Tíminn - 02.09.1966, Qupperneq 12
12
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
IÞROTTIR
FÖSTUDAGUR 2. september 1966
Magnús Péturs
son dæmir leik-
inn í Swansea
Alf-Reykjavík. — ÁkveðiS
hefur verið, að Magníis Péturs-
son, milliríkjadómari, dæmi
leik Swansea og búlgörsku bik
armeistaranna í Evrópubikar-
keppni bikarhafa ,sem fram
á að fara í Swansea 20. septem-
ber n.k. Eins og kunnugt er,
þá bað Evrópusambandið KSÍ
að tilnefna dómara og línu-
verði á leikinn. Línuverðir með
Magnúsi verða þeir Grétar Norð
f jörð og Einar Hjartarson.
Club
1 de
Nantes
3 CASTEL-SIMON-JORT-GRA80WSKi-ÖUD2INSKI-GONOrr-D€ MICHELE-R08IN-MAGNI- EON
LECHENAOEC-SANTOS-SLANCHET-GEORGIN-MULUR-SUAUDEAU-ARWBAS ent.
Frönsku meistararnir frá Nanfes, er leika hér í næstu viku á móti KR-ingum.
Lið Nantes nær eingöngu skip-
að frönskum landsliðsmönnum
\
- liðið hefur unnið Frakklandsmeisfaratitilinn s.l. tvö ár
Mótherjar KR í Evrópubikar-
keppninni eru frá Nantes, sem er
stærsta og mikilvægasta borg Bret-
agne, norðvesturhluta Frakklands,
en Bretagnebúar hafa löngum sótt
á fiskimið hér við strendur og því
fslendingum vel kunnir. Borgin
stendur við ána Loire, u. þ. b.
50 km. frá ósum hennar, en hérað-
ið beggja vegna árinnar ber heiti
hennar og nefnist Loire-Atlantique
Borgin er mjög gömul og á sér
merkilega sögu. Var hún þegar á
veldistíma Rómverja fyrir Krists
burð orðin þýðingarmikil miðstöð
verzlunar og samgangna. íbúar
Nantes eru nú um 250 þús. og
eru aðalatvinnuvegir þeirra iðnað-
ur (skipasmíði, málmsteypa, vefn-
aður, leðuriðnaður, gleriðnaður,
efnaiðnaður og niðursuða) svo og
verzlun, enda er borgin vel í sveit
sett og áin Loire skipgeng upp að
henni.
Þótt Nantes sé gömul og rót-
gróin sem borg, er F.C. Nantes
tiltölulega ungt að árum sem knatt
spyrnufélag. Allt fram að síðari
heimsstyrjöldinni vorn í borginni
mörg og smá knattspyrnufélug,
sem lítið létu að sér kveða utan
heimahéraðs síns. En fyrir atbeina
og samvinnu leiðandi manna í
íprótta- og athafnarlífi borgarinn-
ar, var hinn 21. apríl 1943
stofnað nýtt knattspyrnufélag,
F.C. Nantes, við samruna allra
gömlu félaganna og með stuðningi
margra helztu atv.rekenda borg-
arinnar. Fyrstu tvö árin var F.C.
Nantes eingöngtl áhugamannafé-
lag, en 1945 tekur það(jafnframt
upp atvinnumennsku^ pg vinnur
sér sæti í 2. deild íronsku kfe'þþn-
innar. Síðan skiptust á skin og
skúrir hjá félaginu, en smám sam-
an þokaðist það upp metorðastiga
frönsku knattspyrnunnar. En fyrir
þremur árum hófst sigurganga fé-
lagsins, sem staðið hefur óslitið
síðan. Árið 1964 hafnar félagið í
Spennandi boðsundskeppni
Akureyringa tii Grímseyjar
Akureyri skipt í 5 hverfi. Eitt hverfanna 10 km frá markinu
ÁI-AkureyrL — Skemmtileg og
sérstæð boðsundskeppni hefur stað
ið yfir á Akureyri síðustu vikur
boðsundskeppni, sem öllum Akur-
eyringum er heimil þátttaka í.
Vegalengdin er 100 km, þ.e. frá
Akureyri til Grímseyjar, og eru
5 þátttökusveitir á Akureyri, sem
miðast við tiltekin hverfi. Til að
fyrirbyggja misskilning, þá skal
Úrslítaleíkur 12. deild
háður n.k. sunnudag
Alf-Reykjavík. — Ákveðið
hefur verið, að úrslitaleikurinn
í 2. deild íslandsmótsins í knatt
spyrnu milli Fram og Breiða-
blik fari fram á Laugardats-
vellinum á sunnudaginn — 4.
september — og hefst hann
klukkan 16. Eins og kunnugt
er, sigraði Breiðablik nokkuð
auðveldlega í b-riðli, en Fram
átti í miklu basli í a-riðlinum.
Búast má við, að leikur lið-
anna á sunnudaginn verði harð
ur, eins og oftast, begar um
hreina úrslitaleiki er að ræða.
Fram og Breiðablik hafa einu
sinni áður á þessu sumri mætzt
í leik, en það var í Bikarkeppni
KSÍ, og sigraði Fram þá 5:1.
strax tekið fram, að sundið fer
ekki fram í sjónum, heldur í sund-
lauginni á Akureyri, og er liður
í þeirri viðleitni að fá sem flesta
til að synda 200 metrana í nor-
rænu sundkeppninni.
Hverfin 5 keppa sín á milli um
það, hvert þeirra verður fyrst að
synda 100 km vegalengdina, sem
er miðuð við Grímsey. Er tala íbú-
ánna, sem synda 200 metrana, lögð
saman og vegalengdin reiknuð út
frá því. Niður við Ráðhústorgið er
sérstök tafla, sem sýnir frá degi
til dags, hvernig keppnin stehdur.
Um þessar mundir hafa íbúar
hverfisins fyrir ofan Þórunnar-
stræti forustu, og bafa
synt 90 km og vantar því aðeins
10 km til að ná marki. íbúar Odd-
eyri og Innbæjar hafa synt 80
km. íbúar Ytri-Brekku hafa synt
76 fem — og íbúar Glerárhverfis
hafa synt 70 km.
Eins og af þessu má sjá, er
keppnin mjög spennaudi, og verð-
ur gaman að vita hvernig fer.
8. sæti í 1. deild, en í henni leika
18 félög og árið eftir hreppa þeir
Frakkl.meistaratitilinn í fyrsta
,sinn. En F. C. Nantes lætur ekki
þar við sitja. Félagið vinnur 1.
deild að nýju með yfirburðasigri
s. 1. Vor og hafa því haldið titlinum
sem bezta knattspyrnufélag Frakk
lands tvö ár í röð. Auk sigurs
isíns-í 1. deild komst F. C. Nantes
í úrslit frönsku Bikarkeppninnar
og var þar almennt spáð sigri,
sem þþ varð ekki í raun.
F.C. Nantes tekur því nú þátt í
Evrópukeppni meistaraliða í annað
sinn, eins og K.R. í fyrra var fé-
lagið slegið úr keppninni af Parti-
san frá Belgrad (2:2 og 2:0), sem
síðan tapaði fyrir Real Madrid í
úrslitum með 2:1. Frakkar binda
miklar vonir við F. C. Nantes í
þeirri Evrópukeppni, sem nú er
að hefjast. Félagið hefur borið
ægishjálm yfir önnur frönsk félög
undanfarin tvö ár og auk þess
hefur það hlotið þá reynslu, sem
nauðsynleg er til árangurs í svo
harðri keppni sem Evrópukeppni.
F.C. Nantes er mjög stórt fé-
lag. Auk atvinnumannaliða sinna,
rekur félagið tvö lið áhugamanna
og þrjú lið í hverjum aldursflokki
yngri knattspyrnumanna. Fram-
kvæmdarstjóri félagsins er Albert
Heil, sem verið hefur hjá félaginu
í rúm 20 ár, fyrst sem leikmaður
síðar sem þjálfari og nú sem fram-
kvæmdarstjóri. Aðalþjálfari félags
ins er José Aeeibas. Hann kom til
félagsins fyrir þremur árum, þá
lítt þekktur, en árangur hans sem
þjálfari á þessum þremur árum er
slíkur að hann er nú viðurkennd-
ur sem einn snjallasti þjálfari
Frakka. f núverandi liði F.C. Nan
tes eru 7 leikmenn sem leikið hafa
í A-landsliði Frakka, svo og
4 leikmenn, sem hafa leikið í
landsliði áhugamanna. í landsliðs-
flokk þann, sem Frakkar völdu
til æfinga og keppni vegna loka-
keppni síðustu heimsmeistarakepp
ni, voru valdir 5 leikmenn frá
F.C. Nantes. Liðið kemur með
14 leikmenn auk aðalþjálfara félag
sins, læknis, nuddara og fjögurra
fararstjóra.
Hér á eftir fara upplýsingar um
leikmenn liðsins:
Daniel Eon, 27 ára. Hefur leik-
ið í A — landsliði. Hann hefur
verið aðalmarkvörður F.C. Nantes
s. 1. fimm ár.
Georges Grabowski, hægri bafc
vörður, 21 árs. Hefur leikið
í ladnsliði áhugamanna og
þykir líklegur að komast í A-lands
lið innan skamms.
Gabriel De Michele, vinstri bak-
vörður, 25 ára. Hefur leikið í A-
landsliði.
Gilbert Le Chenadec, hægri fram
vörður, 28 ára. Hefur leikið í A-
landsliði.
Robert Budzyniski, miðframvörí
ur, 26 ára. Hefur leiki x A
landsliði og þótti einn traustasti
leikmaður Frakka í úrslitum heims
meistarakeppninnar.
J. Claude Suaudeau, vinstri fram
vörður, 28 ára. Hefur leflrið i
landsliði áhugamanna, svo og síð-
Framhald á bls. 15.
Fram til
Tékkó-
slóvakíu
Alf—Rvík. — f dag, föstud. held
ur m.fl. Fram í haqdknattleik
í keppnisför til Tékkóslóvakíii til
að endurgjalda heimsókn tékkn-
eska liðsins Karvina, sem hingað
kom í boði Fram s.l. haust. Fram-
arar fara fyrst til Kaupmannahafn
ar, en þaðan til Prag og síðan til
Karviná. Ekki er vitað hverjir
verða mótherjar Fram í leikjun-
um í Tékkóslóvakíu, nema í hrað-
keppni, sem liðið tekur þátt i,
en auk Fram verða með í þeirri
kcppni pólska landsliðið, tékkn-
eska unglingaliðið og austur-þýzkt
félagslið.
Aðalfararstjóri er Hannes Þ. Sig
urðsson, en aðrar í fararstjórn
eru Birgir Lúðvíksson, form. hand
knattleiksdeildar Fram, Hilmar
Ólafsson og Sveinn Ragnarsson,
4
!