Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 4. septembe 1966 TÍMIWW 9 Á hverju vori ljúka hundruð íslenzkra ungmenna stúdents- prófi, og megnið af þeim hygg- ur að sjálfsögðu á framhalds- nám í einhverri grein. „Sá á kvölina, sem á völina“, segir gamalt máltæki, og víst er um það, að mörgum stúdent reyn- ist örðugt að velja sér fram- haldsgrein. Það er svo margt, sem þarna kemur til, áhugi, geta, fjárhagur og þar fram eftir götunum, og svo er það líka margt, sem ékki er hægt að læra hér heima, og stefnir þvi hugur margra til framhalds náms á erlendri grund. í því tilviki er ekki síður margt, sem athugunar þarf við, því að vita- skuld er nauðsynlegt að kanna grundvöll og allar aðstæður, áður en haldið er út í heim til framhaldsnáms. Oft hefur það viljað brenna við, að fólk fari út í nám, sem því einhverra hluta vegna hent- ar ekki, en áttar sig ekki á því fyrr en um seinan, og verð- ur að súpa seyðið af því. Fjöl- margir eiga erfitt með að velja um tvær eða fleiri greinar, eða í hvaða landi bezt sé að læra /j, ■> Ungt fólk virðist hafa mikinn áhuga á sálar- og þjóðféiagsfræði, og hér sjáum við Andra ísaksson sál< fræðing gefa upplýsiagar um nám í beim greinum i Frakklandi. Spáni nema þeir ætli að stunda málanám. Því að a sviðum tækni og vísinda eru Spán- verjar talsvert aftur úr. Það eru ákaflega fáir útlendingar, sem eru við háskólanám á Spáni, enda er lítið sem ekkert gert til að greiða gótur þeirra. Þeir fá enga styrki, og er ekki veittur neinn afsláttur á að- göngumiðum í bíó, leikhús og á tónleika. En Spánverjar eru mjög elskulegir og ég kunni sérlega vel við mig í þessi 6 ár, sem ég dvaldist á Span’.. FYRSTA ÁRINU ER EIN GÖNGU VARIð TIL Að LÆRA MÁLIð. Ýmsum þykir fýsilegt að stunda nám í löndum austan tjalds vegna þeirra sérstöðu. sem stúdentar hafa þar Við ræðum að lokum iítilsháttar við Ingibjörgu Haraldsdóttnr, sem um þriggja ára skeið hefur verið í Moskvu við nám í kvik- myndagerð. —Þykir það betra að læra kvik- myndagerð fyrir austan heldur en á Vesturlöndum? —Námstilhögun í þessari grein Aridtektúr og sálarfræði eiga helzt upp á pallborðið hjá ungu kynsló ðinni þetta eða hitt, og þannig mætti lengi telja. Vitaskuld er það hverjum nauðsynlegt að ráðg- ast um við sér fróðari menn, áður en fullnaðarákvörðun er tekin og liggur bein- ast við að leita til fólks, sem lagt hefur stund á þá námsgrein ellegar lært í því landi, sem viðkomandi hef- ur í huga. Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenzkra stúdenta erlendis hafa undanfarin 5 ár gengist fyrir árlegum kynn- ingarkvöldum þar sem nýstúd- entum og menntaskólanemuin gefst kostur á að ræða við ís- lenzka stúdenta, sem lagt hafa stund á ýmsar greinar við Há- skóla íslands og fjölmarga er- lenda háskóla. Þetta hefur að vonum verið mjög vel þegið af ungu fólki, sem enn hefur ekki tekið ákvörðun um. hvar það skuli ráðast á garði-m. og vill leita sér upplýsinga am námsskilyrði í hinum ýinsu löndum, sem til greina koma. Sl. þriðjudagskvöld var slflrl kynningarkvöld haldið í Menn- taskólanum í Reykjavík og var mjög til þess vandað. Rúmlega 50 stúdentar frá fjölmörgum háskólum greiddu úr spurning- um nýstúdenta og menntaskóla nema, en því miður voru þeir allt of fáir, sem notfærðu sér þetta tækifæri til að fræðast um háskólanám. Láta mun nærri að þeir hafi verið 150 tals ins og er það vægast sagt mjög léleg aðsókn og miklu lélegri en verið hefur á undanförnum árum, hver svo sem orsökin er. Meðal þeirra fáu, sem slædd- ust þangað inn, voru blaðamað- ur og Ijósmyndari frá Tímanum og ræddu þeir lítilsháttar við nokkra kynnendur. Voru kynn- endurnir mjög misjafnlega vin- sælir eftir því hvaða námsgrein ar þeir gátu gefið upplýsingar um, til að mynda datt engum í hug að leita sér upplýsinga um búvísindi eða tannlækningar, en kynnendur í arkitektúr, sálarfræði og dýralækningum máttu svara ótal spurningum. Þetta gefur nokkra hugmynd um það, hvert hugur unga fólks ins stefnir nú á tímum. Ódýrt að stunda nám í Skot- landi. Margir íslendingar leggja stund á nám við Edinborgarhá- skóla, og við lögðum nokkrar spumingar fyrir Winzie Jóhanns dóttur, sem þar hefur verið við ensku- og heimspekinám undan farin 3 ár. — Það er mjög ódýrt að stunda háskólanám í Skotlandi og það er áreiðanlega ódýrara, en víða annars staðar. En það er nokkuð erfitt að fá þar hus- næði, að vísu eru þar stúdenta garðar, en þeir rúma ekki nærri alla, sem þangað leita, og hefur Háskólinn því reynt að útvega stúdentum húsnæði víðs vegar um borgina. Hjónagarðar eru hins vegar engir, í Edinborg og aðstaða hjóna yfirleitt erfið hvað hús- næði snertir, því að háskólinn hefur ekki jafn góða aðstöðu til þess að hjálpa þeim eins og einstaklingum. Margir stúdent- ar búa hjá skozkum fjö’skyld um, og láta vel af því, fólkið er mjög elskulegt, og skiptir sér ekki um of af þeim. Sums staðar er jú haft strangt eftir- lit með stelpum því að Skotar eru kalvínstrúar og sumir hverj ir mjög siðavandir. MIKIð TÓMLÆTI UM FISKIFRÆðl. Maður skyldi ætla, að hjá þjóð, sem byggir afkomu sina á fiskveiðum, hefðu ungir menn mikinn áhuga á fiskifræðinámi, en því er greinilega ekki að heilsa. Sigfús Schopka, sem stundað hefur fiskifræðinám, við Háskólann í Kiel segir okk- ur, að enginn hafi spurt um þessa grein og það virðist lítill áhugi vera á henni. —Við erum tveir íslendingar, sem erum að læra þessa grein í Þýzkalandi, og ég held að allt í allt séu aðeins 6—7 ís- lendingar við fiskifræðinám. Ég veit eiginlega ekki hvernig stendur á þessu tómlæti um grein, sem okkur íslendinga skiptir svona miklu máli. Ef til vill er orsakanna að leita í því, að hér er alltaf verið að tala um fisk, blöðin eru alltaf full af fiskifréttum og fólki þykir þetta hverstaklegasti hlut ur, sem til er. —Hvað tekur þetta nám mörg ár i Þýzkalandi? — Yfirleitt 6 — 7 ár.Fyrst lærir maður náttúrufræði, aðallega dýra- og grasafræði. en siðus*:ii árin er eingöngu lögð stund á fiskifræði. Það er um tvenns konar próf að ræða, dipló-próf og doktorspróf, doktorsprófið krefst lengri námstíma, en þeir eru fleiri, sem því ljúka. —Hvernig finnst þér annars að stunda nám í Þýzkalandi? —Námstilhögun er ágæt og skólarnir yfirleitt vel tækjum búnir, en eins og víðar er erfitt að fá viðunandi húsnæði í Þýzkalandi. EKKERT GERT TIL Að GREIÐA GÖTU ERLENDRA STÚDENTA. Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur nýlega lokið 6 ára námi í rómönskum málum og bék- menntum við háskólann í Barcelona. Hún segir að sárafáir íslendingar hafi hug á háskólanámi á Spáni. og þau séu aðeins tvö, sem lokið hafi prófi við spænska haskóla. —Fólki hrýs ef til vill hugur við að fara svona iangt til náms og eiginlega er ekki viturlegt fyrir útlendinga að nema á er allt öðruvísi fyrir austan heldur en almennt gcrist á Vesturlöndum. Sérstakir skól- ar í kvikmyndagerð eru fátíðir á Vesturlöndum, þó eru þeir til, svo sem á Ítalíu -eg víðar. f Sovétríkjunum og annars staðar fyrir austan er þetta mjög strangt nám, tekur allt að 6 ár, og góðrar undirbúnings menntunar er krafizt. —Er ekki erfiðleikum bundi'5 að stunda nám í Sovétríkjunum hvað málið snertir. —Á flestum skólum er það þannig að útlendingar þurfa að verja fyrsta árinu eingöngu til að læra málið. Aö því ári loknu kunna þeir yfirleitt nógu mikið í málinu til að geta fylgzt með. — Ertu ráðin í því hvað þú gerir, þegar þú hefur lokið námi? —Nei, það er óraðið enn, mig langar auðvitað mest til að starfa hér heima, en það er nógur tími til stefno, því að ég á eftir allt að þrjú ár í náminu. gþc. Winzie Jóhannsdóttir skýrir ungri stúlku fri nimsskllyrðum við Edin- borgarhiskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.