Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 20
jfl jVi B >1 i 'V*i ^'■'íií' 5Söi5f^?»SS®S8«fe3^t Laugardagur lfi. ágúst 1975 Sveinn R. y Eyjólfsson lœtur af störfum hjó Vísi Sveinn H. Eyjólfsson, sem gcgnt hefur framkvæmda- stjórastarfi Visis undanfarin ár, eða frá árinu 1968, hefur nú látið af þvi starfi. A starfstíma Sveins hjá biaðinu hefur rekstur þess eflzt, fjárhagur þess styrkzt og margvislegar nýjungar verið upp teknar i útgáfu blaðsins. Stjórn Reykjaprents hf. fær- ir Sveini H. Eyjólfssyni beztu þakkir fyrir störf hans I þágu Visis og óskar honum gæfu og gengis i störfum á nýjum starfsvettvangi. Stjórn Iteykjaprents hf. Smábarnið í framsœtinu: Þriggja ára drengur slasaðist Það slys átti sér staö viö Gufu- nesafleggjarann seinni partinn i gær, að fólksbill ók aftan á vöru- bil. Þriggja ára drengur, sem sat i framsæti fólksbilsins, slasaðist. Slysið átti sér stað á fimmta timanum i gær. Vörubillinn hugð- ist beygja inn á Gufunesaf- leggjarann og hægði mikið á sér. Fólksblllinn, sem kom á eftir, náði ekki að stanza i tæka tið og fór þvi aftan á pallinn. Litli drengurinn, sem sat frammi i bilnum, hlaut höfuðhögg og skurð á enni, en ekki var talið, að meiðsl hans væru alvarleg. ökumann sakaöi ekki. Fólksbill- inn er mjög illa farinn og hæpið, að það svari kostnaði að gera við hann. — EA Ætla að skiptast á ambassadorum Hikisstjórn islands og hráöa- hirgðabyltingarstjórnin í Suður- Vietnam hafa gert meö sér sam- komulag um aö skiptast á sendi- herrum mcö ambassadorstign. Tilkynning um þetta var gefin út i gær. Eftir að reynt hafði verið að taka loftmyndir til kortagerðar af Jan Mayen allt frá árinu 1970, tókst það loks i sumar — og þá svo vel, aö ljúka tókst allri myndatökunni á einum degi. Það voru Landmælingar is- lands, sem unnu verkið. Agúst Guðmundsson hjá Landmælingunum sagði Visi, að gos hefði orðið á Jan Mayen árið 1970. Eftir það reyndu Norðmenn að taka loftmyndir af eynni, en i mai 1974 óskaði Norsk Polarinstitut eftir þvi við Landmælingarnar, að þær önnuðust þessa ljósmyndun fyrir þá. Gerður var samningur um þekingu á allri eynni, um 200 myndir I allt. Afhálfu Landmælinga Islands var fylgzt með veðrinu á Jan Mayen frá 25. júli til 10. septem- ber, og byggt á veðurlýsingum þaðan, sem sendar voru klukk- an niu á kvöldin og klukkan fjögurá nóttunni. Aldrei gaf þaö sumar, svo að ekki var unnt að taka myndirnar. 1 vor var svo gerður nýr samningur um þessa mynda: töku, þar sem gengið var út frá. að myndataka Jan Mayen hefði forgang, ef rétt veður kæmi. 25. júli var svo byrjað að huga að veðri þar, og farið 30. júli. Allar myndirnar náðust á þessum eina degi, og tók verkið um 13 tlma. Lent var á eynni' og var islendingunum vel fagnað af eyjarskeggjum, sem eru 36 talsins, allt norskir karlmenn, sem þjóna veðurathugunarstöð og lóranstöð á eynni. ts- lendingamir hófu myndatökuna strax og þeir nutu sólar og voru að, þar til þeir rétt höfðu bensín og súrefni til að lenda. Mesta flughæð við myndatökuna var 25 þúsund fet, en flogið var i ýms- um hæðum frá 2500 fetum. Til myndatöku af þessu tagi nota Landmælingarnar flugvél frá Flugstöðinni, af gerðinni Piper Navro, sem er sérstak- lega útbúin til þessara verka, Það tók fimm ár að ná þessari mynd... með gat í gólfi. vel,og þeir Islendingarnir hefðu Mayen til þess að geta lokið Ágúst Guðmundsson gat þess, verið undir það búnir að þurfa störfum. En þegar til kom, að þetta verk hefði gengið mjög aö dvelja nokkra dga á Jan dugði einn dagur. —SHH Loftmynd frá landmælingum tslands. Séð niður yfir Lóranstöðina og hluta af búðum Norðmannanna á eynni.Myndin er svo skýr, að greina má skuggann af lóranmastrinu og jafnvel stögin frá þvi. KEKKONEN VIÐ VÍSI: Oryggisráðstefnan árangurs- rík þótt ekki fengju allir fram allt sem þeir vildu — Ég tel, að Öryggis- ráðstefna Evrópu, sem haldin var í Helsinki, hafi verið mikilvægur áfangi, ekki aðeins fyr- ir Finnland, heldur heimsbyggðina alla, sagði Uhro Kekkonen, forseti Finnlands, i stuttu viðtali við Visi. — Nú hafa ýmsir gagnrýnend- ur sagt, að þarna hafi Balkan- löndin formlega verið seld I hendur Rússa? — Ég hef llklega ekki lesið þá gagnrýni. Ég vil aðeins segja, að ráðstefna, sem er svona mikil að umfangi og þar sem jafn mörg mikilvæg mál eru rædd, hlýtur alltaf að vera gagnrýnd einhvers staðar. Það er ljóst, að ekki náðu allir fram öllu, sem þeir vildu. Ég tel hana samt hafa verið mikilvæga og skilað miklum árangri. — Við fréttum minna af efna- hagsörðugleikum og öðru sliku i Finnlandi en frá hinum Norðurlöndunum, eigið þið kannske ekki við neitt slikt að striða? — Ég vil nú ræða sem minnzt um innanrikismál, vegna þing- kosninganna i september. Það er hins vegar ekkert launungar- mál, að Finnland hefur ekki sloppið við þá efnahagsörðug- leika, sem ýmis riki heimsins eiga nú við að striöa. — Verðbólgan er okkur erfið- ur andstæðingur — ekki síður en ykkur — og óhagstæður við- skiptajöfnuður hefur haft gjald- eyrisörðugleika 1 för með sér. Atvinnuleysi er litið sem stend- ur, en ýmiss konar samdráttur verður liklega til þess, aö það eykst á æsta ári. — Erfiðleikarnir eru þvi til staðar og þeir fara ekki framhjá neinum i Finnlandi. — Er þá ekki gott að taka sér smá hvild frá þeim og veiða lax? — Jú, það er það. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað aftur. Ég var hérna fyrir tveim árum og ætlaði að koma aftur I fyrra, en gat þaö ekki vegna anna. En nú er ég kominn aftur og byrjunin á veiðinni hef- ur verið góð. — ÓT BÍÐUR ENDURSKOÐUN VINNU- LÖGGJAFAR EILÍFÐARNÓNS? Aðilar vinnumarkaöarins hafa á undanförnum árum itrekað vilja sinn um það, að vinnulög- gjöfin frá 1938 verði tekin til endurskoðunar. Þá var i sátt- mála ríkisstjórnarinnar ákvæði, sem skilja mátti á þá lund, að ekki liði á löngu þar til hafizt yrði handa. Þrátt fyrir allt þctta búum við enn við hina úreltu löggjöf. „Málið er alltaf skoðað öðru hverju, en það hefur engin nefnd verið skipuð til aö endurskoða lögin,” sagði Hallgrimur Dal- berg ráðuneytisstjóri i Félags- málaráðuneytinu. Skýringin væri auðvitað sú, aö Alþingi hefði ekki látiö I ljós vilja sinn til þess arna. Þingsályktanir, sem fjallað hafa um breytingar, heföu ekki náð samþykki. Þetta er að sjálfsögðu mjög eldfimt mál, þar sem verkalýðs- og vinnuveitendahreyfing blandast mjög einstökum stjórnmálaflokkum þessa lands. Skrifstofustjóri ASl, Ólafur Hannibalsson, sagði, að verka- lýðssamtökin teldu, að aðilar vinnumarkaðarins þyrftu að koma sér saman um endurskoð- unina. „Það er mun vænlegra til árangurs en þegar vinnulöggjöf er þröngvað upp á okkur,” sagði Ólafur. „Vinnuveitendasambandið hefur á undanförnum árum margoft látið fara frá sér álykt- anir, þar sem skorað hefur verið á stjórnvöld að endurskoða lög- gjöfina,” sagði Baldur Guð- laugsson hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands. Þá sagði hann, að undirnefndir ASÍ og VSl hefðu rætt þessi mál. Og væri meðal annars mikill áhugi fyrir þvi að ná samkomulagi um samskiptareglur við gerð kjara- samninga. —BA— — SHIi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.