Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 201. tbl. — Sunnudagur 4. september 1966 — 50. árg. Auglvsine ' Tímanum kemur daglega tyrir augu 80— 100 þusund lesenda Hugverkfall í USA dró úr f jölda hótelgesta hér SJ-Reykjavík, laugardag. I viStali við Tímann í dag, sagði Emil Guðmundsson, móttökustjóri hótel Loftleiða, að í heild hefði gestakoma í sumar verið svipuð og búizt var við fyrirfram. Júlí- mánuður var ekki eins góður og reiknað hafði verið með, og er ástæðan sú að vegna flugmanna- verkfallsins í Bandaríkjunum urðu margir Bandaríkjamenn að hætta við ferðalög í júlímánuði. Aftur á móti var ágústmánuður mun Gifting 24. maí Fögnuður ( Danmörku NTB-Kaupmannahöfn, laug- ardag. Margrét prinsessa og rík- isarfi Danmerkur og unn- usti hennar, Henri de La- borde de Monpezat, greifi munu að öllum líkindum ganga í hjónaband í maí næsta ár, að því er Politik- en segir í dag. Nefnir blaðið 24. mai sem líklegasta hjúskapardag og lætur þess getið, að meðal gesta muni verða de Gaulle, Frakklandsforseti. Staðfest- ing Jens Otto Krag, forsæt- isráðherra Danmerkur á frétt Ekstrabladet um trú- lofunina í gær, vakti athygli um allan heim. Skýrði for- sætisráðherrann frá því í hinni opinberu yfirlýsingu í gær, að Margrét prinsessa hefði sagt foreldrum sínum frá trúlofunarhugleiðingum sínum í júní og skömmu síð ar hefði honupi verið til- kynnt um málið. Dönsk blöð ræða trúlof- unina í dag í löngu máli. Blað jafnaðarmanna, Aktu- elt, segir m.a., að ánægju- legt sé, að unnusti ríkiserf- ingjans virðist vera maður, sem ekki muni koma af stað leiðindaumstangi eins og varð í Hollandi fyrir skemmstu, er Beatrix prins- essa gekk að eiga sinn þýzka mann. Politiken segir, að Framhald á bls ió betri en búizt hafði verið við, og samkvæmt bókunum er gert ráð fyrir 50% nýtingu í september. Um leið og samtalið við Emil átti -sér stað, barst pöntun frá finnsku flugfél. á 60 herbergiurn, vegna þess að vél félagsins seink- aði í Keflavík vegna bilunar. í sumar hafa áhafnir þessa finnska flugfélags gist við og við á hótel- inu, og einnig farþegar, þegar um seinkun hefur verið að ræða. Flug- menn frá Braathen og danska flug hernum búa líka á hótelinu. Um 80% gestanna eru í einhverju sam bandi við flugumferð. Gert er ráð fyrir, að „Stop- over“ farþegum fjölgi í september, þar sem verðið lækkaði 11 septem- ber úr 19% dollar í 15 dollara fyrir sólhringsdvöl hér. í júnímánuði og ágústmánuði var oft á tíðum fullbókað, og hef- ur nýtingin í ágústmánuði verið um 85%. Talsmaður City hótels sagði, að útkoman i sumar hefði verið mjög góð, aðsókn jöfn og stöðug. Loft- leiðahótelið hefði augsyn'flega" leyst úr brýnni þörf á auknu gisti- rými, því að aukningin var mikil í sumar, bæði hvað snertir erlenda og innlenda ferðamenn, sem búa á hótelinu í vaxandi mæii. Helzta breytingin í ár er sú, að fólkið fer hraðar yfir, og fer meir út á landsbyggðina en áður enda vaxandi áhugi meðal útlendinga að skoða landið. NEYÐARASTAND VEGNA VA TNSSKORTS í HEIM- INUM UM ALDAMÓTIN? NTB-Summerville, laugardag. í ræðu, scm Johnson Banda- ríkjaforseti flutti í kvöld skoraði hann á allar þjóðir heims að gera nauðsynlegar ráðstafanir í tíma til að koma í veg fyrir þær hroða legu afleiðingar, sem ferskvatns- skortur í heiminum myndi hafa í för með sér. Ferskvatnsskortur væri þegar farinn að segja til sín og ef ekki væru gerðar róttæk ar ráðstafanir til úrbóta yrði neyð arástand í hciminum um næstu aldamót vegna almenns vatns- skorts. Forsetinn flutti þessi varnaðar orð í ræðu, sem hann hélt í til efni af opnun vatnsvirkjunar í Summerville í Vestur-Virginíu í dag. Sagði hann, að nauðsynlegt væri að margfalda vatnsbirðir þær sem nú væru fyrir hendi, næstu 40 ár, ef kapphlaupið við hungurs neyð, sjúkdóma og fátækt ætti að vinnast fyrir aldamót. Skýrði forsetinn frá því að kölluð hefði verið saman alþjóðleg ráðstefna til að ræða þessi mál, sem væru alvarlegri, en menn gerðu sér al mennt grein fyrir. Ef þjóðir heims taka e'kki nú þegar upp samstari um að auka og tryggja nægilegt magn fersk- vatns, mun skortur á því skapa algert neyðarástand víðast í heim Framhald á bls 15 Vegna sumarferða- lags starfsfólks Tím- ans kemur blaðið ekki út fyrr en á miðvikudag. Dav'ð Ólafsson, fiskimálastióri, í Helsingfors: 22% heimsveiðinnar fæst í N-Atlantshafi KT-Reykjavík, laugardag. í einu dönsku dagblaðanna var nýlega skýrt frá því, að á norrænni fiskveiðiráðstefnu í Finnlandi hafi Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, haldið ræðu um þróun fiskveiða í Norður-Atlantshafi. í ræðu Da- víðs hafi komið fram, að í Norð- ur Atlantshafi veiðist 22% af allri veiði í heiminum. í blaðinu er sagt frá fiskveiði- ráðstefnu Norðulandanna, sem hófst í finnska bænum Otnes á mánudag, en á þriðjudag flutti Davíð Óiafsson ræðu sína. Sagði hann m.a. á þessa leið: „Frá árinu 1950, er fiskveiði í heiminum komst á sama stig og fyrir heimsstyrjöldina síðari, til ársins 1964, jókst fiskveiði upp í 51,6 milljónir lesta á ári . hlut- fallsiega hefur fiskveiði í N-Atl antshafi minnkað. Er hún nú að- eins 22% af allri veiði í heiminum. RAUÐIR HNEFA- LIÐAR Á myndinni sjást hinir nýju menningarpostular Kína hylla guðinn sinn Mao með tilburðum, sem eitt sinn þóttu fínir á ítalíu og raunar víðar Er myndin tekin á einni af mörgum útisamkundum hinna svo- nefndu „Rauðu . varðliða," sem hyggjast innleiða nýj- an og betri sið í menningar málum gömlu Kína m.a. með bví að klippa þítla á al- mannafæri og færa hina sömu úr buxum, sem reyn- ast þrengri en hin nýja ,.lína“ leyfir. En raunar er hér allt ann- að en gamaomál á ferðinni, og eðlilegt að uggur komi upp meðal menningarþjóða heims, þegar æsk? fjölmenn asta ríkis veraldar, sem tel- ur þriðjung alls mannkyns, fær að fremja afbrot dag eftir dag með uppáskrift frá stjórn lands sins, verknaði, sem víðast annars staðar myndu varða þungum refs- ingum. Því er það eðlilegt, að fagnað var frétt frá Tass- fréttastofunni í gær, þar sem segir, að andspyrnu- Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.