan var að undirbúa alþjóðlega leit að honum. Serge Reding tók þátt I heimsmeistara- keppninni i Manila i septem- ber siðastliðnum. —hsim. Danir unnu í tugþraut Danir unnu mjög óvæntan sigur á Bretlandi, Spáni og Hollandi i Evrópukeppninni i tugþraut I Kaupmannahöfn i gær. Danska liðið, sem var i þriðja sæti eftir fyrri daginn, skauztupp i efsta sætið með 21.591 stig samtals. Bretland varð I öðru sæti með 21.226 stig, Spánn I 3ja með 21.068 stig og HoIIand rak lestina með 19.973 stig. Eltjo Schutter, Hollandi, var þó bezti einstaklingurinn I keppninni með 7470 stig, en Erling Hansen, Danmörku, varð annar með 7415 stig. Bretinn Kinder, sem Islend- ingar kannast vel við, varð fimmti með 7153 stig — en fé- lagi hans, Nick Phipps, varð að hætta keppni eftir vöðva- slit i 110 m grindahlaupinu. —hsim. Evrópumet í grindahlaupi Franski grindahlauparinn heimskunni, Guy Drut, setti nýtt Evrópumet i 110 m grindahlaupi með rafmagns- timatöku I St. Etienne i Frakklandi I gær. Þá sigraði hann á franska meistara- mótinu á 13.28 sekúndum. Timi var einnig tekinn á venjulegan hátt á Drut — það er af tfmavörðum — og fékk hann þá 13.1 sekúndu I hlaup- inu. —hsim. Keflvíkingar komu með bœði stigin fró Eyjum Sigruðu heimamenn 1:0 og sluppu við vítaspyrnu, sem allir sóu nema dómarinn Keflvikingar heimsóttu Vest- mannaeyjar á laugardaginn og léku þar við heimamenn i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu. Sú ferð var þeim ánægjuleg, þvi að heim fóru þeir með bæði stigin Þetta er hið umtalaða atvik úr leik ÍBV og ÍBK á laugar- daginn, Þórður Hallgrims- son er á fullri ferð inn i vita- teig ÍBK, en var brugðið af einum Keflviking, sem einn- ig ætlaði að spyrna I knött- inn. Eyjaskeggjar vildu fá vítaspyrnu á þetta, en dóm- arinn dæmdi útspark frá marki ÍBK.... ljósmynd GS.. eftir að hafa sigrað i leiknum með einu marki gegn engu. Bjuggust þeir ekki við þvi áður en þeir héldu til Eyja, þvi að þeir voru ekki með sitt sterkasta lið og áttu eins von á þvi að fá „flengingu” hjá Eyjaskeggjum. Allt útlit var fyrir það fyrstu 15 minútur leiksins, en þá sóttu Vestmannaeyingar án afláts og sköpuðu sér mörg ágæt tækifæri. Lá fyrsta markið i loftinu, en það kom ekki þeim megin, sem Eyja- menn bjuggust við — heldur hin- um megin á vellinum. Það var á 16. minútu leiksins, að Steinar Jóhannsson fékk send- ingu inn i vitateig IBV, þegar vörn liðsins var sýnilega um allt annað að hugsa en hann, og fékk hann ágætan tima til að renna boltanum i netið. Eftir þetta mark ' dofnaði yfir heimamönnum og Keflvikingar lögðu allt upp úr að verjast, svo að úrþessu varð litið annað en þóf sem eftir var leiksins. Eitt bezta tækifæri Vestmannaeyinga i fyrri hálfleik átti Þórður Hallgrims- son, er hann kom brunandi inn i vitateig Keflvikinga með boltann á tánum. Þar var tekið hraustlega á móti og endaði sprettur hans með þvi, að einn varnarmanna IBK brá honum. Allir bjuggust við að Magnús „millirikjadómari” Pét- ursson myndi dæma vitaspyrnu — en það gerði hann ekki, heldur útspark frá marki IBK!! Þarna var þó um augljóst viti að ræða, og sáu það allir — m.a. Þorsteinn ölafsson markvörður ÍBK, sem sagði eftir leikinn, að þetta hafi verið augljóst viti. Þorsteinn varði vel I þessum leik — þar á meðal tvö góð skot frá Erni og Sigurlási. Heldur var rólegra hjá honum i siðari hálf- leik, en sá hálfleikur var slakur og gerðist fátt markvert i honum fyrir utan að þeir Þorsteinn markvörður og Grétar Magnús- son IBK voru báðir bókaðir fyrir tafir. I hvorugu liðinu var mönnum skipt inn á i leiknum, og var þó full ástæða til þess i liði IBV, þar sem vörnin var óörugg og li'till kraftur I framlinunni. Eini mað- urinn I IBV-liðinu, sem eitthvað bar á, var Þórður Hallgrimsson. I liði Keflvikinga átti Gísli Torfason stórleik á miðjunni og bar af öllum öðrum á vellinum. An hans hefðu Keflvikingar örugglega fengið þá „flengingu” hjá Eyjamönnum, sem þeir bjuggust við að fá, áður en þeir yfirgáfu „landið”... G.S.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.