Tíminn - 04.09.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 04.09.1966, Qupperneq 8
8 TÍMINN SUNNUDAGUR 4. septembcr 196G Sjötug í dag: Pálína Jóhannesdottir húsfreyja Húsavík Pálina Jóhannesdóttir, húsfreyja atí Vallholtsvegi 5 í Húsavík, er sjötug í dag. Hún er fædd að Laugaseli í Reykjadal í Suður-Þing eyjarsýslu 4. sept. 1896, og voru foreldrar hennar Jóhannes Sig- urðsson, bóndi þar, og kona hans Sesselja Andrésdóttir. Að þeim hjónum stóðu fjölmennar og al- kunnar þingeyskar ættir. Jóhann- es var sonarsonur Sveins Guð- mundssonar á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, en frá honum er kom- in mikil ætt og við hann kennd, mjög fjölmenn í norðursýslunni. Voru þeir Jóhannes og Kristján Jónsson, Fjallaskáld, systkinasyn- ir. Móðir Jóhannesar var Guð- björg Daníelsdóttir systir Krisjáns eldra á Illugastöðum í Fnjóska- dal, og er svonefnd Illugastaða- ætt rakin frá honum. Fáðir Sesselju, móður Pálinu, var Andrés Ólafsson, bondi og smiður í Fagranesi í Aðaldal, af Sílalækjaætt, en kona hans og móð ir Sesselju var Sesselja Jónsdótt- ir, ljósmóðir frá Sýrnesi í Aðal- dal, og er sú ætt kennd við þann bæ. Þau hjón, Andrés og Sesselja í Fagranesi áttu mörg börn, en fimm þeirra fóru til Ameríku, og er mikill ættbogi af þeim kominn þar. Jóhannes og Sesselja, foreldrar Palínu, bjuggu við mikla fátækt í Laugaseli, sem er á heiðinni fram af Reykjadal, landgott kot en snjóþungt. Mun þar oft hafa verið' þröngt í búi, sem raunar víðar á þeini árum, og ekki um að ræða stuðning til aðstöðujöfn- unar af hendi þjoðfélagsins eins og nú er orðinn. Pálína var yngst barna þeirra Jóhannesar og Sess- elju, er upp komust en systkin hennar voru Hjálmfríður hús- freyja í Húsavík, Kristján Júlíus, síðast bóndi í Hriflu, Kristjana, húsfreyja í Álftagerði í Mývatns- sveit, Andrés er lézt um tvítugt, og Sigfús, er lengst bjó í Húsavík. Þessi systkin eru nú öll látin nema Pálína. Pálína Jóhannesdóttir ólst upp við kröpp kjör, enda lézt faðir hennar þegar hún var smábarn,. og móðir hennar varð að hætta búskap, og var á ýmsum stöðum eftir það með sum börnin hjá sér, eða þau fóru til vandalausra. Pál- ina giftist árið 1919 Karli Kristj- ánssyni, siðar alþingismanni, og bjuggu þau síðan á föðurleifð Karls, Eyvík á Tjörnesi í sextán ár, en þá fluttust þau til Húsa- víkur og hafa átt þar heima síð- an. Þau eignuðust sex börn en misstu tvö þeirra, annað nýfædd- an dreng, hitt 14 ára dóttur, Björgu að nafni, hina efnilegustu stúlku. Hin fjögur eru Kristján bókmenntafræðingur í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Jónasdóttur, Áki verkamaður í Húsavík, ókvænt ur, Gunnsteinn, verzlunarmaður í Reykjavík, kvæntur Erlu Eggerts- dóttur, og Svava húsfreyja í Húsa- vík, gift Hinrik Þórarinssyni, vél- stjóra. Pálína er glæsileg og frið kona, ljúf í fasi, góðum gáfum búin og mikilhæf á marga lund. Á ungl- ingsárum gáfust henni lítil tæki- færi til lestrar ög mennta, því að vinnan kallaði að hverja stund allt frá barnsaldri. En hún var fróð leiksfús og afar minnug, mjög ijóðelsk og lestrarfús og kunni frá unga aldri margt vísna og Ijóða og tileinkaði sér margan fróðleik um menn og málefni. Og síðar á ævi, þegar börnin voru upp vaxin og um hægðist, kom enn betur í ljós, hve ást hennar á skáldskap og lestrarlöngun var mikil, og hefur hún á síðustu ár- um unað frjálsum stundum bezt við lestur Ijóða og annarra góð- bóka og jafnvel lært margt önd- vegisljóða eftir islenzk höfuðskáld. Mun slík ástundum frémur fágæt með öldruðu fólki, sem komið er af léttasta námskeiði, en þannig hefur hún reynt að bæta sér upp og njóta þess á efri árum, sem æskan neitaði henni um, og það sýnir einnig vel, hver æð henni brann í brjósti. Og ljóðlínur eru henni æði oft tiltækur spegill í daglegu tali. Hún er einnig hag- orð og hefur gaman af að telgja vísu en fer leynt með. Eitt hið skemmtilegasta í fari Pálínu er hnyttin gamansemi, eða fáguð og hófstillt launkímni, og mun sú gáfa runnin frá föður hennar, enda rík í þeirri ætt. Pál- ína er einnig mjög vel verki far- in og listfeng í handíðum og hef- ur reynzt umhyggjusöm og hag- sýn húsmóðir. Hún er ákaflega heillynd og traust í skapgerð, lund heit en hófsöm og stillt. Hún er skemmtilega máli farin í viðræðu og hefur gaman af orðaleikjum en heldur hlut sínum í orðaskipt- um með hægð og festu. Ég held, að hún hafi reynzt manni sínum traust stoð og hollráður vinur á lífsleiðinni og staðið fyrir gest- kvæmu heimili þeirra af miklum sóma. Ég veit af eigin reynslu, að hún var börnum sínum góð og mikil hlíf, því að ég var stundum eins og eitt þeirra. Örlögin hög- uðu því svo til, að mér hvarf ung- um móðurvængur og tvær föður- systur mínar, Pálína og Kristjana í Álftagerði, veittu mér í barn- æsku meira skjól en flestir aðrir, og fleiri systkinum mínum. Jakobína, móðir Karls en tengda móðir Pálínu, var mjög sérstæð, gáfuð og hugþekk kona og af þeim málmi, sem lífsreynslan fágar en hruflar ekki. Hún dvaldist lengi á heimili með syni sínum og tengdadóttur, og mér er það í barnsminni frá dvöl minni þar og kynnum fyrr og síðar, hve sambúð Pálínu og hennar var góð og vin- áttuhlý. Ég hef ekki kynnzt betra dæmi af því tagi. Samræður þeirra um lífið jafnt i alvöru sem glað- værð voru engu öðru líkar og urðu drengstaula, sem hlustaði álengd- ■—I« ÞÁTTUR KIRKJUNNAR HELGIDÓMAR Hver gæti hugsað sér, að jafn hversdagslega og einföld viðvörun og: „Gangið ekki á grasinu“ yrði heilagt boðorð, sem heil þjóð þyrfti að meta og læra. Syo er þó orðið um okkur fslendinga. Við höfum svo lengi verið blindir fyrir fegurð. Öldum saman höfum við geng- ið um í þessu landi, sem er eitt hið tignarlegasta og fegur- sta í heimi án þess að sjá eða finna dýrð hafs og fjalia, birtu og blóma. Enn þá göngum við um gróðurbelti og blómabrekkur án þess að virða að nokkru helgi þeirra og frið. Þó ætt- um við að meta gróður að sínu leyti eins og Saharabúi metur vatn. Því að vissulega er meginhluti okkar ágæta og ægifagra lands eyðimörk, eJdki auðn hitans, heldur kuld- 1 ans, hirjóstranna. Og nú er svo komið, að haust ið minnir á að sá helgidómur, sem fólk metur meira en kirkj ur að minnsta kosti í orði hann lokast um leið og sveitahótelin, en það er faðmur fjalla og hvamma. En þangað flýja svo margir að sumrinu úr ys og hraða borgarmenningar. Og margir geta þess um leið að ólíkt meira sé þangað að sækja -en í kirkjur okkar presta, og þá helgidóma, sem byggð- ir hafa verið við vegu kyn- •slóðanna og ætlaðir til guðs- dýrkunar. Og vissulega má viðurkenna, að mörg eru þau musteri Guðs í þessu landi, sem ekki eru af mannahönd- nm gjörð. En eigi þau að sjást og verða metin á þann hátt, sem skyldi þá má ekki umgangast þau með lítilsvirðingu, og svívirða þau meS ómenningu, ata þau út með skrílslátum, hégóma og gera þau að ruslatunn- um eða forarvilpum. Sé það gert, þá trúi ég að minnsta kosti vart geypi þeirra manna og kvenna, sem þykj ast flýja kirkjurnar en finna frið og kraft hins eilífa í feg urð og unaði náttúrunnar. En svo mun nú komið, að fóikið, sem vanmetur kirkj- urnar, gengur einmitt þannig um í helgidómi eða helgi- dómum gróandi fegurðar lands ins, og lífsins, að setja verð ur lögreglu á vörð um fegurstu og helgustu staði fjalla og sveita, svo að ekki liggi við örtröð gróðurs og eyð- ingu lands, jafnvel í eldi út frá tóbaksglóð og reyk- stybbu, sem gerð er til að varria gróðurilmi helgidóms ins að njóta sín. Þannig er þá gengið um kirkjurnar, sem ekki eru af mannhöndum gjörðar. Og sannast þar það sem ein hver spekingur hefur sagt: Sá finnur hvergi helgidóm, sem ekki á musteri í sinni eig in sál. En það er víðar verndar þörf en á Þingvöllum, Heiðmörk . Þórsmörk og Laugarvatni. Og víðar þarf að stöðva uppblástur helgidómanna í hugsun og tilfinningalífi, ættum við að segja hjörtum fólksins. Séu þér þá mörkuð vé- bönd 'virðingar um helgi lífs og gróðurs bæði í náttúrunni og félagslífi, sambúð og um- gengni, þá fá allir helgidómar að vera í friði og njóta sín. Ef ekki þá verða jafnvel fleiri helgidómar rændir, hvort sem það er Krýsuvíkurkirkja, í fásinni eyðibýlanna eða menntaskóli í miðborg Reykja- víkur. Við þurfum að byggja og rækta helgidóma og vefa vébönd í sálum fólksins sjálfs. Það eru ekki bara aumingjarn ir, sem stálu klukkunni í Krýsu vík eða sögulega skildin um í Menntaskólanum, sem eru sekir. Rætur þessarár sak ar eru miklu dýpra niður i jarðvegi íslenzks þjóðlífs. Sök- in er okkar allra. Þeir, sem stela svona hlutum, sem eru nær einskis virði í pening- um en mikils virði sem helgi dómar, þeir eru fyrst og fremst tákn um þann skort á mann- sæmandi uppeldi, sem ríkt hefur hér hina síðustu ára tugi þrátt fyrir lengingu námstímans og allar milljón- irnar í ríkmannalega og ný- 'tízkuskólabyggingar eftir sál- fræðilegum formúlum reistar. Sök þessara vesalinga má snúa á hendur öllum uppal- endum, hvort sem það heita foreldrar, kennarar, prestar eða sálfræðingar. Hún er þeirra skömm, okkar mínus á próf- blaði í lífsins skóla, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og þeir eða þær, sem stela kirkjuklukkunni, ræna gamla helgidóma og ata út fagra heilaga sögustaði, og drauma- bletti öræfakyrrðar eru aðeins einn þátturinn í þeirri óvirð- ingu og útötun helgidóma, sem kemur fram á öðru sviði í alls konar andlegri útötun og óvirð ingu. Tökum t.d. allar eftir- hermurnar og skrípalætin þar sem fólk gerir sér það Framhaid á bls. 14 MINNING Egill Sandholt fyrrverandi pósfritari f. 21. nóv. 1891 — d. 27. ág. 1966. Laugardaginn 27. ág. andaðist á Landakotsspítala Egill Vilads ’ Sandholt fyrrum póstritari 74 ára gamall Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni á morgun (mánu- dag) kl. hálf tvö. Egill Sandholt var fæddur í Fremri-Arnardal í Eyrarhreppi 21. nóv. 1891. Faðir hans Hallgríniur Rósinkransson utanbúðarm. á ísa- firði var af Arnardalsætt. En móðir Egils var Sigríður Soffia Sandholt, dóttir Egils skósmiðs á ar, hvað eftir annað opinberun um mannlífið. Nú er Pálína frænka mín orðiti sjötug, og mér finnst kynlega vtð bregða, því að ég )#■/ eiginlega aldrei munað eftir þvi, hvort hún var gömul eða ung. Ég finn, að ég á henni meira að þakka en vert er að orðlengja, en það mundi ég kalla góða ósk til handa hverj- um pasturlitlum og skjólvana drenghnokka að eiga slíka frænku að. Þeir munu fleiri en ég, sem senda henni hugheilar kveðjur a þessum tímamótum. Andrés Kristjánsson. Isafirði og Guðrúnar Jónsdóttur prests Benediktssonar. Um sr. Jón segja Æviskrár, að hann hafi verið „snilldarmaður í prestsverk- um og um mannkosti". Þeir sr. Jón og Jón forseti Sigurðsson voru systkinasynir. Egill Sandhol gekk ungur í þjónustu íslenzkra póstmála og vann þeim allan sinn langa starfs- dag. Skömmu eftir fermingu gerð- ist hann aðstoðarmaður við póst- húsið á ísafirði þar sem hann vann árin 1906—20, að hann flutt- ist til Reykjavíkur er hann var skipaður póstafgreiðslumaður 1. ág. það ár. Síðar var hann skipa- aður póstfulltrúi, en fékk veitingu fyrir embætti póstritara 1. jan. 1930, sem hann gegndi til ársloka 1960. Á þeim árum urðu ýmsar breytingar á skipan póstmálanna og stundum skipt um nafn á störf- um innan stofnunarinnar. En það hafði ekki áhrif á Egil. Hann stundaði starf sitt, hvaða nafni sem það var nefnt. af sömu álúð og kostgæfni ár eftir ár. áratug eftir áratug Hann var mikill starfsmað- ur. skyldurækinn og afkastamikill og gekk að vinnu sinni með því hugarfari trúmennskunnar sem gefur hverju starfi ómetanlegt J gildi eins og það er ómetanlegt fyrir hverja stofnun að eiga slík- um starfsmönnum á að skipa. — Egill Sandholt var dulur maður og fámáll, en hlýr í viðmóti, naut sin vel í góðra vina hópi og öll- um leið vel í návist hans. Hann Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.