Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Miðvikudagur 23. júli 1975. 3 Við keyptum 114 gerðir fólksbíla á þrem mánuðum: ÞAR AF 10 EÐA FLEIRI AF 30 BÍLA- TEGUNDUM 1.062 bilar bættust i bilaflota iandsins á öðrum fjórðungi þessa árs. Þar af voru nýir fólksbilar 879, notaðir 78, sendibilar nýir 44, en notaðir 2, en aðrir bilar alls 59. Þá hafa verið fluttir til landsins alls á þessu ári 1.850 bflar. Hér er átt við þá bila, sem toll- afgreiddir eru og aðra, sem koma til nýrrar skrásetningar. Nokkuð af þessum bilum kom til lands- ins á slðasta ári og er af ár- gerðinni 1975, og hafa undanfarið verið seldir með afsláttarkjörum. Fólksbilarnir annan árs- fjórðunginn eru af 114 mismun- andi gerðum, og eru þá jeppar, strætisvagnar og langferðabilar taldir með. Þær tegundir, sem seldust i 10 eintökum eða fleiri, eru þessar: Austin Mini 45, Land Rover 88D (disil) 30, Morris Marina 21, Range Rover 16, Dodge Ramcharger 11, Datsun 100 A 12, Fiat 127 33, Fiat 128 48, For4 Bronco 25, Ford Comet 10, Ford Cortina 60, Ford Escort 21, Ford Granada 11, Ford Mustang 11, Vauxhall Viva 13, Honda Civic 11, Lada 2101 30, Lada 2103 11, Mazda 1300 10, Mazda 818 20, Mazda 616 20, Mazda 929 51, Scout II 16, Skoda 100/110 44, Toyota Corolla 10, Toyota Corona 23, Trabant 601 12, Volkwagen 1200 31, Volkswagen 1303 14 og Volvo 244 22. Það sem af er árinu hafa verið teknir i notkun 1680 bilar með bensinvélum, en 170 með disilvél- um. Til samanburðar má geta þess, að á sama tima i fyrra höfðu okkur bætzt 6.830 bilar með ben- sinvélum og 526 með disilvélum, eða 7.356 bilar alls á móti þessum 1850 núna. —SHH Séð yfir hluta nýrrar byggðar i Mosfellssveit: Tangahverfi vinstra megin, en Holtahverfi hægra megin. MOSFELLSSVEITIN VERÐUR Æ FJÖLMENNARI: Lóðir á boðstólum hjá hreppnum og einkaaðilum Verðmismunur töluverður ,,Það voru 20 einbýlishúsalóð- ir i Holtahverfi I Mosfellssveit auglýstar núna um helgina og margir voru um hverja.” Þetta sagði Jón Baldvinsson, sveitarstjóri Mosfellshrepps, og fræddi okkur jafnframt á þvl, að það væru vitanlega innan- sveitarmenn, sem gengju fyrir um úthlutun. Lóðirnar kosta kringum 900 þúsund krónur, en gatnagerðar- gjaldið er kr. 14.72 á fermetra svo að lóðirnar eru rúmir 600 fermetrar. Flestir byggja innan ramma húsnæðismálastjórnar- láns eða 120-150 fermetra hús. Margir einkaaðilar selja lóðir i Mosfellssveit. I Helgafells- hverfi er búið að reisa 7 hús á undanförnum 3 árum og 2 eru i byggingu. 26 lóðir voru seldar þar i fyrra. „Það er mikill seinagangur á lóðasölu I bili. Fólk virðist ekki hafa peninga,” sagði Haukur Nielsson, annar eigandi Helga- fellslands. 1162 fermetra lóð kostar 450 þúsund krónur. Með gatna- gerðargjaldi fer hún upp i rúmar 2.1 milljón. Lóðarsali verður að afhenda hreppnum, án endurgjalds, sem svarar til 1/3 af lóðarstærð undir götur og opin svæði. Þá hefur hann einnig séð um skipulagningu svæðisins. 1 Helgafellshverfi eru einnig til sölu lóðir, sem eru 2200 fer- metrar að stærð og kosta þær 1 milljón. í Reykjahverfi eru 14 lóðir til sölu, þar hafa verið seldar 3. Lóðirnar eru 900-1000 fermetrar og kostaði siðasta lóð, sem seld- ist 1 milljón kr. Búast má við hækkandi verðlagi að sögn eig- anda. — EVI - DYRAST AÐ BORÐA AVEXTI A SUMRIN ,,Enga uppskeru er að fá i nágrannaiöndunum á sumrin og er það aðalskýringin á hinu háa sumarverði,” sagði Magnús Er- lendsson, er starfar hjá einum af ávaxtainnfiytjendunum, Björg- vin Schram. Magnús sagði að verð á eplum Unglingarnir skemmta sér og öðrum um leið 17 ungmenni komu hingað til iands siðastliðinn mánudag. Þau eru öll frá borginni Mora, sem stendur við vatnið Siljan i Dölun- um i Sviþjóð. Þau spila og syngja þjóðæög og munu koma hér fram á ýmsum stöðum. I gær heimsóttu þau elliheimil- in I Reykjavlk, Grund og DAS, en I dag eru þau á ferðalagi um Borgarfjörð. Annað kvöld, fimmtudag, munu þau spila i Norræna húsinu. Sfðan fara þau til Vestmannaeyja, en á sunnu- dag koma þau fram I Árbæ. Allir eru félagar hópsins ungir að árum, sá yngsti er 10 ára, en sá elztil8ára. Þau hafa áður ferðazt um Noreg, en þetta er fyrsta langferðin, sem þau leggja I. Að hluta til kosta þau ferðina sjálf, en að hluta fá þau norræna styrki. Stjómandi hópsins og fararstjóri heitir Amus Erik Andersson og er tónlistarkennari. — SHH. væri hæst I júní—ágúst. Þá yrði að flytja þau alla leið frá Nýja Sjálandi og Argentínu. I október berst síðan fyrsta uppskeran frá Kanada og Bandaríkjunum og lækkar þá verðið um allt að 100 krónum pr. kg. Magnús sagði að græn epli kæmuhingað aðallega frá Frakk- landi og væri verðið skaplegt. Uppskem er þar aðeins að fá frá þvi I ágúst fram I mal. 1 júni og júli hefur verið keypt inn frá Suð- ur-Afrlku og kilóið kostað um 240 krónur. Flutningskostnaður er glfurlega mikill eða 340 krónur á kassa, þegar flytja þarf þessa löngu leið. Hann kvað verðlag á appelsln- um vera öllu stöðugra. Þær koma frá þvi i mai og fram I október frá Kaliforniu, en siðan frá ísrael i nóvember fram i febrúar. Kilóið mun I júli vera viðast hvar 178 krónur pr. kg. Kristján Jónsson hjá Banana- sölunni sagði, að verð á banönum væri nú lægra en hann myndi eftir lengi. Kilóið kostar nú 144 krónur en I marz siðastliðnum var verðið 207 krónur fyrir kilóið. Kristján benti á að sfðan hefði tollur og söluskattur verið felldur niður. Hann sagði að bananar væru einna dýrastir yfir vetrar- mánuðina, en iðulega breytti uppskembrestur verðlaginu. —BA •técíröníc Þaö borgar ^ sig að kaupa Pfaff saumavél nuna yPPAffj.mi Verzlunin PFAFF h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.