Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 16. ágúst 1S7S 3 (Jlfur Sigurmundsson Jónas Haralz Og þegar til alls kæmi væru vandamálin þau sömu i öllum löndunum. Hann nefndi sem dæmdi að vandamál Islendinga i sambandi við fiskveiðar væru alveg hliðstæð Finnanna með skóga sina. Er Jónas var spurður um mis- munandi kerfi i þessum löndum, sagði hann að munurinn væri sáralitill. Þegar farið væri að skoða þau ofan i kjölinn kæmi i ljós að fylgt er sömu grund- vallaratriðunum á öllum Norðurlöndunum. „Það sem vakið hefur einna mest athygli hjá mér er hversu mikið er af ungum þátttakend- um,” sagði Jónas aðlok- um. -BA- Börnunum er uppálagt að fara með hendinni um alla trommiuna. um allt i trommlunni og op hennar er alveg nógu stórt til að slikt sé hægt. Þar að auki eru spaðar i henni. Eftir hverja 50 miða, sem dregnir eru út, er trommlunni lokað og henni snú- ið á ný. 135 þús. vinningar eru dregnir út árlega, svo það er anzi mikil þeytingur á tromml- unni á einu ári. Veizluhöld í Sigöldu — hressing ó Búrfelli Svínasteik, graflax og innflutt bláber — ásamt hvítvíni, rauðvini og koní- aki á eftir — er ekki dag- legur matseðill inni við Sigöldu. í gærdag voru þó um- getnar krásir lagðar á prúðbúin borðin í mat- salnum, enda helztu fyrirmenn þjóðarinnar þangað komnir til mikilla veizluhalda. . Astæöa veiziuhaldanna var sú, að bygging stöðvarhússins Hiö nýja mannvirki, er horn- steinn var lagður að i gær. við Sigöldu er nú komin á það stig, að hornsteinn verði að þvi lagður. Sú athöfn fór fram i gærdag og var það forseti Is- lands, sem hornsteininn lagði. Viðstaddir voru starfsmenn við virkjunina af ýmsum þjóð- ernum og 150 gestir, þar á meðal fimm ráðherrar. Athöfn- in við nýja stöðvarhúsið var stutt, enda forseti Islands orð- inn alvanur múrverkinu eftir fjölda hornsteinalagninga. Gestirnir snæddu hádegisverð að Sigöldu og fóru síðan i skoðunarferð um virkjunar- svæðið. Á heimleiðinni var siðan þegin hressing að Búrfelli og voru nokkrir orðnir vel hressir, er loks var haldið áleiðis til Reykjavikur. — JB Allt hafði verið fágab og fingert inni vib Sigöldu daginn fyrir lagningu hornsteinsins. Starfsfólkið við virkjunina tók sér fri frá störfum á meðan athöfnin fór fram. Ljósm. Jón B. Böðin í Grjótagjá nú á eigin ábyrgð: Fœstir taka baðfötin með þegar laugast er í gjánni Baögestum í Grjótagjá við Mývatn er nú bent á, að þeir baði sig þar á eigin ábyrgð. Skilti þar að lút- andi var komið upp við laugina í rönd hraunsins austan Mývatns um verzl- unarmannahelgina. Sýslumaðurinn á Húsavik tjáði blaðinu, að litilsháttar hryndi á hverju ári úr hrauninu, sem laug- in er inni undir. Skilti þetta hefði þó einkum verið sett upp til að benda baðgestum á, að ef til jarð- hræringa kæmi, gæti verið hættu- legt að vera staddur i lauginni inn undir hrauninu. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vik er þó ekki að sjá, að straumur ferðamanna i laugina hafi minnk- að vegna tilkomu skiltisins. Veðrið við Mývatn hefur enda verið einstaklega gott að undan- förnu og mikill fjöldi ferðalanga farið þar um. — Mér virðist sem gjáin hafi verið meira á dagskrá hjá ferða- mönnum með hverju árinu. Nú þykir mönnum, sem þeir hafi varla komið til Mývatns nema þeir baði sig i Grjótagjá eða líti hana augum i það minnsta. sagði Hákon Aðalsteinsson, lögreglu- þjónn á Húsavik. — Þrátt fyrir viðvörunarskiltið skiptum við okkur ekki af bað- gestum. Það er þá helzt, að við pössum upp á að þeir, sem drukknir eru, fari ekki i gjána. Vatnið i henni er 35-40 stig og þvi falla hinir drukknu þar i djúpan svefn, ef þeim er ekki visað frá, sagði Hákon. Hákon sagði, að auk ferða- manna væri gjáin mikið notuð af starfsmönnum við Kisiliðjuna og Kröflúvirkjun. — Mig minnir, að ég hafi fyrst baðað mig i gjánni fyrir einum fimmtán árum. Hún hefur ekki breytzt neitt siðan, hitinn er sá sami og rennslið svipað. Vatnið helzt jafnan tandurhreint vegna rennslisins, sagði Hákon. — Jú, rétt er það, baðföt eru sjaldnast með i ferðinni, þegar fárið er að lauga sig i Grjótagjá. Svo á nú að heita, að laugin skipt- ist i karla- og kvennalaug, en ruglingur er nokkuð algengur, sagði Hákon. Við hraunjaðarinn, þar sem fyrst er komið að gjánni, sem raunar er hellir, eru tvö op. Bæði liggja þau að karladeildinni 25 til 30 metrum sunnqr er siðan opið aö kvennalauginni. Hér er raunar um sömu laugina að ræða, nema Brúin ó Múlakvísl aftur opin umferð Nú hefur tekizt að opna á ný hrúna yfir Múlakvisl og gera þannig hringveginn færan á ný. Það var I fyrrakvöld, að viðgerðinni var svo langt komið, að unnt var að opna brúna fyrir litlum bilum, en slðan var áfram unnið að viðgerðinni og liægt að opna fyrir allri venjulegri umferð á hádegi I gær. 1 fyrradag hafði tekizt að veita ánni svo frá vestari sporðinum, að brúarsmiðirnir gátu gengið frá undirstöðum og komizt upp yfir flauminn. Siðan var gengið frá oka til bráöabirgða, en fullnaðarvið- gerð verður ekki gerð fyrr en i haust, þegar vatn tekur að þverra i ánni. -SHH hvað hraunhaft hefur hrunið i hana miðja. Fróðir menn herma, að með nokkrum kúnstum megi kafa á milli lauganna. Ekki mun það þó vera þess vegna, sem komið hefur verið upp skilti, sem bendir konum og körlum á að þeir baði sig i Iauginni á eigin ábyrgð. — Þeir eru margir, sem kæra sig kollótta um i hvorri lauginni þeir lenda. Ég brá mér til dæmis eitt sinn i bað i karlagjánni. Ég heyrði frá hinni lauginni, að þar var hópur stúlkna og stráka að leika sér. Þá vissi ég ekki fyrri til en inn i gjána min megin vatt sér hópur tuttugu og fjögurra kvenna, sem á augabragði fleygði af sér öllum klæðum og dembdi sér i laugina án þess að hafa minnstu áhyggjur af karlmann- inum, sem þar var fyrir, sagöi Hákon Aðalsteinsson á Húsavik að lokum. —JB SYNTI YFIR HRÚTA- FJÖRÐ, OG SÝNIR LIST Fyrir réttum þrjátlu árum synti hún Óiöf Kristjánsdóttir yfir Hrútafjörðinn, þar sem hann er breiðastur — og hafn- aði með öllu bátsfylgd. i dag er þessi vestfirzka kona setzt að i Reykjavik eins og titt er. Við hittum hana i Grill-Inn i Austurstræti 14, en þar sýnir hún ollumálverk sin. Þetta er hennar fyrsta sýning, og gest- ir matstofunnar kunna vel að ineta fallegar veggskreyt- ingar, þegar þeir koma til að seðja sultinn. — (Ljósmynd Bj. Bj.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.