Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 23. júlí 1975 —164. tbl.
HITINN FÓR LÆGST NIÐUR í 0 STIG Á LANDINU
— siglingaleið ógreiðfœr vegna íss fyrir Horni
Hitastigið fór niður I 0 i Sand-
búðum i nótt, og á fleiri stöðum
var það mjög lágt. A Hornbjargs-
vita fór hiti niður f 1 stig þegar
kaldast var, og þaðan barst skeyti
til Veðurstofunnar i morgun
klukkan 9. Þar sagði að heiman
frá séð, það er af hlaðinu, væri
haffs frá landi á stórum hluta
þess hafsvæðis, sem sést yfir.
Siglingaieiðin er ógreiðfær en
skyggnið nokkuð gott, eða 15-20
km.
Það er því sannarlega ekki
sumarlegt á landinu þessa
dagana. A Hveravöllum fór hiti
niður f 1 stig, á Galtarvita niður i
3 stig, á Grfmsstöðum niöur í 3
stig og á Akureyri niður i 5 stig.
Hér i Reykjavik varð hitinn
lægstur 6 stig i nótt, en I morgun
um klukkan 9 var hitinn 7 stig. í
norðanstrekkingi eins og nú er
getur þetta skeð, og veöur-
fræðingar sjá ekki fyrir endann á
norðanáttinni.
—EA
Brezki fiskiðnaðurinn:
Hvetur stjórnina til samninga
um 200 mílna fiskveiðilögsögu
Eiga íslend-
ingar að
eiga meiri-
hluta í fyrir-
tœkjunum?
— baksíða
Hundarnir
sigruðu í
mannréttinda-
nefndinni
— baksíða
Lóðir á markaði
í Mosfellssveit
— bls. 3
Fró Skotlandi
til Noregs
— um ísland
— baksíða
Hamstrið
mest í stóru
raftœkjunum
— baksíða
íbúðaverðið
hœkkar eftir
því sem nœr
dregur miðbœnum
— bls. 4
— tck þrjó og
hólfan tíma
fró landi
Fór á kajak til Eyja!
Hann tók sér nokkuð óvenju-
lega ferð fyrír hendur Þjóðverj-
inn Ernst Mayer. Hann fór á 12-
feta löngum kajak innan úr
-Þórsmörk til sjávar og tók svo
stefnuna á Vestmannaeyjar.
Ferðin tók þrjá og hálfan tíma
og gekk vel.
Ernst kom til Islands 1. júli.
Sjálfur kom hann með flugi, en
sendi farkostinn sjóleiðis. Hann
hefur ferðazt talsvert um
Suðurlandið. Byrjaði á þvi að
ganga á Heklu, sigldi siðan nið-
ur Rangá og Hólsá og niður að
sjó.
Þar pakkaöi hann bátnum
sinum saman og ferðaðist á
puttanum inn i Þórsmörk. Er
hann hafði skoöað Þórsmörk-
ina, var bátnum komið i
siglingafært form, og viðleguút-
búnaðinum komið fyrir. Siðan
var siglt niður Krossá og að
Stóra-Dimon. Við Krossársand
var tjaldað og beðið i 3 daga
vegna veðurs. Siðan var rennt
niður Markarfijót 22. júli og út i
sjó um miöjan dag og stefnan
tekin á Eyjar.
Ferðin gekk vel og nú dvelur
‘Ernst i Eyjum. Heim heldur
hann aftur siðast i júli, en hygg-
ur kannski á aðra heimsókn
næsta ár.
— GS/EA.
Ernst Mayer með kajakinn sinn, sem hann fór á um árnar á Suöurlandi og loks úr Þórsmörk út til Vest-
mannaeyja. Ljósm. Guðm. Sigfússon.
A lokuöum fundi fulltrúa
brezka fiskiðnaðarins í
gær var rætt ítarlega um
hugsanlega útfærslu fisk-
veiðilögsögu Bretlands í
200 mílur. Megn óánægja
var með stefnu Efnahags-
bandalags Evrópu i fisk-
veiðimálum. Fred Pearth,
sjávarútvegsráðh. Bret-
lands/ sagði enda á fundi í
Brússel/ að með tilliti til
gerbreyttra aðstæðna væri
tímabært að endurskoða
þessa stefnu.
A fundi fiskiðnaðarins voru
meðal annars fulltrúar togara-
manna, bátasmiða, fiskbúða,
fiskiðjuvera, fiskkaupmanna, Is-
verksmiðja, flutningafyrirtækja,
neytenda, bolfiskveiðinefndar-
innar og sildveiðinefndarinnar.
Meðal fundarmanna var Paul
Tapscott framkvæmdastjóri
Associated Fisheries, sem er
stærsta togaraútgerðarfélag i
Vestur-Evrópu. Visir hafði sam-
band við hann i morgun.
— Það var rætt almennt um
erfiðleika fiskiðnaðarins og i þvi
sambandi talað mikið um 200
milna fiskveiðilögsögu og stefnu
Efnahagsbandalagsins, sem allir
eru óánægðir með. Rikisstjórnin
var hvött til að hefja viðeigandi
samninga um útfærslu, til þess
meðal annars að reka á eftir haf-
réttarráðstefnunni. Menn eru
óánægðir vegna seinagangs henn-
ar.
Fred Pearth, sjávarútvegsráö-
herra, var á fundi i Brussel i
morgun, en Visir náði sambandi
við talsmenn hans.
— Ráðherrann sagði i Brussel
að stefna Efnahagsbandalagsins
þyrfti endurskoðunar við vegna
breyttra aðstæðna. Spurninguna
um 200 milna efnahagslögsögu
EBE verður að skoða i ljós þess,
að á Hafréttarráðstefnunni var
Bretland hlynnt hugtakinu um 200
milna lögsögu. Aðeins þó með þvi
að það yrði gert með alþjóðlegum
sáttmála.
— Hvaða áhrif þetta kann að
'hafa á útfærslu íslendinga i 200
milur er ekki hægt að segja. Það
verður að biða samningavið-
ræðna við islenzk yfirvöld.
— Ó.T.