Tíminn - 29.09.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 29.09.1966, Qupperneq 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing 1 Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 221. tbl. — Fimmtudagur 29. september 1966 — 50. árg. Newsweek fyrst ||AFA TVISVAR SLEGIÐ ao auglysa her í sjónvarpinu! AF PRlSUM VID RIISSA SJ—Reykjavík, miðvikudag. Ráðgert er að hafa auglýsingar í felenzka sjónvarpinu tvisvar á kvöldi og 3 mínútur í senn. Eins og skiljanlegt er hafa íslenzk fyrir- tæki haft lítinn viðbúnað i sam- bandi við gerð auglýsingamynda fram að þessu, en búast má við, að skriður komist á málið á næstunni. Nokkur íslenzk fyrirtæki hafa pant að auglýsingar fyrsta kvöldið og er þar einkum um að ræða kyrrmynd- ir, sem sýndar verða í 5 sekúndur. Fyrsti erlendi aðilinn, sem hef ur pantað tíma fyrir kvikmynd er vi’kublaðið Newsweek. Kvikmynd in tekur aðeins 7 sek. og kemur hún að utan með íslenzku tali, og var talað inn á myndina af ein- hverjum íslendingi erlendis. Þá má búast við, að umboðsmenn tó- baksframleiðenda hugsi sér til hreyfings, en sjónvarpið tekur ekki við auglýsingum nema með íslenzku tali, og vill að eins mikið sé fjarlægt af erlendum orðum og hægt er. Er Tíminn ræddi í dag við Auði Óskarsdóttur, auglýsingastjóra sjónvarpsins, kvaðst hún vera bjartsýn á framtíðina, en það væri eins og allir væru að vakna til nm hugsunar um sjónvarpsauglýsingar fyrst í dag, og væri það skiVjan legt. Sjónvarpið hefur sent leið- beiningar og verðskrá til ýmissa Framhald á bls. 14. RAFMAGNS- TRUFLUN EYÐI- LAGÐI SJÓN- VARPSUPPTÖKU KJ—Reykjavík, miðvikudag. Þegar eftir var að taka 10 mín útur upp af þættinum „Blaða- mannfundur1' hjá Sjónvarpinu í , dag, fór rafmagnið skyndilega af, ! og skemmdist þar með 20 minútna j upptaka af þættinum, sem tekin var á myndsegulband. Þetta var upptaka á fundi með forsætisráðherra, fyrsta „Blaða mannafundinum", sem sjónvarpað verður n.k. föstudag. Orsök þess, að rafmagnið fór af var sú, að starfsmenn Rafveitunnar unna að athugunum á strengjum í nærliggj andi spennistöð, og mun ekki hafa verið tilkynnt fyrirfram, að búast mætti við rafmagnstruflunum, a. m.k. var starfsmönnum Sjónvarps- ins ekki kunugt um það. Þessi raf magnstruflun, 3—4 míntur, hafði það í för með sér, að endurtaka varð allan þáttinn og má þar um kenna, að Rafveitan tilkynnti ekki fyrirsjáanlegar rafmagnstruflan- ir. HNKAINNRAS"A FALKLANDSEYJAR Stjórnin fcll rr NTB-Buenos Aires, miðvikud. Fimm Argentínumenn neydda í dag flugvél mcð 44 mönnutn innanborðs til að Ienda á Falk- landseyjum í Atlantshafi. Menn þessir kalla sig Gammana og eru aðgerðir þessar liður í „einkainn- rás“ í eyjaklasann, sem lýtur Bretum, að því er þeir sögðu. Hafa Argentínumenn lengi gert kröfu til eyjanna og merkja sér þær á argentínskum landabréfum. Samkvæmt síðustu fréttum M Buenos Aires, lenti flugvélin heilu og höldnu og skömmu síðar sendu Gammarnir út tilkynningu þess efnis, að „innrásin" hefði tek izt vel og staðfesti yfirráða rétt Argentínu yfir eyjunum. Fréttamenn setja „innrás“ þessa í samband við heimsókn hertog- ans af Edinborg til Argentínu, þar sem hann kemur fram fyrir hönd Bretadrottningar í tilefni af 150 ára sjálfstæðisafmæli lands ins. Fyrir nokkrum mánuðum var yfirráðarétturinn yfir Falklands- eyjum tekinn á viðræðulista utan ríkisráðherra Argentínu og Bret- lands, en alltaf öðru hverju hafa Argentínumenn endurnýjað yfir- ráðakröfur sínar. íbúar eynna eru nær eingöngu brezkir að uppruna. Engar fastar Framhald á bls. 14. Myndin er frá hinum einstæSa atburði, er þingmaður stjómarandstöðunnar í Suður- Kóreu áréttaði ádeilu sína á stjórn landsins með því að kasta saur og þvagi yfir forsætisráðherra landsins og fjóra samráðherra hans. Atburð- ur þessi varð þann 22. þessa mánaðar. Þingmaðurinn Kim Du Han flutti hvassa ádeiluræðu á þinginu og um leið og hann sté úr ræðustól skipti engum togum, að hann hellti saur yfir Chung ll-Kwon, forsætisráðherra og ráðherra þá, er næstir honum sátu. Sést forsætisráðherra og ráðherra þá ,er næstir honum sátu. Sést forsætisráðherrann ósköp róiegur verka gleraugu sín og hagVæða þeim. Atburður þessl leiddi til þess, að stjórn- in sagði af sér, með þeim rökstuðningi, að hún hefði glatað áhrifum sfn- um og virðingu vegna þessarar svívirðu. En beir halda sig við sama verð og beir buðu í marz SJ—Reykjavík, miðvikudag. Þrátt fyrir það, að Síldarút- vegsnefnd hafi tvisvar sinnum oðið Rússum saltsíld á hag- stæðu verði, hefur enn ekkert þokazt í samkomulagsátt. Rússar buðu ákveðið verð í marzmánuði s.l. og hafa ekki hvikað frá því verði síðan. í dag ber mikið á milli, eftir því, sem Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri, tjáði Tím- anum. Verðið á mjöli og þó sérstak- lega lýsi fer enn lækkandi á heims markaðinum, og sagðist Sveinn ekki muna eftir því sl. fimmtán ár, að verðið á lýsi hefði fallið eins mikið og það hefur fallið frá því í maímánuði. f ár er fram- leiðslan meiri en markaðurinn getur auðveldlega tekið við, og þáttur Perúmanna er sérstæður að því leyti, áð þeir líta á lýsið sem aukaframleiðslu, þar sem aðal- framleiðslugreinin hjá þeim ' er mjölið. Þeir hafa litlar geymslur undir lýsið og eru af þeim sökum m.a. reiðubúnir að selja lýsi fyrir svo til hvaða verð sem er. Gunnar Flóvenz, sem annast sölumál vegna Suðurlandssíldar, hefur nýverið gengið frá samning um um sölu á 20 þús. tunnum af saltsíld til Póllands, og búizt er við viðbótarsölu þangað. Verðið er 18 shillingum hærra en áður Framhald á bls. 14. Landgræðslan þarfnast nýrrar áburðarflugvélar KJ-Reykjavík, miðvikudag. — Rekstur nýju áburðarflugvél arinnar gekk vel í sumar, en það er fyrirsjáanlegt að hún annar vart meiri verkefnum en fyrir eru á sjálfum sandgræðslusvæðun um, sagði Páll Sveinsson land- græðslustjóri i viðtali við TÍM- ANN í dag. Nýja vélin afkastar miklu meira en sú gamla en þrátt fyr- ir það getur hún ekki annað því að bera á fyrir hreppsfélög, á afrétti og hins vegar ógróið land í byggð Þyrfti því nauðsynlega að fá sér staka flugvél í það verkefni. sem er ekki síður brýnna en sjálf sandgræðslan. Tilkoma tlugvéia við áburðar og frædreifingu hér er stærsta stökkið sem orðið hef ur síðan skipule^ uppgræðsla lands hófst, og er árangurinn af starfi flugvélanna alltaf að koma betur og betur í ljós sagði Páll. Hvað viðvíkur nýju flugvélinni þá flýgur hún hraðar og tekur mpira magn áburðar i ferð, en þær fyrri, en hún þarf aftur á r^óti vandaðri flugbrautir, held- ur en þær minni. — Eins og undanfarin sumur hefur aðalverkefnið verið á Hauka dalsheiðinni, en auk þess var í sumar unnið að gerð tveggja land græðslugirðinga á Mývatnsöræfum og verður þeim lokið næsta sum- ar. Næsta sumar er einnig ráð- gert að setja upp nýja girðingu fyrir austan þá sem f.vrir er hér í Gunnarsholti. Eftir er að semja til að hægt verði að byrja á við landeigendur, en vonast er verkinu næsta sumar. Gylfi missir prófessorinn F.B.-Reykjavík, miðvikudag. Lögbirtingarblaðið, sem kom út s. 1. laugardag, birtir tilkynmngu þess efnis, að hinn 7- september 1966 hafi forseti íslands veitt Gylfa Þ. Gíslasyni lausn frá pró- fessorsembætti við Háskóla ís- lands frá 15. þ. m. Síðastliðinn vetur varð ráðherr ann fyrir ámæli fyrir að halda prófessorsembættinu í tíu ár. Varð fátt um svör hjá ráðherra í ba® skiptið en nú er sem sagt orðið lýðum Ijóst, að hann heldur ekki lonOIIT

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.