Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 16
• cr* 'FriSrik Theódórsson, sölustjóri, færir Jofinny Barracuda gjöf Ifrá nokkrum vinum hans meS ósk um aS hann komi sem fyrst / MONTREAL Þessi mynd er tekin í hinum nýreista skála Norðurianda á heimssýningarsvæðinu í Montreal, en þar héldu félög Norður iandaþjóðanna í borginni jónsmessuhátíð í sumar. Gengu stúlk ur i þjóðbúningum um beina. Á myndinni eru tvær að bjóða veitingar íslenzku hjónunum Jóni Friðrikssyni, tæknifræðingi. og konu hans, sem er i íslenzkum þjóðbúningi, og Edward Chnrchill, framkvæmdastjóra við sýninguna. Sunnudagur 4. september 1966 tbl. 50. árg 201. Vandræðakona send á norskt hæli: inginn hér á landi viUitaka viðhenni HZ—Reykjavík, laugardag Kona nokkur, sem undan- vorna áratugi hefur verið drykkjusjúklingur og afbrota- manneskja hér í Reykjavík, var fyrir tæpum mánuði flutt til Noregs, þar sem hún var sett á drykkjumannahæli. Var vel tryggt KJ-Reykjavík. laugardag. Fyrir viku síðan kom upp eldur að Sellátrum í Tálkna- firði, og gjöreyðilagðist íbúð arliúsið og allt innbú. Mátti ekki tæpara standa að fólk- ið kæmist óskaddað út úr hinu brennandi húsi. Þegar sagt var frá brunanum í blöðunum, kom fram að inn bú fjölskyldunnar að Selátr- um hefði verið lágt vá- tryggt, en skyldutrygging á húsinu. Þetta er ekki alls kostar rétt ■ og byggðist á misskilningi. Var innbúið þvert á móti mjög vel vá tryggt þ. e. a. s. fyrir sann viröi. Húsfreyjan á bænum frú Guðrún Einarsdóttir er hög kona og listfeng, hefur mik ið fengist við að mála og vefa. Var mikið af málverk um hennar og öðrum list- munum í húsinu sem hrann, og einnig voru þar mörg ágæt málverk eftir aðra is- lenzka málara. Þótt segja Framhalri a Ols i3 Þrátt fyrir tilraunir aðila, sem þessu fólki hjálpa, að koma kon- unni á hæli hérlendis, heppnaðist það ekki. Þessi kona, sem haldin hefur verið smitandi kynsjúkdóm- um um árabil, varð fárveik í vet- ur. Var reynt til hins ítrasta að koma henni á sjúkrahús hér, en alls staðar var sama svarið að fá — Nei. Varð því konan að fara í strætið úr Síðumúla, sem segja má að hafi verið heimili hennar. Eftir miklar bréfaskriftir við er- lenda aðila. sá prestur einn í Osló um að hælisvist var fengin Sést af þessu hversu bágborin að- staða er fyrir vandræðafótk hér Þetta er ekki eina dæmið um, að fólk hafi veríð sent utan til hælisvistar, því að undanfarin ár hafa nokkrir vandræðamenn verið sendir á hæli erlendis. VANDAÐUR MINJAGRIPUR Farið er að sauma peisa úr íslenzkum gærum SJ-Reykjavík, laugardag. í gærkvöld skemmti hinn snjalli Johnny Barracutía á hótel Loft- leiðir við frábærar undirtektir gest anna eins og jafnan áður. í til- efni af því að hann er nú senn á förum, færðu nokkrir vinir hans lionum skemmtilegan minjagrip um dvöl hans hér — bókarlíki, sem hafði að geyma vínpela, tvö staup og lifandi rósir. Spjöld bók- arinnar eru úr pelsgæru, sem Ás- geir Nikulásson hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur sútað með svo- nefdri Lustratone aðferð. Áferð- in er sérstaklega falleg, og er Stcinar Júlíusson, feldskeri, farinn að sauma pelsa úr þessum gærum, og má sjá slíka pelsa í deild Slát- urfélags Suðurlands á iðnsýning- unni, en þeir hafa vakið mikla athygli. Grétar Bergmann, er útgefandi bókarinnar, er ber heitir Fróðleiks Jón Vestdal, forstjóri Sementsverksmiðjunnar: Getum vonandi haldið sements- verðinu óbreyttu vegna Freyfaxa Sementsverðið hefur ekki hækkað í tæp 3 ár molar. Verzlanir Rammagerðarinn ar munu hafa bókina til sölu hér í Reykjavík, ennfremur verður hún seld úti á landi síðar meir. Ef bókin er keypt til gjafa er hægt að fá greyptar sérstakar kveðjur inn á spjaldið. Bókin kostar rúmar 1400 krón- ur, og er allur frágangur hennar vandaður. í spjalli við fréttamenn lét Johnny Barracuda þess getið, að hann myndi koma aftur hingað á næsta ári. Hann hafði í fyrstu kvartað j^fir feimni íslendinga, en brátt náði hann réttum tökum á áhorfendum, sem taka nú þátt í glaðværð hans og skemmtilegheit- um af lífi og sál. KJ—Reykjavík, laugardag — Vegna tilkomu sements flutningaskipsins Freyfaxa, vonumst við til að geta haldið sementsverðinu óbreyttu um sinn, sagði dr. Jón Vestdal forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins, er fréttamaður TÍM- ANS innti hann eftir rekstri skipsins í sumar. — Sementsverðið hefur staðið í stað núna í tæp þrjú ár, og má teljast gott á tímum þessarar miklu verðbólgu, sagði dr. Jón Vestdal. Almenna ánægju kvað hann með tilkomu skipsins, og þá sérstaklega á smástöðum úti á landi þar sem erfitt er að fá verka menn til uppskipunar, og yfirleitt kvað hann háseta skipsins vinna við uppskipunina, þótt Semetns- verksmiðjan leggi enga áherzlu á að þeir væru við uppskipunina, nema menn sem stjórnuðu krana og lyftara. — Skipið flytur 1230 tonn af sementi í ferð, og afköst við upp- skipun hafa komizt upp í 100 tonn á klst., en meðalafköst eru 70 tonn á klst. — í vetur mun skipið fara eina til tvær ferðir í mánuði út á land með sementsfarm, en þess á milli verður það í siglingum til útlanda fyrir Sementsverksmiðj una, sækir m.a. gips til Póllands í október eða nóvember. Austmann opnar sýningu GÞE-Reykjavík, laugardag. í dag kl. 16 opnaði Hafsteinn Austmann listmálari málverkasýn- ingu í Unuhúsi við Veghúsastíg. og er hann fjórði listamaðurinn. sem þar sýnir. Myndirnar eru 26 að tölu, og hefur listamaðurinn unnið að þcim sl. tvö ár. Er hér um að ræða olíumálverk, vantslitamyndir, og myndir mál- Framhald á bls. 14 Höcherl farinn KJ-Reykjavík, laugardag. Hinni opinberu heimsókn þýzka landbúnaðarráðherr ans Hermanns Höcherl lauk i dag. í gærkvöldi hafði hann móttöku að Hótel Borg fyrir ýmsa ráðamenn hér, sem hann hefur rætt við undanfarna daga. Svo sem kunnugt er þá ræddi ráðherran aðallega um fisk- landanir og lendingarleyfi í Þýzkalandi. Ráðherrann fór ásamt föruneyti sínu með Loft- leiðaflugvél frá Keflavík til Luxemborgar i dag, og er vonandi að hann hafi fengið bjór á leiðinni út, en hann kvartaði mikið um að hafa ekki fengið bjór um borð í hinni annars ágætu 190 farþega Loftleiðaflugvél sem flutti hann til landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.