Vísir


Vísir - 24.07.1975, Qupperneq 16

Vísir - 24.07.1975, Qupperneq 16
vísir Fimmtudagur 24. júll 1975. GNA: Náði í sjúkan manrt á Hornströndum Ástralskur feröamaður, sem var i hópferð með Ferðafélagi tslands á Horn- ströndum, var i gær fluttur með þyrlu SVFÍ og land- helgisgæzlunnar til Reykja- vikur vegna veikinda. Barst hjálparbeiðni um neyðartalstöð i skipbrots- mannaskýli Slysavarna félagsins i Höfn i Horn vik.Náðist þannig samband við ísafjarðarradió og komust skilaboðin til slysa- varnafélagsins i Reykjavik. Kannaðir voru möguleikar á að flytja manninn með skipi til Isafjarðar. Skipin voru hins vegar of langt und- an. Um klukkan hálf ellefu i gærkvöldi fór svo þyrlan GNA og náði i sjúklinginn. Kom hún hingað kl. 5 i morg- un með manninn undir læknishendur. Mikið öryggi er fyrir þá hópa sem ferðast um þessar slóðir að vita af neyðartal- stöðvum i skýlum á þessu svæði. Slysavarnafélagið hefur i dag 10 skipbrots- mannaskýli frá Sandeyri við Djúp, norður Hornstrandir allt i Furufjörð. öll þessi skýii eru búin neyðartal- stöðvum. Þessar talstöðvar eru þó alls ekki ætlaðar til notkunar nema i' brýnustu neyðartilfellum, enda á alþjóðaneyðartiðninni. —EA Slapp með skrekkinn eftir að hafa hrapað Slysavarnafélaginu barst hjáíparbeiðni innan úr Eldgjá I fyrrakvöld. Var tal- ið að alvarlegt slys hefði orð- ið, þegar norskur ferðamað- ur hrapaði og hlaut höfuð- högg. Var beðið um þyrlu, og sneri Slysavarnafélagið sér til Landhelgisgæ7.1unnar. Þyrla SVFÍ og Landhelgis- gæzlunnar fór siðan á vett- vang til þess að ná i mann- inn. Var komið með ferðá- langinn til Reykjavikur. Við nánari athugun reyndist hann ekki alvarlega slasað- ur, og má segja að hann hafi sloppið með skrekkinn. —EA. Kastaðist af mótorhjóli á tvo bíla 17 ára piltur siasaðist mikið á Akureyri i gærkvöldi. Hann kastaðist af mótorhjóli á tvo bila, sem voru báðir á ferð. Slysið átti sér stað rétt eítir klukkan niu i gærkvöldi. Pilturinn kom á hjólinu eftir Hrafnagils- stræti. Hann ók á eftir bll, en við svo- kallaða Austurbyggð hugðist bill- inn beygja og gaf stefnuljós. Hægði hann á sér, er hann mætti öðrum bll. Kveðst ökumaður fyrrnefnda bllsins ekki hafa orðið piltsins var fyrr en hann heyrði högg. Hafði þá pilturinn kastazt af hjólinu á bílinn, sem hugðist beygja og þaðan á bilinn, sem kom á móti. Var pilturinn fluttur á sjúkra- húsið á Akureyri, talinn mikið slasaður. Sjúkrahúsið vildi i morgun engar upplýsingar gefa um liðan piltsins. —EA Tiltölulega lítið sem þarf til stereoútsendingar — sendirinn á Vaðlaheiði tilbúinn — gœtu þó liðið nokkrir mánuðir frá ákvörðun „Sendirinn hér I Reykjavik er nú orðinn um 20 ára gamaii, og hann var ekki keyptur með stereobúnaði á slnum tlma, enda þekktist það ekki þá. Og til þess að hægt sé að senda út i stereo þarf að kaupa smá stykki I viðbót. En mér er ekki ljóst I augnahlikinu hvað það tekur langan tima að fá það núna, en það gæti hugsanlega tekið nokkra mánuði”. Þetta sagði Gústav Arnar deildarverkfræðingur hjá Pósti og slma > þegar við höfðum sam- band við hann. Sumir hafa hald- ið þvi fram, að ef tekin væri ákvörðun um það I kaffinu i dag að senda út i stereo, væri það framkvæmanlegt um kvöldmat. „Það er nú ekki alveg rétt,” sagði Gústav. „Að visu erum við með einn sendi fyrir norðan, á Vaðlaheiði, sem þjónar Akur- eyri og nágrenni, sem er alveg tilbúinn til að senda út I stereo. Það gæti hann gert um kvöld- mat, ef það væri ákveðið um kaffileytið. En hérna I Reykja- vík og á öðrum stöðum gengur það ekki eins fljött fyrir sig.” Gústav bætti þvi við að út- varpið hefði ekki nema eitthvað litið af tækjum til slíkra útsend- inga, til dæmis plötuspilara. „Þannig að hugsanlega gætu þeir þurft að skaffa sér eitthvað af tækjum lika.” „En þetta er i rauninni minni háttar hlutur sem til þarf. Þannig að það væri ekki mikill Ferðalangar frá ýmsum stöðum heims fá inni I Farfugiaheimilinu I Eyjum, og þar er oftast fullt. Lík- lega vilja þeir lika fæstir fara heim án þess að sjá gosstöðvarnar meö eigin augum. Ljósm. G.Sigf. „ER ÓHÆTT AÐ LABBA UPP A ELDFJALLIÐ?" — er ein algengasta spurning útlendra ferðamanna Það hefur verið liflegt i far- fuglaheimiiinu i Eyjum slðan það tók til starfa. Farfugla- heimili hefur ekki verið i Eyjum áður, en það veitir svo sannar- lega ekki af slikri stofnun nú. Aðsókn ferðamanna til Eyja er geysilega mikil, og liklega vilja þeir fæstir kveðja landið án þess að koma við á þessum furðu slóðum. „Eróhætt að labba upp á eld- fjallið?„Eróhætt að ganga út á hraunið?”. „Ertu ekkert hræddur um að það gjósi hér aftur?”. Slikar og fleirir spumingar fær forstöðumaður Farfuglaheimilisins frá gestun- um. Farfuglaheimilið tók til starfa 1. júli. Það tekur um 30 manns. Oft hleypur það undir bagga, þegar ófært verður frá Eyjum, og hýsir farþegá sem höfðu ætl- að þaðan með flugi. Eingöngu er um að ræða svefnpokapláss, en ef einhver skyldi ekki hafa slikan með sér, þá lána skátarnir þeim sængur og annað tilheyrandi. Það eru nefnilega skátarnir I Eyjum sem reka heimilið, og það stendur við Höfðaveg. — EA tilkostnaður, en gæti tekið ein- hvern tima,” bætti Gústav við. Gústav kvaðst búast við að tekið væri upp I stereo I útvarp- inu, en sagðist þó ekki vita hvort það væri ófrávlkjanleg regla. En frá þvi að tekin væri ákvörðun um stereoútsendingar gætu liðið nokkrir mánuðir þar til hægt væri að framkvæma það, þó að ekki sé mikið sem til þarf. Ákvörðunin hefur bara ekki verið tekin enn. — EA Vélarbilun og aftur vélarbilun Það gekk ekki beinlinis gæfu- lega hjá vélbátnum Finnboga Lárussyni GK 500 á þriðjudags- kvöld. Tilkynningaskyldunní barst sú tilkynning að hann væri með bilaða vél I Faxaflóa. Var fenginn nærstaddur bátur til þess að fara með Finnboga til Kefla- víkur. Þegar bráðabirgðaviðgerð var lokið þar, lagði Finnbogi af stað i gær. Þegar hann var kominn áleiðis til Reykjavlkur hrökk allt úr sambandi út af Straumsvik. í þeirri norðanátt, sem þar var i gær, bar hann ótt upp að landi og vestur með ströndinni. Tilkynn- ingaskyldan fékk þá hafnarbátinn Þrótt úr Hafnarfirði til þess að fara eftirhonum. Fylgdi hann svo Finnboga eftir. Vélin komst i gang og Finnbogi hélt til Reykja- vlkur. Stöðvaðist hann reyndar einu sinni á leiðinni og bað um aðstoð. Það blessaðist þó og hann komst til Reykjavikur I gærkvöldi— EA Neyðarkall — en enginn vissi hver báturinn var Varðskip fyrir Austfjörðum heyrði neyðarkall frá báti við Langanes i fyrrinótt um klukkan hálftvö. Átti báturinn i erfiðleik- um og bað um aðstoð. Ekki var vitað I fyrstu, hvaða bátur þetta var. Var reynt að ná sambandi við hann, en tókst það ekki. Loftskeytastöðin á Raufarhöfn náði svo loks sambandi við bát- inn. Var það 12 tonna bátur, Kristinn ÞH 173 frá Raufarhöfn, sem var skammt undan Skálum á Langanesi, með bilaða vél. A þessum slóðum voru þá 6 vindstig og slæmt skyggni. Um þetta leyti kom færeyskur bátur til hans og kom honum I var. — EA Hringvegurinn opinn á ný HLAUPIÐ I KOLGRIMU BUIÐ „Það var allt fært um fimm- leytið i gær. Hlaupið i Koigrimu var ckki eins mikið og i fyrra, en það er árvisst,” sagði Jón Gisla- son, bóndi á Skálafelii i Suður- sveit, er Visir rabbaði við hann I morgun. Hann sagði að það hefðu verið 15-20 bilar austan við ána og ann- að eins vestan við hana, og hafði fólk ekki önnur ráð en tjalda og biða eftir að vegurinn opnaðist á ný, en hann var lokaður vegna hlaupsins I um sólarhring. 1 gaér og gærkvöldi var mikið hvassviðri á Mýrdalssandi svo að menn voru varaðir við að leggja út á sandinn I bílum sinum. Það átti þvi ekki af ferðalöngum að ganga, sem komu vestur yfir Kolgrimu I gær. Veðrið hefur nú gengið niður á Mýrdalssandi og er nú hringvegurinn fær. Uxahryggjaleið varð ófær vegna sandfoks við Sandklufta- vatn, en verður sennilega lagfærð i dag. Þá hljóp aurskriða yfir veginn i Njarðvlkurskriðum og lokaði honum til I Borgarfjarðar eystri. Vonir standa til að vegur- inn opnist I dag. — EVI. Hundabannið: MANNRÉTTINDANEFNDIN TÓK EKKI AFSTÖÐU — en ríkisstjórnin verður að rökstyðja lagalega sín sjónarmið og annað „Hundabannið i Reykjavik var tekið fyrir á júli-fundi mannréttindanefndar Evrópu og var ekki visað frá, heldur samþykkt að fá umsögn islenzku rikisstjórnarinnar um málið. Þetta sagði Gaukur Jörunds- son fulltrúi Islands I mannrétt- indanefndinni, er Visir ræddi við hann i gær. Hann sagði jafn- framt, að nefnin hefði ekki tekið neina afstöðu til þess, hvort hundabannið væri brot á mann- réttindum eða ekki. „1 sllkri umsögn” hélt Gaukur áfram máli sinu, „er ætlazt til að komi fram afstaða rikis- stjórnarinnar til þess, hvort hún telji skilyrði til þess að mál ið fari til frekari meðferðar hjá nefndinni. 1 þvi felst auðvitað að rikisstjórnin verður bæði að rökstyðja lagalega sin sjónar- mið og annað og upplýsa atriði, sem máli skipta.” Yfir 90% mála er strax hafnað I mannréttindanefndinni. Jakob Jónasson, formaður Hundvina- félagsins, sagði, að þeir I félaginu hefðu einmitt viljað vekja athygli á þeirri stað- reynd. Gaukur taldi ekki óliklegt, að rikisstjórnin þyrfti að skila um- sögn um málið fyrir lok ágúst- mánaðar. Næsti reglulegi fund- ur hjá mannréttindanefndinni verður i lok september eða I byrjun október. Það er ekki ósennilegt, að þá verði málið tekið fyrir. —EVI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.