Tíminn - 13.09.1966, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. september 1966
ÍÞRÓTTlk
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Framkv.stjórn íþrótta-
sambands íslands, ásamt
framkvæmdastjóra. Stjórn
in var endurkjörin á íþrótta
þingi á ísafirði 3.— 4. sept.
sl. og hefur skipt með sér
verkum, en Gísli Halldórs
son var kosinn forseti á íþr.
þinginu. Á myndinni eru
talið frá vinstri, Hermann
Guðmundss. framkvstj.,
Gunnlaugur J. Briem, gjald
keri, Sveinn Björnsson rit
ari, Gísli Halldórsson, Guð
jón Einarsson, varaforseti
og Þorvarður Árnason fund
arritari.
(SlANDSMEISTARATimLINN
BLASIR VID KEFLVlKINGUM
Clayhélt
titlnum!
Cassius Clay hélt heimsmeistara
titli sínum í þungavigt, þegar
hann sigraði Þjóðverjann Karl
Mildenberger í 12. lotu í Frank
furt á laugardag. Evrópumeistar-
inn barðist hetjulega gegn manni,
sem var greinilega miklu meiri,
hnefaleikari og þunghöggvari.
Mestan hluta hinna 12. lota hlaut
hann meiri barsmíð en nokkur
annar hnefaleikamaður, sem hef-
ur skorað á Clay, — en hann kom
einnig fleiri höggum á meistar-
ann.
Það lék ekki vafi á því, að hann
var sigraður af meistara, sem var
honum miklu fremri, þrátt fyrir
þá staðreynd, að þetta er í fyrsta
sinn, sem Clay verður að leggja
að sér í keppni sinni í Evrópu.
Enski dómarinn, Teddy Waltham
stöðvaði leikinn í 12. lotu eftir að
Mildenberger hafði legið í hringn
um í fimmtu, áttundu og tíundu
lotu. Vinstra auga hans var sokk-
ið og bloðhlaupið og Mildenberg
að þrotum kominn.
Öðru sinni blasir nú fslands
meistaratitillinn í knattspyrnu við
Keflvíkingum. Þeir sigruðu KR á
sunnudaginn á Laugardalsvellin-
um með 2-0 og hafa því hlotið
14 stig úr leikjum sínum — og að
eins Valur getur hlotið sömu stiga
tölu. Valsmenn leika við Þrót.t
annað kvöld og með sigri — sem
ætti að vera öruggur gegn fall-
liðinu — standa þeir jafnfæt-
is Keflvíkingum og aukaleik-
ur verður að skera úr, hvort liðið
hlýtur sæmdarheitið „Bezta knatt
spyrnufélag íslands 1966.“
En Keflvíkingar verða að leika
betur, en á sunnudaginn til að
hljóta þann titil — ef til úrslita
Ieiks kemur. Leikur þeirra víð
KR var vægast sagt lélegur, en
þeir höfðu þó vilja til að sigra,
hvað KR-inga skorti algerlega.
KR-liðið, sem lék svo vel gagn
Nantes á dögunum, var óþekkjan
legt frá þeim leik, þótt sömu leik
menn klæddust KR-búningunura.
Enginn vilji til neins — og þótt
möguleikar liðsins í mótinu væru
Tottenham skoraði tví-
vegis á lokamínútunum!
Aðalleikurinn á laugardaginn í
ensku deildarkeppninni var milli
Trottenham og Manch. Utd. og
varð að loka hliðum leikvangs
ins löngu fyrir leik. Manch. Utd.
lék betur og Law skoraði í fyrri
Fram vann
Eins og kunnugt er af iréttum
er meistaraflokkur Fram í hand-
knattleik á keppnisferðalagi um
Tékkoslóvakíu. Fyrsti leikur íé-
lagsins var 6. sept. gegn Dukla
Vyskov, sem leikur í 2. deild í
Tékkóslóvakíu. Fram sigraði í
leiknum með 25-24 eftir spenn-
andi leik„ en liðið var þó langt
frá sínu bezta. Ekki hafa nýrri
fréttir borizt af Fram.
N. Steinhauer keppir á
Laugardalsvelli í kvöld
í kvöld, 13. sept. efnir Frjáls
íþróttasamband íslands til keppni
á Laugardalsvellinum. Meðal þátt
takenda verður hinn heimsfrægi,
bandaríski kúluvarpari Neal Stein
hauer, sem undanfarna daga hefur
leiðbeint íslenzkum frájlsiþrótta
mönnum í kúluvarpi og kringlu-
kasti.
Á mótinu í kvöld vérður keppt
i eftirtöldum íþróttagreinum:
100 m hlaupi karla
100 m hlaupi sveina
100 m hlaupi drengja
100 m hlaupi kvenna
400 m hlaupi A flokkur (fyrir
keppendur sem hafa náS betri
árangri en 55 sek. í þessari grein l
400 m hlaup B flokkur (55 sek.
og þar yfir).
1000 m hlaup
4x100 m boðhlaup
Kúluvarp, kringlukast
Langstökk, hástökk.
Keppnin hefst kl. 18.30.
hálfleik. Þannig stóð þar til þrjár
mínútur voru eftir, en þa'ð nægði
Tottenham. Gilzean og Greaves
skoruðu og Tottenham hlaut því
heldur óverðskuldað bæði stigin.
Annars var merkilegt í 1. deild,
Framhald á bls. 12.
sama og engir — afsakar það þó
ekki frammistöðuna.
Á sjötta þúsund áhorfendur
mættu á leikinn og ramminn fyr
ir hann var því óvenjugóður, en
hvílík vonbrigði. í hinar 90 mín
útur, var varla um gott skot á
mark að ræða, — og þótt Keflvík-
ingar skoruðu tvívegis í fyrri hálf
leik, var það ekki eftir fallegan
samleik eða góð skot, en hvort
tveggja „pot-mörk“, sem létt
hefði átt að vera að koma í veg
fyrir. En sigur Keflvíkinga var
réttlátur, og þeir voru skárri að-
ilinn í leiknum.
Jón Jóhannsson og Einar Magn
ússon skoruðu mörk Keflvíkinga
en beztu menn liðsins voru lands
liðsmennirnir Magnús Torfason og
Sigurður Albertsson, og Sigurður
var áberandi traustasti leikmaður
sem við eigum í stöðu miðvarðar
í dag. í framlínunni bar mest á
Karli Hermannssyni. Hjá KR var
Óskar Sigurðsson bezti maður-
inn, einkum eftir að hann lék
sem miðvörður í stað Ársæls
Kjartanssonar, sem meiddist í
leiknum. Aðrir leikmenn liðsins
léku langt undir styrkleika.
FH SLEPPUR
VIÐ FYRSTU
UMFERÐINA
21 lið taka þátt í Evrópu
bikarkeppni og er FH á með
al þeirra. Á handknattleiks
ráðstefnunni í Kaupmanna-
höfn um síðustu helgi voru
10 liðanna dregin saman í
fyrstu umferð keppninnar,
en hin liðin koma síðar i
hana. FH-ingar voru heppn
ir, því að þeir sleppa við að
leika í fyrstu umferð-
inni, en koma inn í keppni
16 liða, sem verða eftir. Það
sama skeði í keppninni síð
ast, þá sluppu FH-ingar við
fyrstu umferð, en mætfu
norsku meisturunum frá
Fredinsborg í annarri um
ferð.
Íþróttasíðan hefur þetta
eftir Valgeiri Ársælssyni cr
var fulltrúi fslands á ráð-
stefnunni £ _ Kaupmanna-
höfn ásamt Ásbimi Sigur-
jónssyni, formanni HSÍ.
Valgeir sagði, að engin
ákvörðun hefði verið tekin
á ráðstefnunni varðandi þátt
töku Túnis í HM. Fram-
kvæmdaaðilar lokakeppn
innar, Svíar, vissu ekki
betur en Túnir urðu með
a.m.k. hefðu Túnismenn
ekki sent afboð ennþá.
— alf.
JÓHANN ÖRN
SIGRAÐI
Á hraðskármóti Taflfélags R-
víkur, sem fram fór nýlega, voru
tefldar 9 umferðir eftir Monrad
kerfi, hver umferð tvöföld. Sigur
vegari varð Jóljann Öm Sigur-
jónsson með 14 vinninga. f 2. og
3. sæti urðu þeir Guðmundur
Ágústsson og Björn Þorsteinsson
með 1314 vinning hvor. Pétur
Eiríksson og Ólafur Kristjáns-
son skipuðu 4. og 5. sæti með 11!4
vinning /.vor.
Þátttakendur voru þrjátíu tals-
ins.
Frá og með 15. sept. n.k., verður
Framhald á bls. 12.
Jón Jóhannsson skorar fyrra mark Keflvíkinga.
Tímamynd Bj. Bj.