Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 23.07.1975, Blaðsíða 5
5 AAilljónaerf ingi skipa- kóngsins Onassis, dóttirin Christina, byrjar í dag nýtt líf við hlið eigin- manni sínum, Alexander Andreades, sem sömu- leiðis á grískan milljóna- mæring að föður. Þau voru gefin saman i gær- kvöldi, og þar lét Christina i fyrsta sinn, siðan faðir hennar kvaddi þennan heim, svarta sorgarslörið falla, en iklæddist hvitum brúðarkjól i staðinn. Brúðguminn er ekki sá, sem Ari Onassis hafði kosiö dóttur sinni til handa. Á dánarbeði sín- um hafði hann tekið loforð af dóttur sinni um, að hún gengi að eiga vin sinn, Petros Goulandris, sem er erfingi griska skipakóngsins, Goulandris. — Gamli maðurinn hafði séð i anda, að skipastólar þessara tveggja ætta mundu sameinaðir mynda stærsta flutningaskipaflota heims. En ástir þeirra Christinar og Petros kulnuðu fljótlega út eftir jarðarför Onassis. — Christina valdi heldur Alexander. Hann er 32 ára gamall, sonur Stratis Andreadesar prófessors, sem er bankastjóri, eigandi út- gerðarfélaga, gistihúsa, verk- smiðja og skipasmiðastöðvar- innar, þar sem Alexander er framkvæmdastjóri. Hjónavigslan f gærkvöldi fór fram i litilli kirkju i úthverfi Aþenu. Kirkjugestir voru ein- ungis nákomnustu ættingjar, þ.á.m. stjúpmóðir Christinar, Jacqueline Kennedy Onassis. Viðstaddir höfðu orð á þvi, að langt væri orðið siðan þeir hefðu séð brúðina svo broshýra sem i gær. Hún hefur naumast litið glaðan dag siðustu tvö árin. Hún missti bróður sinn, Alex- ander, i flugslysi 1973. Móðir hennar dó i október siðastliðn- um eftir of stóran skammt svefnlyfja. Og loks missti hún föðurinn i marz i ár. Þetta er annað hjónaband Christinar, en hún skildi við fyrri bónda sinn eftir eins árs hjónaband, sem flestir töldu reyndar að hún hefði stofnað til mest til að storka föður sinum. Hin nýgiftu brúðhjón fyrir utan kirkjuna litlu í úthverfi Aþenu I gærkvöldi eftir að hafa hlotið blessun safnaðarprestsins. — Nýtt timabil er hafið fyrir Christinu eftir tveggja ára sút. Telja þingið óstarfhœft Búizt er við þvi, að fleiri stjórnarand- stæðingar fylgi i dag i fótspor þeþra sjö flokka og f jögurra óháðra þing- manna, sem i gær gengu út úr efri deild ind- verska þingsins i mót- mælaskyni við sam- þykkt neyðarástands- laga Indiru Gandhi. — Eins má vænta þess, að stjórnarandstæðingar gripi til þess sama i neðri deildinni, þegar hún afgreiðir lögin frá efri deild. Slíkur er meirihluti stuðnings- manna Indiru Gandhi, að enginn dregur i efa, að hún fái neyðar- ástandslögin lika samþykkt i neðri deild. — Efri deildin sam- þykkti þau með 136 atkvæðum gegn 33. Kommúnistaflokkurinn greiddi atkvæði með stjórnar- flokknum. Þingmennirnir, sem gengu út af þingfundi, lýstu þvi yfir, að þeir mundu ekki sitja á þingfund- um þessa viku, sem eftir er af störfum þingsins fram að þing- hléi. ,,Það þjónar engum tilgangi fyrir okkur að taka þátt i störfum þings, sem greinilega er ekki lengur i aðstöðu til að starfa eins. og lýðræðislegt þing á að starfa,” sagði N.G. Goray, leiðtogi sósialista um leið og stjórnarand- stæðingar gengu út i gær. Með þvi að ganga af þingfundi vildu stjórnarandstæðingar mót- mæla ritskoðunarákvæðum neyðarástandslaganna nýju og niðurfellingu fyrirspurnartima á þingfundum. Gandhi, sem ávarpaði báðar deildir þingsins til að skýra, hvi stjórnin gripi til þessara ráðstaf- ana, sagði, að þær væru ,,ill nauðsyn”. Með móðurlegu brosi keflar Indíra Gandhi gagnrýndendur stjórnar sinnar og kæfir raddir stjórnarandstöðunnar jafnt á þingfundum sem I blöðum. Sadaf tekur tilmœlum ör- yggisráðsins drœmt Fulltrúar i öryggis ráði Sameinuðu þjóð- anna sáust víða i göng- um byggingar S.Þ. á hljóðskrafi i morgun, en allir sjálfsagt að ræða undirtektir Sadats Egyptalandsforseta við tilmælum öryggisráðs- Fanfani neyddur frá Vænta má mikilla breytinga innan forystuliðs Italskra stjórn- mála á næstunni, eftir að Amin- tore Fanfani, framkvæmdastjóri kristilegra demókrata, neyddist til að segja af sér i gær. Stuðningsmenn hans, sem farn- ir voru að eygja vonir um, að leið- togi þeirra stæði af sér gagnrýn- ina á flokksþinginu, lentu i minni- hluta við atkvæðagreiðslu, sem felldi traustsyfirlýsingu til handa Fanfani. Atkvæði féllu 103-69. ms í gær. Sadat forseti sagði i ræðu I gær, að hann væri ekki búinn að ákveða með sér, hvort hann yrði við áskorun öryggisráðsins um að framlengja verutima gæzlusveita S.Þ. i Sinai. Menn urðu flestir fyrir von- brigðum með þessar daufu undir tektir Sadats, þvi að flestir höfðu verið bjartsýnir á það i fyrra- kvöld, að Sadat mundi bregðast vel við tilmælum um að fram- lengja gæzlutima friðarsveit- anna. En Sadat sagðist verða að bera sig upp við öryggisráð stjórnar sinnar, áður en hann tæki svo mikilvæga ákvörðun. — Biða menn þess nú með óþreyju, hvað dagurinn I dag ber i skauti sér, en flestir vænta þess, að Sadat geri endanlega ákvörðun sina kunna i kvöld. Vopnahlé samþykkt í Angola Tvö stærstu samtök frelsisbaráttumanna í Angola, nýlendu Portú- gals, munu hafa samiö vopnahlé, sem binda skai enda á margra vikna blóðug átök í nýlendunni um, hver skuli fara með völdin, þegar hún fær sjálfstæði. CJtvarpið i Lissabon skýrði frá samkomulaginu i nótt og las þar upp sameiginlega tilkynningu beggja deiluaðila. Þar var skýrt svo frá, að frelsishreyfingarnar hefðu sam- þykkt að kalla alla vopnfæra menn sina aftur til herskálanna og láta af erjunum. En skæruliðar þeirra hafa verið fjölmennir á götum Luanda, höfuðborgar Angola, þar sem bardagar hafa verið harðir og mannfall tilfinn- anlegt. Þessi tiðindi berast á siðustu stundu, áður en yfirvöld i Portú- gal höfðu ákveðið, hvort þau sendu herlið til nýlendunnar að bæla niður þessa valdastreitu. Um leið höfðu ýmis Afríkulönd innan einingarsamtaka Afriku- rikja hugleitt að senda herlið inn i land nágranna sinna I Angola að stilla til friðar. Visir. Miðvikudagur 23. júli 1975. *pUnTtEbR RGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTL? Umsjón: Cuðmundur Pétursson

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 164. Tölublað (23.07.1975)
https://timarit.is/issue/239147

Tengja á þessa síðu: 5
https://timarit.is/page/3263582

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

164. Tölublað (23.07.1975)

Aðgerðir: