Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 1
ÖRYGGISRÁÐSTEFNAN ÁRANGURSRÍK,— bÓTT EKKI FENGJU ALLIR FRAM ÞAÐ SEM ÞEIR VILDU - VÍSIR RÆÐIR VIÐ KEKKONEN, FORSETA FINNLANDS BAKSIÐA SJÓNVARPIÐ: Þarf að skipta um topp- ana á átta ára fresti? Þegar gerð er 25 minútna kvikmynd, kostar hún um 2 milljónir með ýtrustu spar- semi, en það, sem Sjónvarpið hefur viljað borga fyrir sýn- ingarrétt á slikri kvikmynd i tvö skipti eru 80-90 þúsund krónur. Ef myndin er unnin hér, til dæmis i Sjónvarpinu, þá kostar aðstaðan þar 200 þúsu. krónur, svo að i raun- inni þjrfa kvikmyndatöku- menn að borga með myndinni, þegar þeir leigja Sjónvarpinu hana, sagði Gisli Gestsson, formaður Félags kvikmynda- tökumanna. Einnig finnst okkur kvik- myndatökumönnum við fá lit- ið að gera hiá Sjónvarpinu, til dæmis hefði kvikmyndin, sem ég gerði um Reykjavik, aldrei verið sýnd, nema vegna góð- vildar Reykjavikurborgar. „Að minuáliti þarf að skipta um yfirstjórn sjónvarpsmála á a.m.k. 8 ára fresti, sama hve góðuryfirmaðurinn er, til þess að fyrirbyggja stöðnun,” sagði Gisli. — HE Sjá nánar um þetta mál i út- varps- og sjónvarpsdag- skránni bls. 16. • BAÐA SIG í GRJÓTAGJA, Á EIGIN ÁBYRGÐ —. BLS. 3 Hornsteinn Sigöldu- m m gf J £ jy JT rí— Nu raöumst vio i Hrauneyjafossvirkjun — og nú verður meira lagt upp úr alíslenzkum vinnukrafti en áður CX'é'-ú í'' Kristján Eldjárn fékk góða aðstoð hjá Júgóslavanum Kovacevic við múrverkiö inni viö Sigöldu f gær- dag. Kovacevic er yfirmaður júgóslavneska verktakafyrirtækisins á staðnum. — Ljósm. Jón B. Hornsteinn að stöðvarhúsinu við Sig- öldu var lagður i gær af forseta tslands. í þvi til- efni var efnt til athafnar við stöðvarhúsið i gær- dag, er nákvæmlega 8 daga vantaði á, að tvö ár væru liðin frá undirritun verksamninga um virkj- unina. Við athöfnina lét Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, þess getið, að áður en verulega færi að draga úr verkefnum, yrði ráðizt i enn eina stórvirkjunina, Hráuneyjarfoss- virkjun. Verður hin nýja virkjun 210 megavött, en til samanburðar má geta þess, að Búrfellsvirkjun er 210 megavött en Sigalda mun framleiða 150 megavött. t ræðu Jóhannesar kom jafn- framtf ljós, að hlutur Islendinga i 'hinni nýju virkjun muni stór- aukast frá þvi sem verið hefur. Hafi ætið verið að þvi stefnt, að hlutur Islendinga i byggingu nýrra virkjana ykist með hverri stórvirkjuninni, sem ráðist yrði i. Þegar hornsteinn nýju virkjunarinnar var lagður i gær- dag, voru framkvæmdir við hina nýju virkjun orðnar fjóra til fimm mánuði á eftir áætlun. t stað þess, sem ráð var fyrir gert i upphafi, að hægt yrði að vigja virkjunina og taka fyrstu vélasamstæðuna i notkun þann 15. júni á næsta ári, er ljóst, að af þvi getur ekki orðið fyrr en seint i október. Vélasam- stæður hinnar nýju virkjunar eru samtals þrjár — og er áætlað, að önnur og þriðja samstæðan kom- ist ekki i gagnið fyrr en á fyrsta ársfjórðungi ársins 1977. Nánar er sagt frá athöfninni við Sigöldu á bls. 3 i dag. —JB Hœkkun veitinga húsanna ólögleg „Höfum heimild", segja veitingamenn — Ég álit þessa hækkun veit- ingahúsanna ólöglega, sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, við Visi i gær, þegar hann var spurður um þá ákvörðun veitingahúsanna að hækka að- gangseyri um 100 til 200 prósent. Aðgangseyrir að vinveitinga- stöðum hefur um nokkurt skeið verið 100 krónur, en veitinga- húsin hækkuðu hann upp i 200 krónurogsum upp i 300, nýlega. — Ég hef rætt þetta mál við fulltrúa veitingamanna og á von á þvi, að þetta verði lækkað en svo send formleg beiðni um verðhækkun, sem við tökum til athugunar, sagði Georg. — Ég býst ekki við, að verðið lækki um helgina, þvi að við teljum okkur þegar hafa heim- ild til þessarar hækkunár, sagði Hafsteinn Baldvinsson, lög- fræðingur Samtaka veitinga- og gistihúsaeigenda. Ég mun hins vegar senda verðlagsyfirvöld- um forsendurnar fyrir þvi, að ákveðið var að hækka miða- verðið nú. — Þegar við höfum sent inn hækkunarbeiðnir, hafa þær fjallað um þjónustu húsanna i heild. Við höfum fengið nokkur leyfi til hækkunar á undanföm- um árum, en þótt við höfum tal- ið, að miðaverðið væri þar inni- falið, hefur það ekki verið hækk- að fyrr en nú. Verðið hefur verið óbreytt siðan 1973. Af þessum 200 krónum, sem miðarnir hafa nú hækkað upp i, renna 82 til rikisins og i prentkostnað, 40 fara til fatageymslu en húsin fá 78 krónur. Ýmislegt annað hefur hækkað til samræmis við þetta —■ og sumt hefur hækkað marg- falt. Við teljum þvi þessa hækk-- un timabæra og leyfilega—OT. AÐ NA MYNDINNI ÞAÐ TÓK FIMM ÁR — baksíða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.