Vísir


Vísir - 23.07.1975, Qupperneq 7

Vísir - 23.07.1975, Qupperneq 7
Vísir. Miðvikudagur 23. júll 1975. Ósköp er að vita, góði minn, hlupu buxurnar? - EF ÞU ÞARFT AÐ KVARTA ÞA TALAÐU VIÐ NEYTENDASAMTÖKIN Við erum neytendur, þú og ég. En hvað gerum við til að halda rétti okkar, þegar við kaupum gallaða vöru? Jú, við verðum auðvitað öskuvond, þrösum einhver ósköp við hvern sem er ná- lægt og nennir að hlusta. Siðan? Oftast nær ekki söguna meir. Við troðum okkur i buxurnar, sem hlupu svo við fyrsta þvott að æskilegar sem óæskilegar llnur koma í ljós. Við förum með skóna, sem rifnuðu við fyrsta skref, til skósmiðsins á horninu og bölvum framleiðendum. Föt- in fóru i efnalaug i gær. Nú átti að smella sér áball. En, nei, föt- in komu ónothæf til baka. 'Það varð að draga upp þau eld-, eld- gömlu. Eða, þvotturinn, pem tekinn var Ut úr vélinni i dag. Allur bleikur. Það var nefnilega rauð blússa, sem átti að vera litekta.þvegin með. Gólfteppið? Jú, það var allt öðruvisi komið á gólfið en sýnishornið, sem at- hugað var i búðinni. Þá er það þessi fjárans kæliskápur, sem lætur sig hafa það að frysta bara alls ekki. En það eru til ráð. Neytendasamtökin eru nefni- lega eini aðilinn, sem menn geta snúið sér til, þegar þeir hafa verið beittir óréttlæti! Þar er tekið á móti kvörtunum daglega frá kl. 10—13. Stjórnarmenn Neytendasam- takanna, sem vinna i sjálfboða- vinnu, reyna að finna sann- gjama lausn i samstarfi við trúnaðarmenn framleiðenda eða kaupmanna. Frú Eirika A. Friðriksdóttir hagfræðingur hefur tekið að sér að annast kvartanir vegna fatnaðar og skótaus, og skýrði hún Visi frá nokkmm mikilvægum atriðum. Erlendur fatnaður er yfirleitt merktur með upplýsingamiða, sem skýrir frá samsetningu spunaefna og einnig hvernig eigi að meðhöndla flikina. Þess- ar upplýsingar eru gefnar i stöðluðum myndum, og eru miðarnir fastsaumaðir innan á fatnað. EBE löndin hafa nú samræmt merkingar, og tóku lögin gildi i öllum löndum 1974. Til þess að eyðileggja ekki fatn- aðinn verða kaupendur að lesa miðana vandlega og jafnvel geyma þá og að fara eftir sett- um reglum. Hér er yfirlit yfir staðlaðar myndir: Þvottabalinn þýðir, að flikina má þvo. I balamerkinu er prent- að hitastig, t.d. 95 gr. C, 60 gr. C, 40 gr. C. Nýjung er, að finn eða viðkvæmur þvottur er merktur með striki undir balanum. Ef ekki má þvo fatnaðinn er þvottabalinn krossaður út. Næst á eftir er þrihyrnings- merki. Sé leyfilegt að nota bleikiklór eru i merkinu bók- stafirnir Cl. En sé þrihyrning- urinn krossaður út, má ekki nota bleikiefni. Straujámsmerki segir til um hvort má strauja flikina, og Mest er kvartað yfir gallabux- um. Ef þær hafa ekki verið rétt þvegnar, hlaupa þær verulega. Þessar vantaði 5 sm I mittið eftir þvott. fjöldi punkta skýrir frá hitastig- inu. Einn punktur þýðir 115—120 gr. C tveir punktar 140-160 gr. C og þrir punktar 190—210 gr. C. Sé straujárnirð strikað út, má ekki strauja flikina. © & Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Loks er þá hringmerkið, með upplýsingar handa efnalaugum. 1 hringnum er skýrt frá tegund hreinsiefnis. A þýðir, að öll venjuleg hreinsiefni má nota og á það við venjulegan fatnað, P þýðir, að nota má perklóretylen, og F, að aðeins má nota white spirit. Perklór er oftast notað i hraðhreinsun. En sé hringurinn krossaður út, er augljóst, að flikina má ekki senda i efna- laug. Nýjung við hreinsunar- merki, eins og við þvottamerk- ið,er,að strik undir bókstafnum þýðir, að um viðkvæmt fataefni sé að ræða. Nákvæmar upplýs- ingar um merkingar og sam- setningu spunaefna verða birtar næst I Neytendablaðinu. íslenzkur fatnaðúr illa merktur. Skyndiathugun á fatnaði, sem er til sölu hérlendis, sýndi t.d., að islenzkar gallabuxur eru oftast alls ekki merktar, eða illa merktar og aldrei merktar með isaumuðum miða. Eitt firma i Reykjavik merkti nankinsbuxur með álimdum meðferðarmiða. Vantar hérlendis greinilega „Varefakta” nefnd eða tilsvar- andi eftirlit með gæðum seldra vara, eins og er á öllum Norður- löndum, eða almennt eftirlit eins og i EBE löndum. Meðal flika, sem koma oftast til kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, eru gallabuxur. Unglingar i Banda- rikjunum byrjuðu að nota galla- buxur eftir lok siðari heims- styrjaldar. Til þess tima höfðu þær aðallega verið notaðar af kúrekum, enda um sterkan og ódýran fatnað að ræða. Nokkrar tegundir af galla- buxum eru ennþá slitsterkar, þegar um virkilegt denimefni — heldur stinnt efni — er að ræða, en ódýrar eru þær ekki, enda um tizkufatnað að ræða. Buxurnar framleiddar erlendis eru alltaf merktar með með ferðarmiðum og er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum ná kvæmlega. Yfirleitt er ekki hægt að þvo buxurnar með öðr- Það er illmögulegt að festa bönd á korkskó tryggilega. Slikir skór eru fyrst og fremst skrautskór, en hvorki göngu- né dansskór. um fatnaði. Hitastigið getur verið 40 gr. C og er hér um held- ji ur lélegt efni að ræða, eða 60 gr. C, sem er betra. Eitt fyrirtæki i Reykjavik, sem notar raun- verulegt denimefni gaf Neytendasamtökunum efnisbút til prufu. Efnið var teiknað upp, til að fá nákvæmlega lögun og stærðfyrir þvottinn og þar á eft- ir sett I kalt vatn með þvotta efni og soðið i 10 minútur. Vatn- ið varð blátt en efnið hljóp ekki. Leggið gallabuxur í bleyti i kalt vatn. Þvoið við 40 gr. hita. Mjög dugleg húsmóðir i Reykjavik gaf NS eftirfarandi upplýsingar. Séu gallabuxurnar ekki merktar með hitastiginu leggur hún þær i bleyti i köldu vatni og notar bursta til þess að losna við mold og þvær þær á eftir við 40 gr. C. Myndin hér I blaðinu sýnir hins vegar hvað gerist, ef hærra hitastig er notað við þvott. Buxurnar framleidd- ar voru merktar 28 þumlungar, þ.e.a.s. 71 cm i mittið en voru eftir þvottinn aðeins 26 þ. og vantaði þvi 5 cm. Margir kaupendur koma til NS með skó, yfirleitt er hér um að ræða háhælaða skó eða skó með háum korksólum, eins og hin myndir sýnir. Böndin losn- uðu frá sólanum eftireinn dans- leik. Athugun i verzlun einni hér I bænum sýndi, að böndin voru þegar laus og skórinn ónothæf- ur, áður en hann var seldur. Sérfræðingur var spurður álits um skóinn, sem sýndur er á myndinni, og hann sagði, að korkur sé það gljúpur, að ógem- ingur sé að festa böndin tryggi- lega með limi og alls ekki hægt að nota nagla. Slikir skór eru þvi alls ekki nothæfir sem göngu-eða dansskór, heldur eru þeir aðeins skrautskór. Furðu- legt er þó, að enginn virtist hafa tekið eftir, að skór með háum korksólum hafa ekki verið i tizku erlendis I nokkur ár, eins og greinilega er sýnt i erlendum tizkublöðum. CROWIN bílaviðtœki draga afburðavel, en eru þó ódýrari en önnur tœki ★ Car 100 kr. 6.000,- ★ Car 200 kr. 8.885,- CROWN L W MW ★ Car 300 kr. 11.495,- ★ Car CSC — 702 kr. 22.990,- mm • SI VOL. » • TUNIN0 O TCVE -ijiiw •««> OP’ SNCE i .. iw s. e 8 io 1«» km» , » MW 88 36 102 108 i. ' .IvP CSC — 8000 cassettutæki kr. 15.990,- tl j C H ABIIIl ,1 (INl tUMt | v nJ 4 a 3 4- O • 1 O Hátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburðakaup í Crown. Isetningar samdægurs. Viðgerðaþjónusta á eigin verkstæði. B U Ð I N Skipholti 19, símar 23800 — 23500 CROWN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.