Vísir - 03.07.1975, Side 6
6
Vfsir. Fimmtudagur 3. júll 1975.
VÍSIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórna riulltrú i:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Slmi 86611
Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf.
Ný rök gegn niðurgreiðslum
Suðurnesjatiðindi tóku nýlega undir gagnrýni
Visis á niðurgreiðslukerfið og studdu röksemd-
imar um, að kerfið ruglaði verðsamræmi i land-
inu og spillti verðskyni almennings. En Suður-
nesjatiðindi bentu lika á atriði, sem ekki hefur
verið gaumur gefinn, að islenzkir skattgreiðend-
ur greiða lika niður neyzlu varnarliðsmanna.
Blaðið segir frá skýrslu um sölu Osta- og
smjörsölunnar, Mjólkursamsölunnar og Slátur-
félags Suðurlands til varnarliðsins. í þeirri
skýrslu kemur fram, að islenzkir skattborgarar
greiða 27 milljónir króna á ári i niðurgreiðslur á
neyzlu varnarliðsmanna á islenzkum land-
búnaðaraf urðum.
Þessi ábending blaðsins minnir um leið á, að is-
lenzkir skattgreiðendur borga lika landbúnaðar-
afurðir fyrir hina mörgu erlendu ferðamenn, sem
hingað koma. Ekki er auðvelt að reikna, hve mik-
il þau fjárútlát eru, en þau eru alténd snöggtum
meiri en útlátin vegna vamarliðsins og skipta
vafalaust mörgum tugum milljóna króna á ári
hverju.
Samtals nemur aukakostnaður þjóðarinnar
gagnvart útlendingum vegna hins hrikalega
niðurgreiðslukerfis áreiðanlega meira en 100
milljónum króna á ári og ef til vill nokkmm
hundruðum milljóna.
Þessi dæmi varnarliðs og erlendra ferðamanna
eru enn ein röksemdin fyrir þvi, að niðurgreiðslur
verði lagðar niður og fjölskyldubætur teknar upp
i staðinn. Með slikri aðgerð mætti spara i einu
vetfangi þær niðurgreiðslur, sem nú renna til
varnarliðsins og erlendra ferðamanna.
Aður hefur verið bent á, hve nauðsynlegt er að
koma á verðsamræmi og efla verðskyn neytenda.
Mjólkin er orðin ódýrari yfir búðarborðið en
undanrennan. Með sama áframhaldi verður
smjörið senn ódýrara en smjörlikið og lamba-
kjötið ódýrara en fiskurinn. Þetta kerfi kostar
skattgreiðendur um fjóra og hálfan til fimm
milljarða á ári og stuðlar þar á ofan að neyzlu á
dýmm vörum i stað ódýrra. Tjón þjóðarbúsins af
þeirri tilfærslu á neyzlu er einnig unnt að meta til
fjár.
Áður hefur einnig verið bent á, að fjölskyldu-
bætur i stað niðurgreiðslna mundu gera neytend-
um kleift að velja sér neyzlu eftir aðstæðum og
beina kaupum sinum að þeim vörum, sem hafa
mest næringargildi i hlutfalli við verð. Fyrir fjöl-
skyldubótafé geta sumar fjölskyldur haldið
áfram að kaupa mjólk, smjör og lambakjöt, en
aðrar fjölskyldur fært neyzluna yfir i ávexti,
smjörliki og fisk og sparað sér töluvert fé um leið.
Ennfremur hefur áður verið bent á, að niður-
greiðslurnar þrengja framleiðslumöguleika
bænda. Þær draga úr, að framleiddar séu ali-
fuglaafurðir og kjöt af öðrum skepnum en kind-
um. Við höfum nýlega séð, að niðurgreiðslur
dilkakjöts hafa gert nautakjöt svo óseljanlegt, að
orðið hefur að selja það úr landi á 20-40 krónur
kilóið, þótt það kosti 330-380 krónur i fram-
leiðslu. Mismuninn greiðir rikið, — til gifurlegs
tjóns fyrir skattgreiðendur.
Allir neita þvi, að niðurgreiðslurnar séu i sina
þágu, ekki sizt talsmenn landbúnaðarirís. Þeir
ættu þvi að geta verið sammála Visi um, að þetta
bitbein verði látið hverfa úr sögunni, — niður-
greiðslunum verði breytt i fjölskyldubætur.
— JK
Eitt af þvf, sem gagnrýnt var á ráhstefnunni var aO hana sátu stjárnsklpaftir fulltrúar. „Venjulegar
konur” eins og þessar mexikönsku mæftur, áttu ekki aftgang aft henni.
SUNDRUNG Á
SYSTRAÞINGI
SÞ í MtXÍKÓ
Kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna i
Mexikó lauk i gær. 1
fljótu bragði verður ekki
annað séð, en hún valdi
miklum vonbrigðum.
Frá henni kemur hrað-
soðin og ófullkomin
áætlun um jafnréttismál
kvenna næsta áratuginn
og vegna þess, hve
ósamlyndið var mikið,
vannst ekki timi til að
ræða nærri öll atriði
hennar.
Sameinuðu
(kven) þjóðirnar
Stjórnmálafréttaritarar hafa
oft fjallaft um hversu tilgangs-
laust, pólitískt eigir.hagsmuna-
þvarg, sé að finna í umræðum á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem karlmenn eru I al-
gerum meirihluta. Þvl miður
virðist sem konurnar séu með
sama marki brenndar, ef þessi
ráðstefna er dæmiger.
Pólitiska linan þrædd
í mörgum tilfellum runnu
umræöur um hagsmunamál
kvenna Ut I sandinn, urðu að þoka
fyrir háværu rifrildi um beinlinis
pólitlsk atriði. Þannig rifust kon-
ur, frá 64 þróunarlöndunum og
svo aðrar frá vesturlöndum,
harkalega um hvort rlkisstjórnir
skuli hafa leyfi til að þjóðnýta
hvað sem er. Það urðu einnig
miklar deilur um tillögu um að
beina þvl til kvenna heimsins að
hjálpa til við að afnema Zion-
isma, nýlendustefnur, hernám og
kynþáttamisrétti. Sjálfsagt geta
allir oröið sammála um að af-
nema þrennt það síöastnefnda, en
þvl fyrsta er beinlínis beint gegn
tsraelsrlki.
mmmm
Umsjón:
Ófi Tynes
Gengu af fundi
Það þykir skjóta skökku við,
þegar á ráðstefnu um almenn
mannréttindi kvenna skuli borin
fram tillaga um afnám rikis.
tsrael varð aftur bitbein þegar
fulltrúinn þaðan tók til máls. Þá
gengu fjölmargar konur af
fundinum i mótmælaskyni og
urðu það sár vonbrigði, þeim sem
höfðu vonað að konur gætu
kannski lagt eitthvað til málanna,
til að koma á sáttum á þvi svæði.
FrU Helvi Sipila, frá Finnlandi,
sem er bæði aðalritari ráðstefn-
unnar, og Alþjóðlega kvennaárs-
ins, hefur gagnrýnt alltof miklar
pólitiskar umræður.
„Sumar þessara kvenna eru
svo algerlega sammála stjórn-
málastefnu landa sinna að jafn-
rétti kvenna var aukaatriði hjá
þeim.”
Hagsmunaárekstrar
Það hefði verið óeðlilegt að bú-
ast við að ráðstefna sem þessi
gengi snurðulaust fyrir sig.
Þarna eru saman komnar konur
frá 133 löndum og mörg eru svo
geróllk I þjóðfélagsháttum að það
væri beinllnis furðulegt ef þær
yrðu allar sammála um allt.
En margir þeirra sem hafa
fylgzt með ráðstefnunni telja að
það hafi þvert á móti verið
ágreiningsefnin, sem fóru langt
fram Ur því, sem búast hefði mátt
við. Það kom ekki ósjaldan fyrir
að þeim hreinlega tókst ekki að
skilja sjónarmið hver annarr-
ar. Það var eins og þær kæmu frá
mismunandi sólkerfum.
Konur frá þróunarlöndunum
eru I flestum tilfellum mun verr
settar en vestrænar kynsystur
þeirra og þeim fannst I sumum
tilfellum að baráttumál þeirra
væru hreinn hégómi. Vestrænum
konum gekk hins vegar illa að
þurfaaðfara lOOáraftur itimann
til aö reyna að gera sér grein fyrir
hvers hinar I rauninni þörfnuðust.
Sama með aukaráð-
stefnuna
Jafnframt þessari opinberu
ráðstefnu, söfnuðustfimm þúsund
konur saman til óopinberrar ráð-
stefnu I Mexlkó. Hún var eigin-
lega haldin I nokkurs konar mót-
mælaskyni við landskipaða full-
trúa SÞ. ráðstefnunnar.
En hún gekk þvi miður ekkert
betur. Þar var jafnvel enn heitara
I kolunum og ýmis uppátæki sem
gerðu lltið tilað auka veg kvenna.
Þær „frelsuðu” t.d. karlaklósett I
fundarbyggingu sinni og máttu
þeir leita annað ef náttúran kall-
aði. Þá kom það fyrir að nokkrar
þeirra urðu svo reiðar, að þær
stóðu og örguðu hver á aðra og
hafði þá sú orðið, sem sterkust
hafði raddböndin.
Eins og mennirnir
Fréttamaður sem fylgdist með
ráðstefnunum sagði: „Hvað sem
hinar 2000 millj. konur heimsins
eiga sameiginlegt, þá eru þær
jafnsundraðar og karlmennimir I
skoðunum á stjórnmálum og öðr-
um mikilvægum þjóðfélagsmál-
um.
Samt ánægð
FrU Sipil a, frá Finnlandi, sagði
fréttamönnum að hún væri þrátt
fyrir allt ánægð meö ráöstefnuna.
Það væri að mínnsta kosti gott að
það hefði heyrzt frá konum um
heimsmálin og að þær hefðu sýnt
rikisstjórnum sinum að þær gætu
talað eins vel um þau og karl-
menn.