Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 8
8
Visir. Miðvikudagur 23. jlíli 1975.
Bein mörk hjá
Ármenningum!
— Tryggðu sér sœti í 16 liða
úrslitunum í bikarkeppninni
í gœrkvöldi, með því
að sigra Fylki 3:0
Armenningar tryggöu sér rétt til að leika i
16 liöa úrslitum bikarkeppninnar meö þvi að
sigra Reykjavikurliðið Fylki á Armannsvell-
inum i gærkvöldi mcð þrem mörkum gegn
engu.
öll þrjú mörk Armenninganna voru skoruð
beint, ef svo má aö oröi komast. Sveinn
Guðnason skoraði það fyrsta — bcint úr
aukaspyrnu. Annað markið skoraði Jón Her-
mannsson — bcint úr bornspyrnu, og það
þriðja gerði markvörður Armenninganna,
ögmundur Kristinsson — beint úr vita-
spyrnu!!
Leikmenn Fylkis, sem koinust I 16 liða
úrslitin I fyrra, áttu ágæta kafla i leiknum I
gær, en tókst aidrci að skora. Máttu
Armenningarnir hafa sig alla við nokkrum
sinnum og björguðu m.a. einu sinni á linu.
— klp —
Lágmörkin ekki há
á meistaramótinu!
„Lágmörkin eru svo hlægilcga lág að ég
tel, að það taki ekki að birta þau,” sagði t)lf-
ar Teitsson, formaður frjálsiþróttadeildar
KR, um þau lágmiirk, sem reglur FRl kveöa
á uin fyrir þátttöku á Meistaramóti tslands
sem hefsti byrjun næsta mánaöar, en frjáls-
iþróttadeild KR sér um mótið að þessu sinni.
,,Þessi reglugerð var sett fyrir þremur ár-
um, en hefur siöan ekki verið breytt. Við för-
um hins vegar fram á, að væntanlegir
keppendur sendi okkur árangur sinn, svona
til að hafa allt löglegt”.
Keppnisgreinarnar á Meistaramótinu
verða þessar:
KARLAR FYRRI DAGUR: 200 m hlaup,
800 m hlaup, 5000 m hlaup, 400 in gr. hl., 4x100
m boðhlaup, kúluvarp, spjótkast, hástökk og
langstökk.
SEINNI DAGUR: 100 m hlaup, 400 m
lilaup, 1500 m hlaup, 110 in gr. hl., 4x400 m
hoðhlaup, stangarstökk, þristökk, kringlu-
kast og sleggjukast.
KONUR FYRRI DAGUR: 100 m gr. hl„ 200
m hlaup, 800 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, há-
stökk, kúluvarp og spjótkast.
SEINNI DAGUR: 100 m hlaup, 400 m
hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boöhlaup,
kringlukast og langstökk.
Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt
fyrir 26. júli til Úlfars Teitssonar cða skrif-
stofu FRÍ ásamt þátttökugjöldum og árangri
væntanlcgra keppenda. I>ær þátttökutilkynn-
ingar. sem berast seinna, verða ekki teknar
til greina.
Allar nánari upplýsingar um mótið er hægt
aö fá hjá Úlfari Teitssyni, eða skrifstofu FRt.
ísiandsmótið í sundi:
Fyrstu grein-
arnar í kvöld
1 kvöld kl. 20 hefst I sundlauginni i Laugar-
dalnum Sundmeistaramót tslands. Þá vcrður
keppt i 1500 m skriðsundi karla, 800 m skrið-
sundi kvenna og 400 m bringusundi karla.
Mótinu veröur svo frani haldið á laugardag
og sunnudag og þá keppt i 22 greinum.
Tap fyrir
Póllandi
islenzka unglingalandsliöið i
körfuknattleik tapaði öðrum leik
sinum i undankeppni Evrópu-
mótsins i Grikklandi i gærkvöldi.
Móthcrjarnir voru að þessu
sinni pólsku piltarnir, sem sigr-
uðu i leiknum 107:53. i hálfleik
var staðan 60:24 fyrir Pólverjana.
Ami Stefánsson markvörður Fram á þarna i höggi viö Hilmar Hjálmarsson ÍBK og klemma þeir einn úr liði Keflvikinga all óþyrmi-
lega á milli sin. Boltinn hrökk til Jóns Óla, sem skaut í stöng og þaðan til Steinars, en Eggert bjargaði þá á marklinu. Þeir Agúst Guömunds-
son og Rúnar Gislason fylgjast með tilþrifum Arna, sem er nýútskrifaður iþróttakennari. Mynd Bj. Bj.
Erlendur vildi ekki fara vegna
skrifa Vísis....
„Það er enn óvist, hvort Er-
lendur Valdimarsson verður
meðal þess afreksfólks, sem
skipar landslið okkar i Kalotten
keppninni ITromsö,” sögðu for-
ystumenn FRÍ á blaðamanna-
fundi, sem þeir efndu til i gær.
Þar skýrðu þeir frá þvi, að tölu-
verð forföll hefðu orðið I lands-
iiðinu, sem áður var búið að
kynna.
Ýmsir gátu ekki farið vegna
meiðsla, en aðrir fengu sig ekki
lausa úr vinnu. Alls hafa átta
helzt úr lcstinni. En nýir hafa
verið skipaðir i stað þeirra.
„En ástæðan fyrir þvi, að
Erlendur Valdimarsson vill sið-
ur fara, er frétt, sem birtist á
iþróttasiðu Vísis, þar sem hon-
um fannst harkalega að sér ráð-
izt,” sagði öm Eiðsson formað-
ur FRÍ við fréttamenn i gær.
„Við hjá FRl vilium af þessu
tilefni, að það komi um leið
fram, að okkur fannst margt i
þeirri grein óviðurkvæmilegt og
að Erlendur Valdimarsson,
sem varið hefur miklum tima og
orku i iþróttina, verðskuldi alls
ekki slik ummæli, sem þar
komu fram.
Við viljum mótmæla þeirri
túlkun „hsim”, sem greinina
skrifaði, að Erlendur hafi með
féla gaskiptunum lítilsvirt
iþróttahreyfinguna eða eldri
félaga. — En fyrst og fremst
mótmælum við þeirri umsögn,
að „eytt hafi verið milljónum
króna af almannafé” I utan
landsferðir Erlendar á undan-
fömum áratug.
Við eruin ósammála þvi að
skoða það fé sem „eyðslu”, —
sem varið er til iþróttasam
skipta við nágrannaþjóðir okk-
ar. Og það er ekki um neinar
milljónir að ræða i kostnað af
keppnisferðum, sem Erlendur
hefur farið á tslands vegum.
Það gæti ihæsta lagi talizt sam-
an upp i 1 milljón króna,
umreiknaðá núverandi verðlag,
sem tina mætti til á siðasta tiu
ára iþróttaferli Erlendar,”
sögðu forvigismenn frjálsiþrótt-
anna.
Þeim kvaðst sér nokkur vandi
á höndum að fá iþróttafólk til
þátttöku I mótum erlendis, ef
ferðir þeirra væm túlkaðar sem
„eyðsla”.
„Erlendur er meðal þess
fólks, sem er of stolt til að
þiggja ölmusur af nokkru tagi.
Hann tjáði okkur, að hann
treysti sér ekki til þess að takast
þessa ferð á hendur, þvi að hann
vilji ekki bæta meiru á þennan
„hrikalega milljónareikning
sinn” — eins og hann orðaði
það,” sagði Sigurður Helgason,
stjórnarmaður hjá FRÍ á
fundinum.
....en staðreyndirnar blasa við!
Þvi miður er Hallur Simonar-
son, sem er lesendum Visis að
góöu kunnur vegna skrifa sinna
um iþróttir, staddur erlendis,
þegar þessi tiðindi gerast. Hall-
ur keppir fyrir island á Evrópu-
mótinu i sveitakeppni i bridge,
sem haldið er i Brighton.
Þótt Hallur sé of fjarri til að
færa sfnum fyrri skrifum
frekari stað um „furðu sina á
einum kunnasta iþróttamanni
landsins” —eins og hann orðaði
álit sitt á þvi uppátæki Erlendar
Valdimarssonar að fara úr sinu
gamla félagi yfir ii Skautafélag
Reykjavikur — þá má i fjarveru
hans benda á ýmislegt, sem
blasir við i þessu máli.
Þeir munu áreiðanlega marg-
ir, sem lita á félagaskipti
Erlendarsem mótmæli hans við
þvi, að honum fannstof litið gert
fyrir kastiþróttirnar og þá, sem
þær stunda, innan stærstu
iþróttafélaganna. Mótmæli
svipaös eðlis og þegar aðrir fara
i hungurverkfall, eða setuverk-
föll eða grípa til ámóta rdttækra
aðgeröa tii að vekja athygli á
sinum málstað.
Erlendur valdi i staðinn að
ganga i SKAUTAfélagið og þeg-
ar honum var bent á, að það
félag hefði hans iþróttagrein
alls ekki á sinu starfssviði, var
haft eftir honum, að það mundi
ekki mikil breyting fyrir hann.
— Það þarf engan afburða gáfu-
mann til að skilja fyrr en skellur
i tönnum á þeim orðum, frá
hverju hann telur sig hafa þá
horfið i 1R, 'ef það er engin
breyting á aðstöðu til hins
verra.
Ef mönnum þykir þar ekki
gert litið úr ÍR eða kastiþrótta
greininni, þá ber það aðeins vott
um frjálslyndi þeirra sjálfra. —
Flestum öðrum, eins og „hsim”
finnst það að minnsta kosti léleg
einkunnargjöf.
Hafi Erlendur alls ekki viljað
sjálfur, að menn legðu þennan
skilning i félagaskipti hans, var
honum i lófa lagið aö skýra það
til að fyrirbyggja allan mis-
skilning. En hann tók það sér-
staklega fram i bíaðaviðtali við
Þjóöviljann, með þessum orð-
um: ,,það má hver draga slna
ályktun, sem vill af þessari
ákvörðun”.
Val hans á nýju félagi var til
þess fallið, að menn gætu ekki
dregið nema eina ályktun af
þessari ákvörðun. Þeim sýndist
öllum, að kringlukastara hefði
ekki getað tekizt betur upp i
„fáránlegra vali”. — Varla er
það til vegsauka nýja félaginu
hans Erlendar.
Nú ætlar enginn Erlendi, að
hann hafi ætlað sér að svivirða
fyrri félaga, fyrra iþróttafélag,
forystumenn iþróttahreyfingar-
innar eða nýja félagið. — En
jafngreindur maður og hann
veit, að enginn „bakar
eggjaköku án þess að brjóta
nokkur egg”, eins og Banda-
rikjamenn orða það. Hann hlaut
aö vita, að það gæti komið niður
á þeim, sem honum þættiómak-
legir sliks.
En hann skirrðist ekki við það
samt.
Þetta er sá sannleikur, sem
blasir við mönnum, og yfir hon-
um þegir iþróttaopna Visis ekki.
Fréttamenn iþróttaopnunnar
væru sannarlega einfeldningar,
ef þeim biði ekki i gruri, að eitt-
hvað lægi að baki þeirri „tilvilj-
un”, að Erlendur er tvistigandi i
þvi, hvort hann vilji vera með i
för til Tromsö eða ekki. En er
ekkert hikandi i þvi að skýra
umsjónarmönnum keppnis-
ferðarinnar frá, hvað valdi tvi-
stigi hans og hiki. Siðan I kjölfar
þessa koma mótmæli iþrótta-
forystumanna við grein „hsim”
- ATJAN DÖGUM eftir að hún
birtist og á elleftu stundu áður
en farið er til Tromsö.
Á blaðamannafundinum i gær
voru forvigismenn FRl gagn-
gert spurðir, hvort þessi
Iþróttamaður, sem er vissulega
framúrskarandi i sinni grein og
liklegastur þátttakenda til þess
aðfæra íslandi fyrstu verðiaun i
feröinni, hefði gert það að skil-
yrði fyrir þátttöku sinni, að for
ysta FRÍ gæfi út yfirlýsingarn-
ar, sem birtar eru hér fyrir
ofan. Þvi var neitað, og bentu
talsmenn FRl á, að þeir hefðu
strax sent athugasemd við
greinina, en núna viljað nota
tækifærið meðan þeir nytu at-
hygli blaðamanna, til að itreka
mótmæli sin.
Það er mikill léttir, að þeim
grun skuli bægt frá. Mönnum
hlýtur að standa stuggur af til-
hugsuninni um, hvað af gæti
hlotizt, ef iþróttamenn, er hafa
þann metnað, sem nauðsynleg-
ur er til afreka, sæjust ekki fyrir
i honum og skirrðust ekki við að
etja forvigismönnum iþrótta
fram fyrir sig til deilna, til að
fullnægja eigin stolti.
— Menn sæju i anda KSt
reyna að koma saman landsliði i
knattspyrnu, en reka sig þá á,
að „strákarnir” vildu ekki fara,
vegna þess að þeim likaði ekki
skrifin um siðasta leik þeirra!!
— GP
Visir. Miðvikudagur 23. júli 1975.
9
Hver var að tala
um heppni Fram?
— Fengu á sig mark á síðustu mínútu leiksins við Keflavík
í gœrkvöldi og töpuðu þar með öðru stiginu
Mark Steinars Jóhannssonar á
siðustu minútu leiks Fram og tBK
i 1. deild i gærkvöldi tryggði
Keflvikingum annað stigið I
leiknum. Var þetta dæmigert
Steinars mark. Hann hafði „ekki
sézt” Ileiknum, en þegar minnst
varði var hann á réttum stað — á
réttum tima — fékk boltann og
skoraði. Lauk þessum siðasta leik
i niundu umferð með jafntefli 1-1
og hefur þvi öllum leikjunum i
umferðinni lyktað með jafntefli.
Ekki var knattspyrnan rismik-
il, sem liðin buðu uppá I gær-
kvöldi, og ekki hægt að sjá að þar
lékju tvö af efstu liðunum i 1.
deild.
Framarar voru þó skömminni
skárri, þeir voru ævinlega fljótari
á boltann og sá litli samleikur
sem sást, var undantekningalitið
þeirra.
Keflvikingar, sem léku án
Grétars Magnússonar — meidd-
ur — og Karls Hermannssonar —
fékk ekki fri úr vinnunni — —
koma tæplega til með að blanda
sér I toppbaráttuna með sama
áframhaldi.
Þeir byrjuðu leikinn með krafti,
en allar sóknaraðgerðir þeirra
voru máttlausar og Framarar
áttu i litlum erfiðleikum með að
bægja hættunni frá. Smám saman
fóru þeir svo að sækja i sig veðrið
og á 14 . og 15. minútu skapaðist
hætta við mark ÍBK eftir
aukaspyrnur og átti Marteinn
Geirss. þá m.a. skalla i þverslá.
Þegar 20. minútur voru búnar
af leiknum tóku Framarar for-
ystuna með marki Marteins
Geirssonar úr vitaspyrnu. Þá
komst Agúst Guðmundsson inn
fyrir vörn IBK, lék upp að enda-
mörkum, með Gisla Torfason á
hælunum. Þar féll Agúst og
dómarinn, Guðjón Finnbogason,
dæmdi vitaspymu — nokkuð hik-
andi...
,,Ég braut ekki viljandi á
Agústi,” sagði GIsli eftir leikinn.
„Hann einhvern veginn rak fótinn
I hnéö á mér, en fyrst dómarinn
dæmdi á þetta, var ekki um annað
en vitaspyrnu að ræða”.
Við að fá á sig mark var eins og
Keflvikingar vöknuðu aðeins til
lifsins og siðustu 15 minútur fyrri
hálfleiksins „pressuðu” þeir stift
að marki Fram. Þá átti
Jón Ólafur m.a skot i stöng og
Eggert Steingrimsson bjargaði
skoti Steinars Jóhannssonar á
marklinu, eftir að Árni Stefáns-
son hafði yfirgefið markið.
Seinni hálfleikur var mun lé-
legri og var þá allur kraftur úr
Keflvikingum og þeir áttu i vök að
verjast. En það virðist ekki sér-
grein Framara að skora mörk —
næst þvi komst Kristinn
Jörundsson á 88. minútu, en skot
hans hafnaði i þverslá.
Keflvikingarnir sneru vöm i
sókn og fengu dæmda auka-
spyrnu á miðjum vallarhelmingi
Framara. Einar Gunnarsson var
fljótur að átta sig þegar hann sá
Steinar einn og óvaldaðan innan
vitateigs Fram, og áður en nokk-
ur hafði áttað sig, var Steinar bú-
inn að fá boltann og skora. Þarna
var vörn Fram illa fjarri góðu
gamni.
„Ég sá bara hvar Steinar iðaði
allur eftir að fá boltann,” sagði
. Einar eftir leikinn. „Auðvitað
ætlaði ég honum sendinguna —
þetta var engin tilviljun hjá
okkur”....
Litlu munaði svo að Keflviking-
um tækist að skora annað mark á
siðustu sekúndum leiksins, en þá
skaut Kári Gunnlaugsson fram-
hjá úr góðu færi eftir fyrirgjöf
Steinars.
Sem fyrr eru þeir Marteinn
Geirsson, Jón Pétursson og Árni
Stefánsson yfirburðamenn I liði
Fram, en auk þeirra gerðu þeir
Eggert Steingrfmsson, Ágúst
Guðmundsson og Gunnar
Guðmundsson margt laglegt.
Hjá Keflvikingum voru þeir
Einar Gunnarsson og Astráður
Gunnarsson beztu mennirnir.
Leikinn dæmdi Guðjón Finn-
bogasonogsýndihann tveim leik-
mönnum gula spjaldið, Gisla
Torfasyni IBK og Rúnari
Gislasyni Fram.
L A i: CiABD
Hart er barizt i leiknum i gærkvöldi. Tveir Framarar sækja aö Astráöi
Gunnarssyni ÍBK, en hann hefur náö aö losa sig viö boltann. Mynd Bj.
Bretar brons i tóku g bringi ull og isundi
Einveldi þeirra austur-þýzku brotið í mótsins, en þœr hefndu í boðs fyrstu grein undinu
Bandarikin tóku tvö gull og þrju
silfurverðlaun i fyrstu sundgrein-
unum, sem keppt var i á heims-
meistaramótinu i Cali I gær, en
Dœmdi spilið
af íslenzka
sagnhafanum
island fékk tvö minusstig á
móti Danmörku, sem bætti viö
sig 20 vinningsstigum á Evrópu-
mótinu i bridge I Brighton ,á
kostnaö islands. — Fyrri hálf-
leikur fór 15-42 fyrir Dani, og
siöari hálfleikur 3-46.
Fyrri leikinn i gær spiluðu is-
lendingar viö itali, sem eru
efstir á mótinu. Fór sá leikur 1-
19 fyrir itölsku meistarana.
„Heppnin skipti þar megin-
máli,” segir Stefán Guðjohnsen
i skeyti frá Brighton. „Ein
slemma og tvö game gengu
itölunum i haginn. Auk þess
bættist þeim svo hagnaöur af
einu spili, sem islenzki sagnhaf-
inn haföi lagt upp sem unniö, en
dómarinn dæmdi tapaö. Áfrýjun
var visaö frá.”
Hallur Simonarson, Þórir
Sigurösson, Simon Simonarson
EVRÓPUMÖm)
/ BRIDGE
og Stefán Guðjohnsen spiluöu
allan leikinn við italiu. —Simon
og Stefán spiluöu allan leikinn
viö Dani, meöan hinir skiptust á
sinn hálfleikinn hvorir.
Eftir 17 umferöir er staöan
þessi: italia 263 st„ Frakkland
232 st„ Bretland 220 st„ Pólland
210 st„ israel 209 st„ Noregur
206 st.
island var i 17 sæti fyrir leik-
inn viö Dani, en hefur dalað eftir
hann.
Nú eru eftir 5 umferöir af
mótinu, þvi aö alls sendu 23
þjóöir bridgesveitir til Evrópu-
mótsins, og sumar þeirra tvær
sveitir, þviaö jafnframt stendur
yfir Evrópumót kvenna I
bridge.
i kvennaflokknum er staöan
eftir 10 umferðir þannig hjá
efstu sveitum: ttalia 153 st„
Bretland 153 st„ Austurriki 137
st., irland 119 st.
Þar er baráttan meira tauga-
æsandi en í opna flokknum, þar
sem itölsku karlmennirnir eru
komnir meö yfirburöa forystu
og nánast séð fyr.ir hver Urslit
veröa þar. En spurningin er sú,
hvort italia veröur tvöfaldur
Evrópumeistari i ár, eins og
komið hefur fýrir áður. Brezka
kvennasveitin er jöfn þeirri
itölsku aö stigum.
Brezku konurnar voru að visu
i baráttu um efstu sæti i fyrra
framan af móti, en síðustu árin
hefur þeim ekki gengið neitt likt
þvi eins vel og hér áður, þegar
Bretar voru stórveldi I bridge.
— Að þessu sinni eru þó meö
þeim i för valkyrjurnar, Fritzi
Gordon og Rixi Markus, sem
áður geröu Bretagarð frægan.
—GP
þá var keppt i fimm greinum.
Austur-þýzku stúlkurnar urðu
fyrir miklu áfalli er þeirra
„drottning”, Ulrika Tauber,
tapaði fyrir hinni 17 ára Kathy
Heddy frá Bandaríkjunum i 200
metra fjórsundi. Tauber var
tveim sekúndum á undan þegar
100 metrar voru eftir i mark, en
sú bandaríska var ekki á þvi að
gefast upp og kom fyrst I mark
2:19.80 min.
Tauber varð önnur á 2:20.40
Angela Franke Austur-Þýzka-
landi þriðja á 2:20.81 og Shirley
Babashoff Bandarikjunum fjórða
á 2:21.32 min.
Þær austur-þýzku hefndu fyrir
þetta i 4x100 metra fjórsundinu,
þar sem þær sigruðu með yfir-
burðum — voru nær sex sekúnd-
um á undan bandarisku sveitinni i
mark. Hollenzka sveitin varð
þriðja.
1 200 metra skriðsundinu áttu
Bandarikjamenn tvo fyrstu menn
— Tim Shaw sigraði á nýju móts-
meti — 1:51.04 min. Bruce
Furniss varð annar á 1:51.72 min.
og þriðji varö Brian Brinkley,
Bretlandi, á 1:53.56 min. —
Bandarikjamennirnir voru þarna
alveg i sérflokki.
Heimsmethafinn i 100 metra
baksundi — Roland Matthes frá
Austur-Þýzkalandi sigraði létti-
lega i 100 metra baksundsúrslit-
unum. Hann synti á 58,15 sek. en
Hvers vegna rænduð þið mér? —' ~J
John Murphy Bandarikjunum og
Nel Nash Bandaríkjunum á 58,34
og 58,38 sek.
Dagurinn i gær var mikill dag-
ur fyrir Breta i 100 metra bringu-
sundi. Þar sigraði Skotinn David
Wilkie öllum á óvart og annar
Breti, David Leigh, tók bronsið.
Wilkie synti á 1:04.26 min i úr-
slitasundinu, og var vel á undan
Japananum Nobutaka Taguchi -i
mark. Hann var á 1:05,04 min. en
Leigh á 1:05,32 min. Fjórði varð
svo Richard Colella Bandarikjun-
um á 1.05.56 min.
1 dýfirigum karla sigraði Phil
Boggs Bandarikjunum. Annar
varð Italinn Klaus Dibiasi og
þriöji Strakhof frá Sovétrikjun-
um. — klp —
KPFFIfl
ffrá Brasiliu