Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur 5. júli 1975. 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón ÓT HANN ER BEZTUR Voff í Moskvu Moskvubúar eru ákaflega hundelskir og hundahald leyfilegt i þeirra borg. Fróðir segja, að hundum hafi fjölgað eftir þvi sem börnum hefur fækkað vegna fjöl- skylduáætlanagerða. Aður áttu menn 5-6 börn, en nú ekki nema 1- 3. Hundarnir fylla i skarðið. Þetta litla skott heitir „Sky- Terrier” og fékk stóra gullmedal- iu á hundasýningu i Moskvu i júni. Konungleg köfun Karl Svíakonungur sýndi þaö i heimsókninni/ aö kóngafólk lætur ekki vætu á sig fá. Fyrir nokkru fór hann í köfunarleiðangur fyrir utan Stokkhólm og kafaöi niður i herskipið ,/Dalarö", sem sökk þar árið 1676. Til minningar um dýfuna negldi hann litla skífu á flakið með nafni sinu og heimsóknar- degi. Muhammad Ali átti allskostar viö Joe Bugner, þegar hann varði heimsmeistaratitiiinn i Kuala Lumpur á dögunum. Hann haföi yfirhöndina svotil allan timann. og þegar áskorandanuni tókst einstaka sinnum að komast i sókn, dansaði Ali i kringum hann ,,eins og fiðrildi” eins og hann hefur sjálfur sagt: Hann sannaði þvi enn einu sinni, að hann er mestur og beztur, en það hefur hann lika sjálfur sagt — oft. Ólafur 72 óra 2. Nei, norska þjóðarskútan er alls ekki að sökkva. Þvcrt á móti er allt útlit fyrir, að Norðmenn verði allir orðnir oliumillar eftir nokkur ár. Hvað snertir stýri- manninn á þessari mynd, þá er það Ólafur Noregskonungur, sem er þarna á ferð. Myndin var send júlí frá NTB i tilefni af þ\ i. að þeirra vinsæli þjóðarleiðtogi átti 72 ára afmæli 2. júli siðastliðinn. Algeng sjón i Beirut i Libanon þessa dagana: Hægri og vinstri menn berast þar á banaspjótum og hundruö hafa fallið og særzt á siðustu dögum. Hinn nýi forsætis- ráðherra Hashid Karami og skæruliöaforinginn Yassir Arafat hafa nú fyrirskipað vopnahlé og hóta hörðum refsingum þeim. sem rjúfi það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.