Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 16.08.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 16. ágúst 1975 7 IIMIM SÍÐAN Umsjón: Bdda Andrésdóttir mótin, en hann tók það fram að um það væru skiptar skoðanir en i viss- um tilvikum hafa þeir sannað réttmæti sitt. „Og í sumum tilvikum er hæll betri á skóm", tók hann f ram. Tréskór hafa verið mjög vinsælir, og nú er hægt að fá þá fyrir til- tölulega ung börn, en eru þeir hollir fyrir börn? VETRARTIZKAN: Kósakkastígvél jgfnt sem þröng stígvél en er skólagið að breytast? Stígvél, kósakkastigvél og önnur stígvél, ætla að verða mjög vinsæl í vet- ur. Að minnsta kosti er ekki að sjá annað á þeim tízkumyndum, sem borizt hafa i sambandi við vetr- artízkuna. Við höfum lítið fengið að sjá af slíkum stigvél- um í verzlunum hér, en ein verzlun er þó þegar farin að bjóða upp á tals- vert úrval, það er skó- verzlun Steinars Waage. ,, Kósakkastígvél og stígvél, sem falla þétt að fætinum, verða mjög vin- sæl í vetur", sagði Stein- ar, þegar við röbbuðum litillega við hann. Um marga liti er að ræða og skórnir, sem Steinar býður upp á, eru allir úr ekta skinni. Verðið á þeim er frá 10 þúsundum upp i ca. 12 þúsund, en hægt er líka að f á stigvél á 14.800 krónur. Það þarf svo líklega ekki að spyrja að siddinni á pilsunum, sem notuð eru við stígvélin. Ekkert yfir ofan hné! Þar sem Steinar hefur lagt áherzlu á holla skó, spurðum við hann í leið- inni, hvort von væri á þeim nýju skóm hingað, sem sagt hefur verið frá. Það eru skór, þar sem hællinn er lægri en sólinn fram undir tá. Steinar kvaðst jafnvel fá þessa skó fyrir ára- ,,Ég álít, að þeir geti verið góðir með sem þjálfunartæki, séu þeir rétt hannaðir," svaraði Steinar, ,,en ekki ein- göngu." — EA Stúlkan á myndinnl meiddist.i bilslys i.Eins og viB sjáum. er hún meö ijött ör á kinn og höku. Sumir hofo ör á óberandi stöðum þó er nauðsynlegt að nota farða, sem hylur vel Sem betur fer eru það ekki margir, sem þurfa á því að halda að hylja ör eða aðrar húðskemmdir á andliti eða á öðrum áber- andi stöðum. En þeir eru samt þó nokkrir. A markaðnum er andlitsfarði - „make up’’ sem heitir Karo- mask og fæst hjá Kristjánsson h.f. i Ingólfsstræti 12. Sagði Þyrý Dóra Sveinsdóttir snyrti- fræðingur þar, að farðinn hyldi mjög vel valbrá, ör og aðra húð- galla. Fær.i það i vöxt að konur og karlar á öllum aldri notuðu Keromask, sem er frá Innoxa. Einnig hefur Arni Björnsson læknir sent sina sjúklinga til aö kaupa þennan farða. Þar sem hann væri nokkuö dýr, endur- greiddi Tryggingastofnun rikis- ins hann að hluta, þegar hann væri keyptur samkvæmt lækn- isráði. Keromask er til i nokkrum litum, sem gerir það kleift, að hver og einn getur fundið sinn rétta húölit. Sé farðinn rétt bor- inn á, endist hann allan daginn og ekki kemur að sök, þótt fólk bregði sér I sund. —EVI Eftlr að hafa farftaö sig meft Keromask, verftur töluverft breyting á eins og sjá má.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.