Vísir - 24.07.1975, Side 2

Vísir - 24.07.1975, Side 2
2 Visir. Fimmtudagur 24. júll 1975. risnism: Hvað finnst þér um ákvörðun mannréttindanefndar varðandi hundahald hér? Asgeir Þormóðsson, nemi: — Ég er mikill hundavinur og þessi ákvörðun gleður mig mjög mikið, — ég fagna henni. Mér finnst þetta lika sýna okkur að það er kannski ekki allt alveg eins og það ætti að vera i dómkerfinu. Ragnar Jóhannsson, kaupmaður: — Ég óska hundavinum til hamingju með ákvörðunina og er fylgjandi frelsi I þvi sem flestu öðru. Ráðamenn okkar virðast lengst af hafa verið heldur bann- glaðir. Magnús Eyjólfsson, bllstjóri: — Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu. Ég er á móti hundahaldi I dag, og mér finnst ekki hægt að hafa hunda hér eins og stendur. Óskar Einarsson, skrifstofumað- ur: — Mér finnst að það eigi að standa við hundabannið. Mér finnst þetta hjá mannréttinda- nefnd hálfgert húmbúkk. Kristján Möller, húsgagnasmiö- ur: — Ég er á móti hundum i borg. En hundahald er svo mikil hefð úti, að þeir skilja þetta ekki. Sigurllna Andrésdóttir, húsmóð- ir: — Ég er ekkert á móti hunda- haldi,ef það er i hófi. Ef hundarn- ir eru ekki mikið á lausu þá er allt i lagi. í Dýrin lœkna börn... þau gera þeim kleift að létta á tilfinníngum sínum Catherine Eyjólfssonskrifar: Svo sem alþjóð veit hefur varl verið eytt meiri prentsvertu i önnur mál hér á landi nú upp á siðkastið en hundamálið svo- nefnda. Menn hafa velt þessu máli fyrir sér á ýmsa lund, sumir hafa bent á hrikalegar tölur úr útlandinu um hunda- skitinn, sem þar ku vera að setja allt i kaf, aðrir segja ljótar sögur um hunda, sem bita börn og svo mætti lengi telja. En sem betur fer eru fleiri hliðar á þessu margslungna máli. Fyrir skömmu rakst ég á grein i franska blaðinu „MATCH”, sem snertir þetta deilumál a.m.k. ekki minna en margt af þvi, sem andstæðingar hundahalds tina til máli sinu til stuðnings. Þessi grein fjallar um húsdýr til lækninga. Taldi ég ráðlegt að þýða og endursegja nokkrar glefsur úr greininni og koma þér hér á eftir: Tveir sérfræðingar um mál- efni barna, M. Ormezzano og ungfrú Valotton, M. Binard læknir og M. Condorcet dýra- læknir hafa nýlokið ráðstefnu- haldi i St. Paul sjúkrahúsinu i Paris um börn og dýr. Ekki er langt um liðið siðan visinda- menn viðurkenndu, að návist dýra gæti haft stórlega bætandi áhrif á börn, sem eiga við and- lega vanheilsu eða vanliðan af ýmsu tagi að striða. Skulu nú nefnd tvö dæmi, sem fjórmenn- ingarnir hafa bent á. Drengur nokkur þjáðist af stöðugum ótta við kennara sina og skólafélaga. Foreldrum hans tókst ekki að veita það öryggi, sem hann þarfnaðist, en um leið og dreng- urinn fékk boxer-hund sér við hlið, hvarf hinn sjúklegi ótti eins og dögg fyrir sólu: „Ég tala um það við hundinn minn,” sagði hann i hvert skipti sem hræðsla greip hann. Hitt dæmið varðar að visu ekki hunda, en er sérlega slá- andi. Drengur nokkur sagði aldrei aukatekið orð á heimili sinu og átti engan vin, en var þó gæddur góðri greind. Honum var gefið búr með tveimur kanlnum. Eftir það fór hann á hverju kvöldi niður I kjallara og spjallaði lengi við kaninurnar sinar. Þótt „samræðurnar” væru aðeins á annan veginn, fór drengurinn smám saman að skilja mikilvægi talaðs máls. Brátt tók hann að segja kunn- ingjum sinum frá kaninunum og læknaðist að lokum fullkom- lega. Að sjálfsögðu sanna þessi tvö dæmi ekki neitt út af fyrir sig, en þau eru lika aðeins tvö af mörgum. Ýmsir geðlæknar hafa fengið sér hunda og ketti I við- talsstofur sinar. Návist dýranna vekur afar mikilvægar, tilfinn- ingalegar þarfir hjá börnum og oft einnig, i minna mæli, hjá fullorðnum. Dýrið gerðir barninu kleift að létta á tilfinningum sinum hvað varðar blíðu og drottnunargirnd og kemur þvi þannig i jafnvægi. En það eru ekki aðeins venju- leg taugaveikluð börn, sem dýrin geta gert gagn. Þau geta verið lömuðum börnum til ó- metanlegrar gleði og hjálpar. Hjá þeim er það likamleg snert- ing, sem mestu skiptir. Ef spurt er, hvaða dýr séu æskilegust, er svarið tvimæla- laust hundur eða köttur. Kostir hundsins felast i, að hann er mikil félagsvera og endurgeldur margfalt þá bliðu, sem honum er sýnd. Hann er einnig næmur á umhverfi sitt og aðlagast vel margvislegum aðstæðum og fólki. Kötturinn hefur sér til á- gætis hæversku og hófsemi og hann bregst yfirleitt vel við gæl- um. Sakir sterks persónuleika sins getur kötturinn orðið góður og náinn félagi, öfugt við t.d. gullfisk eða páfagauk. Jæja, þetta voru þá glefsur úr þessari ágætu grein og hefðu þær reyndar getað orðið fleiri, en látum þetta duga. Hélt við hefðum sálartetur... hvernig er það hœgt ef hvorki er fortíð né framtíð?" Robert Mitchum I hlutverki prestsins I „Reiði Guðs”. Kvikmyndin „Reiði Guðs".... „HAFA PREST- ARNIR EKKERT ÚT Á HANA Syndugur leitandi skrifar: Ég, sem alinn er upp i kristi- legri heimilistrú, eins og gekk I hinu íslenzka þjóðfélagi fyrir núverandi mann á bezta skeiði, hef undrast hið opinbera upp- gjör presta um sálartetrið, sem maður hélt að I sér væri og sömuleiðis hluti af hinni heilögu þrenningu, það er að segja faðir, sonur og heilagur andi. Neisti til þessara hugleiðinga var grein i Visi 21. júli um miðilsfund i samkomuhúsinu Sigtúni og hlutlæg lýsing blaða- manns á fordóma. Nú er ég, sem þessi orð rita, ekki neinn sérstakur spiritisti. Mér finnst prestarnir á Islandi enn hafa göfugu hlut- verki að gegna, þótt ekki væri annað en að brýna fyrir oss syndugum að læra boðorðin 10 og ef til vill einkum að hamra i oss, úr stól, siðferðisboðskap Krists, en sleppa þá frekar hin- um ónúmeruðu boðorðum I LÆSIÐ BÍLUNUM gamla testamenntisins, t.d. „auga fyrir auga...” Það er þvi miður þannig, að ég botna litið i deilu prestanna nú undanfarið (það er að visu hægt að fóðra allan fjandann með: „Ég trúi til að geta skil- ið”) En, kæru prestar, málamiðlið þið innbyrðis um túlkun, — fyrir mér getur ekki nútið staðizt öðru visi en sé til fortlð og fram- tið fyrir sálartetrið I hvaða formi sem það er. Ég held það standi f Bibli- unni: „Leitið og þér munið finna”. Þess vegna tel ég, að það, I þessum efnum, sé ekki ljótt að „leita” og hef enga trú á þvi, að nám i guðfræðideild Há- skóla Islands leysi endanlega þetta að „finna”, en það getur að sjálfsögðu auðveldað leitina. Þó getur maður imyndað sér þröskuld á leitarstöð, ef áður- nefnd háskóladeild er verulega einhliða, þannig að nemendur geti hrokkið i baklás og túlki svo siðar fyrir þurfandi leitendur vonleysi kreddunnar. Ég ætla ekki að orðlengja meira i þessari hugleiðingu, en vona að hin íslenzka kirkja beri gæfu til þess að gegna hinu mikilvæga hlutverki sinu I takt við hina meðfæddu heimilistrú, eins og ég gat um I upphafi. VITI TIL VARNAÐAR ökumaður hringdi. Ég brá mér á Þingvöll einn daginn með bát og tilheyrandi. Eins og lög gera ráð fyrir bakk- aði ég bilnum niður að vatninu á góðum stað og siðan fórum við j að veiða i rólegheitum. Jæja, eftir góða stund komum BgwaB- irwnirrMMnMB— við aftur, en viti menn. Einhver hafði gerst fingralangur i biln- um minum á meðan. 2 snjódekk sem ég geymdi I skottinu voru horfin. Hann hefur snemma far- ið að hugsa fyrir vetrinum, ná- unginn sá. Þetta kennir manni þó eitt. Hvers vegna i ósköpunum er verið með óþarfa hluti I bilnum? Skaðinn hefði verið minni hefði ég verið með sumardekk: En griniaust. Læsið þið bilun- um ykkar, hvenær sem þið skilj- iðhann einhvers staðar eftir. ■■■■■■■■■■■■■■ AÐ SETJA?f# J.A. skrifar. Mér varð það á að skreppa á kvikmyndahús i vikunni, nánar tiltekið I Gamla bió, sem sýnir myndina „Reiði Guðs”. Ég verð að segja fyrir mig að égskemmtimér bara bærilega, enda er ég vist talinn litt trú- aður. Þarna var prestur, sem saklaust fólk trúði á (svona ann- að slagið) sem tók upp úr ferða- tösku sinni hriðskotabyssu og lét kúlnaregn dembast á sina syndugu meðbræður. Mér er spurn út frá þessu, hvers vegna okkar ágætu prest- ar láti ekkert i sér heyra, hvað svona mynd snertir, i staðinn fyrir að hella sér yfir mynd sem fáir landar hafa séð? Efast ég um að þeir hafi sjálfir séð þessa mynd, en hér er ég að ræða um myndina „The Exorcist”, sem staðið hefur til að sýna hér. Ég hef að visu ekki séð þessa um- ræddu Exorcistmynd, en ég fylgdist litið eitt með þeim blaðaskrifum, sem stóðu yfir nokkurn tima og margir af okk- ar ágætu kirkjunnar mönnum auglýstu á svo eftirminnilegan hátt. Hvað veldur? BBaaoagwffltffiBsas

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.