Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 4
4 Vfsir. Miðvikudagur 23. júlf 1975. ÍBIÍÐIR HLUTFALLSLEGA DÝRARI NÆR MIÐBORGINNI Fasteignasalar borgarinnar, sem Visir hafði samband við i gær, voru yfirleitt á einu máli um það, að eftir þvf sem Ibúöir eru nær miðbænum, þvl eftir- sóttari væru þær. Vesturbærinn er til dæmis mjög vinsæll, Þar seljast 4 herb. íbúðir I fjölbýlis- húsi á um 7,2—8,2 milljónir. 1 þessum bæjarhluta er yfirleitt lítiö framboð af Ibúöum, þvl lltið er byggt þar. Hliða- og Teigahverfin eru einnig mjög vinsæl hverfi og lit- ið um að fólk flytji þaðan. Þar býr aðallega eldra fólk. 115 fm 4 herb. íbúðir þar kosta 7—8 milljónir. I Háaleitis- og Smáibúða- hverfinu er 115 fm 4 herb. íbúð seld á um 6,8—7,8 milljónir. í þessum hverfum er yfirleitt nokkuð framboð á ibúðum. Ef gerður er verðsamanburð- ur á milli nýju hverfanna, eru ibúðirnar i Fossvogi hlutfalls- lega dýrastar. Þar kostar 3 herb. íbúð i blokk um 6 milljón- ir, svo dæmi sé tekið, en sam- bærileg ibúð i norðurbænum i Hafnarfirði, sem hefur sérstakt þvottaherbergi, 5 — 5,5 milljónir. 3 herb. ibúð i Breiðholti I með aukaföndur- herbergi i kjallara kostar rúm- ar 5 milljónir. Ibúðir af svipaðri stærð i Arbæjarhverfinu eru að- eins dýrari en ibúðirnar i Breið- holtinu. Þessi verðmismunur á ibúð- um i Fossvogshverfinu og öðr- um nýjum hverfum I borginni stafar, að sögn fasteignasala, af þvi, að Fossvogurinn er bezt staðsetta hverfið. Af nýju hverf- unum er þetta hverfi næst miðbænum. Þar eru bæöi einka- lóðirnar og sameignin yfirleitt fullfrágengnar. Þarna er skjól- sælt og hverfið þykir vel skipu- lagt. Sama er að segja um Arbæj- arhverfið, nema hvað fjarlægð- ina frá miðborginni snertir. Ófrágengin hverfi ódýrari Breiðholt er hverfi i mótun og ennþá er þar allt ófrágengið, nema Breiðholt I. Þar hefur lika eftirspurn eftir ibúðum aukizt mjög upp á siðkastið, og einnig er áberandi, að fólk, sem nú býr i Breiðholti og vill stækka við sig, vilji kaupa aftur i sama hverfi, að sögn fasteignasala. Fasteignasalar voru almennt sammála um, að meðan hverfi væru i uppbyggingu og eftir ætti að rækta lóðirnar i kringum húsin.malbika bilastæði og þess háttar, þá væru ibúðir i slikum hverfum alltaf ódýrari en i fullfrágengnum hverfum. Þessa þróun hafa öll ný borgarhverfi gengið i gegnum. Hjá einum fasteignasala borgarinnar var okkur tjáð, að i Kópavogi væri ekki mikil hreyf- ing á Ibúðum miðað við önnur hverfi. Kvað hann töluvert af þvi, að fólk, sem þar byggi og þyrfti til dæmis að stækka við sig, keypti gjarnan aftur i Kópa- voginum. Fasteignasalinn sagði, að al- mennt séð væru ibúðir i Kópa- vogi 3—5% lægri i verði en i meðalhverfi i Reykjavik. I Hafnarfirði, að frátöldum norðurbænum, væru Ibúðir al- mennt 5—7% lægri i verði en meðalibúð I Reykjavík. Gömlu ibúðirnar standa sig Fasteignasalinn benti okkur á, að merkilegt nokk væri litill verðmunur á 30 ára gömlum ibúðum, til dæmis i Þingholtun- um eða gamla vesturbænum, og nýjum ibúðum, svo sem I Breið- holti eða norðurbænum I Hafn- arfirði. Þó væru þessar gömlu ibúðir yfirleitt alltaf lélegri. Sagði fasteignasalinn þetta stafa af þvi, að fólk vildi borga meira fyrir að vera nær miðbæn um. Einnig kvað hann þetta hafa aukizt eftir að bensinið hækkaði svona mikið. Þegar Visir spurði fasteigna- salana, hvort efnafólk sæktist eftir að kaupa húsnæði i ein- hverjum sérstökum hverfum hér I borg, var svarið almennt neitandi. Auðvitað væru til hverfi eins og Laugarásinn og Arnarnesið, þar sem efnafólk byggi einkum. En tilhneiging I þessa átt væri samt varla mæl- anleg. HE. MIKIÐ UM DÝRÐIR Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI UNDRALANDS Það var merkisdagur I lifi Undralendinga, þegar þeir héldu upp á þjóðhátiöardag sinn í slðustu viku. Þá var boðið ýmsu mektarfólki úr næstu ná- Það var hörð keppnin I poka- hlaupinu: þarna eru að keppa strákur og stelpa. Strákurinn viröist aðeins hafa vinninginn, en ekki munaði það miklu. Ljósm.: Jim. grannabyggðum. í tilefni dags- ins var haldin stórfengleg keppni I dósahlaupi, knatt- spyrnu og pokahlaupi. Var keppnin I þessum greinum ákaf- lega spennandi og tvlsýn. Undraland, hvað er nú það? Undraland er starfsvöllur i Kópavogi fyrir krakka á aldrin- um 6-12 ára. Þargeta þau komið saman og unnið við að byggja sér hús úr timbri. Krakkarnir fá hamar, sög, kúbein og timbur á starfsvellinum en kaupa sjálf nagla og þá er ekkert þvi til fyrirstöðu að byggja reisulegt hús. Fyrir dugnað og atorku Undralendinga er nú risin af grunni mjög myndarleg byggð, þar sem byggingarstill er ann- aðhvort i hefðbundnum stil eða mjög abstrakt og frumlegur. Það er ekki nóg með það, að Undralendingar fái athafnaþrá sinni svalað I húsbyggingum, heldur ráðast þeir bæði i báta- og skipasmíði. Einstöku kassa- bilar sjást lika aka um, þó t vegalengdirnar séu ekki miklar. ' Þar eð rikir slik velmegun og hamingja á þessum stað, ákváöu Undralendingar að halda hátið og þeir buðu til sin Heiðbæingum, sem eru krakkar af starfsvelli I Keflavik og Vesturbæingum, sem eru frá öðrum starfsvelli i Kópavogi. Eins og áður segir var margt til skemmtunar á þessari þjóö- hátið Undralendinga. Bæði Undralendingar og Heiðbæingar hafa á að skipa hörku knattspyrnuliðum. Eftir mikla og drengilega keppni milli þessara tveggja liða, end- aði leikurinn með sigri Heiðbæ- inga 3-2, enda þótt ekki hafi vantað, að Undralendingar hafi hvatt sina menn duglega. I pokahlaupi sigruðu Vesturbæ- ingar og jafntefli varð I dósa- hlaupinu. En rúsinan i pylsuendanum var, þegar flugvél kom allt f einu svifandi og kastaði út lit- skrúðugum hlutum, sem liktust einna helzt karamellum i lag- inu. Fólk þusti að til þess að gripa þessa himnasendingu. Þá kom i ljós, að þetta voru happdrættis- miðar og aðalvinningurinn var ljúffengt sælgæti. Siðan var efnt til stórveizlu. A borðum voru ljúffengar pulsur Þessi naut veizlu^leöinnar I rlk- um mæli eins og allir á þjóðhá- tið Undralands og ef þið viljið heyra matseðilinn, hljóðaöi hann upp á pulsu og pppelsln. Ljósm.: Jim. Litið inn á starfsvöll í Kópavogi Hérna sjáum við hina blómlegu byggð Undralendinga. Eigendur húsanna hafa tekið sér stöðu uppi á þökum húsa sinna. Merki Knattspyrnu félags Undralands K.F.U. trónar uppi á Iþróttahusinu eins og sjá má. ’ Ljósm.:Jim Hvaö er hann eiginlega að gera, þessi? Jú, hann er einn af þeim, sem tóku þátt I dósahlaupinu og stóð sig með prýði. Ljósm.: Jim. og appelsin sem er hátiðarmatur Undralendinga. Og allir borðuðu, þangað til þeir fengu stóra istru. Um kl. 5 þennan hátiðisdag afhentu Heiðbæingar Undra- lendingum fallegt þakkarskjal fyrir frábærar móttökur, af- hendingin var mjög virðuleg og hrópað var húrra fyrir Undra- lendingum. Stuttu siðar komu stórar rútur akandi, en þær áttu að flytja Heiðbæinga til sinnar heima- byggðar. Kvöddu Undralend- ingar gesti sina með virktum og hver hélt til sinna heima að loknum viðburðarikum og skemmtilegum degi. HE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 164. Tölublað (23.07.1975)
https://timarit.is/issue/239147

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

164. Tölublað (23.07.1975)

Aðgerðir: